Bæjarráð

2543. fundur 25. mars 2010 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1003017 - Húsnæðisnefnd 17/3

351. fundur

2.1003016 - Íþrótta- og tómstundaráð 22/3

247. fundur

3.1003009 - Skólanefnd 22/3

6. fundur

4.1001155 - Fundargerð slökkviliðs hbsv. 19/3

91. fundur

5.1001157 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 17/3

135. fundur

6.806188 - Samningur við KAÍ um kaup á íþróttamannvirkjum

Frá bæjarstjóra, mál, sem var frestað á fundi bæjarráðs þann 11/3 sl., undirritaður samningur milli KAÍ annars vegar og Kópavogsbæjar hins vegar, um kaup á íþróttamannvirkjum,

Bæjarráð samþykkir samninginn með þremur samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi var á móti og einn bæjarfulltrúi sat hjá.

"Undirrituð greiðir atkvæði gegn samningnum til þess að vísa honum til afgreiðslu bæjarstjórnar þar sem ég og aðrir bæjarfulltrúar geta tekið afstöðu til málsins.

Guðríður Arnardóttir."

7.1003237 - Verkstjóri í Áhaldahús Kópavogs. Umsóknir og ráðning

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 8/3, varðandi ráðningu í starf verkstjóra Áhaldahúss Kópavogs. Lagt er til að Grétar Páll Ólafsson verði ráðinn í starfið.

Bæjarráð samþykkir tillögu um ráðningu Grétars Páls Ólafssonar í starfið.

8.806241 - Ósk eftir aðstöðu fyrir útvarpssenda á Smalaholti.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, varðandi umsögn um aðstöðu fyrir útvarpssenda á Smalaholti, sem frestað var á síðasta fundi bæjarráðs 18/3.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til frekari úrvinnslu.

9.1003035 - Sameining Digranesskóla og Hjallaskóla

Frá sviðsstjóra fræðslusviðs, dags. 23/3, greinargerð framkvæmdahóps vegna undirbúningsvinnu væntanlegrar sameiningar Digranes- og Hjallaskóla.

Bæjarráð samþykkir að áfram skuli stefnt að sameiningu Digranes- og Hjallaskóla í einn skóla undir stjórn tveggja skólastjóra.  Næsta skref í þeim undirbúningi er gerð faglegrar og rekstrarlegrar úttektar á sameiningu skólanna.  Niðurstaða liggi fyrir svo fljótt sem auðið er og verði hún lögð fyrir bæjarráð.  Framkvæmdahópi verði falin ofangreind vinna.

10.1002187 - Varðandi skerðingu á liðveislu til fatlaðs fólks og fjölskyldna fatlaðra barna.

Frá félagsmálastjóra, varðandi umsögn vegna skerðingar á liðveislu til fatlaðs fólks og fjölskyldna fatlaðra barna, sem frestað var á síðasta fundi bæjarráðs 18/3.

Bæjarráð vísar málinu til félagsmálaráðs til afgreiðslu.

11.709077 - Starfslýsing. Skrifstofustjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs.

Frá bæjarritara, dags. 24/3, tillaga að breyttri starfslýsingu skrifstofustjóra stjórnsýslusviðs.

Bæjarráð samþykkir tillögu að breyttri starfslýsingu.  Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

12.1002190 - Evrópumót grunnskóla í LEGÓ í Istanbúl. Styrkbeiðni.

Frá bæjarritara, dags. 24/3, umsögn sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 25/2, um erindi fulltrúa nemenda og foreldra í Salaskóla, styrkbeiðni vegna keppnisferðar nemenda til Tyrklands. Lagt er til að bæjarráð veiti styrk að upphæð kr. 300.000 vegna verkefnisins.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

 

Bæjarráð felur bæjarritara að gera drög að reglum um styrkveitingar bæjarráðs.

13.704100 - Fróðaþing 20. Bótakrafa til Kópavogsbæjar vegna tafa við byggingu á lóð Fróðaþings 20

Frá bæjarlögmanni, dags. 24/3, lagður fram samanburður á málsmeðferð varðandi Fróðaþing 20 og Heiðaþing 2 - 4, sem óskað var eftir í bæjarráði 4/3 sl.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

 

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

14.1003105 - Gullsmári 5. Kæra vegna úrskurðar Fasteignaskrár Íslands um fasteignamat.

Frá Yfirfasteignamatsnefnd, dags. 8/3, óskað umsagnar varðandi kæru Hilmars Nikulásar Þorleifssonar á fasteignamati vegna Gullsmára 5.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til afgreiðslu.

15.1001245 - Akurhvarf 3. Kæra vegna úrskurðar Fasteignaskrár Íslands um fasteignamat.

Frá Yfirfasteignamatsnefnd, dags. 19/3, afrit af bréfi til eigenda Akurhvarfs 3 vegna kæru þeirra á fasteignamati.

Lagt fram.

16.1003032 - Skipulagstillögur, kynning sbr. 1. mgr. 17. gr. laga.

Frá Skipulagsstofnun, dags. 16/3, varðandi greiðslu kostnaðar vegna aðalskipulagsgerðar.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar og óskar umsagnar bæjarlögmanns.

17.1003227 - Skil á fjármagnstekjuskatti

Frá Fjársýslu ríkisins, dags. 19/3, varðandi skil á fjármagnstekjuskatti vegna innheimtu fyrir sveitarfélög.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til úrvinnslu.

18.1003042 - Áætlanir um úthlutanir framlaga á árinu 2010.

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 19/3, varðandi endurgreiðslu á hækkuðu tryggingagjaldi.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til úrvinnslu.

19.701022 - Vatnsendi. Eignarnám á landi úr jörðinni Vatnsenda

Frá Þorbergsson og Loftsson, dags. 16/3, varðandi matsmálið M-1/2010, beiðni um viðbótarmat.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

20.1003243 - Lóðarleigusamningar í Lækjarbotnalandi

Frá Félagi sumarhúsaeigenda í Lækjarbotnalandi, dags. 22/3, óskað eftir endurnýjun lóðarleigusamninga.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.

21.1003201 - Heimildarmynd um Högnu Sigurðardóttur arkitekt

Frá Ragnhildi Ástvaldsdóttur og Arnari Þórissyni, dags. 16/3, óskað eftir styrk vegna gerðar heimildarmyndar um Högnu Sigurðardóttur, arkitekt.

Bæjarráð vísar erindinu til lista- og menningarráðs til afgreiðslu.

22.1003198 - Ósk um bætt aðgengi

Frá Kristni Helgasyni, dags. 19/3, ósk um bætt aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda úr Austurkór niður í Salahverfi/Salaskóla.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til afgreiðslu.

23.1003247 - Styrkbeiðni vegna aðalfundar FENÚR 2010

Frá FENÚR, fagráði um endurnýtingu og úrgang, tölvupóstur, dags. 20/3, óskað eftir styrk vegna ráðstefnu ""Úrgangsstjórnun"", sem haldin verður 16/4 nk.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

24.1003246 - Hæðarendi 6. Lóðarumsókn

Frímann Frímannsson sækir um byggingarrétt á lóðinni að Hæðarenda 6.

Bæjarráð samþykkir umsóknina.

25.1003245 - Ársskýrsla ESA 2009

Lagt fram.

26.1003260 - Veiðifélag Elliðavatns.

Bæjarráð tilnefnir Jóhannes Ævar Hilmarsson í Veiðifélag Elliðavatns.

27.1003261 - Bókun um breytingu á lögum.

Ólafur Þór Gunnarsson, áheyrnarfulltrúi VG, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður fagnar breytingu laga um veitingahúsarekstur, sem að tekur fyrir að nektardans sé stundaður í atvinnuskyni.

Ólafur Þór Gunnarsson."

 

Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson taka undir bókun Ólafs Þórs.

Fundi slitið - kl. 17:15.