Margrét Friðriksdóttir

Sjálfstæðisflokkurinn

margret.fridriks(hjá)kopavogur.is

Margrét Friðriksdóttir er forseti bæjarstjórnar Kópavogs frá júní 2014 og formaður skólanefndar. Margrét er fædd 20. september 1957 á Sauðárkróki, dóttir hjónanna Friðbjargar Vilhjálmsdóttur og Friðriks Guðmundssonar. Maki er Eyvindur Albertsson löggiltur endurskoðandi og partner hjá KPMG. Sonur þeirra er Bjarni Þór Eyvindsson, fæddur 1974 læknir, starfandi í Edinborg í Skotlandi og er hann giftur Lindu Björk Hafþórsdóttur. Þau eiga fjögur börn; Kolbrúnu, Eyvind, Margréti og Kristófer.


Menntun

2005 MA-próf frá Háskóla Íslands í uppeldis- og menntunarfræðum.

1990-1991 Nám fyrir stjórnendur framhaldsskóla við Háskóla Íslands

1983 Uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands

1983 BA-próf frá Háskóla Íslands í íslensku og uppeldisfræði

1977 Stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands


Starfsferill

Frá 1993 Skólameistari Menntaskólans í Kópavogi

1987-1992 Aðstoðarskólameistari Menntaskólans í Kópavogi.

1982 -1987 Framhaldsskólakennari við Menntaskólann í Kópavogi.

1977-1982 Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins á Keldnaholti.


Almenn félagsstörf og fleira

Í stjórn Brunabótafélags Íslands, frá 2015

Í stjórn Iðnmenntar, sjálfseignarstofnunar iðnmenntaskóla, frá 2013

Í stjórn Fjölsmiðjunnar frá 2010, stjórnarformaður Fjölsmiðjunnar frá 2012-2016

Í nefnd um „Vinnuumhverfi forstöðumanna ríkisins“ á vegum fjármálaráðuneytis frá 2011-2012

Heiðruð af Kópavogsbæ í september 2011 fyrir framlag til jafnréttismála

Sæmd Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu menntunar og fræðslu. Á Bessastöðum 17. júní 2007.

Í nefnd um fjölbreytileika og sveigjanleika í skipulagi náms í framhaldsskólum á vegum menntamálaráðuneytis 2006-2007.

Í starfsnámsnefnd á vegum menntamálaráðuneytis 2006.

Í nefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara á vegum menntamálaráðuneytis 2000-2004 og aftur 2009-2015

Félagi í Delta Kappa Gamma – Félagi kvenna í fræðslustörfum.

Stofnfélagi í Rótarýklúbbnum Borgir í Kópavogi árið 2000, forseti klúbbsins starfsárið 2003-2004

Umdæmisstjóri Íslenska rótarýumdæmisins 2010-2011

Sæmd Paul Harris orðu Rótarý í júní 2011.

Í stjórn Skólameistarafélags Íslands 1989 – 1999 og aftur 2009-2013.

Formaður Skólameistarafélags Íslands 1995-1999.

Fulltrúi skólameistara í ESHA, Evrópusamtökum skólastjórnenda 1995-1999.

Fulltrúi skólameistara í ICP, Alþjóðasamtökum skólastjórnenda 1996-1999.

Í stjórn Samtaka móðurmálskennara 1987-1993, formaður1991 og 1992.

Fulltrúi Samtaka móðurmálskennara í Nordspråk-Nordmål norrænu samstarfi móðurmálskennara.

Í nefnd um ferðamálafræðslu á vegum menntamálaráðuneytis 1990-1991.

Í Fræðsluráði ferðagreina 1992-1996.

Í nefnd um uppbyggingu náms í Hótel- og matvælagreinum á vegum menntamálaráðuneytis 1994-1996

Síðast uppfært 03. júní 2022