Bæjarráð

2818. fundur 20. apríl 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.16011146 - Mánaðarskýrslur 2016.

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í janúar.
Lagt fram.

Fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.1601139 - Ársreikningur 2015.

Frá fjármálastjóra, lagðir fram ársreikningar Kópavogsbæjar og stofnana bæjarins fyrir árið 2015.
Bæjarráð samþykkir framlagða ársreikninga með fimm atkvæðum og vísar afgreiðslu ársreikninga til bæjarstjórnar.

3.16031236 - Óskað eftir styrk vegna skákeinvígis í Kópavogi.

Frá bæjarritara, dags. 19. apríl, lögð fram umsögn um styrkumsókn skákfélagsins Hróksins í formi leigu fyrir Salinn vegna skákviðburðar sem haldinn verður 21-22. maí nk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn skákfélagsins Hróksins um styrk í formi leigu fyrir Salinn undir skákviðburð í Kópavogi helgina 21-22. maí nk.

4.16041062 - Kópavogstún 5. Undanþága frá kvöð um 60 ára og eldri.

Frá lögfræðideild, dags. 19. apríl, lagt fram erindi vegna beiðni eiganda að íbúð við Kópavogstún 5 um undanþágu frá kvöð um 60 ára og eldri vegna sölu eignarinnar.
Bæjarráð tekur undir afstöðu lögfræðideildar og hafnar beiðni um undanþágu kvaðar um 60 ára og eldri vegna sölu á íbúð við Kópavogstún 5 með fimm atkvæðum.

5.1604100 - Marbakkabraut 3a. Premier eignarhaldsfélag ehf.. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis f. gistista

Frá lögfræðideild, dags. 5. apríl, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 4. apríl, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Premier eignarhaldsfélag ehf., kt. 540201-2770, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, að Marbakkabraut 3a, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi þann 14. apríl sl. Einnig lagt fram minnisblað lögfræðideildar um gististaði í íbúðahverfum, dags. 19. apríl, í tilefni af nýföllnum dómi héraðsdóms nr. E-2597/2015 um sama efni.
Hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi skv. gildandi skipulagi, en í 6.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 kemur þó fram að minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins sé heimil. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015 og umfang rekstrarleyfisins samrýmist stefnu skipulags.

6.1604885 - Malbik 2016 útboð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 18. apríl, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út malbik fyrir árið 2016 annars vegar og malbiksyfirlagnir í Kópavogi árið 2016 hins vegar.
Bæjarráð samþykkir að veita umbeðna heimild með fimm atkvæðum.

7.16041016 - Snjómokstur 2016 útboð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 18. apríl, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út snjómokstur gatna í Kópavogi fyrir árið 2016, þar sem samningur við núverandi verktaka er útrunninn.
Bæjarráð samþykkir að veita umbeðna heimild með fimm atkvæðum.

8.16041015 - Sundlaugar Kópavogs útboð á ræstingu.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 18. apríl, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út þrif í sundlaug Kópavogs og sundlauginni Versölum, þar sem samningur við núverandi verktaak er útrunninn.
Bæjarráð samþykkir að veita umbeðna heimild með fimm atkvæðum.

9.16041014 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2016.

Frá Landskerfi bókasafna, dags. 14. apríl, lögð fram boðun á aðalfund Landskerfis bókasafna sem haldinn verður þriðjudaginn 10. maí nk. kl. 15:00.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

10.1604402 - Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði.

Frá Hafnarfjarðarbæ, dags. 6. apríl, lagt fram erindi til stjórnar Strætó vegna breytinga á leiðarkerfi í Hafnarfirði, einkum akstursleiðar 21 sem keyrir í gegnum Kópavog.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

11.1502119 - Hafnarbraut 12. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lögð fram útfærsla Arkís að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 12, dags. 11.4.2016, sbr. meðfylgjandi greinargerð dags. 11.4.2016. Arnar Þór Jónsson, frá Arkís, gerði grein fyrir bygginaráformum. Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í samþykktu deiliskipulagi fyrir Hafnarbraut 12 og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi þann 14. apríl sl.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

12.1604002 - Lista- og menningarráð, dags. 14. apríl 2016.

58. fundur lista- og menningarráðs í 4. liðum.
Lagt fram.

13.16011138 - Fundargerðir skólanefndar MK, dags. 12. apríl 2016.

18. fundur skólanefndar MK í 7. liðum.
Lagt fram.

14.16011133 - Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 15. apríl 2016.

154. fundur stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í 6. liðum.
Lagt fram.

15.1604579 - Skoðun á hraðhleðslustöðvum. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi tillögu á fundi bæjarráðs þann 14. apríl: "Bæjarráð samþykkir að fela umhverfissviði að meta kosti og galla þess að bærinn setji upp s.k. hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla á helstu starfstsöðvum bæjarins og/eða við grunnskóla eða í hverju hverfi. Jafnframt verði metinn kostnaður og gerð áætlun um uppsetningu ef fýsilegt þykir." Bæjarráð frestaði afgreiðslu tillögunnar.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.

16.1512052 - Velferðarsvið. Niðurstöður stjórnsýsluúttektar Capacent

Bæjarráð frestar afgreiðslu á tillögum sem fram koma í úttekt Capacent.

Fundi slitið.