Bæjarráð

2542. fundur 18. mars 2010 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1003011 - Byggingarnefnd 16/3

1313. fundur

Bæjarráð staðfestir fundargerðina.

2.911159 - Skógarlind 1, staða framkvæmda.

Bæjarráð ákveður að gefa lóðarhafa frest til 26. apríl nk., til þess að verða við fyrirmælum byggingarnefndar um að skila aðgerðaáætlun og áætlun um lúkningu framkvæmda.  Að öðrum kosti leggist dagsektir á lóðarhafa að upphæð kr. 500.000 á dag frá og með 26. apríl 2010. Bæjarráð áskilur sér rétt til að hækka dagsektirnar verði ekki brugðist við af hálfu lóðarhafa.

3.1002167 - Hagasmári 3, staða framkvæmda.

Bæjarráð ákveður að gefa lóðarhafa frest til 26. apríl nk. til þess að verða við fyrirmælum byggingarnefndar um að skila aðgerðaáætlun og áætlun um lúkningu framkvæmda.  Að öðrum kosti leggist dagsektir á lóðarhafa að upphæð kr. 500.000 á dag frá og með 26. apríl 2010. Bæjarráð áskilur sér rétt til að hækka dagsektirnar verði ekki brugðist við af hálfu lóðarhafa.

4.1003008 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa 16/3

fskj. 2/2010

Bæjarráð staðfestir sérafgreiðslur byggingarfulltrúa.

5.1003010 - Félagsmálaráð 16/3

1280. fundur

6.1002301 - Beiðni um upplýsingar.

Lagt fram svar félagsmálastjóra við fyrirspurn um sparnaðar- og hagræðingaraðgerðir á félagssviði.

Guðríður Arnardóttir óskaði fært til bókar:

"Svar félagsmálastjóra er ekki fullnægjandi. Óskað var eftir yfirliti yfir ráðstafanir til sparnaðar og hagræðingar á árinu 2009 og 2010 á félagssviði en slíkt yfirlit er ekki í svarinu.  Þó dreg ég þá ályktun af svarinu að ekki hafi verið lækkað framlag til liðveislu á árinu 2010.  Undirrituð óskar því eftir ítarlegra svari félagsmálastjóra þar sem fyrri fyrirspurn verði svarað.

Guðríður Arnardóttir"

7.1002046 - Akstursþjónusta við blinda og sjónskerta íbúa Kópavogs.

Lagt fram bréf félagsmálastjóra dags. 10. mars 2010 varðandi akstursþjónustu við blinda og sjónskerta.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari og felur félagsmálastjóra að svara bréfritara.

8.1002011 - Jafnréttisnefnd 2/2

288. fundur

9.1002266 - Jafnréttisverkefni 2010

Guðríður Arnardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð tekur undir bókun jafnréttisnefndar og leggur áherslu á að kannað verði hvort launaskerðingar hafi haft áhrif á launamun kynjanna.

Guðríður Arnardóttir"

10.1002262 - Eflum lýðræði, konur í sveitarstjórn - bæklingur.

Guðríður Arnardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Átakið eflum hlut kvenna í sveitarstjórnum var þarft og gott verkefni en hófst of seint.  Bæklingur og auglýsingar á vegum samgönguráðuneytisins komu fram eftir að framboðsfrestir stjórnmálaflokkanna voru margir hverjir runnir út.

Guðríður Arnardóttir"

 

Sigurrós Þorgrímsdóttir og Ómar Stefánsson tóku undir bókunina.

11.1003002 - Jafnréttisnefnd 9/3

289. fundur

12.1003001 - Skipulagsnefnd 16/3

1176. fundur

13.910464 - Götureitur Kópavogsbraut, Kópavör, Þinghólsbraut, Suðurvör.

Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

14.1002115 - Fífuhvammsland vesturhluti, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir umhverfismatsskýrslu dags. mars. 2010.

15.912700 - Gulaþing 3, breytt deiliskipulag

Hlé var gert á fundi kl. 16:42.  Fundi var fram haldið kl. 16:53.

 

Bæjarráð hafnar erindinu.  Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá við afgreiðslu málsins og lögðu fram eftirfarandi bókun:

"19. maí 2009 samþykkti bæjarráð sambæralega breytingu í Gulaþingi 1 þar sem engar athugasemdir bárust.  Nú er þessu máli hafnað á grundvelli innsendra athugasemda.  Slík meðferð leiðir hugann að því hvort jafnræðissjónarmiða sé gætt og hvort bæjaryfirvöld ætli að gefa frá sér skipulagsvaldið. Við teljum að sveitarstjórn beri að vera meira afgerandi í afstöðu sinni til skipulagsbreytinga í stað þess að byggja ákvarðanir sínar eingöngu á innsendum athugasemdum. Þó auðvitað beri að taka tillit til vel rökstuddra athugasemda, ætti ákvörðun sveitarstjórnar að byggjast á skýrri stefnu í skipulagsmálum.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson"

 

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

16.911402 - Austurkór 35 - 47, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir erindið.

17.908067 - Hafnarbraut 11, breytt deiliskipulag

Bæjarráð samþykkir erindið.

18.903151 - Kársnesbraut 78-84, Vesturvör 7 og göng undir Vesturvör að bryggjuhverfi, deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

19.910051 - Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns 19/11 2009

58. fundur

Liður 9. Ólafur Þór Gunnarsson, áheyrnarfulltrúi VG, lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Óska eftir upplýsingum um eignarhald á núverandi húsnæði safnsins, hver leigan er og til hve langs tíma leigusamningur er, hvort leitað var tilboða þegar núverandi húsnæði var tekið á leigu og leigugjöld s.l. 5 ár.

Ólafur Þór Gunnarsson"

 

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Við ítrekum mikilvægi þess að Héraðsskjalasafni Kópavogs verði fundið varanlegt húsnæði.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson"

20.910051 - Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns 15/12 2009

59. fundur

21.1001154 - Fundargerð stjórnar skíðasvæða hbsv. 5/3

303. fundur

22.1003140 - Tillaga um bæjarráðsfundi

Frá bæjarstjóra, dags. 17/3, tillaga um að næstu bæjarráðsfundir verði 25. mars og 8. apríl nk.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

23.708167 - Bæjarmálasamþykkt. Drög.

Frá bæjarstjóra, lögð fram að nýju drög að nýrri bæjarmálasamþykkt, sem frestað var á fundi bæjarráðs 4/3.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögu að nýrri bæjarmálasamþykkt.

24.908109 - Gæðastefna Kópavogs

Frá bæjarritara, dags. 9/3, tillaga gæðaráðs að gæðastefnu bæjarins, sem frestað var í bæjarráði 11/3 sl.

Bæjarráð vísar gæðastefnunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

25.1003132 - Players. Beiðni um umsögn.

Frá bæjarlögmanni, dags. 16/3, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 12. mars 2010, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar C-8 ehf., kt. 660210-0910, Bæjarlind 4, 201 Kópavogi, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Players að Bæjarlind 4 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk III, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

26.1003098 - Borgarholtsbraut 5, 7 og 9. Lokið verði við að endurnýja tröppurnar

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 16/3, umsögn, sem óskað var eftir í bæjarráði 11/3 sl., um erindi Jóns Halldórs Jónassonar varðandi endurnýjun á tröppum við Borgarholtsbraut 5, 7 og 9. Ekki er mælt með að gera nýjar tröppur þar sem tröppur eru til staðar á móts við Borgarholtsbraut 3 og 11.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

27.806241 - Ósk eftir aðstöðu fyrir útvarpssenda á Smalarholti.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 16/3, umsögn, sem óskað var eftir í bæjarráði 11/3 sl., um beiðni Útvarpsstöðvarinnar Ás um að fá aðstöðu fyrir útvarpssenda á Rjúpnahæð. Lagt er til að erindinu verði hafnað, en verið er að athuga aðrar hugsanlegar staðsetningar fyrir útvarpssendi.

 Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.  Bæjarráð óskar eftir því að sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs mæti til næsta fundar vegna málsins.

28.1003115 - Ósk um upplýsingar við byggingarkostnað Kópavogsbæjar við Kórinn.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 17/3, upplýsingar um byggingarkostnað við Kórinn, sem Ólafur Þór Gunnarsson óskaði eftir á fundi bæjarráðs þann 11/3 sl.

Lagt fram.

29.1001194 - Hálsaþing 14. Lóðarumsókn.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 16. mars. sl., umsögn um umsókn um lóðina Hálsaþing 14, sem frestað var í bæjarráði 19/2 sl.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Sölva Þór Sævarssyni, kt. 051164-3429 og Ingu Huld Sigurgeirsdóttur, kt. 170563-2209 lóðinni að Hálsaþingi 14.

30.1001193 - Hálsaþing 16. Lóðarumsókn.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs dags. 16. mars sl., umsögn um umsókn um lóðina Hálsaþing 16, sem frestað var í bæjarráði 19/2 sl.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Árna Jóhannesi Valssyni, kt. 260854-5939 og Halldóru Harðardóttur, kt. 180657-2829 lóðinni að Hálsaþingi 16.

31.704100 - Fróðaþing 20. Bótakrafa til Kópavogsbæjar vegna tafa við byggingu á lóð Fróðaþings 20

Frá bæjarlögmanni, dags. 24/2, umsögn, sem óskað var eftir í bæjarráði 18/2 og frestað var á fundi bæjarráðs þann 25/2 sl., um erindi lóðarhafa Fróðaþings 20, þar sem ekki eru taldar vera forsendur fyrir greiðslu málskostnaðar bréfritara.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins enda liggur álit bæjarlögmanns ekki fyrir, sem óskað var eftir þann 25/2 sl.

32.1002187 - Varðandi skerðingu á liðveislu til fatlaðs fólks og fjölskyldna fatlaðra barna.

Frá félagsmálastjóra, dags. 1/3, umsögn, sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 19/2 og frestað var á fundi bæjarráðs þann 4/3 sl.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir að félagsmálastjóri mæti til næsta fundar vegna málsins.

33.1003045 - Starf forstöðumanns almannatengsla

Frá bæjarstjóra, tillaga sem vísað var til bæjarráðs og bæjarstjóra á fundi bæjarstjórnar 9/3 sl. varðandi frestun á ráðningu í starf forstöðumanns almannatengsla. Tillögunni var frestað á fundi bæjarráðs 11/3 sl.

Bæjarráð hafnar tillögu um að fresta ráðningunni með þremur atkvæðum gegn tveimur.

 

Ólafur Þór Gunnarsson, áheyrnarfulltrúi VG lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður er ósammála afgreiðslu meirihluta bæjarráðs og vísa til tillögu minnar.

Ólafur Þór Gunnarsson"

 

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Í ljósi fjárhagsstöðu Kópavogsbæjar og nauðsynlegrar endurskipulagningar og forgangsröðunar í verkefnum bæjarins teljum við eðlilegt að ekki verði ráðið í starf forstöðumanns almannatengsla. Aðeins eru rúm tvö ár síðan starf þetta var búið til og ólíklegt annað en að bæjarfélagið komist af um sinn án þess að hafa almannatengslafulltrúa. Um þessar mundir er verið að draga verulega saman í rekstri bæjarfélagsins m.a. með uppsögnum starfsfólks og skerðingar á þjónustu við bæjarbúa.  Því skýtur skökku við að á sama tíma er rokið til og ráðið í starf sem losnar í yfirstjórn bæjarins.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson"

 

Hlé var gert á fundi kl. 17:37.  Fundi var fram haldið kl. 17:56.

 

Kl. 17:56 vék Guðríður Arnardóttir af fundi og tók Ingibjörg Hinriksdóttir sæti hennar.

 

Fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Bæjarstjóri hefur ítrekað gert grein fyrir nauðsyn þess að hafa upplýsingafulltrúa í fullu starfi hjá bæjarfélaginu til að tryggt sé að nauðsynlegar upplýsingar séu ætíð aðgengilegar og þeim komið markvisst á framfæri m.a. inn á heimasíðu bæjarins. Það hefur sýnt sig að upplýsingaflæði frá bænum varð mun markvissara og betra með tilkomu starfsins. Það er með ólíkindum að Samfylkingin og VG sem stöðugt kalla eftir upplýstri og gegnsærri stjórnsýslu skuli nú leggjast gegn ráðningunni. Þá er vert að geta þess að í öllum stærri sveitarfélögum landsins eru starfandi upplýsingafulltrúar. Starf þetta er hluti á fjárhagsáætlun og því er ekki verið að auka útgjöld.

Ómar Stefánsson, Gunnsteinn Sigurðsson, Ármann Kr. Ólafsson, Sigurrós Þorgrímsdóttir"

 

34.1003166 - Tillaga um endurskoðun á fyrirkomulagi húsvörslu.

Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sviðstjóra tómstunda- og menningarsviðs verði falin endurskoðun á fyrirkomulagi á húsvörslu og gæslu mannvirkja á Borgarholti, þ.e. Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn, Molinn - ungmennahús, Tónlistarsafn Íslands og Tónlistarhús Kópavogs.  Nýtt fyrirkomulag verði í samræmi við hagræðingarkröfu í fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2010.

Gunnsteinn Sigurðsson"

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

35.701022 - Vatnsendi. Eignarnám á landi úr jörðinni Vatnsenda

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl., afrit af bréfi dags. 15/3 til Lex lögfræðistofu varðandi málsmeðferð í tengslum við eignarnám á landi úr Vatnsenda.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

36.1003102 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2010.

Frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 15/2, dagskrá aðalfundar sjóðsins, sem haldinn verður föstudaginn 26/3 á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

37.911034 - Ársreikningur Kópavogs 2008

Frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 16/3, athugasemdir vegna ársreiknings Kópavogsbæjar 2008.

Lagt fram.

38.1003101 - Könnun á stöðu leiguíbúða sveitarfélaga þann 31.12.2009.

Frá Varasjóði húsnæðismála, dags. 10/3, óskað svara við könnun sjóðsins, í samvinnu við félags- og tryggingamálaráðuneytið, á stöðu leiguíbúða í sveitarfélögum.

Bæjarráð vísar erindinu til deildarstjóra húsnæðisdeildar til afgreiðslu.

39.1003111 - Umsókn um styrk í verkefnið ""flök og festur.""

Frá Guðbrandi Jónssyni, f.h. Fornbátafélags Íslands, tölvupóstur dags. 11/3, óskað eftir styrk vegna verkefnis sem hefur það markmið að kanna festur veiðarfæra í Faxaflóa.

Bæjarráð vísar erindinu til hafnarstjórnar til afgreiðslu.

40.1003126 - Umsókn um styrk vegna aðstöðuleysis.

Frá skíðadeild Breiðabliks, dags. 13/3, óskað eftir styrk vegna kostnaðar við ferðir norður í land til æfinga, þar sem engin snjóframleiðsla er fyrir hendi í Bláfjöllum.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

41.1003142 - Leikskólinn Undraland. Óskað eftir styrk vegna fasteignagjalda.

Frá Leikskólanum Undralandi, dags. 15/3, óskað eftir styrk til greiðslu fasteignagjalda af húsnæði leikskólans að Hábraut 3.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

42.1003087 - Hlíðarendi 2. Lóðarumsókn.

Frá Lindu Bentsdóttur, dags. 10/3, umsókn um lóðina að Hlíðarenda 2.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Lindu Bentsdóttur, kt. 301164-4759 lóðinni að Hlíðarenda 2.

 

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

43.1003118 - Þrúðsalir 5. Endurskoðun á lóðarverði.

Frá Sævari Guðjónssyni og Guðrúnu Jónsdóttur, dags. 10/3, óskað eftir að lóðarverð á Þrúðsölum 5 verði endurskoðað í ljósi breyttra forsenda.

Bæjarráð vísar erindinu til skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

44.1003117 - Hæðarendi 6. Lóðarskil.

Frá Eric Ericssyni, dags. 11/3, lóðinni að Hæðarenda 6 skilað inn.

Lagt fram.

45.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 23. mars

I.  Fundargerðir nefnda

II. Kosningar

46.1003110 - Hita- og loftræstikerfi í byggingum á landsvísu. Skýrsla.

Frá Lagnafélagi Íslands dags. 24/2, skýrsla um skoðun á hita- og loftræstikerfum unnin í samvinnu við Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirlitið.

Lagt fram.

47.1003141 - Ársreikningur SORPU bs fyrir árið 2009.

Frá Sorpu bs., dags. 15/3, ársreikningur fyrir árið 2009.

Lagt fram.

48.1003124 - Ferðabæklingur frá Tampere 2010.

Frá Tampere, Finnlandi, bæklingar frá Tampere og nágrenni.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:15.