Bæjarráð

2623. fundur 05. janúar 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir formaður
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1112262 - Umsögn um umsókn um styrk til áframhaldandi fræðsluverkefna

Frá bæjarritara, dags. 3/1, umsögn um styrkbeiðni Krabbameinsfélags Reykjavíkur, þar sem lagt er til að styrkur verði veittur að upphæð 50.000,-.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 50.000,- kr. til fræðslustarfs Krabbameinsfélagsins.

2.1112231 - Catco Vatn ehf. óskar eftir starfsleyfi til vatnsátöppunar

Frá bæjarritara og sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 4/1, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði þann 22/12 um erindi Catco Vatns ehf.

Kl. 8:28 mætti Ármann Kr. Ólafsson til fundarins.

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

 

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

3.706089 - Rekstur Nautilus í Sundlaug Kópavogs

Frá deildarstjóra íþróttadeildar, drög að samkomulagi við Actic um rekstur Nautilus í Sundlaug Kópavogs.

Bæjarráð samþykkir drög að samkomulagi við Actic.

Deildarstjóri íþróttadeildar sat fundinn undir þessum lið.

4.1112210 - Gjaldskrá sundlauga 2012

Frá deildarstjóra íþróttadeildar, tillaga að gjaldskrá sundlauganna fyrir árið 2012.

Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá.

Deildarstjóri íþróttadeildar sat fundinn undir þessum lið.

5.1110202 - Skoðun á rekstri og faglegu starfi

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 3/1, greinargerð um tilboð í úttekt á starfsstöðinni Dimmuhvarfi, mál sem frestað var í bæjarráði 22/12.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Capacent á grundvelli tilboðanna.

 

Sviðsstjóri velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

6.1201018 - Óskað heimildar til að auglýsa eftir starfsmanni í barnavernd

Frá deildarstjóra barnaverndar, dags. 3/1, óskað heimildar til að auglýsa eftir félagsráðgjafa í fullt starf í barnavernd, tímabundið vegna afleysingar.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

 

Sviðsstjóri velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

7.1201034 - Dalbrekka 2,4 og 6. Samkomulag um afsal og uppgjör

Frá Jóni Ármanni Guðjónssyni, skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Bergeyjar ehf., drög að samkomulagi um uppgjör vegna fasteignanna Dalbrekku 2, 4 og 6.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns og fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar.

8.1112321 - Umsókn um styrk frá Kópavogsbæ

Frá Samleik, samtökum foreldra leikskólabarna í Kópavogi, óskað eftir 300.000,- kr. styrk til starfsemi samtakanna.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

9.1107040 - Framtíðarhópur SSH - verkefnahópur 4 Innflytjendur

Frá SSH, dags. 21/12, tillögur verkefnahóps 4 varðandi málefni innflytjenda.

Bæjarráð vísar tillögunum til jafnréttis- og mannréttindanefndar, skólanefndar, leikskólanefndar og félagsmálaráðs til umsagnar.

10.1107040 - Framtíðarhópur SSH - verkefnahópur 3 Stoðþjónusta og rekstrarsamvinna

Skýrsla vinnuhóps 3, stoðþjónusta og rekstrarsamvinna, sem lagt var fram á fundi félagsmálaráðs 15/11 sl.

Bæjarráð lítur jákvæðum augum á frekara samstarf sveitarfélaganna hvað varðar innkaup og útboð sem og stoðdeildir eins og mannauðsdeild og upplýsingamál. En það er skoðun okkar að heimahöfn hvers þjónustuliðar geti verið í hvaða sveitarfélagi sem er.

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

11.1107040 - Framtíðarhópur SSH - verkefnahópur 11 Íþróttamannvirki, íþróttastyrkir, sundlaugar

Skýrsla vinnuhóps 11, íþróttamannvirki, íþróttastyrkir, sundlaugar, sem lagt var fram á fundi íþróttaráðs 16/11 sl.

Bæjarráð þakkar fyrir vinnu hópsins.

 

Sviðsstjóri menntasviðs og deildarstjóri íþróttadeildar sátu fundinn undir þessum lið.

12.1107040 - Framtíðarhópur SSH - verkefnahópur 15 Menntamál og sérfræðiþekking

Skýrsla vinnuhóps 15, menntamál og sérfræðiþekking, sem lagt var fram á fundi skólanefndar 14/11 sl.

Bæjarráð lítur jákvæðum augum á frekara samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu varðandi símenntun og skólaþróun. Bæjarráð felur sviðsstjóra menntasviðs að vinna frekar að útfærsu á öðrum tillögum með hópnum og leggja fyrir framtíðarhópinn fyrir 15. apríl 2012.

 

Sviðsstjóri menntasviðs sat fundinn undir þessum lið.

13.1101859 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs

Fundur 14/12

Lagt fram til kynningar.

14.1101862 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 28/10

790. fundur

Lagt fram til kynningar.

15.1101862 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 25/11

791. fundur

Lagt fram til kynningar.

16.1101862 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 16/12

792. fundur

Lagt fram til kynningar.

17.1101865 - Fundargerð stjórnar skíðasvæða hbsv. 8/12

319. fundur

Lagt fram til kynningar.

18.1201042 - Kauptilboð í Glaðheimasvæði

Frá bæjarstjóra, kauptilboð frá óstofnuðu einkahlutafélagi, í land á Glaðheimasvæði, dags. 30.12.2011.

Bæjarráð telur kauptilboðið of lágt.

19.1201043 - Staða framkvæmda við Norðurturn Smáralindar. Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Hver er staða mála við framkvæmdir Norðurturns við Smáralind?

Ómar Stefánsson"

20.1201044 - Hundahald við hátíðarhöld á 17. júní. Bókun frá Ómari Stefánssyni.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður telur að hundahald eigi ekki við á hinum fjölmennu hátíðarhöldum sem fram fara á Rútstúni þann 17. júní. Við undirbúning þeirra verði því horft til þess að banna hunda þar þann dag.

Ómar Stefánsson"

 

Bæjarráð tekur undir bókun Ómars Stefánssonar.

Fundi slitið - kl. 10:15.