Fréttir & tilkynningar

Leikskólabörn í Kópavogi

Samstarfssamningur um rannsóknir í leikskólum

Bæjarstjórarnir í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi undirrituðu þann 25. janúar samstarfssamning við Rannsóknarstofu í menntunarfræðum um rannsóknarverkefni í leikskólum. Markmið samstarfsins er að auka þekkingu á leikskólastarfi í sveitarfélögunum og stuðla að auknum gæðum í leikskólastarfi.
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, Sv…

Friðlýsing Skerjafjarðar öðlast lagagildi

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur staðfest friðlýsingu hluta Skerjafjarðar innan bæjarmarka Kópavogs með fjörum ásamt grunnsævi en með undirskrift ráðherrans öðlast friðlýsingin lagagildi. Þá hafa fulltrúar Kópavogsbæjar, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Umhverfisstofnunar gert með sér samning um umsjón og rekstur hins friðlýsta svæðis.
Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri og Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs.

Ný dagvist fyrir aldraða tekin í notkun í Kópavogi

Kópavogsbær og Sjómannadagsráð Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, eigandi Hrafnistuheimilanna, hafa samið um rekstur og starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar í Boðaþingi, sem m.a. felur í sér að tekin verða í notkun þrjátíu ný dagvistarúrræði fyrir aldraða í Kópavogi.
Tíu starfsmenn Kópavogsbæjar voru í vikunni heiðraðir á 25 ára starfsaldursafmæli sínu. Í hópnum er…

Tíu starfsmenn eiga 25 ára starfsaldursafmæli

Tíu starfsmenn Kópavogsbæjar eiga 25 ára starfsaldursafmæli á þessu ári og voru af því tilefni heiðraðir við hátíðlega athöfn í vikunni, að viðstöddum starfsfélögum sínum. Hjálmar Hjálmarsson, forseti bæjarstjórnar, hélt stutta tölu og þakkaði starfsmönnunum fyrir störf sín hjá bænum.
Stoltir verðlaunahafar í Salnum í dag. Þau fengu bókargjöf að verðlaun, m.a. Hávamál áritaða af Þór…

Þrettán grunnskólabörn fengu verðlaun í ljóðasamkeppni

Þrettán grunnskólabörn úr Kópavogi voru í dag verðlaunuð á ljóðahátíð í Salnum fyrir ljóð sem þau sendu inn í ljóðasamkeppni grunnskólanna í bænum. Nemendur úr sex skólum sendu ljóð í keppnina sem haldin er í fyrsta sinn í ár. Ljóst er að keppnin er komin til að vera.
Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri, Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúi, Jón Yngvi Jóhannsson formaður dómn…

Hallfríður J. Ragnheiðardóttir er handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör

Hallfríður J. Ragnheiðardóttir hlaut í dag Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt Triptych í árlegri ljóðasamkeppni lista- og menningarráðs Kópavogs. Samkeppnin er haldin í ellefta sinn en tilgangur hennar er að efla og vekja áhuga á íslenskri ljóðlist.

Kort sýna forgang bæjarins við snjóhreinsun og söndun

Í Kópavogi er unnið hörðum höndum að því að snjóhreinsa, salta eða sanda götur og göngustíga til að auðvelda fólki að komast leiðar sinnar. Vegna fjölda fyrirspurna hefur verið ákveðið að setja kort á vefinn sem sýna forgangsröðun snjómoksturs, söltunar eða söndunar í bænum.
Hinrik Snær Guðmundsson frá félagsmiðstöðinni Þebu í Smárakóla.

Hinrik Snær frá Þebu varð í efsta sæti

Hinrik Snær Guðmundsson, frá félagsmiðstöðinni Þebu í Smáraskóla, sigraði í árlegri söngkeppni félagsmiðstöðva í Kópavogi á mánudagskvöld. Hann ásamt þeim sem lentu í öðru og þriðja sæti tekur þátt í söngkeppni Samfés sem fram fer í Laugardalshöllinni í mars.
Listaverk sem prýðir útivegg

Ljóðahátíð í Salnum á laugardag

Verðlaun verða veitt í ljóðasamkeppninni Ljóðstafur Jóns úr Vör í Salnum laugardaginn 21. janúar og hefst dagskráin klukkan 16:00. Þar verða einnig veitt verðlaun í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs. Kópavogsbúar og aðrir ljóðaunnendur eru hjartanlega velkomnir.

Eineltisstefna Kópavogsbæjar samþykkt í bæjarráði

Eineltisstefna Kópavogsbæjar var samþykkt á bæjarráðsfundi í vikunni. Í henni segir að Kópavogsbær hafi það að leiðarljósi að vera góður vinnustaður og að starfsmönnum líði þar vel. Í stefnunni er einelti skilgreint, farið yfir ábyrgð stjórnenda og viðbrögð við einelti.