Bæjarráð

2652. fundur 06. september 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1209003 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 4. september.

55. fundur

Bæjarráð samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

2.901156 - Dalaþing 4.

Lögð fram greinagerð og tillaga frá byggingarfulltrúa um samþykkt dagssekta vegna framkvæmda við lækkun og breytingu á þaki hússins Dalaþing 4, með tilvísun í afgreiðslufund byggingarfulltrúa nr. 55 frá 4. september.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

3.1208020 - Félagsmálaráð, 4. september

1336. fundur

Lagt fram.

4.1209056 - Sótt um aukafjarveitingu vegna tímabundinnar búsetu/þjónustu

Lagt fram erindi frá félagsmálaráði Kópavogs, dags. 5. september sl. þar sem sótt er um samþykki fyrir tímabundið búsetuúrræði fyrir fatlaðan einstakling í ljósi aðstæðna.

Bæjarráð samþykkir erindið.

5.1112248 - Reglur um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) fyrir fatlað fólk

Erindi frá fundi félagsmálaráðs Kópavogs, dags. 5. september þar sem ráðið samþykkti framlagðar breytingar á reglum um notendastýrða persónulega aðstoð.

Bæjarráð samþykkir tillögu að breyttum reglum.

6.1209002 - Framkvæmdaráð. 5. september.

37. fundur

Lagt fram.

7.1203269 - Leikskóli Rjúpnahæð. Forval.

Tillaga matsnefndar sem er skipuð þremur fulltrúum úr leikskólanefnd, leikskólafulltrúum og sviðsstjóra umhverfissviðs er að gengið verði til samninga við Eykt sem hafi verið með lægsta verðið.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

 

Deildarstjóri leikskóladeildar sat fundinn undir þessum lið.

8.1209006 - Kópavogsbarð 6-8. Beiðni um heimild til veðsetningar lóðar.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um heimild til veðsetningu lóða.
Á grundvelli umsagnar skrifstofustjóra umhverfissviðs leggur framkvæmdaráð til við bæjarráð að veðsetning lóðanna verði heimiluð.

Bæjarráð heimilar veðsetningu.

9.1209010 - Austurkór 96. Afturköllun lóðarúthlutunar.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Tillaga um afturköllun lóðarúthlutunar.
Tillagan var samþykkt á fundi framkvæmdaráðs 5. september.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

10.1209012 - Austurkór 133-141. Beiðni um framsal lóðarréttinda.

Frá framkvæmdaráði, 5 september.
Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um framsal lóðaréttinda.
Á grundvelli fyrirliggjandi umsagnar skrifstofustjóra umhverfissvið leggur framkvæmdaráð til að lóðarhöfum, Lindar ehf. og Raftækjasölunni ehf. verði heimilað að framselja lóðarréttindi Austurkór 133-141 til Kórinn byggingafélag ehf.

Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdaráðs.

11.1208777 - Þorrasalir 17. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði.

Frá framkvæmdaráði, dags. 5. september, þar sem lagt er til að lóðinni Þorrasalir 17, verði úthlutað til Mannverk ráðgjöf ejf. kt. 600312-1030.

Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdaráðs.

12.1208776 - Austurkór 2. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá framkvæmdaráði, dags. 5. september, þar sem lagt er til við bæjarráð að lóðinni Austurkór 2, verði úthlutað til Mannverk byggingarverktaka ehf. kt. 450209-1200.

Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdaráðs.

13.1208812 - Snjómokstur.

Frá framkvæmdaráði, dags. 5. september, þar sem samþykkt var að bjóða út í opnu útboði snjómokstur og hálkueyðingu á stofn-, tengi- og safngötum í Kópavogi, austan Reykjanesbrautar, til þriggja ára og vestan Reykjanesbrautar til reynslu í eitt ár.

Bæjarráð samþykkir tillögu um útboð.

14.1209014 - Markavegur gatnagerð.

Frá framkvæmdaráði, dags. 5. september, þar sem samþykkt var tillaga deildarstjóra framkvæmdadeildar um framkvæmdir við Markarveg á árinu 2012.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

15.701125 - Rjúpnahæð Gatna- og holræsagerð og veitur. Stofnframkvæmd

Frá framkvæmdaráði, dags. 5. september, þar sem samþykkt var að leggja bundið slitlag á aðalstíg í Rjúpnahæð.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

16.1209015 - Kostnaðaráætlun. Stígur. Selhryggur - Austurkór.

Frá framkvæmdaráði, dags. 5. september, þar sem samþykkt var að leggja slitlag og lýsingu á stíg Selhrygg- Austurkór.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

17.1207450 - Heimild til útboðs. Endurgerð göngu- og hjólreiðastíga meðfram Hafnarfjarðarvegi frá Hamraborg að Kó

Frá framkvæmdaráði, dags. 5. september, þar sem heimild til útboðs vegna endurgerðar göngu- og hjólreiðastíga meðfram Hafnarfjarðarvegi frá Hamraborg að Kópavogslæk, vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir tillögu um að gengið verði til samninga við lægstbjóðenda.

18.1209017 - Reykjanesbraut. Hjólreiðastígur.

Frá framkvæmdaráði, dags. 5. september, þar sem samþykkt var að bjóða út í opnu útboði gerð hjólreiðastígs frá Hlíðardalsvegi neðan við Múlalind meðfram Reykjanesbraut að mörkum Reykjavíkur.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

19.1209016 - Digranesskóli. Færanleg kennslustofa.

Frá framkvæmdaráði, dags. 5. september, þar sem samþykkt var heimild til að auglýsa eftir tilboðum í færanlega kennslustofu á lóðinni Álfhólsvegur 102.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

20.1209004 - Hafnarstjórn, 3. september.

84. fundur

Lagt fram.

21.1201279 - Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis 27. ágúst.

173. fundur

Lagt fram.

22.1208017 - Leikskólanefnd, 4. september

30. fundur

Lagt fram.

23.1201261 - Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, 27. ágúst

326. fundur

Lagt fram.

24.1208013 - Skólanefnd, 27. ágúst

46. fundur.

Lagt fram.

25.1208015 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 23. ágúst

23. fundur

Lagt fram.

26.1208008 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 27. ágúst

24. fundur

Lagt fram.

27.1208019 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 3. september.

25. fundur

Lagt fram.

28.701168 - Boðaþing. Hjúkrunar- og dvalarheimili Hrafnistu

Lagt fram bréf bæjarstjóra, dags. 19. júní, þar sem óskað er eftir fundi með velferðarráðherra, einnig lagt fram yfirlit yfir samskipti við velferðarráðuneytið varðandi ósk um fund með ráðherra.

Lagt fram.

29.812069 - Samningur um uppbyggingu íbúðabyggðar á norðanverðu Kársnesi. Björgun ehf., Gylfi og Gunnar ehf. og

Frestað á fundi bæjarráðs 23. ágúst sl. og málinu vísað til umsagnar sviðsstjóra umhverissviðs og fjármála- og hagsýslustjóra, þar sem einnig var óskað eftir nánari lýsingu á áformum um uppbyggingu á svæðinu.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

30.1208332 - Þríhnúkagígur - aðgengi, aðkoma og þjónustubygging.

Lögð fram að nýju tillaga Þríhnúka ehf. um afmörkun gönguleiða við þríhnúka, ásamt umsögn umhverfis- og samgöngunefndar, dags. 28. ágúst, en erindinu var vísað til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar á fundi bæjarráðs þann 23. ágúst sl.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

31.1207132 - Beiðni um heimild til að auka við stöðu þroskaþjálfa í Dimmuhvarfi

Erindi deildarstjóra í þjónustudeild fatlaðra, dags. 6. júlí, þar sem óskað er eftir heimild til að fjölga stöðugildum þroskaþjálfa um 1 í Dimmuhvarfi.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

32.1207131 - Beiðni um leyfi til að auglýsa eftir forstöðumanni í Dimmuhvarfi

Erindi deildarstjóra í þjónustudeild fatlaðra, dags. 6. júlí, þar sem óskað er eftir heimild til að auglýsa eftir forstöðumanni á heimilið Dimmuhvarf 2.

Bæjarráð samþykkir erindið.

33.1208652 - Beiðni um leyfi til að auglýsa eftir forstöðumanni á hæfingastöðina Dalvegi

Erindi deildarstjóra í þjónustudeild fatlaðra, dags. 22. ágúst, þar sem óskað er eftir heimild til að auglýsa eftir forstöðumanni á hæfingarstöðina við Dalveg.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

34.1206136 - Umsókn um launað námsleyfi

Lagt fram erindi dags. 30. ágúst, þar sem óskað er eftir að fá að fresta launuðu námsleyfi til 1. janúar 2013.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til umsagnar.

35.1209055 - Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2012.

Erindi frá fjárlaganefnd Alþingis, dags. 3. sept. þar sem fulltrúum sveitarfélaga og eða landshlutasamtaka er boðið til viðtals í tengslum við gerð fjárlagafrumvarps 2013.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

36.1209030 - Skilgreining á skóladögum í grunnskólum. Álit mennta- og menningamálaráðuneytis

Lagt fram erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 16. ágúst, varðandi skilgreiningu á skóladögum í grunnskólum, álit mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Lagt fram.

37.1208808 - Árshlutareikningur Sorpu bs. janúar-júní 2012

Lagður fram árshlutareikningur SORPU bs. janúar - júní 2012.

Lagt fram.

38.1208806 - Fjallskilaboð fyrir Kópavogskaupstað haustið 2012

Lagt fram bréf, dags. 29. ágúst, varðandi fjallaskilaboð fyrir Kópavogskaupstað haustið 2012.

Lagt fram.

39.1209008 - Áskorun Stúdentaráðs til eigenda Strætó bs. til endurskoðunar á stefnu sinni varðandi nemendakort St

Lagt fram erindi frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, dags. 24. ágúst þar sem skorað er á eigendur Strætó bs. að endurskoða stefnu sína varðandi nemendakort Strætó.

Lagt fram.

40.1209027 - Austurkór 81 og Austurkór 83. Óskað eftir að skila lóðum.

Lagt fram erindi lóðarhafa lóðarinnar Austurkór 81 og 83, dags. 3. september, þar sem óskað er eftir að fá að skila lóðinni.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skrifstofustjóra umhverfissviðs.

41.1209033 - Alþjóðlegur hjartadagur í Kópavogi í september 2012. Ósk um áframhaldandi formlegt samtarf

Lagt fram erindi frá Hjartavernd, ódags. varðandi ósk um áframhaldandi samstarf á Alþjóðlega hjartadegi í september.

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til úrvinnslu.

42.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar, 11. september n.k.

I. Fundargerðir nefnda.

II. Kosningar.

43.1208769 - Hrauntunga, vegabætur og ný gangstétt. Þakkarbréf fyrir vel unnið verk.

Lagt fram þakkarbréf frá Kristjáni Guðmundssyni og Margréti Hjaltadóttur fyrir vel unnið verk við Hrauntungu.

Lagt fram.

44.1209031 - Beiðni um aðstoð við að útvega aðstöðu fyrir listasal til sýningahalds

Lagt fram erindi myndlistafélags Kópavogs, dags. 4. septmber þar sem óskað er eftir aðstoð við að útvega aðstöðu fyrir listasal til sýningahalds.

Bæjarráð vísar erindinu til lista- og menningarráðs til umsagnar.

45.1209007 - Beiðni um styrk til handa Krísuvíkursamtökunum

Lagt fram erindi frá meðferðarheimilinu Krýsuvík, dags. 28. ágúst þar sem óskað er eftir fjárstuðningi.

Bæjarráð vísar erindinu til forvarnar- og frístundanefndar til afgreiðslu.

46.1202341 - Starfslok bæjarstjóra

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð bendir á að bæjarstjóri Kópavogs og formaður bæjarráðs hafa fundað með fyrrv. bæjarstjóra og óskað eftir breytingum á starfslokasamningi sem þau hin sömu gerðu við hana í febrúar 2012. Þar hafa þau óskað eftir því að greiðslur vegna áunnins orlofs skuli minnkaðar, hún greiði bænum til baka ógreidda vexti af lóðabréfi frá árinu 1996 og jafnframt  snúi ekki til baka í starf sviðsstjóra eins og stefnt var að frá 1. september 2012.

Bréf frá lögmanni fyrrverandi bæjarstjóra var sett á dagskrá fundarins en hefur nú verið dregið til baka. Það vekur jafnframt furðu að bæjarráð skuli ekki hafa verið upplýst um bréfið fyrr þar sem bænum barst það fyrir rúmlega tveimur vikum.

Það kemur verulega á óvart að nú einungis 6 mánuðum eftir að núverandi meirihluti gerði fordæmalausan starfslokasamning við fyrrverandi bæjarstjóra, skuli þau núna ætla að draga í land með svo sérkennilegum hætti. Varla þarf að minna á þær athugasemdir sem fulltrúar Samfylkingarinnar gerðu við þann samning. Nú er útlit fyrir að fulltrúar meirihlutans hyggjist ekki efna það samkomulag og jafnvel ekki bjóða fyrrverandi bæjarstjóra sviðsstjórastöðu eins og lofað var í febrúar sl. og viðbúið að slíkt feli í sér enn meiri kostnað bæjarsjóðs. Vinnubrögð af þessu tagi eru með miklum ólíkindum. Undirrituð óskar eftir afriti af bréfinu enda hefur það verið stimplað og skráð í skjalasafn bæjarins eins og önnur erindi.

Guðríður Arnardóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 9.44. Fundi var fram haldið kl. 10.14.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Það er rétt að fundur var haldinn með Guðrúnu Pálsdóttur enda fullkomlega eðlilegt þar sem 1. september var handan við hornið. Hins vegar er túlkun Guðríðar Arnardóttur á því sem fór fram á fundinum alröng og efni bréfsins sem hefur verið dregið tilbaka og er ekki til efnislegrar umfjöllunar og afgreiðslu á þessum fundi bæjarráðs.

Í ljósi þess að bæjarráð fundar einungis aðra hverja viku í júlí og ágúst þá átti að leggja fram bréfið á fyrsta fundi og því eðlilegt að bréfið væri hálfsmánaðar gamalt.  Í því sambandi má nefna að í tíð Guðríðar Arnardóttur sem formanns bæjarráðs fól hún Deloitte verkefni, skýrsla úr því verkefni var tilbúin 14. mars 2011 en ekki lögð fram í bæjarráði fyrr en 12 ágúst það ár.  Það telur tæpa fimm mánuði.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Skýrsla Deloitte var ekki lögð fram í bæjarráði á sínum tíma þar sem þáverandi meirihluti huggðist vísa henni til stjórnsýsluúttektar.  Núverandi formaður bæjarráðs Rannveig Ásgeirsdóttir óskað m.a. eftir því.

Guðríður Arnardóttir"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það réttlætti ekki þá leyndarhyggju sem hvíldi yfir skjalinu.

Ármann Kr. Ólafsson"

Guðríður Arnardóttir vék af fundi kl. 10.19.

Fundi slitið - kl. 10:15.