Bæjarráð

2732. fundur 22. maí 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1405014 - Félagsmálaráð, 20. maí

1371. fundargerð í 10 liðum.

Lagt fram.

2.1405009 - Forvarna- og frístundanefnd, 14. maí

21. fundargerð í 25 liðum.

Lagt fram.

3.1405013 - Íþróttaráð, 15. maí

36. fundargerð í 45 liðum.

Lagt fram.

4.1403400 - Iðkendastyrkir 2014

Lagðar fram endurskoðuð drög að reglum vegna úthlutunar iðkendastyrkja/starfstyrkja til íþróttafélaga, samþykkt á fundi íþróttaráðs þann 15. maí.

Bæjarráð samþykkir drögin.

5.1405330 - Íþróttafélög án barna og unglingastarfs. Afnot af íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar.

Lögð fram drög að reglum um afnot íþróttafélaga, sem ekki bjóða upp á barna- og unglingastarf á sínum vegum, af íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar, samþykkt á fundi íþróttaráðs þann 15. maí.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

 

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

6.1404024 - Skipulagsnefnd, 20. maí

1239. fundargerð í 30 liðum.

Lagt fram.

7.1403263 - Kópavogsgerði 5-7. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingartillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

8.1404286 - Vogatunga 15. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingatæknifræðings fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild skipulagsnefndar til að reisa sólskála við Vogatungu 15, sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 3. apríl 2014. Á fundi skipulagsnefndar 15.4.2014 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 44. gr skipulagslaga fyrir lóðarhöfum Vogatungu 11 og 13. Kynningartíma lýkur 16.6.2014 en fyrir liggur skriflegt samþykki þeirra lóðarhafa sem grenndarkynning var send til dags. 3.4.2014.
Samþykkt með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

9.1312175 - Melahvarf 5. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, dags. 5.12.2013 f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að breyta hesthúsi í tvö gistirými sbr. uppdráttum dags. 5.12.2013 í mkv. 1:100 og 1:500. Erindinu var frestað á fundi skipulagsnefndar 10.12.2013. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Melahvarf 1, 2, 4, 5, 6, 7 og 8 ásamt Grundarhvarf 6, 8 og 10. Kynningu lauk 6.5.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

10.1309369 - Lundur 8-18. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Lundar 8-18. Skipulagsnefnd frestaði erindinu þann 24.9.2013 og 10.12.2013 og óskaði eftir frekari gögnum. Á fundi skipulagsnefndar 21.1.2014 var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 28.1.2014 var afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest.

Tillagan var auglýst frá 10.3.2014-28.4.2014, auglýst í Fréttablaðinu 7.4.2014 og í Lögbirtingi 10.3.2014. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Samþykkt með fyrirvara um lóðamörk. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

11.1402453 - Nýbýlavegur 26. Ný íbúð.

Lagt fram að nýju erindi Jakobs Líndal, arkitekts, dags. 4.2.2014, f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að breyta vinnusal á eystri helming 2. hæðar hússins í íbúð. Svalir verða á norðurhlið hússins, nýtingarhlutfall og heildarbyggingarmang helst óbreytt sbr. uppdrætti dags. 4.2.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var erindinu frestað.
Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

12.1405359 - Hlégerði 8. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings, dags. 6.5.2014 f.h. lóðarhafa Hlégerðis 8. Óskað er eftir leyfi til að byggja 20,4m2 sólskála á vesturhlið íbúðarhússins sbr. uppdráttum dags. 6.5.2014. Samþykki lóðarhafa Hlégerðis 6 og Hlégerðis 10 liggur fyrir sbr. bréf dags. 7. maí 2014.
Samþykkt með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulaglagslaga nr. 123/2010.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

13.1403171 - Settjörn við Fornahvarf

Lögð fram tillaga að breyttri staðsetningu settjarnar við Fornahvarf sbr. uppdrætti dags. 20.5.2014 í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

14.1405381 - Skíðasvæði. Bláfjöll. Færsla á dómarahúsi.

Lögð fram tillaga Landslags ehf., f.h. Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins að færslu dómarahúss í Kóngsgili í Bláfjöllum. Uppdrættir í mkv. 1:50.000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 9.5.2014.
Samþykkt með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15.1402210 - Gulaþing 2. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Jakobs Líndal dags. 4.2.2014 f.h. Kópavogsbæjar að breyttu deiliskipulagi Gulaþings 2. Í breytingunni felst að lóðin stækkar úr 5000m2 í 5650m2, lega og stærð byggingarreits breytist og göngustígur sunnan við lóð mjókkar. Í stað leikskóla á einni hæð verður hann á einni hæð og kjallara. Lögun manar til vesturs breytist sem og lega göngustígs sbr. uppdrætti dags. 2.2.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gulaþings 2-26, Hafraþings 1-3, 5-7, 9-11, Dalaþings 1 og 2. Kynnngu lauk 28.3.2014. Athugasemdir bárust frá Ófeigi Fanndal, Dalaþingi 2, dags. 28.3.2014; frá Silfurtungli ehf., Gulaþingi 4, dags. 28.3.2014.
Á fundi skipulagsnefndar 15.4.2014 var afgreiðslu málsins frestað og óskað eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 20.5.2014.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

16.1402401 - Sæbólsbraut 34. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi frá Studio Strik arkitektum, f.h. lóðarhafa dags. 12.2.2014. Óskað er eftir heimild til að stalla hæðir hússins líkt og gert hefur verið í húsi nr. 34a í stað þess að húsið sé hæð og ris (séð frá götu). Þannig verður húsið fullar tvær hæðir. Byggingarreitur, hámarkshæð og þakform breytast ekki sbr. uppdrætti dags. 10.2.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Sæbólsbrautar 33, 34a, 35, 36, 37, 39, 41, 43, 45. Kynningu lauk 9. apríl 2014. Athugasemd barst frá Birgi Ómari Haraldssyni, Sæbólsbraut 36, dags. 30.3.2014.
Á fundi skipulagsnefndar 15.4.2014 var afgreiðslu málsins frestað og óskað eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar.Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 20.5.2014.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

17.1311396 - Auðbrekka 3. Viðbygging.

Lagt fram að nýju erindi Onyx ehf., dags. 27.11.2013, f.h. lóðarhafa Auðbrekku 3. Sótt er um að stækka við jarðhæð hússins sem nemur 3,5m x 14,8m eða 51,8m2 sbr. uppdráttum dags. í október 2013 í mkv. 1:100 og 1:500. Á fundi skipulagsnefndar 21. janúar 2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingartillögu fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 1, 5 og Skeljabrekku 4. Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír fundarmenn sátu hjá. Kynningu lauk 27. febrúar 2014. Athugasemd barst á kynningartíma frá Svell ehf. dags. 1.2.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2014 var erindinu frestað og skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir. Á fundi skipulagsnefndar 15.4.2014 var málinu hafnað og því vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar var samþykkt að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar.
Við nánari skoðun er það mat skipulagsnefndar að fyrirhuguð viðbygging rýrir ekki aðkomu eða sameiginlega nýtingu bílastæða á lóð.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

18.1405034 - Þrymsalir 1. Breytt deiliskipulag. Breyta einbýli í tvíbýli.

Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta þegar byggðu einbýlishúsi að Þrymsölum 1 í tvíbýli sbr. uppdráttum dags. 3.2.2014.
Lagt fram erindi Arinbjarnar Snorrasonar dags. 14. apríl 2014 þar sem óskað er endurupptöku á erindi varðandi breytingu á deiliskipulagi Þrymsala 1 þar sem einbýli verði breytt í tvíbýli.

Skipulagsnefnd staðfestir bókun sína frá 18. febrúar 2014 um að hafna tillögu þess efnis að breyta Þrymsölum 1 úr einbýli í tvíbýli.

Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar, hafnar tillögunni og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

19.1308322 - Þinghólsbraut 63. Viðbygging.

Lagt fram að nýju erindi arkitektastofunnar Kurt og Pí f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að byggð er bílageymsla á norð-vestur horni hússins og svalir þar framan við, sem tengjast núverandi svölum. Núverandi stigi niður í garð er endurgerður. Innbyggð sorpgeymsla er á austurhlið bílageymslu. Undir bílageymslu er geymsla með dyrum til suðurs en einnig er innangengt í hana úr núverandi geymslu. Jafnframt er gluggum breytt á vesturhlið. Allur frágangur og efnisval viðbyggingar er í samræmi við núverandi hús sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 30.7.2013. Á fundi skipulagsnefndar 27. ágúst 2013 var samþykkt með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 61, 62, 64, 65 og 66. Kynningu lauk 10. október 2013. Athugasemdir og ábendingar bárust. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 5. nóvember 2013. Á fundi skipulagsnefndar 5.11.2013. var málinu frestað.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu dags. 20.5.2014 þar sem komið er til móts við framkomnar athugasemdir.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

20.1404312 - Markavegur 2, 3 og 4. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kristins Valdemarssonar, lóðarhafa Markavegar 2-3 og 4, dags. 10.4.2014. Óskað er eftir að lóð að Markavegi 4 verði stækkuð um 5 metra, úr 20m í 25m og að það verði tekið af lóð nr. 2-3. Lóð nr. 2-3 verði þannig minnkuð um 5m. Á lóð nr. 4 verði hæðarkóti hækkaður um 20cm eða úr 101,6 í 101,8 og breiddin verði 12,25m í stað 12m.
Einnig samþykkir lóðarhafi að deiliskipulag fyrir Markaveg 2-3, samþykkt í bæjarstjórn 25.5.2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 5.3.2014, verði afturkallað.
Skipulagsnefnd samþykkir ofangreinda afturköllun og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Markarvegi 1, Heimsenda 4, 6 og 8.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

21.1401073 - Vesturvör 12. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Einars V. Tryggvasonar, arkitekts, dags. 16.12.2013, f.h. lóðarhafa að breytingum að Vesturvör 12. Óskað er eftir að að rífa hluta af eldra húsnæði eða samtals 225m2 og byggja nýja 604m2 lagerbyggingu á vesturhluta lóðarinnar. Heildarbyggingarmagn fyrir breytingu er 4456 m2 en verður 4835m2 eftir breytingar, aukning um 379m2. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,39 í 0,42 sbr. uppdráttum í mkv. 1:500 dags. 16.12.2013. Kynningu lauk 25.3.2014. Athugasemd barst frá lóðarhöfum Vesturvarar 13 dags. 25.3.2014.

Á fundi skipulagsnefndar 15.4.2014 var afgreiðslu málsins frestað og óskað eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 20.5.2014.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar, hafnar erindinu og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

22.1403264 - Langabrekka 2. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Fagsmíðar ehf., dags. 13.3.2014, að breyttu deiliskipulagi Löngubrekku 2. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað um tvær frá samþykktu deiliskipulagi og verða fimm í heildina. Á lóð verða 10 bílastæði, tvö þeirra með aðkomu frá Löngubrekku en átta frá Laufbrekku. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,7. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 11 og 13; Laufbrekku 1, 1a og 3; Lyngbrekku 1, 1a og 2. Kynningu lauk 2.5.2014. Athugasemdir bárust frá: Orkuveitu Reykjavíkur dags. 28.3.2014; Frá íbúum við Löngubrekku, Hjallabrekku, Lyngbrekku og Laufbrekku, alls 25 undirskriftir dags. 2.5.2014; Frá Kristjáni Kristjánssyni, Löngubrekku 5, dags. 30.4.2014.

Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

23.1402523 - Grænatún 20. Byggingarleyfi. Grenndarkynning.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að samþykkja tillögu dags. 20. maí 2014 þar sem dregið hefur verið úr byggingarmagni og byggingarreitir færðir til á lóð miðað við kynnta tillögu sem afgreidd var í skipulagsnefnd 15. apríl 2014. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

 

Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

24.1405015 - Skólanefnd, 19. maí

72. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

25.1401102 - Skólanefnd MK, 13. maí

7. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

26.1401109 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 16. maí

132. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

27.1404015 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 19. maí

49. fundargerð í 19 liðum.

Lagt fram.

28.1006091 - Sorptunnur við göngustíga

Lagt fram kostnaðarmat vegna endurnýjunar sorpíláta við göngustíga, sem samþykkt var á fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 19. maí og vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir endurnýjun sorpíláta við göngustíga.

29.1405433 - Aðgerðaáætlun Kópavogsbæjar gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum

Frá jafnréttisráðgjafa, dags. 19. maí, drög að aðgerðaáætlun Kópavogsbæjar gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum.

Bæjarráð vísar áætluninni til barnaverndarnefndar og félagsmálaráðs til umsagnar.

30.1405379 - Kársnesbraut 137, Sigurkarl B. Rúnarsson. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 16. maí, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogs frá 15. maí, þar sem óskað er umsagnar Kópavogsbæjar um umsókn Sigurkarls B. Rúnarssonar, kt. 080779-4299, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka heimagistingu í flokki I, á staðnum Kársnesbraut 137, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.
Afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.
Hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi samkvæmt gildandi skipulagi. Í 6.2. gr. skipulagsreglugerð 090/2013 kemur þó fram að minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins sé heimil.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

31.1405380 - Bæjarlind 6, SPOT. Beiðni um umsögn vegna umsóknar NMH um tækifærisleyfi til að halda skólaball

Frá lögfræðideild, dags. 16. maí, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi frá 15. maí, þar sem óskað er umsagnar Kópavogsbæjar um umsókn Nemendafélags Menntaskólans í Hamrahlíð (NMH), Hamrahlíð 10, Reykjavík, kt. 480491-1499, um tækifærisleyfi til að mega halda skóladansleik, fimmtudaginn 22. maí 2014, frá kl. 22:00-1:00, á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Lárus H. Bjarnason, kt. 210656-3839. Öryggisgæsluna annast Go-Security.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

32.1405382 - Smiðjuvegur 2, Hrói/Vöruhús (Stórt ehf.). Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 16. maí, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi frá 15. maí, þar sem óskað er umsagnar Kópavogsbæjar um umsókn Stórt H ehf., kt. 530514-0800, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veitingastofu og greiðasölu í flokki I, á staðnum Hrói / Vöruhús, að Smiðjuvegi 2, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

33.1405450 - Smáratorg-Turninn, Múlakaffi ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 20. maí, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 20. maí, þar sem óskað er umsagnar Kópavogsbæjar um umsókn Múlakaffi ehf, Hallarmúla, Reykjavík, kt. 660772-0229, um tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi til að mega halda árshátíð Sporthússins, laugardaginn 24. maí 2014, frá kl. 18:00-02:00, í Turninum (nítjánda), að Smáratorgi, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Jóhannes Stefánsson, kt. 0105563419. Öryggisgæsluna annast Experience.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

34.1405454 - Bæjarlind 6, SPOT. Skólafélag MS. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi til að halda skólaball

Frá lögfræðideild, dags. 20. maí, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 20. maí, þar sem óskað er umsagnar Kópavogsbæjar um umsókn Skólafélags Menntaskólans við Sund, Gnoðavogi 43, Reykjavík, kt. 5704891199, um tækifærisleyfi til að mega halda dansleik, mánudaginn 26. maí 2014, frá kl. 21:30-01:00, Á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Árni Björnsson, kt. 2302513989. Öryggisgæsluna annast Go Security.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

35.1208477 - Stefnumótun um íþróttamál í Kópavogi

Frá deildarstjóra íþróttamála, lögð fram að nýju drög að íþrótta- og lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar, mál sem frestað var í bæjarráði þann 8. maí sl.

Bæjarráð vísar stefnumótun í íþróttamálum til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

36.1405435 - Alþjóðlegur markaður í Kópavogsbæ

Frá Continental Market Ltd., dags. 17. maí, óskað eftir aðstöðu fyrir sölumarkað t.d. á Hálsatorgi.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til úrvinnslu.

37.1103160 - Kosningar í hverfakjörstjórnir

Kosning í hverfakjörstjórnir, mál sem frestað var í bæjarráði þann 15. maí.

Hrafnhildur Hjaltadóttir kosin aðalmaður í hverfisstjórn í Smáranum í stað Birnu Bjarnadóttur.

Sveinn Gíslason kosinn aðalmaður í hverfisstjórn í Kórnum í stað Gísla Rúnars Gíslasonar.

38.1404440 - Tillaga um opna hugmyndasamkeppni um framtíðarnýtingu Vallargerðisvallar

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þar sem bæjarstjóra hefur greinilega láðst að vísa tillögu undirritaðs og Aðalsteins Jónssonar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi hugmyndasamkeppni um framtíðarnýtingu Vallargerðisvallar  til íþróttaráðs og skipulagsnefndar sem var samþykkt í bæjarstjórn 22.apríl s.l.  óskar undirritaður eftir því að  forsætisnefnd taki tillöguna inn á dagskrá næsta fundar bæjarstjórnar.

Hjálmar Hjálmarsson"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Skv. tölvupósti frá 8. maí var íþróttaráði og skipulagsnefnd tilkynnt um afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ármann Kr. Ólafsson"

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það má draga þá ályktun að samskiptakerfi bæjarstjóra við formenn nefnda sé ekki í lagi.

Hjálmar Hjárlmarsson"

Kl. 9:30 vék Guðríður Arnardóttir af fundi.

Hlé var gert á fundi kl. 9:30. Fundi var fram haldið kl. 9:40.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Hjálmar þekkir verkferla sveitarfélagsins vel og veit að það er ekki hlutverk bæjarstjóra að hafa samband við einstaka formenn nefnda. Hér er Hjálmar að reyna að slá pólitískar keilur á kostnað bæjarstjóra.

Ómar Stefánsson"

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Bæjarstjóra ber að fylgja eftir ákvörðunum bæjarstjórnar. Það er alveg skýrt.

Hjálmar Hjálmarsson"

39.1405341 - Íbúakosningar um sameiningu sveitarfélaga. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Tillaga um að bæjarráð samþykki að láta fara fram á þessu ári íbúakosningu þar sem hugur bæjarbúa til sameiningar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu verður kannaður, sem frestað var á síðasta fundi bæjarráðs, tekin fyrir að nýju.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að tillögunni verði vísað til nýrrar bæjarstjórnar. Tillagan var samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

Fundi slitið - kl. 10:15.