Bæjarráð

2518. fundur 24. september 2009 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.902023 - Fundargerð forvarnanefndar 17/9

17. fundur

Liður 3.d. Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður tekur undir afstöðu forvarnanefndar um mikilvægi málaflokksins.

Ólafur Þór Gunnarsson."

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Legg áherslu á mikilvægi forvarnamála og bendi á að tillaga um að leggja nefndina niður kom frá fulltrúum Samfylkingarinnar.

Ómar Stefánsson."

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Tillaga Samfylkingarinnar var að sameina tvær góðar nefndir, enda eiga þessir málaflokkar vel saman. Það þarf á engan hátt að vera á kostnað öflugra forvarna í Kópavogi.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson.

2.901074 - Fundargerð ÍTK 16/9

237. fundur

Liður 1. Bæjarráð skipar bæjarritara, sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs og íþróttafulltrúa í viðræðunefnd.

3.909012 - Fundargerð lista- og menningarráðs 15/9

345. fundur

4.905268 - Fundargerð skólanefndar MK 7/9

5. fundur

Liður 1. Fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu til ályktunar:

"Bæjarráð Kópavogs harmar þá ákvörðun menntamálaráðuneytisins að við ákvörðun fjárheimilda 2010 verði ekki gert ráð fyrir ígildum nemenda grunnskóla sem stunda nám í einstökum greinum framhaldsskóla samhliða grunnskólanámi sínu. Þetta hefur þær afleiðingar í för með sér að menntaskólarnir geta ekki frá n.k. áramótum tekið inn nemendur í grunnskólum. Í 5. mgr. 26. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 segir: Grunnskólanemendur eiga rétt á að stunda nám í einstökum námsgreinum á framhaldsskólastigi meðan þeir eru í grunnskóla enda hafi þeir sýnt fullnægjandi færni.

Ekki verður annað séð en að um óverulegan sparnað sé að ræða þar sem þeir grunnskólanemar sem ljúka áfanga í menntaskóla þurfa eðli málsins samkvæmt ekki að sitja í viðkomandi kúrsum þegar þeir hefja nám á framhaldsskólastigi. Það er gegn allri hugmyndafræði um einstaklingsmiðað nám að skerða möguleika grunnskólanema með þessum hætti og koma þannig í veg fyrir að hæfileikar nemenda fái framgang sem skyldi.  Því skorar bæjarráð Kópavogs á menntamálaráðherra að endurskoða þessa ákvörðun sína.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Sigurrós Þorgrímsdóttir."

Hlé var gert á fundi kl. 15:42. Fundi var framhaldið kl. 15:50.

Fulltrúar Samfylkinar og VG lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Það má öllum vera ljósar þær aðstæður sem nú eru uppi í þjóðfélaginu. Fjármagn af skornum skammti og verulegur niðurskurður nauðsynlegur í rekstri allra opinberra stofnana. Bæjarstjórn Kópavogs hefur sjálf þurft að grípa til niðurskurðar í grunnskólum bæjarins á þessu ári sem án efa kemur niður á möguleikum skólanna til að sinna einstaklingsþörfum nemenda. Við þessar aðstæður er mikilvægast að framhaldsskólarnir geti boðið öllum sem lokið hafa grunnskólaprófi örugga skólavist.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Ólafur Þór Gunnarsson."

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég skil vel að fulltrúar Samfylkingarinnar og VG verji ríkisstjórnina. Ekki er vanþörf á.

Ármann Kr. Ólafsson."

Bæjarráð samþykkir tillöguna með þremur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði gegn henni.

5.904120 - Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 9/9

297. fundur

6.901308 - Fundargerð stjórnar slökkviliðs hbsv. 18/9

85. fundur

7.909013 - Fundargerð umferðarnefndar 17/9

364. fundur

8.909004 - Fundargerð umhverfisráðs 21/9

481. fundur

9.805067 - Kattahald í Kópavogi

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

10.909187 - Vistakstur

Liður 10. Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til afgreiðslu.

11.909434 - Ritnefnd vegna ritunar sögu Kópavogs

Frá bæjarstjóra, dags. 23/9, tillaga um að skipuð verði þriggja manna ritnefnd í tengslum við ritun sögu Kópavogs.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

12.909222 - Fæðingarorlof bæjarfulltrúa

Frá Ásthildi Helgadóttur, dags. 1/9, tilkynning um að hún verði í 6 mánaða fæðingarorlofi frá 1. september.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

13.909020 - Fyrirspurn um byggingu Óperuhúss

Frá bæjarstjóra, dags. 22/9, svar við fyrirspurn í bæjarráði 4/9 sl. um kostnað vegna undirbúnings byggingar óperuhúss.

Lagt fram.

 

Hlé var gert á fundi kl. 16:14.  Fundi var framhaldið kl. 16:17.

14.907136 - Skemmuvegur 50/Skemmuvegur 48, sameining lóða.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, dags. 10/8, og bæjarlögmanni, dags. 10/9, umsagnir um erindi S. Helgasonar og Sendibílastöðvar Kópavogs frá 13/7 sl. Litið er jákvætt á erindið og lagt til að því verði vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.

Bæjarráð felur bæjarritara að ræða við bréfritara og frestar afgreiðslu.

15.909136 - Hlíðarendi 4 (lóð nr. 53). Lóðaumsókn

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 22/9, umsögn og tillaga um lóðarúthlutun að Hlíðarenda 4, lóð C-53.

 Bæjarráð samþykkir að úthluta eftirtöldum aðilum lóðinni C-53 að Hlíðarenda 4:

Rafnar Karl Rafnarsson, kt. 160768-5689

Þorvarður Gísli Guðmundsson, kt. 190675-4919

Ísólfur Ásmundsson, kt. 060675-4659

Haraldur Jens guðmundsson, kt. 310377-3689

16.909139 - Hæðarendi 6 (lóð nr. 36). Lóðaskil.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 22/9, umsögn um skil á lóðinni B-36 við Hæðarenda 6.

Bæjarráð samþykkir að taka við lóðinni Hæðarenda 6 og felur sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs að auglýsa hana að nýju.

17.909149 - Hæðarendi 16 (lóð nr. 41). Óskað eftir að gefa eftir lóðarrétt.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 22/9, umsögn varðandi skil og endurúthlutun lóðarinnar að Hæðarenda 16, lóð B-41.

Bæjarráð samþykkir að taka við lóð B-41 að Hæðarenda 16 frá núverandi lóðarhöfum, Rafnari Karli Rafnarssyni og Regínu Sólveigu Gunnarsdóttur, og úthluta Þorkeli Jónssyni, kt. 070528-2589.

18.611004 - Íþróttamannvirki í Versölum

Frá bæjarstjóra, dags. 23/9, umsögn og tillaga um að bæjarráð áfrýi ekki dómi í bótamáli vegna tjóns við byggingu íþróttamannvirkja í Versölum.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um að ekki verði áfrýjað í bótamálinu.

19.909181 - Kríunes Vatnsendi, Kríunes ehf. Beiðni um umsögn.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 10. september 2009, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Kríuness ehf., kt. 670602-4109, um rekstrarleyfi fyrir gististað Kríunes að Kríunesi, Vatnsenda, 203 Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk V, sbr. 3. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Bæjarráð leggst gegn því að umsóknin verði samþykkt, enda er sú starfsemi, sem sótt er um leyfi fyrir ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag, sem einungis gerir ráð fyrir heimagistingu í flokki I á þessum stað.

20.909274 - Sporter, GS Vörur ehf. Beiðni um umsögn.

Frá bæjarlögmanni, dags. 22/9, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 16. september 2009, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar GS vara ehf., kt. 510909-1510, um leyfi skv. lögum nr. 85/2007 til að reka krá, Sporter að Engihjalla 8 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk III, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka, sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

21.909275 - Pizzu- og hamborgarahöllin, ÓE Fasteign ehf. Beiðni um umsögn.

Frá bæjarlögmanni, dags. 22/9, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 16. september 2009, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar ÓE fasteigna ehf., kt. 510708-0400, um leyfi skv. lögum nr. 85/2007 til að reka veitingahúsið Pizzu og Hamborgarahöllina að Engihjalla 8, 200 Kópavogi (áður Big Papas), en umsóknin fellur undir flokk III, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka, sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

22.909396 - Skipurit stjórnsýslusviðs

Frá bæjarritara, dags. 22/9, tillaga að breyttu skipuriti fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Bæjarráð samþykkir nýtt skipurit fjármála- og stjórnsýslusviðs.

23.909416 - Mánaðarskýrslur 2009

Frá bæjarritara, dags. 22/9, fyrsta mánaðarskýrsla til bæjarráðs, upplýsingar úr hinum ýmsu stjórnsýslukerfum bæjarins.

Lagt fram.

24.908180 - Fundur sveitarstjórnar með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2009.

Frá bæjarritara, dags. 23/9, tilkynning um að fundur með fjárlaganefnd Alþingis verður þriðjudaginn 29. september nk. kl. 13.00 á skrifstofu nefndarinnar.

Lagt fram.

25.909004 - Gullsmári 9. Beiðni um niðurfellingu fasteignaskatts fyrir 2009 og eftirleiðis

Frá bæjarritara, dags. 22/9, umsögn um erindi FEBK, sem óskað var eftir í bæjarráði þann 4/9, varðandi styrk til greiðslu fasteignaskatts af húsnæði félagsins að Gullsmára 9.

Bæjarráð samþykkir styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2009 að upphæð 176.801 kr. og bendir félaginu á að sækja þarf um slíkan styrk árlega á þar til gerðum eyðublöðum.

26.909211 - Sumarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga, bréf til sveitarfélags

Frá bæjarritara, dags. 22/9, umsögn um erindi varðandi fyrirhugaðan sumarskóla, en fallið hefur verið frá þeirri hugmynd.

Lagt fram.

27.909165 - Skíðaskáli Lækjabotnar. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 22/9, umsögn um ósk um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk, á grundvelli reglna bæjarstjórnar frá 25. janúar 2007,  að upphæð 410.663 kr. til greiðslu fasteignaskatts af skíðaskála skíðadeildar ÍR í landi Lækjarbotna.

28.909029 - Styrkir vegna niðurgreiðslu æfingagjalda.

Frá íþróttafulltrúa, dags. 17/9, umsögn, sem óskað var eftir í bæjarráði 10/9 sl., um erindi Berglindar Kristinsdóttur, þar sem hún óskar eftir breytingu á reglum um niðurgreiðslu æfingagjalda barna.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og felur íþróttafulltrúa að svara bréfritara.

29.908152 - Umsókn um skólavist 2009-2010.

Frá sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs, dags. 23/9, umsögn um erindi Tónlistarskólans á Akureyri varðandi greiðslu námskostnaðar nemenda með lögheimili í Kópavogi. Lagt er til að bæjarráð samþykki ekki greiðslu kostnaðar nemenda fyrir skólaárið 2009-2010, þar sem ekki var sótt um styrk innan umsóknarfrestsins og það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs.

30.909100 - Umsókn um styrk handa Tónskóla Eddu Borg vegna nemenda úr Kópavogi.

Frá sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs, dags. 23/9, umsögn um erindi Tónskóla Eddu Borg varðandi greiðslu námskostnaðar nemenda með lögheimili í Kópavogi. Lagt er til að bæjarráð samþykki ekki greiðslu kostnaðar nemenda fyrir skólaárið 2009-2010, þar sem ekki var sótt um styrk innan umsóknarfrestsins og það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs.

31.909006 - Beiðni um launalaust leyfi frá stöðu skólastjóra Smáraskóla

Frá bæjarritara, mál sem ákveðið var í bæjarstjórn 22/9 sl. að vísa til fullnaðarfgreiðslu bæjarráðs, varðandi beiðni um launalaust leyfi skólastjóra Smáraskóla.

Hlé var gert á fundi kl. 17:12. Fundi var framhaldið kl. 17:14.

 

Starfsmannastjóri og sviðsstjóri fræðslusviðs mætti til fundar.

 

Bæjarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum beiðni Sigurlínar Sveinbjarnardóttur um launalaust leyfi skólastjóra Smáraskóla og tímabundna ráðningu Friðþjófs Helga Karlssonar í stöðu skólastjóra Smáraskóla frá 1. október til 31. júlí 2010.  Einn bæjarráðsfulltrúi greiddi atkvæði gegn samþykktinni.

 

Hafsteinn Karlsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

32.909384 - Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2009

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 21/9, varðandi fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2009, sem haldin verður 1. og 2. október nk.

Lagt fram.

33.909273 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2009

Frá samgönguráðuneytinu, dags. 15/9, varðandi ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2009, sem haldinn verður 2. október nk. í beinu framhaldi af fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

34.906222 - Suðvesturlínur

Frá Skipulagsstofnun, dags. 17/9, varðandi suðvesturlínur, álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til afgreiðslu.

35.808021 - Friðlýsing Skerjafjarðar. Umhverfisstofnun óskar eftir samstarfi við Kópavogsbæ.

Frá Umhverfisstofnun, dags. 16/9, varðandi vinnu við friðlýsingu Álftaness - Skerjafjarðar í samræmi við náttúruverndaráætlun.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisráðs til umsagnar.

36.802185 - Sunnuhlíð hjúkrunarheimili aldraðra.

Frá Sunnuhlíð, dags. 16/9, varðandi undirbúning að byggingu þjónustumiðstöðvar. Óskað er eftir að tilnefndur verði fulltrúi frá Kópavogsbæ til að vinna með byggingarnefnd Sunnuhlíðar að þarfagreiningu.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

37.907063 - Samningur um atvinnuátak.

Frá Skógræktarfélagi Kópavogs, dags. 17/9, varðandi skóflustungu að þjónustubyggingu fyrir Guðmundarlund, sem tekin verður 25. september kl. 16:00, sem bæjarfulltrúum o.fl. er boðið að verða viðstöddum. Jafnframt er þakkað fyrir þátttöku bæjarins í atvinnuátaki í Guðmundarlundi í sumar, með ósk um að slíkt átak verði endurtekið næsta sumar.

Lagt fram.

38.909258 - Framkvæmdir við félags-, fræðslu- og þjónustuhús í Guðmundarlundi.

Frá Skógræktarfélagi Kópavogs, dags. 17/9, óskað er eftir viðræðum við Kópavogsbæ vegna byggingar á fræðslu-, félags- og þjónustuhúsi í Guðmundarlundi.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

39.909223 - Nónhæð, skipulag

Frá stjórn samtakanna Betri Nónhæð, dags. 16/9, óskað er svara við framkomnum spurningum, varðandi skipulag Nónhæðar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

40.711350 - Loftgæðastöð

Frá heilbrigðiseftirlitinu, dags. 16/9, varðandi mælingar á loftgæðum í Kópavogi.

Lagt fram.

41.909436 - Auðnukór 10, lóðarumsókn.

Svavar Sverrisson og Þórný Snædal Húnsdóttir sækja um byggingarrétt á lóðinni að Auðnukór 10.

Bæjaráð gefur  Svavari Sverrissyni og Þórnýju Snædal Húnsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni að Auðnukór 10.

42.909393 - Boð í vígsluathöfn duftgarðs á Sóllandi

Frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma, dags. 18/9, varðandi vígsluathöfn duftgarðsins á Sóllandi, þann 2/10 kl. 16:00.

Lagt fram.

43.909154 - Tillaga um að undirbúningsnefnd um byggingu Óperuhúss verði lögð niður.

Frá bæjarritara, mál sem ákveðið var í bæjarstjórn 22/9 sl. að vísa aftur til bæjarráðs, tillaga um að undirbúningsnefnd um byggingu Óperuhúss verði lögð niður.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Fundi slitið - kl. 17:15.