Bæjarráð

2593. fundur 05. maí 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1102418 - Funalind 2. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 3/5, tillaga um að styrkumsókn Leikfélags Kópavogs til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 619.575,- verði samþykkt, enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.

Bæjarráð samþykkir styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 619.575,-.

2.1102339 - Skíðaskáli Lækjarbotnar. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignagjalda

Frá bæjarritara, dags. 3/5, tillaga um að styrkumsókn skíðadeildar Víkings til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 748.276,- verði samþykkt, enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.

Bæjarráð samþykkir styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr.748.276,-.

3.1102338 - Skíðaskáli Lækjarbotnar. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 3/5, tillaga um að styrkumsókn skíðadeildar ÍR til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 748.276,- verði samþykkt, enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.

Bæjarráð samþykkir styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 748.276,-.

4.1102206 - Dalsmári 5. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 3/5, tillaga um að styrkumsókn Breiðabliks til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 1.304.490,- verði samþykkt, enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.

Bæjarráð samþykkir styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 1.304.490,-.

5.1101949 - Hlíðarsmári 14. Ósk um niðurfellingu fasteignagjalda árið 2011

Frá bæjarritara, dags. 3/5, tillaga um að styrkumsókn Styrktarsambands krabbameinssjúkra barna til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 351.450,- verði samþykkt, enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.

Bæjarráð samþykkir styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 351.450,-.

6.1104245 - Gullsmári 9. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 3/5, tillaga um að styrkumsókn Félags eldri borgara í Kópavogi til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 171.600,- verði samþykkt, enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.

Bæjarráð samþykkir styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 171.600,-.

7.1002166 - Vindakór 2-8

Frá byggingarfulltrúa, dags. 4/5, umsögn varðandi Vindakór 2-8.

Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarstjóra um hvenær dagssektir geti hafist og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.1105027 - Samningur um sundlaug í Boðaþingi

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, drög að samkomulagi um starfsemi sundlaugar í Boðaþingi milli Kópavogsbæjar, annars vegar og Hrafnistu, hins vegar.

Bæjarráð samþykkir drögin.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Loksins, loksins, loksins! Undirrituð fagna að málið skuli loks í höfn.

Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir"

 

Fulltrúar meirihlutans taka undir fögnuð Sjálfstæðisflokksins.

9.1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs

Frá leikskólafulltrúa, dags. 4/5, umsögn leikskólanefndar um umhverfisstefnu Kópavogs, sem óskað var eftir í bæjarráði 9/12 sl.

Lagt fram.

10.1105044 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2010

Frá bæjarstjóra, ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2010, lagður fram til kynningar.

Bæjarráð vísar ársreikningi til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.

 

Fjármála- og hagsýslustjóri og löggiltur endurskoðandi bæjarins sátu fundinn undir þessum lið.

11.1101078 - Mánaðarskýrslur 2011

Lagt fram.

 

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

12.1104283 - Kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Brussel 5.-9. júní 2011

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 27/4, upplýsingar varðandi fyrirhugaða kynnisferð til Brüssel.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

13.1105013 - Frá afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar, tölvupóstur dags. 19/4, upplýsingar varðandi hátíðardagskrá í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til afgreiðslu.

14.1105012 - Ríkisframlög til safnastarfs

Frá formanni safnaráðs, afrit af bréfi til fjárlaganefndar Alþingis, dags. 6/4, tillögur varðandi fjárveitingar ríkisins til safnastarfs.

Lagt fram.

15.1105001 - ELENA verkefni Evrópusambandsins

Frá Strætó bs., dags. 29/4, óskað eftir að fá að koma á fund bæjarráðs til að kynna verkefnið ELENA.

Bæjarráð óskar eftir því að fulltrúar Strætó mæti á næsta fund ráðsins.

16.1104298 - Vatnsendi. Reiðstígar um land Vatnsenda

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl, dags. 28/4, óskað eftir að skilti um merktar reiðleiðir á landi Vatnsenda verði fjarlægð.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

17.1105025 - Dalsmári 13. Hugsanleg stækkun Tennishallarinnar

Frá Tennishöllinni og Tennisfélagi Kópavogs, dags. 4/5, óskað eftir að bærinn taki til athugunar tillögur þeirra að stækkun Tennishallarinnar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

18.911425 - Þrúðsalir 2.

Frá Ágústi Ólafssyni, dags. 3/5, óskað eftir leyfi til að framselja lóðarleigusamning og önnur réttindi vegna lóðarinnar að Þrúðsölum 2.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

19.1105038 - Tónahvarf 1. Lóð skilað

Frá Fálkanum hf., tölvupóstur dags. 4/5, lóðinni að Tónahvarfi 1 skilað inn.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara og sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

20.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I.   Fundargerðir nefnda

II.  Ársreikningur Kópavogsbæjar 2010, fyrri umræða

III. Kosningar

21.1105023 - Kynningarfundur um Upplýsingaveitu sveitarfélaga

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, tilkynning um fyrirhugaðan kynningarfund þann 12/5 nk.

Lagt fram.

22.1005063 - Þríhnúkagígur

Uppbygging við Þríhnúkagíg.

Bæjarráð Kópavogs veitir bæjarstjóra  umboð til þess að leggja allt að 10 milljónir í stofnfé Þríhnúka ehf. fyrir hönd Kópavogsbæjar, enda verði gert ráð fyrir því framlagi í fjárhagsáætlun ársins 2012.  Endanlegt samkomulag skal leggja fyrir bæjarráð til staðfestingar.

Aðkoma Kópavogsbæjar að verkefninu Þríhnúkar ehf. er framlag bæjarins til atvinnuuppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu og styrkir ferðamennsku innan bæjarmarkanna.

Gunnar I. Birgisson situr hjá við afgreiðslu málsins.

23.1105048 - Fyrirspurn um kostnað við kaup á "smart" töflum

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hver er kostnaður vegna kaupa á "smart" töflum í grunnskólum Kópavogs fyrir árin 2008, 2009 og 2010, sundurliðað eftir skólum. Skriflegt svar óskast.

Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir"

24.1105049 - Fyrirspurn um tæknistjórnun í Sundlaugum

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hver sér um tæknistjórnun í Sundlaugum Kópavogs? Skriflegt svar óskast.

Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir"

 

Bæjarstjóri upplýsti um að búið væri að ráða í starfið.

25.1105051 - Fyrirspurn um stöðu viðræðna um Glaðheimasvæði

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hver er staðan í viðræðum um kaup fjárfesta á Glaðheimasvæði? Skriflegt svar óskast.

Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir"

26.1105052 - Fyrirspurn um tíma sem taka má að svara fyrirspurnum

Fulltrúi Sjálfstæðisflokks lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirritaður vill benda á að fjöldi fyrirspurna hans til bæjarstjóra og annarra starfsmanna bæjarins er enn ósvarað þrátt fyrir ítrekanir.  Þess vegna er bæjarritari spurður um hve langan tíma hefur bæjarstjóri til að svara fyrirspurnum samkvæmt stjórnsýslulögum.  Skriflegt svar óskast.

Gunnar Ingi Birgisson"

27.1105053 - Fyrirspurn um hvenær svar um viðbótarstörf berist

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hvenær má eiga von á svari við fyrirspurn Andrésar Péturssonar varðandi viðbótar sumarstörf?

Ómar Stefánsson"

28.1105001 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 3/5

9. fundur

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

29.1104027 - Félagsmálaráð 3/5

1306. fundur

30.1104199 - Mótun fjölskyldustefnu

Félagsmálaráð óskar eftir því að bæjarráð fjalli um málið og tilnefni ábyrgðaraðila hvers sviðs fyrir sig.

Bæjarráð tilnefnir sviðsstjóra ábyrgðaraðila verkefnisins.

31.1101848 - Heilbrigðisnefnd 2/5

161. fundur

Margrét Björnsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun um lið 3, Nýting jarðhita við Gráuhnjúka:

"Tek undir umsögn heilbrigðisnefndar frá 2/5 og hnykki sérstaklega á ábendingar þeirra um að brennisteinsvetni í andrúmslofti hafi bein áhrif á heilsu og umhverfisgæði almennings í landinu og að ekki er hægt að fallast á að loftmengun frá virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum verði til frambúðar við og yfir heilsuverndarmörkum í íbúðar- eða frístundabyggðum Kópavogs.

Margrét Björnsdóttir"

 

Ómar Stefánsson óskaði fært til bókar að hann tæki undir umsögn heilbrigðisnefndar undir lið 3.

32.1104026 - Leikskólanefnd 3/5

18. fundur

Gunnar Ingi Birgisson óskaði fært til bókar að hann muni taka til umfjöllunar lið 6 í fundargerðinni á næsta fundi bæjarstjórnar.

33.1104028 - Menningar- og þróunarráð 2/5

4. fundur

34.1104023 - Skólanefnd 2/5

28. fundur

35.1101996 - Stjórn Sorpu bs. 2/5

285. fundur

36.1101878 - Stjórn Strætó bs. 29/4

155. fundur

37.1006294 - Ósk um framlag til rekstrar og verkefna Mannréttindaskrifstofu Íslands

Frá bæjarstjóra, mál sem frestað var í bæjarráði 9/9, sbr. lið 4 í fundargerð jafnréttisráðs frá 7/9 sl.

Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

38.1101096 - Tillaga um athugun á sameiningu bókasafns Kópavogs og Blindrabókasafnsins

Frá bæjarstjóra, umsögn bæjarbókavarðar um mál sem frestað var í bæjarráði 6/1 sl.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

39.1103256 - Skólagarðar 2011

Frá bæjarstjóra, mál sem frestað var í bæjarráði 24/3, sbr. lið 5 í fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar 21/3.

Bæjarráð afgreiðir liðinn án athugasemda.

40.1104190 - Framtíð sundlauganna - rýnihópur

Frá bæjarstjóra, mál sem frestað var í bæjarráði 28/4. Lögð fram að nýju tillaga rýnihópsins, dags. 27/4.

Bæjarráð vísar afgreiðslu tillögunnar til bæjarstjórnar.

 

Bæjarráð óskar eftir tillögu að auglýsingu- og markaðsáætlun fyrir sundlaugar ásamt kostnaðaráætlun.

41.1103377 - Tillaga um opnunartíma sundlauga

Frá bæjarstjóra, tillaga Hjálmars Hjálmarssonar, sem frestað var í bæjarráði 31/3, varðandi opnunartíma sundlauganna. Vísað er til umsagnar rýnihóps um framtíð sundlauganna, sbr. mál 1104190 hér að framan.

Hjálmar dregur tillögu sína til baka og vísar til tillagna rýnihóps um sundlaugar.

42.1103054 - Umsókn um styrk úr þróunarsjóði

Frá bæjarstjóra, mál sem frestað var í bæjarráði 7/4, sbr. fundargerð leikskólanefndar 5/4 sl.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu leikskólanefndar.

43.1103033 - Umsókn um styrk úr þróunarsjóði v/Gleði og gaman, úti saman

Frá bæjarstjóra, mál sem frestað var í bæjarráði 7/4, sbr. fundargerð leikskólanefndar 5/4 sl.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu leikskólanefndar.

44.1103185 - Sérkennslustjórar í Kópavogi v/Gullkistan

Frá bæjarstjóra, mál sem frestað var í bæjarráði 7/4, sbr. fundargerð leikskólanefndar 5/4 sl.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu leikskólanefndar.

45.1103028 - Umsókn um styrk úr þróunarsjóði v/Stórir og smárir eflast saman

Frá bæjarstjóra, mál sem frestað var í bæjarráði 7/4, sbr. fundargerð leikskólanefndar 5/4 sl.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu leikskólanefndar.

46.1103182 - Fækkun rýma vegna yngsta aldurshóps í leikskólanum Dal

Frá bæjarstjóra, mál sem frestað var í bæjarráði 7/4, sbr. fundargerð leikskólanefndar 5/4 sl.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu leikskólanefndar, enda er heildarfjöldi rýma í leikskólanum Dal óbreyttur þótt aldursdreifing breytist.

47.1103079 - Digranesvegur 79 og Vatnsendablettur 391. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 3/5, tillaga um að styrkumsókn Skátafélagsins Kópa til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 962,219,- verði samþykkt, enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.

Bæjarráð samþykkir styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 962.219,-.

48.1103074 - Bakkabraut 7A. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 3/5, umsögn um styrkbeiðni Brahma Kumaris til greiðslu fasteignaskatts á húsnæði fræðslumiðstöðvar, en starfsemi félagsins fellur ekki að reglum Kópavogsbæjar um styrki til félagasamtaka.

Bæjarráð hafnar umsókninni, þar sem starfsemi félagsins fellur ekki að reglum bæjarins um styrkveitingar til félagasamtaka.

49.1103005 - Hamraborg 11. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 3/5, tillaga um að styrkumsókn Kópavogsdeildar Rauða krossins til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 322.245,- verði samþykkt, enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.

Bæjarráð samþykkir styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 322.245,-.

50.1102509 - Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 3/5, tillaga um að styrkumsókn SOS barnaþorpa til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 129.278,- verði samþykkt, enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.

Bæjarráð samþykkir styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 129.278,-.

Fundi slitið - kl. 10:15.