Bæjarráð

2512. fundur 21. júlí 2009 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.901303 - Fundargerð byggingarnefndar 21/7, ásamt fskj. 7/2009

1306. fundur

2.907001 - Skipulagsnefnd - 1168

3.904139 - Austurkór 163 - 165, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir framlagt erindi.

4.904162 - Langabrekka 37, kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga73/97.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.903116 - Kríunes, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.904269 - Leikskólinn Kjarrið Dalsmára 21, laus kennslustofa.Breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.

7.808119 - Breiðahvarf 5, breytt aðalskipulag og deiliskipulag

Skipulagsnefnd hafnar framlögðum tillögum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð hafnar framlögðum tillögum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.905240 - Öldusalir 3, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.

9.904074 - Austurkór 5, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.

10.901307 - Fundargerð stjórnar SSH 8/6

336. fundur

11.901307 - Fundargerð stjórnar SSH 15/6

337. fundur

12.904120 - Fundargerð stjórnar skíðasvæða hbsv. 4/6

296. fundur

Bæjarráð óskar eftir þeim gögnum sem lögð voru fram undir liðum 2, 3 og 4.

13.905268 - Fundargerð skólanefndar MK 8/6

4. fundur

14.907058 - Krossalind 7. Kvörtun vegna hávaðamengunar.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 20/7, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 9/7 sl. Lagt er til að erindið verði framsent til heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

 Bæjarráð samþykkir tillöguna.

15.907037 - Göngustígur við Lindir IV

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 20/7, umsögn um lið 11 í fundargerð umhverfisráðs frá 6/7 sl., sem lögð var fram í bæjarráði 9/7 sl. Verið er að vinna að lagningu göngustígs frá undirgöngum og að göngustíg neðan Múlalindar. Áætlað er að verkinu verði lokið í ágúst nk.

Lagt fram.

16.903203 - Þrúðsalir 7. Lóðaskil.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 2/7, umsögn um skil lóðarinnar að Þrúðsölum 7, sem óskað var eftir í bæjarráði 2/4 sl. Lagt er til að erindinu verði hafnað.

Bæjarráð samþykkir að taka við lóðinni til baka, en greiðir ekki fyrir mannvirki og framkvæmdir á lóðinni.

17.710025 - Fagrilundur. Íþróttahús HK.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 20/7, óskað heimildar til að bjóða út í lokuðu útboði lóðafrágang við íþróttahús HK í Fagralundi. Lagt er til að eftirtöldum verktökum verði gefinn kostur á að bjóða í verkið:GAP ehf., Eyland ehf., Bjössi ehf., SÁ verklausnir ehf. og BJ verktakar ehf.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

18.904147 - Gunnarshólmi grasavinafélag ehf.

Frá bæjarlögmanni, dags. 14/7, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 16/4 2009, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Gunnarshólma grasavinafélags ehf., kt. 620702-2690, Gunnarshólma, 203 Kópavogi, um rekstrarleyfi fyrir gististaðinn Gunnarshólma, en umsóknin fellur undir flokk III, sbr. 3. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka, sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

19.907040 - Hlíðasmári 13, Hótel Smári, Nýborg ehf.

Frá bæjarlögmanni, dags. 14/7, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 1/7 2009, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Nýborgar ehf., kt. 690174, Súlunesi 19, 210 Garðabæ, um rekstrarleyfi fyrir gististaðinn Hótel Smára að Hlíðasmára 13, 201 Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk 5, sbr. 3. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka, sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

20.907123 - Rizzo Pizza, Ögurhvarf 2.

Frá bæjarlögmanni, dags. 15/7, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 13/7 2009, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Goodfellas ehf., kt. 530707-0910, Krókhálsi 5, 110 Reykjavík, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Rizzo Pizza að Ögurhvarfi 2 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka, sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

21.907064 - Opnun tilboða í rekstur mötuneyta.

Frá sviðsstjóra fræðslusviðs, rekstrarstjóra fræðslusviðs og gæðastjóra, dags. 21/7, tillaga og greinargerð um opnun tilboða í rekstur mötuneyta í 6 grunnskólum og mötuneyti starfsmanna bæjarskrifstofanna.

Rekstrarstjóri fræðslusviðs mætti á fundinn.  Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.

22.906244 - Umsögn um beiðni um launalaust námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 20/7, umsögn um beiðni Arnars Ævarssonar um námsleyfi, þar sem mælt er með að leyfið verði veitt.

Bæjarráð samþykkir tillögu starfsmannastjóra.

23.907121 - Framkvæmd starfsmannasamtala og símenntunaráætlana 2008-2009

Frá símenntunarfulltrúa, dags. 10/7, samantekt um stöðu starfsmannasamtala og símenntunaráætlana.

Lagt fram.

24.907151 - Samband íslenskra sveitarfélaga.

Frá Sambandinu, dags. 17/7, tilkynning um fyrirhugað málþing um lýðræðismál í sveitarfélögum 19. ágúst nk. ásamt samantekt til að undirbúa umræður um lýðræðismál á aðalfundum landshlutasamtaka sveitarfélaga haustið 2009.

Lagt fram. 

25.904068 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Svar við erindi Kópavogsbæjar, dags. 30/6, þar sem óskað var lögfræðiálits um skýrslu Deloitte.

Lagt fram.  Bæjarfulltrúum verði sent álitið.

26.804133 - Skipulagsstofnun. Suðurlandsvegur. Tvöföldun frá Hólmsá að Hveragerði

Frá Skipulagsstofnun, dags. 13/7, álit um mat á umhverfisáhrifum

Lagt fram.

27.907129 - Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Dalvegur 26.

Frá slökkviliðsstjóra, dags. 15/7, afrit af bréfi til eiganda Dalvegar 26, þar sem tilkynnt er lokun á þeim hluta húsnæðisins sem búseta er í vegna ástands eldvarna á staðnum.

Lagt fram.

28.907078 - Vinnueftirlitið. Áhættumat starfa og forvarnir vegna öryggis og heilsu starfsmanna.

Frá Vinnueftirlitinu, dags. 6/7, athygli vakin á skyldu sveitarfélaga að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað.

Lagt fram og vísað til úrvinnslu sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

29.907152 - Hótel Smári, Hlíðasmári 13. Óskað eftir lækkun fasteignagjalda

Frá Nýborg ehf., f.h. rekstrarfélags Hótel Smára, dags. 15/7, ítrekun á beiðni um endurskoðun og lækkun fasteignargjalda, ásamt greinargerð um samskipti við byggingarfulltrúa.

Vísað til umsagnar bæjarlögmanns og byggingarfulltrúa.

30.907136 - Skemmuvegur 50/Skemmuvegur 48, sameining lóða.

Frá S. Helgasyni Steinsmiðju/Skemmuvegur 34a ehf. og Sendibílastöð Kópavogs, dags. 13/7, óskað eftir heimild til að sameina lóðirnar samkvæmt samkomulagi milli fyrirtækjanna.

Vísað til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs og sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

31.907104 - Búnaðarsamtök Vesturlands. Ósk eftir upplýsingum um framkvæmd á refa-og minkaveiðum.

Frá Búnaðarsamtökum Vesturlands, dags. 10/7, varðandi samræmingu refa- og minkaveiða milli sveitarfélaga.

Vísað til afgreiðslu sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

32.907048 - Rekstrarsamningur Leikfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar.

Frá Leikfélagi Kópavogs, dags. 3/7, lagður fram reikningur vegna árlegs styrks skv. rekstrar- og samstarfssamningi.

Vísað til afgreiðslu bæjarritara.

33.907092 - Kynning á starfsemi Evrópuskrifstofunnar í tengslum við hugsanlega aðild að Evrópusambandinu.

Frá Evrópuskrifstofunni, ódags., kynning á ráðgjafaþjónustu og upplýsingamiðlun um málefni sem varða ESB.

Lagt fram.

34.907105 - Sýningarnefnd Arkitektafélags Íslands

Frá Arkitektafélagi Íslands, dags. 10/7, umsókn um styrkveitingu vegna yfirlitssýningar Högnu Sigurðardóttur arkitekts.

Vísað til umsagnar bæjarritara.

35.907108 - Hlaðbrekka. Ósk um að lögð verði hraðahindrun í götuna.

Frá íbúum í Hlaðbrekku, dags. í júní, undirskriftalisti með ósk um hraðahindrun í Hlaðbrekku í tengslum við fyrirhugaðar vegaframkvæmdir.

Vísað til umsagnar sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

36.907093 - Heimildarmyndin Gott silfur gulli betra.

Frá Guðbergi Davíðssyni, framleiðanda og Einari Þorvarðarsyni, framkvæmdastjóra HSÍ, ódags., tilboð á vinnuskólasýningum á heimildarmyndinni um Ólympíukappana okkar, Gott silfur gulli betra.

Lagt fram.

37.907148 - Félag fagfólks í frítímaþjónustu. Starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila fyrir börn og unglin

Frá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu, dags. 15/7, áskorun til sveitarfélaga að skerða ekki framlög til frítímastarfs barna og unglinga.

Lagt fram og vísað til skólanefndar og ÍTK.

38.907154 - Þrúðsalir 1, umsókn um byggingarrétt.

Ágúst Ólafsson, kt. 200572-4839 og Rebekka Rut S. Carlsson, kt. 200276-3109, Húsalind 11 eh, sækja um byggingarrétt á lóðinni að Þrúðsölum 1.

Bæjarráð gefur Ágústi Ólafssyni og Rebekku Rut S. Carlsson kost á byggingarrétti á lóðinni að Þrúðsölum 1.

39.907091 - Iðuþing 28, lóð skilað.

Frá Jóhanni Árnasyni, dags. 9/7, lóðinni að Iðuþingi 28 skilað inn.

Lagt fram.

40.907101 - Austurkór 75. Lóðarskil

Frá Byggingarfélaginu Gusti ehf., dags. 8/7, lóðinni að Austurkór 75 skilað inn.

Lagt fram.

41.901067 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 28. júlí 2009

 

I.     Fundargerðir nefnda

II.    Skipulagsmál

a)      Kríunes í Vatnsenda.  Breytt deiliskipulag 

b)      Langabrekka 37.  Breytt deiliskipulag

c)      Breiðahvarf 5.  Breytt landnotkun

III.   Kosningar

IV.   Staðardagskrá 21.  Ólafsvíkuryfirlýsingin

V.   Gata ársins 2009

 

42.907090 - Starfssamningur bæjarstjóra

Samningur um starfskjör bæjarstjóra, sem vísað var til afgreiðslu bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar þann 30/6 sl.

Gunnsteinn Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.  

Breytingartillaga Samfylkingar og VG borin undir atkvæði og felld með 3 atkvæðum gegn tveimur.  Ómar Stefánsson leggur fram svofellda bókun: 

"Þar sem aðeins er um að ræða hafnarnefnd og bæjarstjóri jafnframt hafnarstjóri tel ég ekki rétt að samþykkja breytingartillögu Samfylkingar og VG. 

Ómar Stefánsson."

Vegna bókunar Framsóknarflokksins bóka Samfylkingin og VG eftirfarandi:

"Hér var um stefnumarkandi tillögu að ræða sem ekki snýr að einstökum nefndum.  Það ætti að vera augljóst mál að enginn starfsmaður á að fá sérstaklega greitt aukalega fyrir að sinna starfi sínu.

Jón Júlíusson  Flosi Eiríksson  Guðbjörg Sveinsdóttir."

Ómar Stefánsson bókar:

"Þar sem um starf hafnarstjóra er að ræða er eðlilegt að greitt sé fyrir það einhver þóknun. 

Ómar Stefánsson."

Samningur um starfskjör bæjarstjóra, sem vísað var til afgreiðslu bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar 30. júní s.l. borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.

43.907073 - Ársskýrsla Landskerfis bókasafna hf.

Lögð fram.

44.907127 - Ársskýrsla félagsþjónustu Kópavogs fyrir árið 2008

Lögð fram.  Guðbjörg Sveinsdóttir spurði um stöðu yfirlýsingar Kópavogsbæjar og félags- og tryggingamálaráðuneytisins, sem undirrituð var í mars sl., um uppbyggingu búsetu og þjónustu við íbúa í Kópavogi, sem búa við geðfötlun.

Fundi slitið - kl. 17:15.