Bæjarráð

2614. fundur 27. október 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir formaður
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Brynjar Örn Gunnarsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1110088 - Leikskólamál. Fyrirspurn frá Ármanni Kr. Ólafssyni

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 11/10, svör við fyrirspurnum varðandi leikskólamál.

Ármann Kr. Ólafsson þakkaði svarið og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Af þessu má sjá að "Leikskólabrú" sem er 97 framhaldsskólaeiningar gefur launahækkun upp á 907 kr. sem er of lítill hvati til frekara náms ófaglærðra. Einungis 44 starfsmenn hafa sótt námið undanfarin 5 ár og aðeins 24 þeirra starfa enn hjá Kópavogsbæ.

Ármann Kr. Ólafsson"

2.1109214 - Stofnskrá Listasafns Kópavogs - Gerðarsafns

Lögð fram stofnskrá Listasafns Kópavogs - Gerðarsafns, sem vísað var til afgreiðslu bæjarráðs skv. bókun á fundi bæjarstjórnar 25/10.

Hlé var gert á fundi kl. 9:10.  Fundi var fram haldið kl. 9:19.

 

Lögð fram tillaga bæjarstjóra að stofnskrá með samþykktum breytingum.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu til að í 7. gr. kæmi: "Forstöðumaður er ráðinn til fimm ára í senn."

Tillagan var felld með þremur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með.

 

Bæjarráð samþykkir stofnskrá einróma.

3.1103354 - Húsnæði fyrir fatlaða. Viðræður við jöfnunarsjóð.

Frá bæjarstjóra, minnisblað um kaup á húsnæði vegna þjónustu við fatlað fólk. Lagt er til að gengið verði til samninga við Fasteignafélag Jöfnunarsjóðs.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna um kaup á fasteignunum við Vallargerði 26, Marbakkabraut 14, Hrauntungu 54, Kársnesbraut 110 og Dimmuhvarf 2.  Samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum en Ármann Kr. Ólafsson sat hjá.

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Í ljósi þess að minnisblaðið var fyrst lagt fram á fundinum hef ég ekki haft tækifæri til að kynna mér þetta mál nægilega vel en mun gera það áður en málið verður tekið til lokaafgreiðslu í bæjarstjórn.

Ármann Kr. Ólafsson"

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

4.1107040 - Framtíðarhópur SSH

Frá SSH, niðurstöður verkefnahóps 15 um menntamál og sérfræðiþjónustu í skólum.

Lagt fram.

5.1110323 - Frumvarp um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum. Óskað eftir athugasemdum við frumvarpsdrög

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 20/10, óskað eftir athugasemdum við frumvarpsdrögin fyrir 9. nóvember nk.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar.

6.1110324 - Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd

Frá Umhverfisstofnun, dags. 19/10, óskað eftir tilnefningu fulltrúa Kópavogs í vatnasvæðisnefnd á vatnasvæði 4 fyrir 1. desember nk.

Bæjarráð skipar sviðsstjóra umhverfissviðs í nefndina.

7.1110365 - Fjárhagsáætlun fyrir árið 2012

Frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 26/10, fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

8.1110366 - Tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2012 vegna heilbrigðis- og mengunareftirlits og hundahalds

Frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 26/10, lagðar fram til staðfestingar tillögur að nýjum gjaldskrám fyrir 2012.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Mér finnst vanta allan rökstuðning fyrir hækkun gjalda.

Ómar Stefánsson"

Ármann Kr. Ólafsson tekur undir bókun Ómars Stefánssonar.

 

Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

9.1110284 - Ósk um tveggja vikna sumarlokun 2012 í stað fjögurra

Frá foreldrafélagi leikskólans Dals, dags. 19/10, óskað eftir að leikskólum verði lokað í 2 vikur vegna sumarleyfa í stað fjögurra.

Bæjarráð vísar erindinu til leikskólanefndar til umsagnar.

10.1110325 - Óskað eftir samstarfi við Kópavogsbæ á árinu 2012

Frá Gróðri fyrir fólk í landnámi Ingólfs, dags. 21/10, óskað eftir samstarfi í tengslum við uppgræðsluverkefni samtakanna.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

11.1110347 - Bakhjarlar SÁÁ. beiðni um styrk

Frá SÁÁ, beiðni um styrk til starfsemi samtakanna.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til umsagnar.

12.1110313 - Lækjarbotnaland 17. Óskað eftir heimild til framsals

Frá Guðna Stefánssyni, dags. 21/10, óskað eftir heimild til að framselja syni sínum og eiginkonu hans sumarhús að Lækjarbotnalandi 17 svo sumarhúsið verði áfram í eigu fjölskyldunnar.

Bæjarráð vísar erindinu til skrifstofustjóra umhverfissviðs til umsagnar.

13.1106491 - Tónahvarf 7. Krafa um endurgreiðslu gatnagerðar- og yfirtökugjalda

Frá Juris, dags. 25/10, ítrekuð krafa um endurgreiðslu gatnagerðar- og yfirtökugjalda vegna Tónahvarfs 7.

Bæjarráð vísar erindinu til skrifstofustjóra umhverfissviðs til umsagnar.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er til mikillar skammar hvernig meirihluti bæjarstjórnar hefur haldið á þessu máli.

Gunnar Ingi Birgisson"

14.1110380 - Auglýsing lóða. Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

 

"Hvenær, hver og hversvegna var ákveðið að loka fyrir umsóknir lóða?

Hvenær á að opna fyrir lóðaumsóknir?"

Ómar Stefánsson"

Bæjarstjóri upplýsti að opnað verði fyrir lóðaumsóknir fyrir lok þessarar viku.

15.1109265 - Dagskrá bæjarráðsfunda.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hvenær má búast við áliti bæjarlögmanns varðandi framlagningu fundargerða í bæjarráði?

Ómar Stefánsson"

16.1110381 - Tillaga um styrk til Kára Steins Reynissonar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að veita Kára Steini Karlssyni, maraþonhlaupara úr Breiðabliki, sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í London á næsta ári, einnar m.kr. styrk til undirbúnings og æfinga fyrir leikana.

Greinargerð

Það er hefð fyrir því að íþróttafólk í einstaklingsgreinum sem keppa á Ólympíuleikum fyrir hönd íþróttafélaga úr Kópavogi, hafi fengið styrk til undibúnings og æfinga fyrir þátttöku á Ólympíuleikum, þ.e.a.s. Rúnar Alexandersson úr Gerplu og  Jón Arnar Magnússon úr Breiðabliki.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

Tillagan féll á jöfnu en tveir greiddu atkvæði með henni og tveir greiddu atkvæði á móti. Ólafur Þór Gunnarsson vék af fundi við afgreiðslu tillögunnar.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Við teljum eðlilegt að íþróttaráð fjalli um styrki til afreksíþróttafólks í Kópavogi og þá á grundvelli fjárheimilda.

Guðríður Arnardóttir, Brynjar Örn Gunnarsson"

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Fulltrúum Sjálfstæðisflokksins þætti eðlilegt að íþróttaráð fengi tillöguna til umfjöllunar og styrkurinn færi inn á fjárhagsáætlun næsta árs og kæmi til útgreiðslu á árinu 2012.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

17.1110383 - Ósvaraðar fyrirspurnir. Bókun frá Gunnari Inga Birgissyni.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Minni á ósvaraðar fyrirspurnir frá þessu og fyrra ári s.s. varðandi héraðsskjalavörð, skrifstofustjóra stjórnsýslusviðs, "peningaskáp" ásamt mörgum öðrum fyrirspurnum.

Gunnar Ingi Birgisson"

18.1110384 - Þátttaka í Útsvari. Bókun frá bæjarráði.

Bæjarráð bókar eftirfarandi:

Bæjarráð óskar Útsvarsliði Kópavogs góðs gengis á föstudag og þakkar þeim þá miklu vinnu sem þau hafa lagt í undirbúning.

19.1110280 - Launa- og fjárhagsáætlun. Fyrirspurn frá Ármann Kr. Ólafssyni og Gunnari Inga Birgissyni.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaðir ítreka beiðni um að fá launaáætlun ásamt áætlun eignasjóðs.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

Fundi slitið - kl. 10:15.