Bæjarráð

2596. fundur 26. maí 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1105014 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 17/5

10. fundur

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

2.1105022 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 24/5

11. fundur

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

3.1105020 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd 24/5

3. fundur

4.1101867 - Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 20/5

101. fundur

5.1105017 - Umhverfis- og samgöngunefnd 23/5

4. fundur

6.1105351 - Samkomulag um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðu nemenda til tónlistarnáms

Frá bæjarstjóra, lagt fram samkomulag mennta- og menningarmálaráðuneytis, f.h. ríkissjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. sveitarfélaga, um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms.

Lagt fram.

7.1105494 - Árni Bragason segir sig úr bæjarstjórn

Frá bæjarstjóra, lagt fram erindi Árna Bragasonar, bæjarfulltrúa, dags. 23/5, sem segir sig úr bæjarstjórn, þar sem hann er á förum til Svíþjóðar.

Bæjarráð óskar Árna Bragasyni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

8.1105260 - Átaksverkefni í skógrækt og uppgræðslu 2011

Frá bæjarstjóra, dags. 24/5, lögð fram svör við fyrirspurn í bæjarráði 19/5, varðandi sumarvinnu.

Lagt fram.

9.1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.

Frá bæjarstjóra, lagður fram samningur milli Kópavogsbæjar kt. 700169-3759 annars vegar og OK Hull ehf. kt. 581105-1690 hins vegar, um úthlutun lóðar til byggingar iðnaðarhúsnæðis fyrir báta- og skipasmíði á Kársnesi í Kópavogi.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

10.1105446 - Sæmundur Valdimarsson segir upp störfum

Frá bæjarritara, dags. 23/5, þar sem Sæmundur Valdimarsson, forstöðumaður upplýsingatæknideildar hefur sagt upp störfum er óskað heimildar bæjarráðs til að auglýsa starfið laust til umsóknar.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild og óskar Sæmundi Valdimarssyni velfarnaðar.

11.1105247 - Hlíðarsmári 8, Serrano. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 13. maí 2011, þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Serrano á Íslandi ehf., kt. 411002-2840, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Serrano Ísland að Hlíðarsmára 8 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

12.908015 - Nýbýlaland nr. 8 í Fossvogsdal. Ósk um samningaviðræður um kaup á landinu.

Frá bæjarlögmanni, lagt fram tilboð Stefáns Ólafssonar f.h. Benedikts Kristinssonar, dags. 13/5, tilboð til Kópavogsbæjar vegna Nýbýlalands 8.

Bæjarráð afþakkar tilboðið.

13.1104187 - Fyrirspurn um kostnað við smíði nýrrar heimasíðu

Frá forstöðumanni upplýsingamála, dags. 23/5, lagt fram minnisblað vegna kostnaðar við nýjan vef Kópavogsbæjar.

Lagt fram.

14.804117 - Tilraunaverkefni - Hugsum áður en við hendum

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 25/5, varðandi tilraunaverkefnið "Hugsum áður en við hendum", formleg niðurstaða.

Lagt fram.

15.1105048 - Fyrirspurn um kostnað við kaup á "smart" töflum

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 25/5, svar við fyrirspurn um kostnað við kaup á "smart" töflum.

Lagt fram.

16.1105174 - Félagsstarf aldraðra

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 24/5, svar við fyrirspurn um félagsstarf aldraðra.

Lagt fram.

 

"Fullyrðingar bæjarstjóra um sparnað uppá 4 miljónir króna eru alveg út í hött. Það er okkar mat að þetta breytta fyrirkomulag muni leiða til aukins kostnaðar.

Gunnar Ingi Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson"

17.1105073 - Foreldrakönnun leikskóla 2011

Frá leikskólafulltrúa, könnun sem gerð var meðal foreldra leikskólabarna í apríl 2011.

Lagt fram.

18.1105309 - Kórsalir 5

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 18/5, stjórnsýslukæra húsfélagsins að Kórsölum 5.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

19.1010192 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt aðalskipulag.

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 20/5, leiðrétt auglýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Kópavogs 2000 - 2012.

Lagt fram.

20.1105383 - Eftirlit með leiksvæðum

Frá Umhverfisstofnun, dags. 19/5, varðandi eftirlit með leiksvæðum í sveitarfélögum.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

21.1104192 - Beiðni um upplýsingar vegna kvörtunar yfir ákvörðun félagsmálaráðs um heimgreiðslur

Frá umboðsmanni Alþingis, dags. 17/5, varðandi erindi íbúa í bænum um heimgreiðslur.

Lagt fram.

22.1004377 - "Allt hefur áhrif einkum við sjálf"

Frá landlæknisembættinu, dags. 12/5, lokaskýrsla verkefnisins "Allt hefur áhrif, einkum við sjálf!"

Lagt fram.

23.1105038 - Tónahvarf 1. Lóð skilað

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 25/5, umsögn varðandi skil á lóðinni Tónahvarf 1. Þar sem svo háttar til að ekki er um eiginleg lóðaskil að ræða í sama skilningi og tekist var á um í nýlegu kærumáli varðandi Tónahvarf 7, er lagt til að innborgun verði endurgreidd og gatnagerðargjöld verði verðbætt skv. neysluvísitölu í samræmi við venjubundna framkvæmd og ákvæði 9. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006 eins og það hljóðaði þegar lóðinni var úthlutað.

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfissviðs.

24.1105135 - Ársskýrsla Félagsþjónustunnar 2010

Ársskýrsla Félagsþjónustu Kópavogs 2010.

Lögð fram.

25.1105510 - Sumarleyfi bæjarstjórnar 2011

Frá formanni bæjarráðs, dags. 25/5, lagt er til að fundartímar bæjarráðs í júlí og ágúst 2011 verði sem hér segir:
Þann 7. og 21. júlí og 11. og 25. ágúst.
Lagt er til að fundir bæjarstjórnar falli niður í júlí og ágúst með vísan í 7. gr. samþykkta um stjórn Kópavogsbæjar.

Samkvæmt lögum nr. 45/1988 með síðari breytingum fer bæjarráð með vald bæjarstjórnar í sumarleyfi hennar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Fundi slitið - kl. 10:15.