Bæjarráð

2802. fundur 30. desember 2015 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1512741 - Austurkór 8, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 21. desember, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 8 frá Jóhanni Pálmasyni, kt. 090373-4049 og Öddu Mjöll Guðlaugsdóttur, kt. 140775-4609. Umsækjendum var úthlutuð lóðin Austurkór 66 í nóvember sl. en þar sem byggingaráform rúmast ekki innan skipulagsskilmála lóðarinnar óska þau eftir að fá að skila inn lóðinni Austurkór 66 og fá lóðinni Austurkór 8 úthlutað í staðinn. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar Austurkór 8 til umsækjanda og að lóðarréttindum Austurkórs 66 verði skilað inn.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.1512084 - Álmakór 2. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 17. desember, lögð fram umsókn um lóðina Álmakór 2 frá Eyvindi Ívari Guðmundssyni, kt. 150175-3569. Lagt til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Eyvindi Ívari Guðmundssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Álmakór 2 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

3.1501300 - Funahvarf 2, Vatnsendaskóli-Íþróttahús Gerpla.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 8. desember, lögð fram drög að verksamningi við Baldur Jónsson ehf. vegna byggingar fimleikaíþróttahúss við Vatnsendaskóla og lagt til að verksamningurinn verði samþykktur. Samkvæmt drögum að verksamningi eru 25 milljónir til greiðslu á árinu 2015 og þarf samþykki bæjarráðs fyrir greiðslu þeirrar upphæðar vegna þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin, þar til verksamningur hefur verið samþykktur.
Bæjarráð vísar drögum að verksamningi við Baldur Jónsson ehf. vegna byggingar fimleikaíþróttahúss við Vatnsendaskóla til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir 25 m.kr. greiðslu til Baldurs Jónssonar ehf., sbr. framlagðan verksamning.

4.1512152 - Huldubraut 33, lóðarleigusamningur.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 16. desember, lagt fram erindi vegna útrunnins lóðarleigusamnings um Huldubraut 33, þar sem lagt er til að lóðarleigusamningurinn verði ekki endurnýjaður í ljósi nýs hverfisskipulags fyrir Kársnes.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að lóðarleigusamningur um Huldubraut 33 verði ekki endurnýjaður og lóðarhafa það tilkynnt.

5.1512762 - Smiðjuvegur 74, hluti 2 hæð, forkaupsréttur.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs og fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 22. desember, lögð fram umsögn vegna forkaupsréttar að hluta 2. hæðar Smiðjuvegar 74, skv. húsaleigusamningi Myndlistarskóla Kópavogs við eiganda fasteignarinnar, en Kópvogsbæ styrkir rekstur skólans, m.a. sem nemur húsaleigu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja viðræður við Myndlistarskóla Kópavogs um nýtingu forkaupsréttar.

6.15061886 - Líkamsræktarstöðvar 2015, útboð á húsnæði í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni í Versölum.

Frá bæjarlögmanni og deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 18. nóvember, lagt fram erindi vegna útleigu húsnæðis undir líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs. Í kjölfar útboðs samþykkti bæjarráð að gengið yrði til samninga við Gym heilsu ehf. um leigu á húsnæði undir líkamsræktaraðstöðu, en við undirbúning samningagerðar hafa komið fram annmarkar á tilboði Gym heilsu ehf. Eru annmarkarnir slíkir að ekki er unnt að meta tilboð Gym heilsu ehf. gilt líkt og áður hafði verið talið. Óhjákvæmilegt sé því að bjóða leigu húsnæðisins út að nýju.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Karenar E. Halldórsdóttur og Hjördísar Ýrar Johnson, gegn 2 atkvæðum Péturs Hrafns Sigurðssonar og Birkis Jóns Jónssonar að bjóða leigu húsnæðis undir líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs út að nýju þar sem nú liggur fyrir að ekkert gilt tilboð barst í síðasta útboði.

Bókun:
"Undirritaðir telja fullreynt að bjóða út rekstur íþróttaaðstöðu í sundlaugum Kópavogs. Alls hafa farið fram þrjú útboð án árangurs. Við teljum að Kópavogsbær eigi að hefja viðræður við Samkeppniseftirlitið um endurskoðun á samningi Kópavogs við eftirlitið varðandi útboð.
Það eru hagsmunir Kópavogsbúa að boðið sé upp á góða og ódýra líkamsræktarþjónustu í sundlaugum Kópavogs. Engin lagaskylda hvílir á Kópavogsbæ að bjóða út leigu á húsnæði í eigu bæjarins.
Birkir Jón Jónsson
Pétur Hrafn Sigurðsson
Ólafur Þór Gunnarsson"

Bókun:
Kópavogsbær gerði sátt, dags. 5. desember 2011, við Samkeppniseftirlitið í málinu nr. 3/2012 þar sem Kópavogsbær skuldbatt sig til þess að hlíta skilyrðum sáttarinnar í þeim tilgangi að eyða samkeppnishindrunum. Með sáttinni er Kópavogsbæ m.a. gert skylt að bjóða út þá húsnæðisaðstöðu þá sem bærinn hefur leigt undir líkamsræktaraðstöðu í tengslum við rekstur sundlauga bæjarins.
Eins og fram hefur komið hafa annmarkar í tilboði Gym heilsu ehf. orðið til þess að tilboðið er ekki gilt. Ákvæði um ný tæki í líkamsræktarstöðvunum var ekki uppfyllt í tilboðinu.
Kópavogsbær hefur nýverið átt samskipti við Samkeppniseftirlitið um framvindu sáttarinnar. Undirrituð telja að það þjóni hagsmunum Kópavogsbæjar að virða sátt og samkomulag við Samkeppniseftirlitið."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Karen E. Halldórsdóttir
Hjördís Ýr Johnson"

7.1105065 - Samningar við Gerplu.

Frá bæjarlögmanni, lögð fram drög að samkomulagi við Íþróttafélagið Gerplu um uppbyggingu á aðstöðu fyrir fimleikaæfingar í íþróttahúsinu við Vatnsendaskóla að Funahvarfi 2 í Kópavogi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði.

Frá bæjarlögmanni, lögð fram drög að rammasamkomulagi við Lund fasteignafélag ehf. um þróun og uppbyggingu deiliskipulags Auðbrekku.
Lagt fram til kynningar og frestað til næsta fundar bæjarráðs.

9.1512495 - Dalvegur 24, Dons Donuts ehf. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 17. desember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 14. desember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Dons Donuts ehf., kt. 490714-0490, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastofu og greiðasölu í flokki I, á staðnum Dons Donuts, að Dalvegi 24, 201 Kópvogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar nr. 675/2015.

10.1510746 - Dalvegur 24. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um ökutækjaleigu.

Frá lögfræðideild, dags. 18. desember, lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 27. október, þar sem óskað er eftir umsögn vegna staðsetningar ökutækjaleigu. Umsækjandi er Wojciech Krasko, kt. 080479-2399, fyrir hönd Thor bílaleigu ehf., kt. 411015-0410. Sveitarstjórn staðfestir sem umsagnaraðili að aðkoma henti fyrir væntanlega starfsemi, aðkoma að Dalvegi 24 er bæði frá Dalvegi og Reykjanesbraut og hvað staðsetningu varðar er svæðið skipulagt sem verslunar- og þjónustusvæði.
Bæjarráð samþykkir umsögnina fyrir sitt leyti og staðfestir að rekstrarleyfið er í samræmi við skipulag og aðkomu á umsóttu svæði.

11.1512756 - Beiðni um umsögn. Leyfi fyrir flugeldasýningu.

Frá lögfræðideild, dags. 23. desember 2015, lagt fram bréf lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 22. desember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn E-þjónustunnar ehf., kt. 440602-2310, um leyfi fyrir flugeldasýningu við Skógarlind þann 31. desember 2015 frá kl. 21:00-21:40. Á sama tíma fer fram flugeldasýning Hjálparsveitar Skáta í Kópavogsdal og telur Kópavogsbær óheppilegt að tvær flugeldasýningar fari fram á sama tíma svo nálægt hvor annarri. Vegna reynslu síðustu ára eru einnig gerðar tilteknar ráðstafanir varðandi umferðarstjórnun við flugeldasýningu í Kópavogsdal sem ekki gefst tími til að fara í vegna þessarar sýningar, sökum þess hve seint umsagnarbeiðni barst.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Birkis Jóns Jónssonar að gera ekki athugasemdir við umsóknina.

Bókun Ólafs Þórs Gunnarssonar:
"Ég tek undir þau sjónarmið sem fram koma í umsögninni."

12.1512760 - Frumvarp til laga um almennar íbúðir, 435. mál. Beiðni um umsögn.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 21. desember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um almennar íbúðir (heildarlög), 435. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

13.1512759 - Frumvarp til laga um húsaleigulög, 399. mál. Óskað eftir umsögn.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 21. desember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um húsaleigulög (réttarstaða leigjenda og leigusala), 399. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

14.1512753 - Frumvarp til laga um húsnæðisbætur, 407. mál. Beiðni um umsögn.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 21. desember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög), 407. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

15.1512721 - Skipulagsbreytingar hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 17. desember, lagt fram erindi um skipulagsbreytingar hjá sjóðinum með þeim afleiðingum að greiðslur framlaga til sveitarfélaga, bókun fylgiskjala og ársuppgjör sjóðsins munu alfarið flytjast til Fjársýslu ríkisins.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarritara til afgreiðslu.

16.1411018 - Framlög úr Jöfnunarsjóði 2015. Áætluð úthlutun, endanleg úthlutun, hreyfingalistar.

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 17. desember, lagt fram bréf vegna uppgjörs á framlögum vegna yfirfærslu grunnskóla og vegna þjónustu við fatlað fólk á rekstrargrunn. Framangreind framlög verða desembermánaðar verða bókfærð þann 31. desember nk. sem hefur í för með sér að uppgjör framlaga sjóðsins til sveitarfélaga vegna ársins 2015 mun ekki liggja fyrir hjá sjóðnum fyrr en um mánaðarmótin janúar/febrúar 2016.
Bæjarráð vísar málinu til fjármála- og hagsýslustjóra til afgreiðslu.

17.1512503 - Gildistími brunavarnaráætlunar.

Frá Mannvirkjastofnun, dags. 14. desember, lagt fram erindi þar sem vakin er athygli á því að brunavarnaáætlun sveitarfélagsins er fallin úr gildi og gerð er krafa um að brunavarnaáætlunin verði endurskoðuð og send stofnuninni innan 3 mánaða frá dagsetningu bréfsins. Jafnframt lagt fram bréf frá slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 18. desember sl., þar sem fram kemur að það sé á ábyrgð slökkviliðsstjóra að vinna brunavarnaráætlun fyrir sveitarfélög og að sú vinna sé langt á veg komin.
Lagt fram.

18.1512578 - Hávaðakort - mælingar.

Frá Umhverfisstofnun, dags. 11. desember, lagt fram erindi þar sem sveitarfélög eru minnt á að frestur til að ljúka hávaðamælingum vegna kortlagningar hávaða og gerð aðgerðaáætlana er til 30. júní 2017.
Lagt fram.



19.1505466 - Vatnsvernd og vatnsnýting, samráðshópur.

Frá svæðisskipulagsstjóra SSH f.h. samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu, dags. 21. desember, lögð fram ályktun um Heiðmerkurveg ásamt minnisblaði þar sem því er beint til Kópavogsbæjar að samþykkja fyrir sitt leyti að sett verði upp hið fyrsta hlið og varúðarmerkingar við innkomuleiðir að Heiðmörk þannig að hægt sé að stýra almennri umferð ökutækja inn á vatnsverndarsvæðið frá öllum innkomuleiðum. Þá er Kópavogsbær einnig hvattur til að skoða hjá sér hönnun bílastæða/safnstaða við innkomuleiðir í Heiðmörk og vinna samræmt skipulag Heiðmerkur í samvinnu við Reykjavíkurborg og Garðabæ, þar sem brýnt sé að hið fyrsta verði skorið úr um veghald í Heiðmörk.
Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.

20.1512822 - Beiðni um styrk vegna áramótabrennu í þingunum.

Frá íbúum í Frostaþingi, dags. 10. desember, lögð fram beiðni um styrk vegna áramótabrennu í efri byggðum Kópavogs, til að mæta útgjöldum í formi leyfisgjalda og trygginga að fjárhæð ca. kr. 90.000.-
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk að upphæð kr. 90.000.- vegna Þingabrennu í Þingunum.

21.1512015 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 17. desember 2015.

175. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 12. liðum.
Lagt fram.

22.1512009 - Hafnarstjórn, dags. 14. desember 2015.

101. fundur hafnarstjórnar í 3. liðum.
Lagt fram.

23.1512010 - Íþróttaráð, dags. 17. desember 2015.

54. fundur íþróttaráðs í 7. liðum.
Lagt fram.

24.1512017 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 17. desember 2015.

42. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 1. lið.
Lagt fram.

25.1512012 - Lista- og menningarráð, dags. 17. desember 2015.

52. fundur lista- og menningarráðs í 6. liðum.
Lagt fram.

26.1512008 - Skólanefnd, dags. 14. desember 2015.

96. fundur skólanefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

27.1501339 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 20. nóvember 2015.

832. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í 26. liðum.
Lagt fram.

28.1501339 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 30. nóvember 2015.

833. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í 1. lið.
Lagt fram.

29.1501339 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 11. desember 2015.

834. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í 13. liðum.
Lagt fram.

30.1501344 - Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 3. nóvember 2015.

347. fundur stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í 3. liðum.
Lagt fram.

31.1501344 - Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 9. desember 2015.

348. fundur stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í 3. liðum.
Lagt fram.

32.1501345 - Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 18. desember 2015.

151. fundur stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í 5. liðum.
Lagt fram.

33.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 18. desember 2015.

233. fundur stjórnar Strætó í 12. liðum.
Lagt fram.

34.1501351 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 11. desember 2015.

63. fundur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins í 1. lið.
Lagt fram.

Fundi slitið.