Bæjarráð

2833. fundur 11. ágúst 2016 kl. 08:15 - 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir varafulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal varafulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Margrét Friðriksdóttir sat fundinn í fjarveru Hjördísar Johnson.

1.1607229 - Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir

Frá bæjarstjóra, kynning frá Íbúðalánasjóði og Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Lagt fram.

2.1603633 - Okkar Kópavogur

Frá garðyrkjustjóra, dags. 5. ágúst. Verkefnið Okkar Kópavogur er liður í auknu íbúalýðræði hjá Kópavogsbæ sem hófst með íbúafundum og hugmyndasöfnun á netinu dagana 12. til 31. maí síðastliðinn.
Skipaður var matshópur af bæjarstjóra, sbr. verkefnalýsingu sem bæjarráð samþykkti 4. maí 2016, sem hafði það verkefni að velja 50 hugmyndir, af þeim rúmlega 400 sem söfnuðust, til kosninga meðal íbúa 25. ágúst til 4. september ásamt 10 af hverjum íbúafundi. Matshópurinn vann út frá fyrirfram gefnum skilyrðum sem komu fram í verkefnalýsingu.

Á meðfylgjandi lista eru 20 hugmyndir í hverju hverfi. Þar er tilgreint hvað standi til að gera og hvar ásamt áætluðum kostnaði hvers verkefnis, með fyrirvara um smávægilegar breytingar.
Lagt er til að bæjarráð samþykki meðfylgjandi lista.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.

3.1603633 - Íbúalýðræði þátttökufjárlagagerð

Frá forstöðumanni upplýsingatæknideildar, dags. 9. ágúst, þar sem óskað er heimildar til að ganga frá samninigi við íbúa- Samráðslýðræði ses. og Reykjavíkurborgar um áframhaldandi þróun á samráðskerfi og íbúakosningakerfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila forstöðumanni upplýsingatæknideildar að ganga frá samningi við íbúa- Samráðslýðræði ses. og Reykjavíkurborg.

4.1605362 - Austurkór 179. Beiðni um heimild til framsals lóðar

Frá fjármálastjóra, dags. 4. júlí, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Austurkórs 179, Björns Gíslasonar, um heimild til framsals og veðsetningu lóðarinnar.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum umbeðna heimild til framsals og veðsetningu lóðarinnar.

5.1608004 - Álalind 4, 6 og 8. Heimild til veðsetningar

Frá bæjarlögmanni, dags. 9. ágúst, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Álalindar 4, 6 og 8, Nordic Holding ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir umbeðið veðleyfi sbr. tillögu í framlagðri umsögn, með fjórum atkvæðum.

6.1608003 - Álalind 16. Heimild til veðsetningar

Frá bæjarlögmanni, dags. 9. ágúst, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Álalindar 16, Dalhúss ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir umbeðið veðleyfi sbr. tillögu í framlagðri umsögn, með fjórum atkvæðum.

7.1608028 - Dalaþing 32. Umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 9. ágúst, lögð fram umsókn um lóðina Dalaþing 32 frá Bjössa ehf, kt. 650603-3540. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að gefa Bjössa ehf, kost á byggingarrétti á lóðinni Dalaþing 32.

8.1607407 - Hamraborg 10. Umsagnarbeiðni um staðsetningu bílaleigu.

Frá lögfræðideild, dags. 3. ágúst, lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 25. júlí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Geirs Sævarssonar, kt. 170174-5779 f.h. Fara ehf., kt. 580716-0750 um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með tvær bifreiðar og eitt bifhjól að Hamraborg 10, 200 Kópavogi. Sveitarstjórn staðfestir sem umsagnaraðili að aðkoma henti fyrir fyrirhugaða starfsemi, rekstrarleyfið er í samræmi við skipulag á umsóttu svæði og fjöldi bílastæða nægir fyrir umsóttum fjölda ökutækja.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fjórum atkvæðum.

Athygli leyfisveitanda er vakin á því að umsækjandi hyggst geyma ökutæki leigunnar að staðaldri að Vættarborgum 41, Reykjavík. Umsögn Kópavogsbæjar tekur því ekki til þeirrar staðsetningar.

9.1608184 - Urðarhvarf 4. U4 ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi f. gististað

Frá Sýslumanninu í Kópavogi, dags. 8. ágúst, þar sem óskað er eftir beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi.
Með bréfi dags. 8. ágúst 2016 óskaði Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn U4 ehf., kt. 600616-1100, Miðhrauni 4, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka gististað í flokki II, undir heitinu Urðarhvarf 4 að Urðarhvarfi 4, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lítur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Umfang rekstarleyfisins samrýmist stefnu skipulags.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

10.1608052 - Vallakór 12, Kórinn. Sena live ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi fyrir tónleika J

Frá lögfræðideild, dags. 4. ágúst, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 3. ágúst, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Sena live ehf., kt. 660307-0950, um tækifærisleyfi til að mega halda tvenna tónleika Justin Bieber, fimmtudaginn 8. september 2016 og föstudaginn 9. september 2016, frá kl. 16:00-23:00, í Kórnum íþróttahúsi, að Vallakór 12, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

11.1608230 - Vallakór 12, Kórinn. Par 3 ehf. Umsagnarbeiðni vegna tímabundins áfengisleyfis

Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, dags. 8. ágúst.
Með bréfi dags. 8. ágúst 2016 óskaði Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Par 3 ehf., kt. 630410-0960, um tímabundið áfengisleyfi, á tónleikum Justin Bieber, á staðnum Kórinn íþróttahús, að Vallarkór 12, 203 Kópavogi, skv. 18. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007.

Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lítur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími samræmist 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir, en skv. reglugerðinni er afgreiðslutími áfengis til kl. 23:30.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 1127/2007.

Karen Halldórsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Vil beina tilmælum til tónleikahaldara um leið og ég fagna komu Bieberins:
Að ekki verði leyfð áfengisdrykkja inn á tónleikasvæðinu, heldur verði hún á afmörkuðum svæðum utan þess.
Ástæða þessa er vegna ungs aldurshóps aðdáenda poppstjörnunnar sem helst sækja viðburðinn.
Karen Halldórsdóttir"

Guðmundur Geirdal, Birkir Jón Jónsson og Margrét Júlía Rafnsdóttir taka undir bókun Karenar Halldórsdóttur.

12.1607096 - Vallakór 8 - Innlausn

Frá bæjarlögmanni og sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 9. ágúst, lagt fram erindi vegna beiðni Knattspyrnuakademíu Íslands um innlausn á lóðinni Vallakór 8, þar sem mælt er með innlausn lóðarinnar.





Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leysa til sín lóðina Vallakór 8.

13.16051095 - Framlög til Reykjanesfólkvangs 2016

Frá fjármálastjóra, dags. 5. ágúst, lagt fram minnisblað vegna hækkunar á fjárframlagi sveitarfélagsins til Reykjanesfólkvangs í samræmi við ákvörðun stjórnar Reykjanesfólkvangs frá árinu 2013. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar fjármálastjóra á fundi þann 02.06.2016.
Bæjarráð samþykkir framlög til Reykjanesfólkvangs sbr. erindi stjórnar fólkvangsins dags. 23. maí.

14.1206392 - Endurskoðun á þjónustusamningi við dagforeldra

Frá daggæsluráðgjafa, dags. 20. júní, lagður fram til samþykktar uppfærður þjónustusamningur við dagforeldra í Kópavogi sem samþykktur var í leikskólanefnd þann 14. júní sl. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum 23. júní sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum uppfærðan þjónustusamning.

15.1509786 - Eigendastefna fyrir þjóðlendur, verkefnislýsing

Frá forsætisráðuneytinu, dags. 27. júlí, lögð fram drög að eigendastefnu fyrir þjóðlendur. Drögin eru send hagsmunaaðilum til skoðunar og athugasemda, en óskað er eftir að ábendingar berist fyrir 1. september nk.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

16.1604021 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 25. apríl 2016.

187. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 11. liðum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

17.1605006 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 12. maí 2016.

188. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 18. liðum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

18.1605019 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 25. maí 2016.

189. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 16. liðum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

19.1606001 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 2. júní 2016.

190. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 6. liðum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

20.1606020 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 24. júní 2016.

191. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 22. liðum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

21.1606025 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 1. júlí 2016.

192. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 11. liðum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

22.1607012 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 14. júlí 2016.

193. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 16. liðum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

23.1608421 - Kaup á námsgögnum í grunnskólum.

Bæjarráð beinir því til skólanefndar að skoða kostnað foreldra vegna námsgagna í grunnskólum bæjarins. Bæjarráð hvetur skólanefnd jafnframt til að ýta undir að kostnaðinum verði haldið í lágmarki. Þá bendir bæjarráð á að spjaldtölvuvæðing grunnskólanna á að draga úr kostnaði vegna innkaupa foreldra á námsgögnum.

Birkir Jóns Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Fyrirkomulag vegna kaupa á námsgögnum í grunnskólum Kópavogs er með ýmsum hætti. Ég fagna því frumkvæði sem skólastjórnendur og foreldrafélög í Álfhóls- og Salaskóla hafa sýnt með samræmdum innkaupum á námsgögnum sem börn þurfa á að halda í skólastarfinu. Foreldrar greiða eftir sem áður reikninginn en innkaupin eru væntanlega mun hagkvæmari. Ég tel mikilvægt að grunnskólarnir í Kópavogi, í samráði við foreldrafélög taki til skoðunar hvernig þessum málum er best háttað til framtíðar.
Við gerð fjárhagsáætlunar árið 2017 sem hefst innan nokkurra vikna er brýnt að skoða sérstaklega að foreldrar grunnskólabarna þurfi ekki að greiða fyrir kaup á námsgögnum - heldur muni Kópavogsbær standa straum af þeim kostnaði. Ég óska eftir því að skólanefnd taki þessi mál til frekari umræðu þannig að afstaða nefndarinnar liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.
Birkir Jón Jónsson"
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 08:15.