Bæjarráð

2514. fundur 20. ágúst 2009 kl. 12:15 - 14:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.901303 - Fundargerð byggingarnefndar 18/8, ásamt fskj. 8/2009

1307. fundur

2.908002 - Fundargerð félagsmálaráðs 11/8

1265. fundur

3.901074 - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 17/8

235. fundur

Bæjarráð vísar liðum 1a og 1b til afgreiðslu bæjarstjórnar. Samningar verði sendir með gögnum til bæjarfulltrúa.  Bæjarráð staðfestir lið 2.

4.902213 - Fundargerð jafnréttisnefndar 17/8

285. fundur

5.908004 - Fundargerð umhverfisráðs 17/8

479. fundur

6.908111 - Tillögur umsjónarmanns Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar

Frá bæjarstjóra, lagðar fram tillögur umsjónarmanns Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar til breytinga á samþykktum sjóðsins.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.908073 - Samningur um sölu á mat fyrir mötuneyti á skrifstofum Kópavogsbæjar

Frá skrifstofustjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, lagður fram samningur milli Kópavogsbæjar annars vegar og Sláturfélags Suðurlands hins vegar um sölu á mat fyrir mötuneyti á skrifstofum Kópavogsbæjar, Fannborg 2.

Bæjarráð staðfestir samninginn.

8.705300 - Boðaþing 5-9, Þjónustumiðstöð

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 12/8, þriðjudaginn 11. ágúst 2009, voru opnuð tilboð í lóðafrágang vegna íbúða aldraðra að Boðaþingi 5, 7 og 9, samkvæmt útboðsgögnum, dags. í júlí. Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við lægstbjóðanda B. Ott ehf.

Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við B. Ott ehf.

9.812069 - Samningur. Björgun ehf., Gylfi og Gunnar ehf. og Kópavogsbær.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 19/8, varðandi beiðni Byggingafélags Gunnars og Gylfa hf. og Björgunar ehf., um áritun á tryggingabréf á lóðir í fyrsta og öðrum áfanga svæðisins á uppfyllingu á Kársnesi. Lagt er til við bæjarráð að bréfið verði samþykkt og verði áritað af hálfu bæjarins um heimild til veðsetningar, þar sem tryggingabréfið er í samræmi við viðaukasamning aðila.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.  Fulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá við afgreiðslu málsins.

10.908107 - Hlíðarendi 13. Lóðaumsókn.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 20/8, varðandi lóðina Hlíðarenda 13. Garðar Gíslason kt. 030152-3959, sem fékk úthlutað lóðinni Landsenda 25, hefur sent inn erindi ásamt Böðvari Guðmundssyni, kt. 280465-5779, þar sem farið er fram á að hann fái að skila inn lóðinni og honum verði ásamt Böðvari úthlutað lóðinni Hlíðarenda 13 í staðinn.
Lagt er til að bæjarráð taki við lóðinni Landsenda 25 og úthluti Garðari Gíslasyni og Böðvari Guðmundssyni, lóðinni Hlíðarenda 13.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

11.908104 - Þrúðsalir 2 - Leiðrétting á fyrri umsókn vegna misritunar

Borist hefur erindi frá Ágústi Ólafssyni kt. 2005724839 og Rebekku Rut Carlsson kt. 2002763109, þar sem farið er fram á að þeim verði úthlutað lóðinni Þrúðsalir 2.
Misritun var í umsókn þeirra, sem afgreidd var í bæjarráði 21. júlí sl. og var þeim þá úthlutað lóðinni Þrúðsalir 1, en þau hugðust sækja um Þrúðsali 2. Þau höfðu áður fengið úthlutað lóðinni Þrúðsalir 2 og eru búin að láta teikna hús á þá lóð. Þau skiluðu henni inn í mars sl., en hafa nú ákveðið að halda áfram með húsbygginguna.


Bæjarráð frestar erindinu og óskar eftir umsögn fjármála- og hagsýslustjóra.

12.907136 - Skemmuvegur 48 og 50, sameining lóða

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og skipulags- og umhverfissviðs, umsögn dags. 10/8, varðandi erindi S. Helgasonar ehf. og Sendibílastöðvar Kópavogs, varðandi beiðni þeirra um heimild til að sameina lóðirnar Smiðjuveg 48 og 50 sem eign S. Helgasonar ehf. Lagt er til að bæjarráð líti jákvætt á erindið og vísi því til skipulagsnefndar til afgreiðslu.

Bæjarráð frestar erindinu og óskar eftir umsögn bæjarlögmanns.

13.908089 - Innanhússmál

Frá gæðastjóra, lögð fram drög að skýrslum með ýmsum upplýsingum um starfsemi sviðanna.

Árni Þór Hilmarsson, gæðastjóri gerði grein fyrir framlögðum gögnum.

14.905235 - Beiðni um tímabundna niðurfellingu fasteignagjalda.

Frá félagsmálastjóra, dags. 6/8, umsögn um erindi íbúa í bænum, varðandi beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda vegna aðstæðna. Lagt er til að veittur verði styrkur til greiðslu fasteignagjöldunum.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

15.902276 - Ósk um niðurfellingu eða lækkun á fasteignagjöldum.

Frá yfirmanni fjölskyldudeildar, umsögn, dags. 14/7, um beiðni íbúa í bænum um lækkun fasteignagjalda. Mat félagsráðgjafa á stöðu viðkomandi var, að ekki væri unnt að verða við beiðninni og var henni hafnað.

Bæjarráð staðfestir synjun á erindinu.

16.908098 - Starfslýsing. Tónlistarsafn Íslands, verkefnastjóri

Frá sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs, lögð fram drög að starfslýsingu verkefnastjóra Tónlistarsafns Íslands.

Frestað til næsta fundar.

17.808057 - Umsókn um ólaunað námsleyfi til að stunda nám í safnfræði.

Frá sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs, dags. 19/8, umsögn um beiðni Ingibjargar Áskelsdóttur um framlengingu á ólaunuðu námsleyfi um eitt ár, en hún hefur unnið sem forvörður við Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn. Lagt er til að erindinu verði hafnað.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

18.906228 - Dofrakór. Hraðahindrun.

Bæjarráð óskar eftir umsögn sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

19.907206 - Álagningarskrá 2009.

Frá skattstjóranum í Reykjanesumdæmi, dags. 27/7, álagningarskrá einstaklinga til framlagningar.

Lagt fram.

20.908023 - Samstarf HK, Breiðabliks og Kópavogsbæjar um þjónustu við bæjarbúa.

Frá HK og Breiðabliki, dags. 7/8, varðandi samstarf þessara íþróttafélaga og Kópavogsbæjar um þjónustu við bæjarbúa.

Vísað til ÍTK og íþróttafulltrúa.

21.908022 - Hagkvæmari rekstur. Ný sóknarfæri í þekkingarsetrum.

Frá R3-Ráðgjöf ehf., dags. 4/8, kynning á starfsemi fyrirtækisins og boðin fram þjónusta.

Lagt fram.

22.903131 - Fannborg 6, lok leigusamnings.

Frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, dags. 12/8, óskað eftir framlengingu leigusamnings vegna Fannborgar 6, til 31/12 2010.

Vísað til bæjarritara til afgreiðslu.

23.908060 - Dalvegur 26. Húsnæði lokað að ósk slökkviliðsstjóra.

Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 12/8, tilkynning um að húsnæðinu að Dalvegi 26 hafi verið lokað, en húsnæðið var notað til búsetu án tilskilinna leyfia og ástand eldvarna alvarlegt.

Lagt fram.  Fulltrúi Vinstri grænna óskar bókað að hún telji ólíðandi að húseigendur komist upp með útleigu á húsnæði, sem ekki er ætlað til búsetu og þar að auki hættulegt með tilliti til brunavarna og fleira.

24.908059 - Vesturvör 27. Varðar búsetu í húsnæði Hafnarbrautar ehf.

Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 14/8, varðandi búsetu í húsnæði fyrirtækisins að Vesturvör 27, en ástand eldvarna þar er óviðunandi.

Lagt fram.

25.908058 - Kársnesbraut 106. Varðar búsetu í húsnæði fyrirtækisins KÁ 106 ehf.

Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 14/8, varðandi búsetu í húsnæði að Kársnesbraut 106, en ástand eldvarna þar er óviðunandi.

Lagt fram.

26.905246 - Hálsaþing 5. Nokkrar athugasemdir.

Frá Jóni Viðari Stefánssyni, f.h. íbúa Hálsaþings 5 og 7, dags. 17/8, varðandi frágang á lóðum.

Bæjarráð óskar umsagnar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.

27.904223 - Skógarhjalli hraðahindranir / Dalvegur gangbraut

Frá íbúum Skógarhjalla 6, ódags., varðandi umferðaröryggi á svæðinu.

Bæjarráð óskar umsagnar sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs  og framkvæmdastjóra Strætó bs.

28.908015 - Nýbýlaland nr. 8 í Fossvogsdal.

Frá Pacta-Lögmönnum, dags. 4/8, ósk um samningaviðræður um kaup á hluta Nýbýlalands nr. 8 í Fossvogsdal.

Bæjarráð óskar umsagnar bæjarlögmanns, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

29.904053 - Beiðni um mótgreiðslu vegna tónlistarnáms í öðru sveitarfélagi.

Frá Særúnu Harðardóttur, tölvupóstur, dags. 18/8, óskað eftir svari og rökstuðningi á afgreiðslu erindis hennar frá síðastliðnu vori.

Bæjarráð felur sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs að svara erindinu.

30.908041 - Þorrasalir 1-3, 5-7 og 9-11.

Frá ÁF-húsum ehf., dags. 11/8, ósk um að lóðirnar Þorrasalir 1-3, 5-7 og 9-11 verði færðar í félagið Leigugarðar ehf., kt. 571208-0240 og er dótturfélag ÁF-húsa.

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu framkvæmda- og tæknisviðs.

31.904057 - Austurkór 20, lóðaskil.

Frá Ívari Erni Arnarsyni og S. Guðnýju Ævarsdóttur, dags. 13/8, lóðinni að Austurkór 20 skilað inn.

Lagt fram.

32.901067 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 25. ágúst 2009

1. Fundargerðir nefnda.

2. Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar.

3. Kosningar.

33.908048 - Yfirlit yfir starfsemi skólans.

Frá Kvöldskóla Kópavogs, upplýsingar um starfsemi skólans sl. skólaár.

Lagt fram til kynningar.

34.908042 - Ársrit Skógræktar ríkisins 2008.

Frá Skógrækt ríkisins, lagt fram ársrit 2008.

Lagt fram.

35.908103 - Fasteignamat 2010. Skýrsla

Frá Fasteignaskrá Íslands, lögð fram skýrsla um helstu þætti fasteignamats 2010.

Lagt fram og vísað til fjármála- og hagsýslustjóra.

36.907110 - Flensufaraldur 2009. Viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldar inflúensu

Símbréf, dags. 4/8, varðandi ráðstefnu, sem halda á í Washington varðandi svínaflensuna.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 14:15.