Bæjarráð

2781. fundur 02. júlí 2015 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.15062164 - Húsnæði stjórnsýslu Kópavogsbæjar.

Frá bæjarstjóra, tillaga um húsnæði stjórnsýslu Kópavogsbæjar, sem frestað var á fundi bæjarstjórnar þann 23. júní sl. Lögð fram tillaga Capacent að verkefnisáætlun vegna vinnu við skoðun ólíkra valkosta vegna húsnæðis.
Hjördís Ýr Johnson kom til fundar kl. 8.11

Lagt fram.

Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi spurningar sem óskað er svara við:

"1. Hver er áætlaður kostnaður við flutning þjónustumiðstöðvar fatlaðs fólks að Fannborg 6 og hver verður framtíðarstaðsetning hennar?
2. Hvað er áætlað að margar íbúðir verði í Fannborg 2, 4 og 6 ef af flutningi verður? Hver er áætluð íbúasamsetning og kostnaður við að þjónusta þá íbúa?
3. Hvenær er áætlað að fyrstu íbúar flytjist í húsnæði Fannborgar 2, 4 og 6 og á hve löngum tíma má áætla að flutt verði í Fannborg 2, 4 og 6?
4. Hver er uppreiknaður kostnaður við endurbætur Fannborgar 2? Var sá kostnaður gjaldfærður eða á eftir að afskrifa hluta þess kostnaðar í bókhaldi bæjarins?
5. Hver er áætlaður kostnaður við endurbætur húsnæðis við Fannborg 2?
6. Hvað má áætla að húsfélags- og bílastæðagjöld verði í Norðurturninum, a) af þremur hæðum, b) af fjórum hæðum?
7. Hvað má áætla að fasteignagjöld, holræsagjald, vatnsskattur og lóðaleiga af þremur hæðum í Norðurturninum myndu skila á ársgrundvelli?
8. Er gert ráð fyrir mötuneyti fyrir starfsfólk í Norðurturninum?
9. Stendur til að halda íbúafundi þar sem hugmyndir um hugsanlegan flutning verða reifaðar?"


Fundarhlé kl. 9.32. Fundi fram haldið kl. 9.41.
Fundarhlé kl. 10.28. Fundi fram haldið kl. 10.35
Fundarhlé kl. 10.37. Fundi fram haldið kl. 10.40.

Tillaga Ármanns Kr. Ólafssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Karenar E. Halldórsdóttur og Hjördísar Ý. Johnson:
"Tillaga er um að auglýst verði eftir áhuga fjárfesta á Fannborgarreitnum, hvað varðar hugsanlega nýtingu og verðhugmyndir."
Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.
Birkir Jón Jónsson bókar að hann óskaði eftir frestun málsins.

Bókun Ármanns Kr. Ólafssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Karenar E. Halldórsdóttur og Hjördísar Ý. Johnson
Við hörmum ákvörðun um frestun þar sem að tækifæri til að afla frekari upplýsinga sé að fara forgörðum. Slíkar u:pplýsingar hefðu getað gert umræðu bæjarfulltrúa á næsta bæjarstjórnarfundi auðveldari og verið nauðsynlegt veganesti fyrir framhaldið.

Undirritaður hefur lagt fram spurningar í 9 liðum sem snerta hugsanlegan flutning bæjarskrifstofa Kópavogs. Þeim spurningum verður væntanlega svarað á næsta fundi bæjarráðs og þá rétt að ákvarða næstu skref málsins. Mikilvægt er að vandað verði til verka við úrlausn málsins ekki síst með mikla fjárhagslega hagsmuni bæjarins í huga.
Birkir Jón Jónsson


Tillaga Ármanns Kr. Ólafssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Karenar E. Halldórsdóttur og Hjördísar Ý. Johnson:
"Tillaga er um að leitað verði eftir samráði við íbúa um framtíðarstaðsetningu á bæjarskrifstofum í samræmi við tillögu Capacent."
Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

2.1504408 - Álalind 5. Úthlutun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 8. maí, lögð fram tillaga að umsækjendum sem verði veittur kostur á byggingarrétti á lóðinni Álalind 5, enda uppfylla umsækjendur reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir að gefa eftirtöldum aðilum kost á byggingarrétti á lóðinni Álalind 5:
Mótandi ehf
S.Þ. Verktakar ehf.
Alefli ehf.
Húsafl ehf.
Baldur Jónsson ehf.
Leigufélagið Bestla ehf.

Útdráttur fer fram að viðstöddum fulltrúa sýslumanns, Jóhanni Gunnari Þórarinssyni. Dregið var Húsafl ehf.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Húsafli ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Álalind 5 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

3.1504409 - Álalind 10. Úthlutun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. apríl, lögð fram tillaga að umsækjendum sem verði veittur kostur á byggingarrétti á lóðinni Álalind 10, enda uppfylla umsækjendur reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir að gefa eftirtöldum aðilum kost á byggingarrétti á lóðinni Álalind 10:
Alefli ehf.
S.Þ. Verktakar ehf.
Baldur Jónsson ehf.
Leigufélagið Bestla ehf.

Útdráttur fer fram að viðstöddum fulltrúa sýslumanns, Jóhanni Gunnari Þórarinssyni. Dregið var Leigufélagið Bestla ehf.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Leigufélaginu Bestlu ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Álalind 10 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

4.15062349 - Hlíðarsmári 3, Café Atlanta. Umsókn um tækifærisleyfi. Beiðni um umsögn.

Frá lögfræðideild, dags. 26. júní, lagt fram erindi frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar um umsókn Café Atlanta, kt. 700112-0390, um tímabundið áfengisleyfi vegna brúðkaupsveislu 27. júní 2015, frá kl. 18:00 til 01.00, á Café Atlanta að Hlíðarsmára 3, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. reglugerðar nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

5.15062393 - Rjúpnasalir 1. Hien veitingar ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 30. júní, lagt fram erindi frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hien veitinga ehf., kt. 690415-1430 um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastofu og greiðasölu í flokki I, að Sala Grill Asian Take Away, að Rjúpnasölum 1, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. reglugerðar nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

6.1504099 - Leikskólagjöld einstæðra foreldra. Fyrirspurn frá Pétri Hrafni Sigurðssyni.

Frá rekstrarstjóra menntasviðs, dags. 29. júní, svar við fyrirspurn frá Pétri Hrafni Sigurðssyni á fundi bæjarráðs þann 9. apríl sl.
Lagt fram.

7.1503062 - Álalind 4-8, umsókn um lóð.

Frá Versus lögmönnum f.h. Dverghamra ehf., dags. 23. júní, lagt fram erindi þar sem gerðar eru athugasemdir við úthlutun lóðarinnar Álalindar 4-8 og farið fram á að Dverghömrum ehf. verði úthlutað byggingarrétti á lóðinni. Einnig lagt fram svar lögfræðideildar við ofangreindu erindi og minnisblað lögfræðideildar vegna úthlutun lóðarinnar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu lögfræðideildar.

8.1505017 - Barnaverndarnefnd, dags. 28. maí 2015.

46. fundur barnaverndarnefndar í 9. liðum.
Lagt fram.

9.1506008 - Barnaverndarnefnd, dags. 11. júní 2015.

47. fundur barnaverndarnefndar í 3. liðum.
Lagt fram.

10.1506020 - Barnaverndarnefnd, dags. 25. júní 2015.

48. fundur barnaverndarnefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

11.1506018 - Íþróttaráð, dags. 25. júní 2015.

49. fundur íþróttaráðs í 23. liðum.
Lagt fram.

12.1506013 - Leikskólanefnd, dags. 25. júní 2015.

60. fundur leikskólanefndar í 8. liðum.
Lagt fram.

Theódóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 11.00

13.15062384 - Sorpa Dalvegi - framtíðarsýn.

Umræða um kröfu landeiganda að Digranesvegi 81 um að Sorpu verði gert að víkja af hluta lóðarinnar.
Bæjarlögmaður gerði grein fyrir stöðu málsins.

Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

14.1507020 - Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni

Eru uppi áform um að hætta sundleikfimi sem boðið hefur verið upp á í Sundlaug Kópavogs?

Ólafur Þór Gunnarsson.

Fundi slitið.