Bæjarráð

2785. fundur 27. ágúst 2015 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Sigurjón Jónsson vara áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.15061971 - Hamraborg 11, kæra v. samþykkt byggingarleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 14. ágúst, lagt fram bréf fulltrúa lögfræðideildar vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 43/2015.
Lagt fram.

2.1505508 - Urðarhvarf 4, kæra og stöðvunarkrafa v. breytt deiliskipulag.

Frá lögfræðideild, dags. 14. ágúst, lagt fram bréf fulltrúa lögfræðideildar vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 50/2015.
Lagt fram.

3.1507427 - Salerni fyrir fatlað fólk á almennum viðburðum og hátíðum.

Frá sviðsstjórum menntasviðs og umhverfissviðs, dags. 17. ágúst, lögð fram umsögn í tilefni af bréfi Öryrkjabandalagsins varðandi aðgengi fatlaðs fólks að salernum á viðburðum á vegum bæjarfélagsins.
Bæjarráð felur sviðsstjórum mennta- og umhverfissviðs að svara erindi Öryrkjabandalagsins á grundvelli umsagnarinnar.

4.1112164 - Deild 18 og 20 Lsp Kópavogstúni. Erindi frá velferðarráðuneyti.

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. ágúst, lagt fram bréf vegna yfirfærslu málefna fatlaðs fólks til sveitarfélaga í tilefni af bókun velferðarráðuneytisins að því er varðar íbúa á vistunardeildum 18 og 20 í Kópavogi.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

5.1508002 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 7. ágúst 2015.

159. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 15. liðum.
Lagt fram.

6.1508004 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 13. ágúst 2015.

160. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 8. liðum.
Lagt fram.

7.1508007 - Félagsmálaráð, dags. 17. ágúst 2015.

1395. fundur félagsmálaráðs í 10. liðum.
Lagt fram.

8.1508005 - Leikskólanefnd, dags. 20. ágúst 2015.

61. fundur leikskólanefndar í 11. liðum.
Lagt fram.

9.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 14. ágúst 2015.

223. fundur stjórnar Strætó í 6. liðum.
Lagt fram.

10.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 21. ágúst 2015.

352. fundur stjórnar Sorpu í 11. liðum.
Lagt fram.

11.1508008 - Íþróttaráð, dags. 20. ágúst 2015.

50. fundur íþróttaráðs í 11. liðum.
Lagt fram.

12.15083717 - Athugun á svigrúmi til hækkunar gjaldskrár í Knatthúsum bæjarins.

Frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 25. ágúst, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til hækkunar gjaldskrár um útleigutíma í knatthúsum bæjarins.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

13.1507004 - Skipulagsnefnd, dags. 17. ágúst 2015.

1263. fundur skipulagsnefndar í 27. liðum.
Lagt fram.

14.1505138 - Aflakór 8. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. ágúst, lögð fram að nýju tillaga ASK arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Aflakórs 8, sem felst í því að þegar byggðu einbýlishúsi verði breytt í tvíbýli. Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna framlagða tillögu og bárust engar athugasemdir við kynnta tillögu. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15.1504274 - Auðbrekka 20. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. ágúst, lagt fram að nýju erindi Guðmundar Möller, arkiteks, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta 1. hæð Auðbrekku 20 í tvær íbúðir. Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna framlagða tillögu og bárust engar athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

16.1503805 - Birkihvammur 21. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. ágúst, lagt fram að nýju erindi Vífils Magnússonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að byggja 45 fm. bílskúr á norðausturhorni lóðarinnar, ásamt 90 cm. háum stoðvegg á lóðarmörkum til austurs. Einnig lögð fram umsögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagsnefnd tók undir sjónarmið umsagnar lögreglunnar og hafnaði framlagðri umsókn og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

17.1306637 - Borgarholt - bílastæði og aðkoma.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. ágúst, lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs að breyttri aðkomu að bílastæðum við Menningartorfuna og Kópavogskirkju. Skipulagsnefnd samþykkti að auglýsa framlagða tillögu og bárust engar athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

18.1504653 - Dimmuhvarf 7a. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 17. ágúst, lagt fram að nýju erindi THG arkitekta f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi Dimmuhvarfs 7a. Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna framlagða tillögu og bárust engar athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

19.1503553 - Hafnarbraut 2. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. ágúst, lögð fram að nýju tillaga KRark f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta skrifstofuhúsnæði á 1. hæð í þrjár íbúðir. Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna framlagða tillögu og bárust engar athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

20.1505734 - Lækjarbotnaland (24). Ósk um afmörkun lóðar.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. ágúst, lagt fram að nýju erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir afmörkun nýrrar lóðar í Lækjarbotnalandi fyrir smádreifistöð. Lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttri staðsetningu fyrirhugaðrar smádreifistöðvar. Skipulagsnefnd samþykkti erindið og vísaði því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

21.1505736 - Vatnsendablettur 247 (Dimma). Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. ágúst, lögð fram að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi Vatnsendabletts 247. Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi og bárust engar athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

22.1502588 - Sæbólsbraut. Bílastæði. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. ágúst, lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar að fjölgun bílastæða við Sæbólsbraut. Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna framlagða tillögu og bárust engar athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

23.1508003 - Skipulagsnefnd, dags. 24. ágúst 2015.

1264. fundur skipulagsnefndar í 23. liðum.
Lagt fram.

24.1312426 - Austurkór 63, símahús og mastur.

Frá skipulagsstjóra, dags. 25. ágúst, lagt fram að nýju erindi Fjarskipta hf. þar sem óskað er eftir heimild skipulagsnefndar til uppsetningar fjarskiptabúnaðar á húsinu Austurkór 63. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust út af breyttu deiliskipulagi. Einnig lagt fram minnisblað lögfræðisviðs. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

25.1502119 - Hafnarbraut 12. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 25. ágúst, lögð fram að nýju tillaga Atelier arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 12. Skipulagsnefnd samþykkti að auglýsa framlagða tillögu og bárust engar athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

26.15082679 - Naustavör 32-42 og 44-50. Bílastæði.

Frá skipulagsstjóra, dags. 25. ágúst, lögð fram tillaga Archus f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu fyrirkomulagi bílastæða og aðkomum að bílageymslum við Naustavör 32-42 og 44-50. Skipulagsnefnd taldi umrædda breytingu á fyrirkomulagi bílastæða og aðkomu að bílageymslum ofangreindra lóða ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og samþykkti því breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

27.15061205 - Nýbýlavegur 20. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 25. ágúst, lagt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna framlagða tillögu og bárust engar athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagaða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

28.1410079 - Þverbrekka 8. Breyting á aðalskipulagi.

Frá skipulagsstjóra, dags. 25. ágúst, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar umhverfissviðs að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 um að breyta verslun og þjónustu að Þverbrekku 8 í íbúðarbyggð. Skipulagsnefnd samþykkti að ofangreind tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 yrði auglýst og staðfesti bæjarstjórn ofangreinda afgreiðslu skipulagsnefndar. Tillagan var kynnt og bárust engar athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráðs vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

29.1508011 - Skólanefnd, dags. 24. ágúst 2015.

89. fundur skólanefndar í 6. liðum.
Lagt fram.

30.15082891 - Þjóðarsáttmáli um læsi.

Frá deildarstjóra grunnskóladeildar, dags. 25. ágúst, lögð fram bókun skólanefndar vegna Þjóðarsáttmála um læsi.
Lagt fram.

31.15084085 - Fyrirspurn vegna kostnaðar barna og fjölskyldna þeirra vegna skólagöngu. Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gu

Ólafu Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi fyrirpurn:
"Fyrirspurn vegna kostnaðar barna og fjölskyldna þeirra vegna skólagöngu.

Hver er áætlaður kostnaður hvers barns (greint eftir árgöngum) í grunnskóla vegna:
a)
Ritfanga, bóka, stílabóka og annars búnaðar sem fram kemur á innkaupalistum hvers skóla?
b)
Hver er kostnaður hvers barns vegna skólamáltíða á ári skv. gjaldskrá?
c)
Hver er meðalkostnaður þeirra barna sem nota dægradvöl yfir veturinn?
d)
Hver er kostnaður vegna ferðalaga og viðburða tengdum skólanum yfir veturinn?

Hefur menntasvið markað sér einhverja stefnu eða sett viðmið um hvað sé ásættanleg gjaldtaka í skólum?


Greinargerð:
Á hverju hausti vaknar umræða í samfélaginu um hver sé kostnaður fjölskyldna vegna skólagöngu barna. Miðað við þá lista sem grunnskólarnir hafa gefið út getur kostnaður hjá barnmörgum fjölskyldum hlaupið á tugum þúsunda að hausti og losað hundruð þúsunda yfir veturinn. Nú í haust hefur m.a. verið bent á af Barnaheill að jafnrétti til náms sé ógnað vegna vaxandi kostnaðar sem fellur á foreldra. Það er afar mikilvægt að menntasvið geri sér grein fyrir og hafi yfirlit yfir hver kostnaðurinn er, greint eftir árgöngum og skólum. Kópavogsbær ætti að marka sér þá stefnu að tryggja jafnrétti barna til náms. Aðeins með því að hafa fyrirliggjandi upplýsingar um hver heildarkostnaðurinn er getur bærinn áætlað hvernig og hvenær skólaganga barna verður í raun endurgjaldslaus.

Ólafur Þór Gunnarsson"

32.15084086 - Málefni flóttamanna. Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Hafa farið fram viðræður milli Kópavogsbæjar og velferðarráðuneytisins um aðkomu bæjarins að móttöku flóttamanna?
Ólafur Þór Gunnarsson"

33.1501415 - Innleiðing spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar

Sviðsstjóri menntasviðs gerði grein fyrir stöðu í innleiðingu spjaldtölva í grunnskólum bæjarins.
Lagt fram.

Sviðsstjóri menntasviðs og verkefnisstjóri spjaldtölvuinnleiðingar sátu fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið.