Bæjarráð

2751. fundur 20. nóvember 2014 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir
  • Hjördís Ýr Johnson
  • Pétur Hrafn Sigurðsson
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1403482 - Viljayfirlýsing um samstarf

Lögð fram að nýju drög að samstarfssamningi við GKG um uppbyggingu félags- og íþróttamiðstöðvar, mál sem frestað var í bæjarráði þann 13. nóvember.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

2.1411310 - Útsvar árið 2015

Frá bæjarstjóra, þar sem lagt er til að útsvarshlutfall verði óbreytt á milli ára og verði 14,48% á árinu 2015.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

3.1410242 - Óskað eftir upplýsingum um framkvæmd verðhækkana

Frá bæjarritara, svar við erindi nefndar á vegum forsætisráðuneytisins varðandi upplýsingar um framkvæmd verðhækkana.
Bæjarráð felur bæjarritara að svara erindi nefndarinnar á grundvelli framlagðrar umsagnar.

4.1409469 - Markavegur 2, 3 og 4. Úrskurður vegna kæru um stöðvun framkvæmda

Frá lögfræðideild, dags. 13. nóvember, úrskurður vegna kæru um stöðvun framkvæmda, en kröfunni hefur nú verið hafnað af formanni úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Lagt fram.

Birkir Jón Jónsson vék af fundi undir þessum lið.

5.1402852 - Hamraborg 14-38, vatnsúðakerfi útboð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 17. nóvember, lagt fram erindi frá slökkviliðsstjóra dags. 12. nóvember, varðandi möguleika á lokun bílageymslunnar vegna annmarka á eldvörnum, en dregist hefur að hefja framkvæmdir við eldvarnarkerfi af því að samþykki Hamraborgarráðsins liggur ekki ennþá fyrir.
Lagt fram.

6.1410309 - Samanburður á gjaldskrám milli sveitarfélaga

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 18. nóvember, samanburður á gjaldskrám milli sveitarfélaga, upplýsingar sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs þann 23. október.
Lagt fram.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Þakka svörin og óska eftir upplýsingum um hve stór hluti innheimtra leikskólagjalda er til kominn vegna tíma umfram 8 tíma (svokallaður 9. tími).
Ólafur Þór Gunnarsson"

7.1408197 - Greinargerð um fjölgun eldri borgara

Frá deildarstjóra þjónustudeildar aldraðra, greinargerð sem bæjarstjóri óskaði eftir á fundi bæjarráðs þann 14. ágúst sl.
Lagt fram.

Bæjarráð þakkar fyrir framlagða greinargerð og óskar eftir að hún verði send velferðarráðuneyti.

8.1410076 - Úthlutunarreglur vegna byggingarréttar

Frá lögfræðideild, lögð fram drög að úthlutunarreglum, annars vegar vegna lóða til einstaklinga til eigin nota og hins vegar fyrir lögaðila. Lagt er til að bæjarráð samþykki drögin.
Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi tillögu vegna reglna um lóðaúthlutanir til lögaðila:
"Undirritaður leggur til að við fram komnar reglur um úthlutun lóða til lögaðila bætist við eftirfarandi grein:
Hafi umsækjandi fengið áður úthlutað byggingarlóð í bænum er heimilt að taka mið af reynslu bæjarfélagsins af umsækjanda sem lóðarhafa.
Breytingartillagan verði tekin fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar.
Birkir Jón Jónsson"

Bæjarráð vísar afgreiðslu tillagnanna til bæjarstjórnar.

9.1411282 - Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 32. mál. Beiðni um umsögn

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 17. nóvember, óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 32. mál.
Lagt fram.

10.1411283 - Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars), 29. mál. Beiðni um umsögn

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 17. nóvember, óskað umsagnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars), 29. mál.
Lagt fram.

11.1411290 - Tilnefning í starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofsmála

Frá velferðarráðuneytinu, erindi til Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. október, óskað tilnefninga í starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofsmála.
Bæjarráð tilnefnir Birki Jón Jónsson og Karen Halldórsdóttur.

12.1411226 - Ályktun og áskorun frá FT-kennurum Tónlistarskóla Kópavogs

Frá FT-kennurum við Tónlistarskóla Kópavogs, dags. 11. nóvember, ályktun og áskorun til bæjarfulltrúa vegna kjaradeilna félags tónlistarkennara.
Lagt fram.

Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum vegna yfirstandandi verkfalls og vonast til að aðilar nái samningum hið fyrsta.

13.1411244 - Þrúðsalir 14. Umsókn um lóð

Borist hefur umsókn um lóðina Þrúðsalir 14 frá Andra Þór Gestssyni kt. 110174-3579 og Sigurborgu Önnu Ólafsdóttur kt. 040574-4769. Umsækjendur hafa skilað inn afriti skattframtals 2014 og yfirlýsingu banka. Umsækjendur eru skuldlaus við bæjarsjóð.
Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma samkvæmt úthlutunarreglum.
Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar Þrúðsalir 14 til umsækjanda.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

14.1411291 - Hamraendi 30, framsal lóðaréttinda.

Borist hefur erindi Guðmundar Pálssonar, kt. 060951-3579 lóðarhafa Hamraenda 30, þar sem þess er óskað að lóðarréttindi verði færð til Guðmundar Hagalínssonar, kt. 010156-3009.
Byggingarframkvæmdir eru ekki hafnar á lóðinni, en henni var úthlutað í október 2008.
Í erindinu kemur fram að nýr lóðarhafi hyggst hefja byggingarframkvæmdir á miðju ári 2015 og ljúka framkvæmdum fyrir árslok 2015.
Undirritaður hefur upplýsingar um fjárhagslegar forsendur og áætlanir Guðmundar Hagalínssonar og mun ganga eftir því að framkvæmdaáætlun vegna verksins berist byggingarfulltrúa.
Bæjarráð samþykkir erindið með þremur atkvæðum. Theódóra Þorsteinsdóttir, Hjördís Johnson og Karen Halldórsdóttir samþykktu erindið en Ólafur Þór Gunnarsson og Pétur Hrafn Sigurðsson greiddu ekki atkvæði.

15.1411011 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 13. nóvember

135. fundargerð í 4 liðum.
Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

16.1411012 - Félagsmálaráð, 17. nóvember

1380. fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

17.1410032 - Forvarna- og frístundanefnd, 12. nóvember

25. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

18.1411002 - Hafnarstjórn, 10. nóvember

97. fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

19.1411010 - Leikskólanefnd, 13. nóvember

52. fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

20.1411008 - Skipulagsnefnd, 17. nóvember

1249. fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

21.1409176 - Austurkór 153. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Haralds Valbergssonar, byggingarfræðings, dags. 10.10.2014, f.h. lóðarhafa vegna breytts deiliskipulags Austurkórs 153. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á einni hæð og kjallara (þremur pöllum) komi einbýlishús á einni hæð. Aðkomukóti íbúðarhússins verður 119,50 og bílgeymsla 10cm neðar sbr. uppdráttum dags. 10.10.2014.

Þá lagt fram samþykki þeirra lóðarhafa sem fengu kynninguna senda dags. 4.11.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

22.1411116 - Fagrabrekka 39. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings, dags. 6.11.2014 f.h. lóðarhafa Fögrubrekku 39. Óskað er eftir að taka í notkun ónýtt rými í kjallara hússins. Heildarbyggingarmagn hækkar úr 208,8m2 í 233,6m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,25 í 0,28. Einn gluggi bætist við á austurhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 23.10.2014.

Skipulagsnefnd taldi framlagða tillögu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og/eða sveitarfélagsins og samþykkti tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

23.1411142 - Dimmuhvarf 11. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi GINGI Teiknistofu, dags. 15.10.2014, f.h. lóðarhafa Dimmuhvarfs 11. Óskað er eftir að í stað einnar lóðar með einbýlishúsi og mökuleika á hesthúsi verði lóðinni skipt í tvær einbýlishúsalóðir, annars vegar 769m2 að stærð og 647m2 annars vegar. Á lóðunum verði tvö einbýlishús, 130-140m2 að stærð á 1-1,5 hæð með 32m2 sambyggðum bílgeymslum. Hámarkshæð bygginga verður 5,2 m og nýtingarhlutfall 0,4 sbr. uppdráttum dags. í október 2014.

Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

24.1409146 - Vesturvör 12. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Einars V. Tryggvasonar arkiteks dags. 12.9.2014 f.h. lóðarhafa vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar að Vesturvör 12. Á fundi skipulagsnefndar 15.9.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vesturvarar 7, 9, 11a, 11b, 13 og 14; Kársnesbraut 82, 82a, 86, 88, 90, 92, 94 og 96 ásamt lóðahöfum norðan Vesturvarar 12. Kynningu lauk 27.10.2014. Athugasemdir bárust frá; Þórði Inga Guðjónssyni, Kársnesbraut 82a, dags. 27.10.2014; Héðni Sveinbjörnssyni og Sigríði Tryggvadóttur, Kársnesbraut 82, dags. 27.10.2014; Halldóri Svanssyni, dags. 27.10.2014. Á fundi skipulagsnefndar 3.11.2014 var málinu frestað og skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17.11.2014.

Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða tillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17.11.2014. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

25.1409148 - Auðnukór 7. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Ívars Ragnarssonar, byggingafræðings, f.h. lóðarhafa vegna breytts deiliskipulags Auðnukórs 7. Í breytingunni felst að svalir fara út fyrir byggingarreit á norðurhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 08.03.2014 í mkv. 1:100. Á fundi skipulagsnefndar 15.9.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðnukórs 5 og 9. Kynningu lauk 27.10.2014. Athugasemd barst frá Illuga Fanndal Bjarkarsyni, Auðnukór 5, dags. 17.10.2014. Á fundi skipulagsnefndar 3.11.2014 var málinu frestað og skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17.11.2014.

Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða breytingartillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17.11.2014. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

26.1411004 - Skólanefnd, 17. nóvember

78. fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

27.1401118 - Stjórn Strætó bs., 31. október

202. fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

28.1411296 - Tillaga um skipun starfshóps vegna fyrirhugaðs öldungaráðs

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og VGF leggja fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarráð feli bæjarstjórn Kópavogs að skipa starfshóp sem hafi það að markmiði að stofna Öldungaráð í Kópavogi.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Birkir Jón Jónsson, Ólafur Þór Gunnarsson"
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar félags eldri borgara.

Fundi slitið.