Bæjarráð

2688. fundur 23. maí 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1305014 - Félagsmálaráð, 21. maí.

1351. fundur.

Lagt fram.

 

Aðalsteinn Sigfússon, sviðstjóri velferðarsviðs mætti til fundarins vegna 5. liðar fundargerðar félagsmálaráðs.

 

Kl. 8.25 kom Guðríður Arnardóttir til fundarins.

2.1305008 - Íþróttaráð, 16. maí

25. fundur

Lagt fram.

 

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun vegna 9. liðar fundargerðar íþróttaráðs:

"Undirritaður telur tímabært að huga að aðstöðu fyrir skautafólk í sveitarfélaginu."

 

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tillögu:

Bæjarráð felur íþróttafulltrúa í samráði við umhverfissvið að meta hvort hægt er að nýta einhver þeirra mannvirkja sem þegar eru til í bænum fyrir skautaiðkun.

 

 

3.1303201 - Skotfélag Kópavogs. Erindi vegna aðstöðu félagsins.

Íþróttaráð leggur til við bæjarráð að ákvörðun um kaup á gólfþvottavél og aðrar umbætur á aðstöðunni verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

Bæjarráð samþykkir að vísar tillögunni til fjárhagsáætlunar.

 

 

 

4.1305009 - Lista- og menningarráð, 16. maí

16. fundur

Lagt fram.

5.1301043 - Fundargerð stjórnar SSH, 6. maí.

389. fundur.

Lagt fram.

6.1301049 - Fundargerð stjórnar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, 17. maí.

122. fundur.

Lagt fram.

7.1210304 - Nýbýlavegur 1, erindi Olís vegna lóð í landi Lundar

Lögð fram drög að svari við erindi Olís hf. varðandi lóðarréttindi á lóðinni nr. 1 við Nýbýlaveg.

Bæjarráð samþykkir framlögð drög að svari bæjarstjóra.

8.1305291 - Upplýsingar til bakábyrgðaraðila

Frá stjórn lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, dags. 10. maí, varðandi upplýsingar til bakábyrgðaraðila.

Bókun Ómars Stefánssonar:

Ég er ekki sammála ákvörðunum stjórnar LSK um eignastýringu erlends eignasafns LSK.

9.1305259 - Beiðni um upplýsingar varðandi deiliskipulag í nágrenni við Elliðahvamm

Erindi frá skipulagsstofnun ríkisins, dags. 6. maí, þar sem óskað er eftir upplýsingum varðandi deiliskipulag í næsta nágrenni við Elliðahvamm.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðstjóra umhverfissviðs.

10.1211111 - Markavegur 1. Athugasemdir við efndir Kópavogsbæjar á skuldbindingum vegna lóðarinnar. Beiðni um gög

Lagt fram erindi Rökstóla, dags. 15. maí, varðandi Markaveg 1.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðstjóra umhverfissviðs.

11.1102649 - Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, endurskoðun

Bréf verkfræðistofunnar Vatnaskila, dags. 8. maí, þar sem frumniðurstöður líkanreikninga vegna afmörkunar vatnsverndar við Vatnsendahlíð eru kynntar.
Jafnframt er lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 22. maí varðandi málið.

Ómar Stefánsson bókar:

Það hefur nú verið sannað sem margir hafa haldið fram, m.a. undirritaður.  Að vatn rennur niður í móti í Kópvogi jafnvel þegar það er neðanjarðar. Því ber að fagna.

 

Bæjarráð vísar erindinu til SSH.

12.1305306 - Beiðni um smíði nýs svæðis fyrir hjólabrettaiðkun í námunda við Hörðuvallaskóla

Lagður fram undirskriftarlisti frá nemendum og starfsmönnum Hörðuvallaskóla þar sem óskað er eftir að smiðað verði nýtt svæði fyrir hjólabrettaiðkun í námunda við Hörðuvallaskóla.

Erindinu vísað til íþróttaráðs.

13.1305313 - Erindi frá Lífsýn - forvarnir og fræðsla - um TST námskeið

Lagt fram erindi frá Lífsýn, dags. 6. maí varðandi starfsemi TST.

Erindinu vísað til forvarnar- og frístundanefndar

14.1305334 - Umsókn um lóð undir iðnaðarhúsnæði

Lagt fram erindi Steinbock-þjónustunar ehf. dags. 10. maí, þar sem sótt er um lóðina Vesturvör 50.

Erindinu vísað til framkvæmdaráðs.

15.1305290 - Skráðir skipulagsfulltrúar hjá Skipulagsstofnun í maí 2013. Breytt verklag við skráningu skipulagsfu

Bréf skipulagsstofnunar ríkisins, dags. 8. maí, þar sem kynnt er breytt verklag stofnunarinnar við skráningu skipulagsfulltrúa og þeirra sem sinna skipulagsgerð.

Lagt fram.

16.1305293 - Fundargerð aðalfundar KSK 2013

Fundargerð aðalfundar KSK 2013 ásamt tillögum sem lagðar voru fram á aðalfundinum.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarritara.

17.1305452 - Ársreikningur og ársskýrsla 2012

Lagður fram ársreikningur Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis og Sunnuhlíðar, dagdvalar, ásamt ársskýrslu framkvæmdastjóra og hjúkrunarforstjóra fyrir hjúkrunarheimilið.

Lagt fram.

18.1305261 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2013

Tillaga til bæjarráðs að veita bæjarstjóra, eða þeim sem hann ákveður, umboð til að fara með atkvæði Kópavogsbæjar á aðalfundi Landskerfis bókasafna hf. Einnig umboð til að samþykktja ofangreinda tillögu sem lögð verður fram undir liðnum "önnur mál"

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.

19.1301294 - Beiðni um 6 mánaða launað leyfi

Lögð fram umsögn starfsmannastjóra og bæjarlögmanns um beiðni bréfritara.

Bæjarráð synjar erindi bréfritara um launað leyfi.

20.1305194 - Sameining lífeyrissjóða

Lagt fram minnisblað fjármálastjóra og bæjarlögmanns.

Bókun Rannveigar H. Ásgeirsdóttur, Ómars Stefánssonar og Ármanns Kr. Ólafssonar:

Bæjarráð Kópavogs telur að í ljósi upplýsinga frá fjármálastjóra og bæjarlögmanni Kópavogsbæjar þá sé ekki hægt að mæla með að LSK taki þátt í sameiningu lífeyrissjóða sveitarfélaga heldur bendi margt til að það sé betri kostur að sjóðurinn verði á ný vistaður hjá Kópavogsbæ. Kópavogsbær mun láta gera ítarlegri úttekt á málinu og því er lagt til við stjórn LSK að ekkert verði aðhafst í sameiningarmálum fyrr en slík úttekt liggur fyrir ásamt aftstöðu bæjarstjórnar til málsins.

 

Bókun Guðríðar Arnardóttur, Hjálmars Hjálmarssonar og Ólafs Þórs Gunnarssonar:

Undirrituð taka ekki undir það sjónarmið að Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar verði tekinn aftur heim í hérað. Eins og hefur verið bent á m.a. í úttekt á rekstri lífeyrissjóðanna í landinu, hafa pólitísk afskipti af rekstri lífeyrissjóða ekki reynst heppileg. Með því að útvista sjóðnum er fremur tryggt að rekstur sjóðsins verði faglegur og án óeðlilegra pólitískra afskipta.

 

Bókun Rannveigar H. Ásgeirsdóttur, Ómars Stefánssonar og Ármanns Kr. Ólafssonar:

Nú þegar eru tveir pólitískir fulltrúar af fimm stjórnarmönnum í lífeyrissjóðnum og hvorki er verið að leggja til neinar breytingar varðandi það skipulag, né slá af faglegum kröfum. 

 

Bókun Ómars Stefánssonar:

Að pólitísk afskipti eins og Ólafur, Guðríður og Hjálmar kjósa að kalla það, séu ekki heppileg eiga ekki við um LSK.  Afkoma LSK í hruninu sanna annað og  því allt tal um pólitísk afskipt hafi ekki reynst heppileg, eiga á engan hátt við þegar rætt er um LSK.  Þvert á móti í tilfelli LSK voru þau svo sannarlega heppileg. 

 

Kl. 10:58 vék Hjálmar Hjálmarsson af fundi.

21.1305482 - Hjóla og göngutenging milli Kársness og Nauthólsvíkur - Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni

Tillaga bæjarráðs:

Bæjarráð Kópavogs felur Sviðstjóra umhverfissviðs að meta hvort að hjóla og göngutenging milli Kársness og Nauthólsvíkur geti verið með öðrum hætti en brú, t.a.m. sem botnliggjandi (vatnsheld/gegnsæ) göng yfir (undir) voginn.

 

Greinargerð:

Siglingamenn og fleiri hafa lýst áhyggjum vegna vegtengingar yfir Fossvog. Umhverfissjónarmið koma einnig til, einkum hvað varðar sjónmengun, en einnig vegna þess að hluti vogsins er friðaður. Mikilvægt er að allir fletir á málinu verði skoðaðir.

 

Samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu.

22.1305483 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa - Guðríður Arnardóttir og Hjálmar Hjálmarsson

Í desember 2012 var tekin ákvörðun um að greiða upp síðustu afborganir af verðtryggðum skuldabréfum vegna fyrra eignarnáms í Vatnsenda, þótt síðustu gjalddagar bréfanna væru ekki fyrr en 2015. Þessi gjörningur vekur athygli þar sem Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í nóvember 2012 að ábúandi á Vatnsenda væri ekki réttur eigandi jarðarinnar. Með þeim dómi var ábúandi og útgefandi skuldabréfanna þar með ekki réttmætur eigandi jarðarinnar og ljóst að tekist yrði á um málið fyrir Hæstarétti. Nú þegar Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms er Vatnsendi og allt sem jörðinni fylgir í eigu dánarbús Sigurðar Hjaltested og ljóst að allar greiðslur sem eiga eftir að falla til vegna eignarnáms á Vatsenda skuli greiða til dánarbúsins.

Undirrituð furðar sig á því að þegar eignarhald á Vatnsenda er óljóst skuli hafa verið tekin ákvörðun um að greiða upp eftirstöðvar af umræddum skuldabréfum og þannig komið í veg fyrir að réttmætir eigendur jarðarinnar fái þó þær greiðslur sem enn á eftir að inna af hendi vegna fyrri eignarnáma. Hver tók þessa ákvörðun og hvers vegna var málið ekki lagt fyrir bæjarráð einmitt í ljósi þess að dómur hafði nýlega fallið sem úrskurðaði þáverandi útgefanda bréfanna ekki réttmætan eiganda jarðarinnar?

23.1305488 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa - Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson og Ólafur Þór Gunnarsson

Undirrituð beina þeirri fyrirspurn til bæjarstjóra hvort hann sitji í umboði starfhæfs meirihluta en eitthvað virðist óljóst um að slíkt sé tilfellið.

Jafnframt er meirihlutinn hvattur til að stilla saman strengi sína svo óvissu um stjórn bæjarins verði aflétt og unnið að þeim verkefnum sem þarf að vinna.

 

Bókun Ármanns Kr. Ólafssonar:

Já ég sit í starfhæfum meirihluta.

 

Bókun Ómars Stefánssonar:

Engin óvissa hefur ríkt.

 

Bókun Rannveigar H. Ásgeirsdóttur

Þakka góðar ábendingar, allir eru að vinna.

 

Kl. 11.11 vék Guðríður Arnardóttir af fundi.

Fundi slitið - kl. 10:15.