Bæjarráð

2740. fundur 28. ágúst 2014 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Sigurjón Jónsson varafulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1406292 - Ráðning bæjarstjóra 2014

Frá formanni bæjarráðs, lögð fram tillaga að ráðningasamningi við bæjarstjóra.
Bæjarráð samþykkir tillögu að ráðningarsamningi með þremur atkvæðum gegn einu. Einn bæjarráðsfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

Kristín Sævarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúi Samfylkingarinnar mótmælir háum launakjörum bæjarstjóra, sem er ekki í neinu samræmi við launakjör flestra starfsmanna bæjarins.
Kristín Sævarsdóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 8.55. Fundi var fram haldið kl. 9.01.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Laun bæjarstjóra eru í samræmi við launakjör annarra bæjarstjóra í nágrannasveitarfélögum, einnig í takti við launakjör æðstu stjórnenda hjá Kópavogsbæ. Þess ber að geta að heildarlaun bæjarstjóra lækka um rúmlega þrjátíu þúsund á mánuði.
Theódóra Þorsteinsdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Johnson"

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.1406552 - Hundaleikvöllur í Kópavogi

Frá bæjarstjóra, svar við fyrirspurn varðandi stöðu á byggingu hundagerðis.
Á fundi bæjarráðs þann 26. júní sl. var lögð fram fyrirspurn varðandi stöðu bygginga hundagerðis í Kópavogi.

Í kjölfarið var óskað eftir minnisblaði frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogs og er mælt með slíkri aðstöðu sem dreifir álaginu.

Bæjarstjóri leggur til við bæjarráð að umhverfissviði verði falið að merkja og afmarka svæði við Vatnsendahvarf, sem hundasvæði, sbr. meðfylgjandi minnisblað og tölvupóst frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogs, dags. 6. og 20. ágúst sl.

Áætlaður kostnaður við slíkt er uþb. 100 þús. kr.
Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

3.1406270 - Laun til stjórnarmanna í Markaðsstofu Kópavogs

Frá bæjarritara, dags. 26. ágúst.
Skv. ákörðun stjórnar Markaðsstofu Kópavogs hefur stjórnarmönnun ekki verið greidd stjórnarlaun. Skv. skipulagsskrá skipar Kópavogsbær fjóra stjórnarmenn stofunnar.

Skv. 32. gr. sveitarstjórnarlaga ber sveitarstjórn að ákvarða hæfilega þóknun til sveitarstjórnarmanna fyrir störf þeirra og gildir ákvæðið jafnframt vegna starfa í nefndum. Með vísan til þess er lagt til að bæjarráð samþykki að fulltrúum bæjarins í stjórn Markaðsstofu verði greidd laun fyrir setu í stjórninni. Miðað verði við greiðslu í nefndum bæjarins en að hámarki verði greitt fyrir 18 fundi á ári.

Kostnaður falli á lið 13-011 en þar var áætlað vegna nefndarlauna atvinnu- og þróunarráðs, sem nú hefur verið fellt niður. Ofangreint taki gildi 1. september.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

4.1310267 - Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2014

Lagður fram viðauki II við fjárhagsáætlun 2014.
Bæjarráð samþykkir viðauka með fimm greiddum atkvæðum.

5.1408435 - Bæjarlind 6, Spot. Beiðni um umsögn vegna umsóknar MK

Frá lögfræðideild, dags. 25. ágúst.
Með bréfi dags. 25. ágúst sl. óskaði sýslumaðurinn í Kópavogi eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Menntaskólans í Kópavogi, kt. 631173-0399, um tækifærisleyfi til að mega halda menntaskóladansleik fimmtudaginn 28. ágúst 2014, frá kl. 22:00 ? 1:00, á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007.

Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfesta sveitarstjórnir sem umsagnaraðilar að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykkt.

6.1408436 - Hestheimar 14 - 16, veislusalur HMF Spretts. Beiðni um umsögn vegna umsóknar Hestamannafélagsins Spr

Frá lögfræðideild, dags. 25. ágúst.
Með bréfi dags. 25. ágúst 2014 óskaði sýslumaðurinn í Kópavogi eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Hestamannafélagsins Sprettur, kt. 590712-0940, Hestheimum 14-16, 203 Kópavogi, um tækifærisleyfi til að mega halda haustfagnað Arionbanka fyrir 200 manns, föstudaginn 29. ágúst 2014 frá kl. 20:00-02:00 í veislusal HMF Spretts, Hestheimum 14-16, 203 Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Magnús Benediktsson, kt. 190773-5319. Öryggisgæsluna annast HMF Sprettur.

Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfesta sveitarstjórnir sem umsagnaraðilar að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykkt.

7.14021194 - Fagmenntun á starfsstöðvum í málefnum fatlaðs fólks

Minnisblað frá deildarstjóra þjónustudeildar fatlaðra, dags. 19. ágúst.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

8.1407257 - Glaðheimar gatnagerð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 22. ágúst.
Í samræmi við samþykkt deiliskipulag Glaðheima austursvæðis er óskað eftir heimild bæjarráðs til útboðs á gatnagerð.

Í fjárhagsáætlun 2014 er gert ráð fyrir kr. 5.000.000.- til gatnagerðar á Glaðheima-svæði og kr. 190.000.000.- til framkvæmda við Vatnsendahlíð. Bæjarráð hefur samþykkt að fresta framkvæmdum við verkið Vatnsendahlíð 1. áfanga. Óskað er eftir því að samþykkt verði að nýta hluta fjárveitingu Vatnsendhlíð til framkvæmda á Glaðheimasvæði.

Áætlað er að bjóða út framkvæmdir við gatnagerð á Glaðheimasvæði á haustdögum og að verkið verði unnið að hluta á þessu ári og verði lokið vorið 2015. Áætluð verkupphæð gatnagerðarframkvæmda árið 2014, rúmast innan fjárhagsáætlun ársins.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm greiddum atkvæðum.

9.1402938 - Útboð - Ræstingarþjónusta í þrettán leikskólum Kópavogsbæjar

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 26. ágúst. Þriðjudaginn 19. ágúst 2014 kl.11:00 voru opnuð tilboð í verkið "Ræstingarþjónusta í fjórtán leikskólum Kópavogsbæjar" samkvæmt útboðsgögnum gerðum á Umhverfissviði Kópavogs dags. í júlí 2014.
Útboðið var opið og bárust tilboð frá 6 fyrirtækjum.
Bjóðendum var gefinn kostur á að gefa afslátt á frá tilboðsupphæð háð fjölda leikskóla sem samið yrði um. Iss ehf. býður 6% afslátt af tilboðsupphæð verði samið um 14 hluti/leikskóla. Aðrir bjóðendur buðu ekki afslátt af tilboðsupphæð.

Lagt er til við bæjarráð Kópavogs að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Iss ehf. um ræstingarþjónustu í 14 leikskólum í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Iss ehf. Samþykkt með fimm greiddum atkvæðum.

10.1408327 - Framlenging á leyfi Melmis ehf. dags. 23. júní 2004, til leitar og rannsókna á málmum, með síðari br

Erindi Orkustofnunar, dags. 14. ágúst varðandi framlenginugu á leyfi Melmis ehf., til leitar og rannsókna á málmum, með síðari breytingum.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

11.1408422 - Ósk um samstarf við Kópavogsbæ um verklega þjálfu nema á framhaldsskólabraut við MK

Erindi MK, dags. 21. ágúst þar sem óskað er eftir samstarfi við Kópavogsbæ um verklega þjálfun nema á framhaldsskólabraut við MK.
Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til úrvinnslu.

12.1408371 - Úttekt á slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

Lagt fram erindi Mannvirkjastofnunar, dags. 19. ágúst, varðandi úttekt á slökkviliði höfuðborgarsvæðisins 2014.
Lagt fram.

13.1306126 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015 - 2040, auglýsing tillögu.

Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins hefur unnið að gerð nýs svæðisskipulags í samræmi við
samkomulag sveitarfélaganna dags. 24. ágúst 2012 og verkefnislýsingu sem afgreidd var frá nefndinni 24. maí 2013.
Á fundi sínum þann 22. ágúst 2014 samþykkti svæðisskipulagsnefnd að auglýsa tillögu að nýju svæðisskipulagi ásamt umhverfisskýrslu 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010 og 1. mgr. 7. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum áætlana nr. 105/2006. Nefndin óskar eftir því að
aðildarsveitarfélögin staðfesti þá ákvörðun fyrir 13. október n.k..
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leiti að tillaga að nýju svæðisskipulagi verði auglýst.

14.907110 - Flensufaraldur. Viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu.

Lagt fram erindi stjórnar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 22. ágúst, varðandi uppfærslu stjónkerfiskafla í viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til úrvinnslu.

15.1307160 - Aflakór 6, lóð skilað.

Borist hefur erindi frá Ögurhvarfi ehf. kt. 640505-0440. Lóðinni Aflakór 6 var úthlutað til Ögurhvarfs ehf. á fundi bæjarstjórnar 12. mars 2013. Óskað er eftir því að skila lóðarréttindum. Engar greiðslur hafa borist vegna lóðagjalda.

Lagt er til við bæjarráð að orðið verði við erindinu.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

16.1408004 - Almannakór 1. Umsókn um lóð

Borist hefur umsókn um lóðina Almannakór 1 frá Abdusamet Krasniqi kt. 250271-2639. Umsækjandi hefur skilað inn umbeðnum gögnum vegna umsóknarinnar. Umsækjandi er skuldlaus við bæjarsjóð.

Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma samkvæmt úthlutunarreglum.

Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar Almannakór 1 til umsækjanda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Abdusamet Krasniqi kost aá byggingarrétti á lóðinni Almannakór 1.

17.1407283 - Álmakór 23. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Borist hefur umsókn um lóðina Álmakór 23 frá Húseik ehf. kt. 580705-0220. Umsækjandi hefur skilað inn umbeðnum gögnum vegna umsóknarinnar. Umsækjandi er skuldlaus við bæjarsjóð.

Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma samkvæmt úthlutunarreglum.

Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar Álmakór 23 til umsækjanda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Húseik ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Almannakór 23.

18.1408196 - Afmælisnefnd vegna 60 ára afmælis Kópavogsbæjar

Tillaga um skipan afmælisnefndar frá Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra, samþykkt í bæjarráði, 14. ágúst sl.:
"Í tilefni af því að Kópavogsbær verður 60 ára þann 11. maí á næsta ári er lagt til við bæjarráð að stofnuð verði sérstök afmælisnefnd undir formennsku bæjarstjóra. Skipa skal þrjá úr meirihluta og þrjá úr minnihluta með auknu vægi formanns ef atkvæði falla jafnt. Tilnefningar skulu liggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Ármann Kr. Ólafsson"
Hlé var gert á fundi kl. 9.40. Fundi var fram haldið kl. 9.45.

Bæjarráð skipar eftirtalda í í afmælisnefnd:
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Birkir Jón Jónsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Theódóra Þorsteinsdóttir.

19.1406258 - Kosningar í stjórn SSH

Kosning varamanns bæjarstjóra í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarráð kýs Theódóru Þorsteinsdóttur varamann í stjórn SSH.

20.1408373 - Tilnefning í fulltrúaráð SSH

Tilnefning 5 fulltrúa Kópavogsbæjar í fulltrúaráð SSH.
Hlé var gert á fundi kl. 9.51. Fundi var fram haldið kl. 10:00.

Bæjarráð skipar:
Karen Halldórsdóttur, Guðmund Geirdal, Sverri Óskarsson, Ólaf Þór Gunnarsson og Birki Jón Jónsson.

21.1406237 - Kosningar í forvarna- og frístundanefnd 2014

Kosning varamanna í forvarna- og frístundanefnd.
Af A lista:
Jóhannes Hilmarsson
Hilmar Jökull Stefánsson
Hulda Hvönn Kristinsdóttir
Af B lista:
Stefán Ólafsson
Þóra Elva Björnsson
Varaáheyrnarfulltrúi verði Guðrún Jónína Guðjónsdóttir

22.1408010 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 21. ágúst

125. fundargerð í 10 liðum.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa einróma.

23.1408002 - Íþróttaráð, 12. ágúst

38. fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

24.1408008 - Íþróttaráð, 21. ágúst

39. fundargerð í 7 liðum
Lagt fram.

25.1408334 - Óskað eftir endurbótum á gryfju. Gerpla

Á fundi íþróttaráðs þann 21.ágúst sl., var lagt fram erindi frá íþróttafélaginu Gerplu, dagsett 6. ágúst sl. þar sem félagið óskar eftir því við íþróttaráð Kópavogs "að svampagryfja að Versölum verði lagfærð og endurbætt".
Jafnframt lögð fram úttektarskýrsla Eurogym, sem er viðurkenndur eftirlitsaðili með slíkum búnaði, frá því 6. maí sl.

Eftirfarandi bókun var gerð:

Íþróttaráð leggur til við bæjarráð að erindi Gerplu verði tekið til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

26.1212249 - Frístundastyrkur - Breyting

Á fundi íþróttaráðs þann 21.ágúst sl., var lögð fram tillaga um að heimilt verði að nýta Frístundastyrk á einn stað / grein og var hún einróma samþykkt.
Lögð fram tillaga um að heimilt verði að nýta Frístundastyrk í tónlistarnám og var hún einróma samþykkt.
Þá var lögð fram tillaga um að hækka Frístundastyrk úr kr. 27.000 á ári í kr. 30.000 og var tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum en einn nefndarmaður sat hjá.

Eftirfarandi bókun var gerð:

Íþróttaráð leggur áherslu á að tillagan hafi ekki áhrif til hækkunar á æfingagjöld / námskeiðsgjöld félaga og fyrirtækja, þannig að hækkun Frístundastyrkjar skili sér til foreldra og forráðamanna.
Íþróttaráð leggur áherslu á að íþróttadeild fylgist mjög vel með gjaldskrám þeirra aðila sem eiga aðild að frístundastyrkjum Kópavogsbæjar með sérstökum skýrslum til Íþróttaráðs þar um.

Jafnframt er lagður viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins.
Sigurjón Jónsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu við afgreiðslu íþróttaráðs:
"Undirritaður leggur til að í stað kr 30.000 standi kr. 50.000.
Greinargerð: Hækkun frístundastyrksins upp í 50.000 kr. er stefna Framsóknarflokksins í Kópavogi. Einnig var þetta helsta kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í bænum og nú þarf að sýna Kópavogsbúum að bæjarfulltrúar ætli að efna það loforð um að hækka frístundastyrkinn myndarlega.
Sigurjón Jónsson"

Bæjarráð fellir breytingartillögu Sigurjóns Jónssonar með þremur atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

Bæjarráð samþykkir tillögu íþróttaráðs um frístundastyrk einróma ásamt viðauka við fjárhagsáætlun.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Hér er um umtalsverða breytingu að ræða sem þýðir tvöföldun á frístundastyrk fyrir meginþorra barna auk þess sem nú geta þeir sem eru í tónlistarnámi sótt frístundastyrk. Alltaf hefur staðið til að hækkun frístundastyrkja verði tekin í áföngum á kjörtímabilinu.
Ármann Kr. Ólafsson, Theódóra Þorsteinsdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Johnson"

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Tillagan er í samræmi við kosningastefnu VGF og undirritaður fagnar samþykkt hennar.
Ólafur Þór Gunnarsson"

Kristín Sævarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Tillagan er mikið framfaraskref í málefnum barna og ungmenna. Undirrituð fagnar tilkomu hennar.
Kristín Sævarsdóttir"

Sigurjón Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég lýsi vonbrigðum mínum að hækkun frístundastryks sé ekki hærri en raun ber vitni, sérstaklega ef tekið er mið af málflutningi sjálfstæðisflokksins í þessum málum í aðdraganda kosningana.
Sigurjón Jónsson"

27.1405331 - Tímatöflur íþróttamannvirkja Kópavogs - veturinn 2014-2015


Á fundi íþróttaráðs þann 21.ágúst sl., voru lagðar fram tillögur íþróttadeildar að tímatöflum veturinn 2014/2015 fyrir íþróttamannvirki bæjarins og sérstakar óskir frá íþróttafélögunum lagðar fram.


Eftirfarandi bókun var gerð:

Íþróttaráð samþykkir framlagðar tímatöflur. Íþróttaráð leggur áherslu á að starfsmenn íþróttadeildar fylgist vel með nýtingu tíma í þeim mannvirkjum sem hér um ræðir og grípi til viðeigandi ráðstafana ef nýting er ekki fullnægjandi.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu íþróttaráðs á tímatöflum 2014 - 2015 og samþykkir fjárskuldbindingar vegna þeirra. Jafnframt áréttar bæjarráð að unnið verði skv. samþykktri hverfaskiptingu í knattspyrnu og HK hverfi með nýliðun í knattspyrnu í Fagralundi en Breiðablik sinni þeirri þjónustu í samræmi við samninga félaganna við Kópavogsbæ.

28.1408007 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, 20. ágúst

27. fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

29.1408004 - Skipulagsnefnd, 18. ágúst

1243. fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

30.1408128 - Austurkór 58. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Björgvins Snæbjörnssonar, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar skipulagslagsnefndar til að byggja hluta þakkants á vesturhlið fyrirhugaðs húss að Austurkór 58 um 60 sm yfir hámarkshæð samkvæmt skipulagsskilmálum. Uppdrættir í mkv. 1:100 (A2)dags. 24. júlí 2014. Enn fremur lagt fram samþykki aðliggjandi lóðarhafa; sbr. erindi dags. 31. júlí 2014.

Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en umsækjenda og þeirra sem ljáð hafa breytingunni samþykki sitt. Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið með fimm greiddum akvæðum.

31.1408127 - Austurkór 98. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Stefáns Hallssonar, byggingatæknifræðings fh. lóðarhafa dags. 15. júlí 2014 þar sem óskað ef eftir að hækka fyrirhugað hús og bílastæði við Austurkór 98 um 1,6 metra.

Hafnað með sex atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Skipulagsnefnd bendir á að lóðarhafi óskaði í lok árs 2012 eftir breytingu á deiliskipulagi umræddrar lóðar sem m.a. fól í sér sambærilega lækkun á aðkomuhæð lóðarinnar til samræmis við Austurkór 94 og 96.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með fimm greiddum atkvæðum.

32.1402523 - Grænatún 20. Byggingarleyfi. Grenndarkynning.

Lagt fram að nýju erindi Einars. V. Tryggvasonar f.h. lóðarhafa varðandi nýbyggingu við Grænatún 20. Á fundi skipulagsnefndar 20.5.2014 var lögð fram ný og breytt tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 20.5.2014 þar sem dregið er úr byggingarmagni og byggingarreitir færðir til á lóð miðað við fyrri tillögu sbr. uppdráttum dags. 20.5.2014 í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum. Skipulagsnefnd lagði til við bæjarráð og bæjarstjórn að samþykkja tillögu dags. 20. maí 2014. Á fundi bæjarráðs 5.6.2014 var erindinu vísað aftur til úrvinnslu skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir að boða til samráðsfundar fimmtudaginn 7. ágúst 2014 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar, með Lóðarhöfum Grænatúns 16, 18, 22, 24, Álfatúns 1 og 3.

Lögð fram fundargerð frá samráðsfundi sem haldinn var 7. ágúst 2014. Í kjölfar athugasemda sem komu fram á samráðsfundinum er nú lögð fram breytt tillaga dags. 18. ágúst 2014 þar sem byggingarreitur er færður fjær götu sem nemur 1,6m, við það minnkar heildarbyggingarmagn um 24,3m2 og svalir á norðurhlið minnka um 4,1m2 og verða 6,9m2 að stærð. Heildarbyggingarmagn verður því 345,4m2 og nýtingarhlutfall 0,38 í stað 369,7m2 og nýtingarhlutfall 0,40 sbr. í kynntri tillögu. Suðurhlið nýbyggingar er óbreytt frá þeirri tillögu sem kynnt var á samráðsfundi.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 18. ágúst 2014. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

33.1405432 - Ísalind 5. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings, dags. 19.5.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Ísalindar 5. Í breytingunni felst að reisa 18m2 geymsluhús á norðvestur hlið lóðarinnar, á lóðamörkum Ísalindar 7. Byggingarreitur geymsluhúss verður 3x6m að stærð og vegghæð 2,4m sbr. uppdrætti og erindi dags. 19.5.2014.

Á fundi skipulagsnefndar 20. mái 2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Ísalind 7, Jöklalind 4, 6 og 8. Athugasemd barst á kynningartíma frá lóðarhafa Ísalindar 7. Þá er lagt fram lagt samþykki lóðarhafa Ísalindar 7 móttekið 31. júlí 2014.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið með fjórum atkvæðum. Einn bæjarráðsfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

34.1408171 - Kársnesbraut 19. Nýbygging.

Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa dags. 15. júlí 2014. Í tillögunni fellst að einlyft einbýlishús 93,0 m2 að grunnfleti byggt árið 1946 úr timbri ásamt 25,4 m2 bílskúr byggður úr timbri eru rifin og byggt tveggja hæða fjórbýlishús með kjallara í þess stað samtals 550 m2 að samanlögðum gólffleti. Samkvæmt tillögunni breytist nýtingarhlutfall lóðarinnar úr 0,13 í 0,6. Í tillögunni er jafnframt gert ráð fyrir 5 bílastæðum á lóð. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum.

Hafnað með sex atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með fimm atkvæðum.

35.1404352 - Vallakór 1-3 og 6-8 (áður nr. 10). Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi við Vallakór 6-8 (áður nr. 10) og Vallakór 1-3. Tillagan sem er dagsett 18. mars 2014 var samþykkt í skipulagsnefnd 15.4.2014 til kynningar í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í bæjarstjórn 22.4.2014. Tillagan var auglýst frá og með 14.5.2014. Auglýsing birtist í Fréttablaðinu 13.5.2014 og í Lögbirtingablaðinu 14.5.2014. Tillagan var kynnt á heimasíðu bæjarins, í afgreiðslu Skipulags- og byggingardeildar. Jafnframt var sent dreifibréf á lóðarhafa aðliggjandi lóða þar sem vakin var athygli á því að kynningin stæði yfir og hvar hægt væri að nálgast upplýsingar um tillöguna. Jafnfram voru haldnir samráðsfundir með íbúum við Vallakór 1-3, 1.5.2014 og 6.5.2014. Frestur til athugasemda var til 30.6.2014. Athugasemdir bárust á kynningartíma frá Handknattleiksfélagi Kópavogs sbr. erindi dags. 27. júní 2014; húsfélaginu Hörðukór 1, sbr. erindi dags. 30. júní 2014; Báru Björk Lárusdóttur og Stefáni Ólafssyni, Hörðukór 1 sbr. erindi móttekið 30. júní 2014, íbúum Hörðukór 5, sbr. Sigríði Þórðardóttur form. hússtjórnar Hörðukór 3 dags. 26. júní 2014.

Málið var lagt fram að nýju á fundi skipulagsnefndar 28. júlí 2014 ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21. júlí 2014. Var afgreiðslu frestað. Gísli Óskarsson, frá lögfræðideild Kópavogs, sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 21. júlí 2014.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og ofangreinda umsögn. Álögð lóðagjöld taka mið af breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Skipulagsnefnd beinir þeim tilmælum til bæjarráðs að teknar verði upp sem fyrst viðræður við lóðarhafa Vallakórs 6-8 um gerð samnýtanlegra bílastæða við Vallakór 8.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið með fjórum atkvæðum. Einn bæjarráðsfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

36.1408006 - Skólanefnd, 25. ágúst

73. fundur í 9 liðum.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Vegna bókunar fulltrúa Vg. og Samfylkingar í Skólanenfd þann 25. ágúst leggur bæjarstjóri fram eftirfarandi bókun til áréttingar.

1. Á fundi bæjarstjórnar þann 24. júní sl. voru kosnir aðalmenn í skólanefnd, en kosningu varamanna var frestað. Þann 2. júlí fengu kjörnir nefndarmenn tölvupóst þar sem m.a. var upplýst að fyrsti fundur nefndarinnar yrði seinni hluta ágústmánaðar og stóðst það. Enginn nefndarmanna gerði athugasemdir við þá tímasetningu.

2. Fyrir fundinum lá tillaga að fundaráætlun eins og fram kemur í dagskrá fundarins og fylgiskjali með máli, sem öllum nefndarmönnum er frjálst að koma með athugasemdir við á fundi nefndarinnar. Tillagan byggir á reynslu af starfi nefndarinnar síðustu ár.

3. Aðferðafræði og úthlutunarreglur fjárheimilda til grunnskóla bæjarins liggja fyrir og hafa alla tíð gert, jafnt fyrir skólanefnd sem öðrum. Úthlutunarreglurnar eru kynntar fyrir nýrri skólanefnd á hverju kjörtímabili. Síðast var það gert á fundi nefndarinnar þann 18. nóvember 2013 þegar rekstrarstjóri menntasviðs mætti á fundinn og kynnti úthlutunarreglur og fjárhagsáætlun grunnskólanna.

4. Í byrjun árs 2012, í tíð fyrrverandi meirihluta, var samþykkt erindisbréf skólanefndar og fleiri nefnda bæjarins. Þar er gerð grein fyrir ábyrgð og hlutverki nefnda, s.s. gagnvart gerð fjárhagsáætlunar. Skólanefnd eins og öðrum nefndum ber að starfa samkvæmt erindisbréfi.

Það vekur furðu að minnihlutinn í skólanefnd skuli hefja starf nýrrar nefndar á bókun af þessum toga og ber ekki skilaboð um vilja til uppbyggilegs samstarfs um skóla í forystu í Kópavogi.
Ármann Kr. Ólafsson"

Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð leggja áherslu á gott samstarf og metnaðarfullt starf í skólanefnd. Bókun fulltrúa VG og Samfylkingar í nefndinni lýtur fyrst og fremst að því að brýna nefndina til góðra verka.
Kristín Sævarsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson"

Lagt fram.

37.1401109 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 22. ágúst

135. fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

38.1401098 - Stjórn Sorpu., 22. ágúst

340. fundur í 5 liðum.
Lagt fram.

39.1401118 - Stjórn Strætó bs., 4. júlí

197. fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

40.1401118 - Stjórn Strætó bs., 15. ágúst

198. fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

41.1408307 - Ársreikningur Strætó 2014

Árshlutareikningur Strætó bs. dags. 30. júní 2014
Lagt fram.

42.1401100 - Svæðisskipulagsnefnd hbsv., 15. ágúst

49. fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

43.1401100 - Svæðisskipulagsnefnd hbsv., 22. ágúst

50. fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

44.1408534 - Boðsmiðar á tónleika Justin Timberlake. Fyrirspurn Sigurjóns Jónssonar

Sigurjón Jónsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Hvað fékk Kópavogsbær og einstakir starfsmenn marga miða að gjöf frá Senu á tónleika Justin Timberlake? Hverjir fengu slíka miða að gjöf frá Senu? Telur þú að það samræmist siðareglum kjörna fulltrúa og stjórnenda bæjarins að þiggja slíkar gjafir frá viðskiptamanni Kópavogsbæjar?
Sigurjón Jónsson"

45.1408535 - Tekjur og útgjöld vegna tónleika Justin Timberlake. Fyrirspurn frá Sigurjóni Jónssyni.

Sigurjón Jónsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Í kjölfar vel heppnaðra tónleika Justin Timberlake í húsakynnum Kópavogsbæjar spyr ég bæjarstjóra hverjar tekjur bæjarins voru af leigu og öðru umstangi í kringum tónleikana og þurfti Kópavogsbær að leggja út í einhvern kostnað vegna þeirra?
Sigurjón Jónsson"

Fundi slitið.