Bæjarráð

2805. fundur 21. janúar 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir starfsmaður nefndar
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Kristín Guðmundsdóttir verkefnastjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.1508091 - Kópavogsbraut 17, áður kvennafangelsi. Fyrirhuguð sala fasteignar.

Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að kaupsamningi um Kópavogsbraut 17.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita bæjarstjóra heimild til að ganga til samninga við ráðuneytið á grundvelli kaupsamnings.

2.1512762 - Smiðjuvegur 74, hluti 2 hæðar, forkaupsréttur.

Frá fjármálastjóra, dags. 18. janúar, lögð fram umsögn vegna forkaupsréttar að Smiðjuvegi 74, leiguhúsnæði Myndlistarskóla Kópavogs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að ganga frá kaupum á Smiðjuvegi 74.

3.1601162 - Hólmaþing 6, umsókn um lóð.

Frá fjármálastjóra og bæjarlögmanni, dags. 19. janúar, lögð fram umsókn um lóðina Hólmaþing 6 frá Styrmi Steingrímssyni, kt. 280977-4899 og Ragnheiði Gunnsteinsdóttur, kt. 150377-3669 og lagt til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Styrmi Steingrímssyni og Ragnheiði Gunnsteinsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Hólmaþing 6 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

4.1601737 - Líkamsræktarstöðvar 2016, útboð á húsnæði í Sundlaug Kópavogs og Sundlaug í Versölum.

Frá bæjarlögmanni, dags. 19. janúar, lagt fram erindi vegna útleigu á húsnæði undir líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar í Kópavogi. Bæjarlögmaður hefur yfirfarið útboðsgögnin, sem eru efnislega óbreytt frá síðasta útboði. Lagt er til að auglýsing um útboð verði birt 23. janúar nk. og að unnt verði að opna tilboð 9. febrúar nk.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að auglýsing um útboð vegna útleigu á húsnæði undir líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs verði birt 23. janúar nk. og að unnt verði að opna tilboð 9. febrúar nk. Samþykkt með atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Hjördísar Ýrar Johnson og Karenar Elísabetar Halldórsdóttur. Pétur Hrafn Sigurðsson og Birkir Jón Jónsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.

5.1601841 - Bæjarlind 14-16, Krua Thai. Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 18. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 15. janúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Thailenska eldhússins ehf., kt. 600701-2150, um endurnýjað rekstrarleyfi fyrir veitingahús í flokki II, á staðnum Krua-Thai, að Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

6.1601860 - Hlíðarsmári 13, Hótel Smári. Hótel Kaldbakur ehf. Umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 18. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 12. janúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hótel Kaldbaks ehf., kt. 631215-0680, um nýtt rekstrarleyfi fyrir hótel í flokki V, að Hlíðasmára 13, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag. Afgreiðslutími er umfram það sem kemur fram í ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015 en leyfisbeiðandi óskar þess að opnunartími áfengisveitinga hótelsins verði til 01:00 virka daga. Sveitarstjórn hefur heimild til að samþykkja umbeðin opnunartíma.

7.1601861 - Kórinn íþróttahús. HK. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 18. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 12. janúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Handknattleiksfélags Kópavogs, kt. 630981-0269, um tímabundið áfengisleyfi vegna Vetrarhátíðar HK, þann 23. janúar 2016, frá kl. 19:00-03:00, í Kórnum íþróttahúsi, að Vallarkór 12, 203 Kópavogi, skv. 18. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

8.1005075 - Reglur um launalaus og launuð leyfi.

Frá starfsmannastjóra og sérfræðingi í starfsmannadeild, dags. 19. janúar, lögð fram drög að nýjum reglum um launuð námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum drög að nýjum reglum um launuð námsleyfi.

Starfsmannastjóri og sérfræðingur í starfsmannadeild sátu fundinn undir þessum lið.

9.1502338 - Menningarstyrkir.

Frá forstöðumanni Lishúss Kópavogsbæjar, dags. 13. janúar, lagðar fram til samþykktar endurskoðaðar reglur vegna menningarstyrkja úr lista- og menningarsjóði sem samþykktar voru af lista- og menningarráði þann 17.12.2015.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

10.1601720 - Bréf til sveitarfélaga vegna vinnu um samræmda lóðaafmörkun.

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. janúar, lagt fram bréf vegna vinnu við samræmda afmörkun lóða innan sveitarfélaganna þar sem eru að finna mannvirki á vegum orkufyrirtækjanna. Sambandið óskar eftir athugasemdum og ábendingum sveitarfélaga um hvort þau hafi athugasemdir við nánar tilgreinda nálgun hvað þetta varðar og kemur fram í bréfinu. Svara er óskað eigi síðar en 1. mars 2016.
Bæjarráð óskar eftir umsögn umhverfissviðs þar sem skoðað verði sérstaklega hvort fjallað sé um áhrif framkvæmda milli sveitarfélaga.

11.1509109 - Móttaka flóttafólks.

Frá Velferðarráðuneyti, dags. 12. janúar, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa af hálfu Kópavogsbæjar í samráðshóp vegna móttöku flóttafólks.
Bæjarráð tilnefnir Önnu Klöru Georgsdóttur og Björgu Baldursdóttur í samráðshóp vegna móttöku flóttafólks.

Verkefnastjóri velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

12.1411018 - Framlög úr Jöfnunarsjóði 2015. Áætluð úthlutun, endanleg úthlutun, hreyfingalistar.

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 12. janúar, lagt fram erindi vegna greiðslu á útlögðum kostnaði Barnaverndarstofu vegna almennrar kennslu og sérkennslu þeirra barna sem vistuð eru utan lögheimilissveitarfélags af Barnaverndarstofu og stunda þar grunnskólanám.
Bæjarráð vísar málinu til fjármálastjóra til afgreiðslu.

13.1601826 - Dalvegur 6-8. Beiðni um niðurfellingu kvaðar um gegnum akstur.

Frá Lex lögmannsstofu f.h. P.S. fasteigna ehf., dags. 14. janúar, lögð fram beiðni um niðurfellingu kvaðar um gegnumakstur í lóðarleigusamningi um Dalveg 6-8.
Bæjarráð vísar málinu til umhverfissviðs til umsagnar og umhverfis- og samgöngunefndar.

14.1512009 - Meint brot Strætó bs. á rammasamningi um akstur fyrir fatlaða.

Frá Advel lögmönnum slf. f.h. Strætó, dags. 8. janúar, lagt fram svar við ávirðingum um meint brot gegn rammasamningi um akstur fatlaðs fólks.
Lagt fram.

15.1601673 - Skemmuvegur 48, sótt um stækkun á lóð.

Frá S. Helgassyni ehf., lögð fram umsókn um stækkun á lóð félagsins að Skemmuvegi 48 til austurs. Félagið óskar eftir að fá leyfi til að byggja á lóðinni við hliðina, að Skemmuvegi 50.
Bæjarráð vísar málinu til skipulagsnefndar til afgreiðslu.

16.1507047 - Hamraborg 3. Gistiheimili.

Frá Studio apartments, dags. 13. janúar, lagt fram bréf í tilefni af synjun skipulagsnefndar á erindi félagsins um að breyta veitingastað að Hamraborg 3 í gistiheimili, þar sem m.a. er óskað eftir rökstuðningi á synjun umsóknar.
Bæjarráð vísar málinu til skipulagsnefndar til afgreiðslu.

17.16011026 - Kynning á Framlagssamningi.

Frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna, dags. 12. janúar, lögð fram drög að samningi um þátttöku og framlag myndlistarmanna til sýningarhalds í opinberum listasöfnum.
Bæjarráð vísar málinu til lista- og menningarráðs til afgreiðslu.

18.1601680 - Fyrirspurn um opinn útboðsvef á netinu.

Frá Sigurði Erni Sigurðssyni, dags. 12. janúar, lögð fram fyrirspurn um hvers vegna Kópavogsbær er ekki með opinn útboðsvef á internetinu þar sem hægt er að fylgjast með öllum útboðum og framgangi þeirra.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarritara til umsagnar.

19.1601009 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 14. janúar 2016.

177. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 7. liðum.
Lagt fram.

20.1601011 - Félagsmálaráð, dags. 18. janúar 2016.

1403. fundur félagsmálaráðs í 11. liðum.
Lagt fram.

21.1601015 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 16. janúar 2016.

43. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

22.1512013 - Skipulagsnefnd, dags. 18. janúar 2016.

1271. fundur skipulagsnefndar í 31. lið.
Lagt fram.

23.1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði. Deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að deiliskipulagi fyrir hluta þróunarsvæðis Auðbrekku, svæði 1, 2 og 3. Tillaga er sett fram í skipulagsskilmálum og á deiliskipulagsuppdrætti ásamt greinargerð dags. 10. ágúst 2015 í mkv. 1:1000. Á fundi skipulagsnefndar 5.10.2015 var samþykkt með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og málinu vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu 22.10.2015 og í Lögbirtingarblaðinu 23.10.2015. Tillagan var send Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirlti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, Umhverffisstofnun, Isavia ohf. og Orkuveitu Reykjavíkur til umsagnar. Kynningu lauk 7.12.2015. Athugasemd barst frá Vegagerðinni, dags. 13.11.2015; frá félagasamtökum Sukyo Mahikari, Nýbýlavegi 6, dags. 7.12.2015; frá Teiti Má Sveinssyni, hdl., f.h. lóðarhafa Auðbrekku 7, dags. 7.12.2015. Ennfremur lögð fram umsögn Isavia, dags. 9.12.2015. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 18. janúar 2016. Eftir að athugasemdafresti lauk bárust athugasemdir og ábendingar frá íbúum við Löngubrekku 41, 43, 45, og 47, dags. 17.1.2016; frá Árna Davíðssyni, dags. 15.1.2016. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða tillögu með áorðnum breytingum ásamt umsögn um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma og vísar málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Með tilvísan í lið 2.4 í skipulagsskilmálum svæðisins samþykkir skipulagsnefnd jafnframt að unnin verði nánari útfærsla á hönnun bæjarlandsins á deiliskipulagssvæðinu. Lögð verði áhersla á vandaða hönnun og efnisval m.a hvað varðar torg, opin svæði, gróður, lýsingu, göngu- og hjólaleiðir svo og yfirborð gatna.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

24.1509910 - Brekkuhvarf 20. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lögð fram að nýju tillaga ES Teiknistofu f.h. lóðarhafa dags. 28.9.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 20. Á fundi skipulagsnefndar 14.12.2015 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.
Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.1.2016 ásamt breyttri tillögu dags. 18.1.2016 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir. Þá greint frá samráðsfundi með aðilum máls sem haldinn var 14.1.2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytta tillögu dags. 18.1.2016 með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn dags. 18.1.2016 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

25.1601579 - Ennishvarf 12. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lögð fram tillaga KRark, dags. 15.3.2015, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Einnishvarfs 12. Á lóðinni í dag stendur tæplega 300 m2 einbýlishús. Í breytingunni felst að byggð verður u.þ.b. 150 m2 aukahæð með sér íbúð ofan á suður helming hússins. Á vesturhlið hússins kemur stigahús á tveimur hæðum sem nær 2,5 metra út fyrir núverandi húshlið. Aukning á byggingarmagni umfram leyfilegt byggingarmagn skv. gildandi deiliskipulagi eru 110 m2. Stækkun rúmast að öllu leyti innan núverandi byggingarreits sbr. uppdráttum dags. 15.3.2015. Skipulagsnefndar hafnaði erindinu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar, þar sem það væri ekki í samræmi við gildandi deiliskipulagsskilmála frá 29. júlí 2002 hvað varðar fjölda íbúða. Í skipulagsskilmálunum kemur m.a. fram að: "...hámarki er gert ráð fyrir einni íbúð á hverri lóð."
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

26.1510808 - Faldarhvarf 8, 10 og 12. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lagt fram að nýju erindi A2 arkitekta f.h. lóðarhafa Faldarhvarfs 8, 10 og 12 þar sem óskað er eftir að breyttu deiliskipulagi lóðanna. Í breytingunni felst að bílskúr húss nr. 8 er færður af norðvesturhorni yfir á norðausturhorn þess. Einnig er óskað eftir að hækka hús nr. 12 um 80 cm og lækka hús nr. 10 um 20 cm sbr. uppdrætti dags. 14.10.2015. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa Faldarhvarfs 8, 10 og 12. Á fundi skipulagsnefndar 9.11.2015 var samþykkt með tilvísun til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingu fyrir lóðarhöfum Faxahvarfs 1; Faldarhvarfs 9, 11, 13, 15 og 17. Lagt fram skriflegt samþykki fyrrnefndra lóðarhafa mótt. 14.12.2015. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breyttu deiliskipulagi Faldarhvarf 8, 10 og 12 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

27.1002115 - Fífuhvammsland vesturhluti. Lindarvegur frá Bæjarlind að Fífuhvammsvegi. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Fífuhvammslands vesturhluta. Í breytingunni felst breikkun Lindarvegur um eina akrein frá Bæjarlind að Fífuhvammsveg. Lega göngustíga og hljóðmana/hljóðveggja breytist. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringaryppdráttum og umhverfisskýrslu og matslýsingu dags. 18.1.2016. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bjærstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

28.1510036 - Lyngbrekka 18. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lagt fram að nýju frá byggingarfulltrúa erindi Ártúns ehf, f.h. lóðarhafa dags. 28.9.2015. Í erindi er óskað eftir að setja handrið úr gleri ofan á bílskúrsþak og timburpall ásamt tröppum sunnan- og vestanmegin við bílskúrinn sbr. uppdráttum dags. 28.9.2015. Á fundi skipulagsnefndar var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulag- og byggingardeildar. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.1.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

29.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 5.1.2016 þar sem fram kemur það mat stofnunarinnar að í umsögn Kópavogsbæjar um framkomnar athugasemdir við endurkoðun deiliskipulags Smárans sé ekki nægjanlega skýr rökstuðningur er varðar bílastæðamál Hagasmára 1 og 3. Lagt fram erindi skipulagsstjóra dags. 15.1. 2016 þar sem fram kemur frekari rökstuðningur við afgreiðslu athugasemda hvað varðar kvöð um samnýtingu bílastæða Hagasmára 1 og 3 og áhrif deiliskipulagsbreytingarinnar á aðgengi lóðarhafa Hagasmára 3 að bílastæðum á deiliskipulagssvæðinu. Skipulagsnefnd samþykkti erindið og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

30.1601010 - Skólanefnd, dags. 18. janúar 2016.

97. fundur skólanefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

31.16011133 - Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 15. janúar 2016.

152. fundur stjórnar Slökkvliðs höfuðborgarsvæðisins í 2. liðum.
Lagt fram.

32.16011135 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 11. janúar 2016.

425. fundur stjórnar SSH í 6. liðum.
Lagt fram.

33.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 8. janúar 2016.

234. fundur stjórnar Strætó í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið.