Bæjarráð

2759. fundur 22. janúar 2015 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir
  • Hjördís Ýr Johnson
  • Pétur Hrafn Sigurðsson
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1310472 - Hverfaráð

Frá bæjarritara, upplýsingar um hverfaráð og fundargerðir ráðsins, sem óskað var eftir í bæjarráði þann 8. janúar sl.
Skipulagsfræðingur umhverfissviðs kynnti stöðu hverfaráða.

2.1107153 - Fífuhvammur 25. Kæra vegna synjunar á umsókn um viðbyggingu

Frá lögfræðideild, dags. 16. janúar, lögð fram niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi afgreiðslu byggingarfulltrúa á umsókn um leyfi til að reisa viðbyggingu ofan á bílskúr á lóðinni Fífuhvammi 25.
Lagt fram.

3.1410451 - Vatnsendablettur 5. Samkomulag.

Frá lögfræðideild, lagt fram samkomulag varðandi Vbl. 5.
Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag samhljóða.

4.1501608 - Bæjarlind 6, SPOT. Umsókn nemendafélags MK um tækifærisleyfi. Beiðni um umsögn

Frá lögfræðideild, dags. 20. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á hbsv. frá 15. janúar, þar sem óskað er umsagnar Kópavogs um umsókn Menntaskólans í Kópavogi, kt. 631173-0399, um tækifærisleyfi til að mega halda Myrkramessuball NMK fimmtudaginn 22. janúar 2015, frá kl. 22:00-1:00, á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007.
Ábyrgðarmaður er Margrét Friðriksdóttir og um öryggisgæslu annast Go Security.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

5.1012239 - Verkfallslistar

Frá starfsmannastjóra, dags. 19. janúar, óskað samþykkis til að auglýsa skrá yfir störf sem eru undanskilin verkfallsheimild.
Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagðan verkfallslista fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.1501744 - Starfshópur um jafnt búsetuform barna

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 13. janúar, tilkynning um skipan bæjarlögmanns Kópavogs í starfshóp um jafnt búsetuform barna.
Bókun bæjarráðs:
Bæjarráð lýsir furðu sinni yfir kynjahlutfalli í starfshópi um jafnt búsetuform barna.

7.1204003 - Vatnsendakrikar. Nýting Kópavogsbæjar á grunnvatni

Frá Orkustofnun, dags. 14. janúar, umsögn um umsókn OR og Vatnsveitu Kópavogs um aukna vatnsvinnslu í Vatnsendakrikum í Heiðmörk.
Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfissviðs.

8.14011023 - Landsskipulagsstefna 2015-2026.

Frá Skipulagsstofnun, dags. 19. desember, tillaga að Landsskipulagsstefnu 2015-2016 lögð fram til kynningar.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.

9.1501839 - Lífshlaupið 2015

Frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, dags. 14. janúar, tilkynning um næsta Lífshlaupið sem verður 4. febrúar nk., ásamt upplýsingum varðandi skráningu til þátttöku.
Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannadeildar og íþróttaráðs til úrvinnslu.

10.1501014 - Félagsmálaráð, 19. janúar

1384. fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

11.1501585 - Reglur um fjárhagsaðstoð. Tillaga 15 gr.

Tillaga að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð, sem samþykkt var á fundi félagsmálaráðs þann 19. janúar, sbr. lið 3 í fundargerð.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

12.1501015 - Forsætisnefnd, 16. janúar

37. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

13.1501008 - Leikskólanefnd, 15. janúar

54. fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

14.1501009 - Lista- og menningarráð, 15. janúar

36. fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

15.1501011 - Skipulagsnefnd, 19. janúar

1252. fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.

Bókun vegna dagskrárliðar nr. 16 Furugrund 3 - Breytt notkun húsnæðis:
"Undirritaðir fagna niðurstöðu skipulagsnefndar um að hefja samráð við íbúa Snælandshverfis varðandi breytta notkun á Furugrund 3."
Pétur Hrafn Sigurðsson og Ólafur Þór Gunnarsson.

16.1411117 - Hlíðarvegur 4. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Teiknistofunnar Arko, dags. 24.10.2014, f.h lóðarhafa Hlíðarvegar 4. Óskað er eftir að stækka kjallara um 22,9m2 til suðurs og endurbyggja timbursvalir á 1. hæð á þaki stækkunar. Heildarbyggingarmagn eftir stækkun verður 380,7m2 og nýtingarhlutfall 0,39 sbr. uppdráttum dags. 24.10.2014. Á fundi skipulagsnefndar 17.11.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegar 2 og 6 ásamt Hlíðarhvamms 12.
Þá lagt fram samþykki fyrrnefndra lóðarhafa fyrir framlagðri breytingu, undirritaður uppdráttur dags. 12.12.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

17.1501562 - Veitingavagn við Krónuna. Ósk um stöðuleyfi.

Lagt fram erindi Ikaup ehf., dags. 13.1.2015 þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir veitingavagn við Krónuna í Kórahverfi.

Hafnað. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.


Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að hafna erindinu og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

18.1501561 - Urðarhvarf 4. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi ASK arkitekta dags. 15.1.2015, f.h. lóðarhafa, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Urðarhvarfs 4. Í breytingunni felst að húsið hækkar um tvær hæðir, efsta hæðin verður inndregin og húsið verður því 7 hæðir + kjallari. Aukning á byggingarmagni er 530m2 og við breytingu hækkar nýtingarhlutfall úr 0,8 í 0,93. Bílastæði á lóð eru 99 en með stækkun verða 114 stæði sé miðað við 1 stæði pr. 36 m2 sbr. uppdráttum dags. 18.8.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

19.1410241 - Marbakkabraut 10. Bílastæði á lóð.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sólveigar Guðmundsdóttur, Marbakkabraut 10, þar sem óskað er eftir að bæta einu bílastæði við á norðvesturhorni lóðarinnar. Á fundi skipulagsnefndar var málinu frestað og skipulags- og byggingardeild falið að vinna umsögn um innkomnar athugasemdir.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 19.1.2015.
Skipulagsnefnd hafnaði því að koma fyrir stæði á norðvesturhorni lóðarinnar en samþykkti að lóðarhafi komi fyrir stæði á suðausturhluta lóðarinnar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

20.1409240 - Hlíðarvegur 57. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Arkþings, f.h. lóðarhafa, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni við Hlíðarveg 57. Á fundi skipulagsnefndar 3.11.2014 var málinu frestað.
Lagt fram minnisblað frá samráðsfundi sem haldinn var þann 15.1.2015 með lóðarhöfum og athugasemdaraðilum.
Lagt fram að nýju ásamt breyttri tillögu að fjórbýli dags. 15.1.2015 þar sem komið hefur verið til móts við innsendar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkti með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 breytta tillögu dags. 15.1.2015 . Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

21.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing fyrir deiliskipulag Smárans, vestan Reykjanesbrautar "Ný vistvæn borgarbyggð" dags. 2.11.2014. Kynningu lauk 18.12.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Þá lögð fram bréf frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 25.11.2014; Frá Skipulagsstofnun dags. 27.11.2014; frá Minjastofnun 2.12.2014; frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 8.12.2014; frá Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 17.12.2014; frá Vegagerðinni, dags. 14.1.2015; frá stjórn Nýs Norðurturns hf., dags. 16.12.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag Smárans, vestan Reykjanesbrautar "Ný vistvæn borgarbyggð" dags. 27.11.2014. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

22.1501013 - Skólanefnd, 19. janúar

81. fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

23.1501344 - Stjórn skíðasvæða hbsv., 20. janúar

342. fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

24.1501345 - Stjórn Slökkviliðs hbsv., 16. janúar

143. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

25.1501869 - Öryggismál í sundlaugum Kópavogs

Öryggismál í sundlaugum Kópavogs rædd.
Bæjarráð beinir því til menntasviðs að verkferlar um öryggismál íþróttamannvirkja verði yfirfarnir með áherslu á viðbrögð við slysum.

Fundi slitið.