Bæjarráð

2701. fundur 26. september 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1309009 - Íþróttaráð, 19. september

28. fundur

Lagt fram.

2.1309006 - Skipulagsnefnd, 24. september

1230. fundur

Lagt fram.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Bendir á að fundargerðin verður afgreidd í bæjarstjórn.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður óskar eftir áliti á því hvort mál sem ekki eru í lokaafgreiðslu, s.s. heimild til auglýsingar á breyttu skipulagi, þarfnist staðfestingar bæjarstjórnar.

Ómar Stefánsson"

3.1307382 - Hafraþing 1-3. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Björgvins Snæbjörnssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Hafraþing 1-3. Í breytingunni felst að byggt verði parhús á einni hæð í stað tveggja. Farið er út fyrir byggingarreit sem nemur 59,5m2 á Hafraþingi 1 en 21,5m2 á Hafraþingi 3. Heildarbyggingarmagn Hafraþings 1 verður 206m2 og Hafraþing 3 verður 178m2 sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 16.7.2013. Á fundi skipulagsnefndar 23.7.2013 var samþykkt með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Hafraþing 2, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11 og 12 ásamt Gulaþingi 4a, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 26. Kynningu lauk 16. september 2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

4.1307349 - Nýbýlavegur 20. Viðbygging.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju breytingartillaga Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að húsið við Nýbýlavegi 20 stækkar um 157,4m2 til norðurs. Stækkunin verður 3,96m x 20m að grunnfleti og á tveimur hæðum sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 dags. 14.7.2013. Á fundi skipulagnefndar 23. júlí 2013 var samþykkt með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Nýbýlaveg 18 og 22. Kynningu lauk 29. ágúst 2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

5.1309370 - Lundur 22. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi. Sótt er um að bæta við einni hæð með 2 íbúðum, alls 286,1m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,67 án kjallara en 0,97 með kjallara. Einnig er sótt um að hafa bílageymslur fyrir 8 bíla í kjallara og fækka bílastæðum á lóð úr 12 í 8. Heildarföldi bílastæða verður 16 eða 2 pr. íbúð sbr. uppdráttum dags. 17.9.2013 í mkv. 1:200.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

6.1210289 - Vallakór 2. Breytt deiliskipulag

Lagt fram að nýju erindi Kristinns Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa er varðar breytt deiliskipulag Vallakórs 2. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 4-6 hæða íbúðarbyggingu auk kjallara og bílageymslu með 46 íbúðum auk einnar hæðar verslunarbyggingu á suðvesturhluta lóðarinnar. Á fundi skipulagsnefndar 16. október 2012 var sótt um að í stað hennar komi 4 hæða íbúðabygging með 12 íbúðum auk kjallara, heildaríbúðafjöldi verður þá 58, s.br. uppdrætti dags. 5.6.2012 í mkv. 1:1000 og 1:2000. Erindinu var frestað og beindi skipulagsnefndar þeim tilmælum til lóðarhafa að umrædd bygging yrði lækkuð um tvær hæðir miðað við framlagða tillögu og að fjölgun íbúða á reitnum því 6 í stað 12.

Lögð fram ný tillaga þar sem sótt er um að verslunarhúsnæði á einni hæð verði breytt í íbúðarhús á tveimur hæðum auk kjallara með sex íbúðum sbr. uppdráttum dags. 11.9.2013 í mvk. 1:2000 og 1:1000.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

7.1309440 - Kópavogstún 10-12. Aukaíbúð.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga hafi ekki grenndaráhrif. Vakin er athygli á því að greiða þarf yfirtökugjöld í samræmi við fjölda íbúða. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

8.1301049 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 20. september

124. fundur

Lagt fram.

9.1301050 - Stjórn Sorpu bs., 23. september

324. fundur

Lagt fram.

10.1308011 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 22. ágúst

39. fundur

Lagt fram.

11.1308013 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 23. september

40. fundur

Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa erindi til Vegagerðarinnar með áherslu á öryggismál á Nýbýlavegi.

Arnþór Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ekki er mælt með því að silungur sé ræktaður í Kópavogslæk og er það rökstutt ágætlega í skýrslu um Kópavogslæk sem liggur fyrir fundinum. Enda væri það mjög óeðlilegt að sveitarfélagið haldi úti fiskirækt, enda telst slík starfsemi engan veginn hlutverk sveitarfélags.

Arnþór Sigurðsson"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég er ekki sammála Arnþóri og óska eftir að svar frá Náttúrustofu Kópavogs varðandi fyrirspurn mína verði lagt fyrir á næsta fund.

Ómar Stefánsson"

12.1306785 - Viðbragðsáætlun vegna mengunar.

Umhverfisfulltrúi leggur fram viðbragðsáætlun fyrir Kópavogslæk. Einnig er lögð fram skýrslan Frumathugun á Kópavogslæk sem unnin var af Náttúrufræðistofu Kópavogs í september 2013.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða viðbragðsáætlun og vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu, sbr. lið 10 í fundargerð frá 23. september.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Í viðbragðsáætlun um hreinsun á læk segir: "Ef mengunarslys er smávægilegt þá hreinsar lækurinn sig sjálfur".

Óska því eftir að umhverfisráð skýri betur hvernig metið verði stærð mengunarslysa.

Það er mitt mat að ef brugðist hefði verið við í Reykjavík þegar settjörnin fylltist, með réttum aðferðum, þá hefði lækurinn ekki verið hvítur í þessa þrjá daga.  Eins væri auðvelt að hreinsa upp litlar brákir.

Ómar Stefánsson"

Bæjarráð óskar eftir að umhverfis- og samgöngunefnd svari fyrrgreindri fyrirspurn og frestar afgreiðslu.

13.1309380 - Engihjalli 8, Riddarinn Ölstofa. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um endurnýjun rekstrarleyfis.

Frá bæjarlögmanni, dags. 23. september, lagt fram erindi frá sýslumanninum í Kópavogi dags. 18. september, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Leikinn ehf., kt. 660213-0900, um endurnýjun rekstrarleyfis til að mega reka krá í flokki III, á staðnum Riddarinn Ölstofa, að Engihjalla 8, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag. 

Leyfisbeiðandi óskar þess að opnunartími verði lengri en ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir kveður á um.  Óskar leyfisbeiðandi þess að opnunartími verði til kl. 01:00 virka daga en reglugerð gerir ráð fyrir opnunartíma til kl. 23:30.  Bæjarráð samþykkir umbeðinn opnunartíma, sbr. heimild skv. 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007.

Samþykkt með fjórum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu málsins.

14.1309484 - Bæjarlind 6, SPOT. Beiðni um umsögn vegna umsóknar MK um leyfi til að halda skólaball

Frá bæjarlögmanni, dags. 24. september, lagt fram erindi frá sýslumanninum í Kópavogi, dags. 24. september, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Menntaskólans í Kópavogi, kt.631173-0399, um tækifærisleyfi til að mega halda menntaskólaball, þriðjudaginn 1. október 2013, frá kl. 22:00 ? 1:00, á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Margrét Friðriksdóttir, kt. 200957-2029. Öryggisgæslu annast Go Security.

Bæjarráð staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir. Samþykkt með fimm atkvæðum.

15.1305315 - Ráðning leikskólastjóra Austurkórs

Frá sviðsstjóra menntasviðs og leikskólafulltrúa, dags. 24. september, tillaga að ráðningu Guðnýju Önnu Þóreyjardóttur í starf skólastjóra leikskólans Austurkór.

Bæjarráð samþykkir ráðningu Guðnýjar Önnu Þóreyjardóttur í starf skólastjóra leikskólans Austurkór með fimm atkvæðum.

 

Sviðsstjóri menntasviðs og deildarstjóri leikskóladeildar sátu fundinn undir þessum lið.

16.1309090 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa í bæjarráði 5. september um mismunandi stöðu fasteignaeigenda sem horfa fra

Frá lögfræðingi velferðarsviðs, svar við fyrirspurn í bæjarráði 5. september sl.

Lagt fram.

17.1306022 - Nýsköpunarráðstefna og nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2013

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. september, lagt fram erindi fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 20. september, þar sem óskað er tilnefningum til nýsköpunarverðlauna sem verða afhent á nýsköpunarráðstefnu 24. janúar nk. Tilnefningar skulu sendar fyrir 8. nóvember 2013.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til úrvinnslu.

18.1309401 - Til umsagnar: þingsályktunartillaga um leikskóla að loknu fæðingarorlofi.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 19. september, óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi, 37. mál.

Lagt fram.

19.1309456 - Til umsagnar: Tillaga til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkua

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 23. september, óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum, 44. mál.

Lagt fram.

20.1309391 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2013

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 17. september, tilkynning um ársfund sjóðsins þann 2. október á Hilton Hótel Nordica.

Lagt fram.

21.1309450 - Vatnsendakriki 2. Tilkynning um kæru þinglýsingar - afsal lóðar

Frá sýslumanninum í Reykjavík, dags. 19. september, lögð fram tilkynning um málskot til Héraðsdóms Reykjavíkur vegna ákvörðunar þinglýsingarstjóra varðandi Vatnsendakrika 2.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

22.1207634 - Fossvogur, sundlaug og göngu- og hjólatenging yfir Fossvog, hugmyndir.

Frá Reykjavíkurborg, dags. 19. september, niðurstöður starfshóps um fyrirhugaða sundlaug í Fossvogsdal.

Bæjarráð vísar erindinu til íþróttaráðs og skólanefndar til umsagnar.

23.1309435 - Erindi um umgengni og ástand Auðbrekku

Frá Hreint ehf., dags. 16. september, óskað eftir að Kópavogsbær sjái til þess að gerðar verði úrbætur á slæmri umgengni við Auðbrekku.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

24.1309492 - Beiðni um styrkveitingu vegna ársins 2014

Frá Neytendasamtökunum, dags. 24. september, styrkbeiðni að upphæð 571.068 kr. vegna starfsársins 2014.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

25.1308467 - Ósk um yfirlit yfir verkefni sviðsstjóra, sem ráðinn var til starfa á árinu. Fyrirspurn frá Guðríði

Guðríður Arnardóttir ítrekar fyrri fyrirspurn sína um yfirlit verkefna sviðsstjóra sérstakra verkefna.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, vísar til þegar framlagðra gagna.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Spurning okkar beinist að framvindu þeirra verkefna sem sérstökum verkefnastjóra var falið að vinna og krafist formlegrar greinargerðar frá bæjarstjóra þar sem hann neitar að kalla sérstakan verkefnastjóra fyrir bæjarráð.

Guðríður Arnardóttir"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég hef aldrei neitað því. Ég hlýt þá að spyrja hvenær ég hafi neitað því?

Ármann Kr. Ólafsson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Á bæjarráðsfundi 12. september var óskað eftir því að sviðsstjóri sérstakra verkefna kæmi fyrir bæjarráð og gerði grein fyrir störfum sínum. Ég vænti þess að á næsta fundi ráðsins muni sviðsstjórinn sjálfur mæta ellegar bæjarstjóri skila skriflegri greinargerð um störf sviðsstjórans.

Guðríður Arnardóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 9:42.  Fundi var fram haldið kl. 9:47.

26.1309513 - Mataræði á leikskólum. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Er það rétt að leikskólastjórum í Kópavogi sé ekki heimilt að bjóða grænmetisfæði, ef foreldrar óska eftir því sérstaklega? Skriflegt svar óskast.

Hjálmar Hjálmarsson"

27.1309514 - Möguleiki á barnaskíðalyftu. Tillaga frá Arnþóri Sigurðssyni.

Arnþór Sigurðsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirritaður leggur til að kannaður verði möguleiki á því að koma upp barnaskíðalyftu við brekkuna við Digraneskirkju.

Arnþór Sigurðsson"

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

Fundi slitið - kl. 10:15.