Bæjarráð

2618. fundur 24. nóvember 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Erla Karlsdóttir varafulltrúi
  • Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Ólafur Þór Gunnarsson stýrði fundi.

1.1111548 - Útsvar árið 2012

Frá bæjarstjóra, dags. 23. nóvember, tillaga að útsvari 2012.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.1111516 - Lántaka nóvember 2011. Lánasamningar nr. 37 og 38

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 22/11, tillaga að bókunum vegna fyrirhugaðra lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

1.         "Bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 1.260.000.000 kr. til 13 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til endurfjármagna afborgun láns nr. 0610059 á gjalddaga hjá Lánasjóði sveitarfélaga í desember 2011, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

          Jafnframt er Guðrúnu Pálsdóttur 071256-4489, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."

2.         "Bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð EUR 5.000.000 kr. til 10 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við leikskóla, skóla og hjúkrunarheimili, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Lánið er af endurlánafé frá Þróunarbanka Evrópuráðsins og skuldbindur lántaki sig til að veita upplýsingar um þau verkefni sem fjármögnuð eru skv. Viðauka III í lánasamningi en þau þurfa að rúmast innan skilyrða þróunarbankans sbr. Viðauka II í lánasamningi.

          Jafnframt er Guðrúnu Pálsdóttur, 071256-4489, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þetta er sama upphæð og Kópavogsbær ætlaði að taka útúr rekstri til að lækka skuldir.

Gunnar Ingi Birgisson"

3.1011281 - Reglur lista- og menningarsjóðs

Lagðar fram að nýju reglur lista- og menningarsjóðs, sem frestað var í bæjarráði 10/11, ásamt breytingartillögu Ómars Stefánssonar, sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar 22/11.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

"Að við a. lið 3. gr. bætist: nema annað sé ákveðið við gerð fjárhagsáætlunar."

 

Rannveig Ásgeirsdóttir lagði fram breytingartillögu þess efni að í 2. mgr. 9. gr. falli út: "og faglega hæfni umsækjenda".

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram breytingartillögu þess efnis að í 5. mgr. 9. gr. falli út: "og hvernig nýtast fjármunirnir í því samhengi?"

 

Breytingartillaga Ómars Stefánssonar við 3. gr. var felld með þremur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni.

 

Breytingartillaga Ólafs Þórs Gunnarssonar við 3. gr. var samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

 

Breytingartillaga Rannveigar Ásgeirsdóttur við 9. gr. samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

 

Breytingar tillaga Gunnars Inga Birgissonar við 9. gr. var felld á jöfnu en tveir greiddu atkvæði með henni en tveir greiddu atkvæði á móti. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

 

Bæjarráð samþykkir reglurnar svo breyttar einróma.

4.1005075 - Reglur um launalaus leyfi og launuð leyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 22/11, endurskoðaðar reglur um launalaus leyfi og launuð leyfi.

Bæjarráð frestar afgreiðslu reglnanna til næsta fundar og óskar eftir að starfsmannastjóri mæti til næsta fundar.

5.1110418 - Nöfn á hringtorg ofan Reykjanesbrautar

Lögð fram að nýju tillaga um nöfn á hringtorg, sem samþykkt var í skipulagsnefnd, en á fundi bæjarstjórnar 22/11 var henni vísað til bæjarráðs til frekari úrvinnslu.

Bæjarráð vísar tillögunni til skólanefndar og óskar eftir hugmyndasamkeppni meðal grunnskólabarna í Kópavogi um nafngiftir á hringtorg bæjarins.

6.1109270 - Kostnaður við rekstur tómstundavagns.

Frá deildarstjóra íþróttamála, dags. 23/11, yfirlit yfir kostnað við rekstur tómstundavagns.

Lagt fram.

7.801287 - Grjótnám í Lækjarbotnum

Umhverfis- og samgöngunefnd lagði til á fundi sínum 7/11 að grjótnámi í Lækjarbotnum verði hætt sem fyrst. Bæjarstjórn vísaði málinu til bæjarráðs til afgreiðslu, sbr. lið 44 í fundargerð bæjarstjórnar 22/11.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að leita andmæla viðkomandi vegna tillögu umhverfis- og samgöngunefndar.

8.1111532 - Framtíð Reykjanesfólkvangs

Formaður stjórnar Reykjanesfólkvangs, Sverrir Bollason, og fulltrúi Kópavogs í stjórninni, Hreggviður Norðdahl, sátu fundinn undir þessum lið.

Lagt fram.

9.706089 - Vegna máls Þreks ehf. vegna leigusamnings við Medic Operating AB

Lögð fram að nýju tillaga að sátt vegna reksturs líkamsræktarstöðva í húsakynnum sundlauganna í Kópavogi, mál sem frestað var í bæjarráði 17/11.

Bæjarráð samþykkir tillögu að sátt fyrir sitt leyti.

10.1107256 - Úrskurður ráðuneytisins í stjórnsýslumáli

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 21/11, tilkynning um úrskurð ráðuneytisins í stjórnsýslumáli, þar sem ákvörðun félagsmálaráðs er staðfest og kröfunni er hafnað.

Lagt fram.

11.1109186 - Framlög vegna nýbúafræðslu á árinu 2012

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 21/11, tilkynning um fyrirhuguð framlög til Kópavogsbæjar vegna nýbúafræðslu fyrir 2012 að upphæð kr. 18.960.000,-.

Lagt fram.

12.1111340 - Kjóavellir. Uppbygging hesthúsasvæðis

Erindi frá fulltrúum hestamannafélaganna Gusts og Andvara, dags. 18. nóvember sl., varðandi starf Kjóavallanefndar.

Lagt fram.

13.1105261 - Vatnsendi, eignarnám. Aðgengi að gögnum

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl, dags. 15/11, varðandi aðgengi að skjölum.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

14.1111455 - Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn. Staða safnfræðslumála.

Frá myndlistarkennurum í Kópavogi, dags. 31/10, varðandi það að safnkennsla hefur lagst af, þar sem ekki er lengur safnakennari eða leiðsögn um Gerðarsafn, og gerður samanburður við önnur söfn á höfuðborgarsvæðinu.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til úrvinnslu.

15.1111416 - Umsókn um styrk vegna Eldvarnaátaksins 2011

Frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags. 17/11, styrkbeiðni vegna eldvarnaátaks LSS sem fram fer 18. til 25. nóvember.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

16.1111415 - Styrkbeiðni vegna landsfundar Upplýsingar í Kópavogi 27. og 28. september 2012

Frá Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræða, dags. 16/11, óskað eftir styrk að upphæð 1.200.000,- vegna landsfundar félagsins, sem haldinn verður í Kópavogi árið 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

17.1111507 - Lækjasmári 78-108, bílageymslur. Óskað eftir svari vegna flóða upp úr niðurföllum

Frá húsfélaginu Lækjarsmára 78 - 108, dags. 11/11, óskað eftir viðbrögðum vegna endurtekinna flóða í bílageymslu hússins.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

18.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Dagskrá aukafundar bæjarstjórnar 29. nóvember 2011

I. Fundargerðir nefnda

II. Fjárhagsáætlun 2012 - fyrri umræða

III. Dómur Hæstaréttar í meiðyrðamáli gegn bæjarfulltrúum

19.1111550 - Ráðning án auglýsinga. Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks.

Ármann Kr. Ólafsson og Gunnar Ingi Birgisson lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hvað hafa margir starfsmenn verið ráðnir í stjórnkerfi bæjarins (bæjarskrifstofur) án auglýsingar á kjörtímabilinu."

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

20.1111551 - Málskostnaður. Fyrirspurn frá Ármanni Kr. Ólafssyni.

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hver er kostnaður, umfram dæmdar málflutningsbætur, sem fellur á Kópavogsbæ vegna málaferla Frjálsrar miðlunar gegn bæjarfulltrúunum Guðríði Arnardóttur, Hafsteini Karlssyni og Ólafi Þór Gunnarssyni?  

Ármann Kr. Ólafsson"

Fundi slitið - kl. 10:15.