Bæjarráð

2647. fundur 28. júní 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1206316 - Hraðahindrun á Hábraut

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 26. júní, umsögn um erindi frá foreldraráði Kópasteins/Undralands varðandi umferðaröryggi við leikskólana. Fram kemur í umsögninni að samkvæmt nýrri umferðaröryggisáætlun og umferðarskipulagi er gert ráð fyrir hraðatakmarkandi aðgerð með gönguleið við leikskólann Undraland.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að svara bréfritara á grundvelli umsagnarinnar.

2.1202039 - Framkvæmdir við Hagasmára 3

Umsögn byggingarfulltrúa, dags. 25. júní, varðandi hugsanlega beitingu dagsekta, þar sem fram kemur að ekki séu skilyrði til að beita þeim að svo stöddu.

Bæjarráð vísar umsögninni að nýju til umhverfissviðs þar sem ekki er fjallað um hljóðmengun í umsögninni.

3.1206553 - Ósk um námsleyfi

Frá umhverfisfulltrúa, dags. 26. júní, óskað eftir launuðu námsleyfi haustið 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar starfsmannastjóra og sviðsstjóra umhverfissviðs.

4.1206550 - Viðbótarúthlutun sérkennslu skólaárið 2012 - 2013

Tillaga sviðsstjóra menntasviðs, dags. 26. júní, varðandi viðbótarúthlutun kennslutímamagns til grunnskóla Kópavogs vegna nemenda með miklar sérþarfir, skólaárið 2012-2013.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

5.1105261 - Vatnsendi, eignarnám. Dómsmál 2011

Til fundar mættu Guðjón Ármannsson og Arnar Þór Stefánsson frá Lex, og gerðu grein fyrir niðurstöðu héraðsdóms í máli vegna eignarnáms við Vatnsenda.

Lagt fram.

6.1206482 - Tilkynning um úthlutun úr námsgagnasjóði

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. júní varðandi úthlutun úr námsgagnasjóði.

Lagt fram.

7.1206489 - Fækkun tvíbýla á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Afrit af bréf til velferðarráðherra

Frá Jóhanni Árnasyni, framkvæmdastjóra Sunnuhlíðar, dags. 21. júní, varðandi fækkun tvíbýla.

Lagt fram.

8.1206528 - Holtsvöllur við Borgarholtsbraut. Beiðni um að lokunartími vallarins verði endurskoðaður

Frá Þóru Marteinsdóttur, dags. 25. júní varðandi lokun Holtsvallar (Stelluróló).

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs.

9.1205629 - Skýrsla Capacent um Dimmuhvarf. Staða máls

Frá Báru Dagný Ívarsdóttur og Felix Högnasyni, ódags. þar sem gerðar eru athugasemdir við úttekt Capacent á Dimmuhvarfi.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

10.1206511 - Fjögurra mánaða uppgjör ásamt útkomuspá 2012.

Frá Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins, dags. 21. júní varðandi fjögurra mánaða uppgjör.

Bæjarráð lýsir áhyggjum sínum af rekstrartapi skíðasvæða og felur bæjarstjóra að taka málið upp í stjórn SSH.

11.1206028 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 26. júní

48. fundur

Bæjarráð samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

12.1206029 - Framkvæmdaráð, 27. júní

34. fundur

Lagt fram.

13.1206407 - Austurkór 77. Umsókn um lóð

Fyrir liggja tvær umsóknir um lóðina Austurkór 77, frá Hús Fjárfestingar ehf. og Dverghamar ehf. Skv. 13. gr. úthlutunarreglna mætti fulltrúi sýslumannsins í Kópavogi til að draga um lóðarúthlutun. Umsókn Hús Fjárfestingar ehf. var dregin út vegna lóðarinnar Austurkór 77, sbr. gerðabók sýslumannsins í Kópavogi. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Hús Fjárfestingum ehf. verði úthlutað lóðinni Austurkór 77.

Bæjarráð samþykkir að gefa Hús Fjárfestingum ehf., kt. 630603-3150, kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 77.

14.1206401 - Austurkór 77. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Fyrir liggja tvær umsóknir um lóðina Austurkór 77, frá Hús Fjárfestingar ehf. og Dverghamar ehf. Skv. 13. gr. úthlutunarreglna mætti fulltrúi sýslumannsins í Kópavogi til að draga um lóðarúthlutun. Umsókn Hús Fjárfestingar ehf. var dregin út vegna lóðarinnar Austurkór 77, sbr. gerðabók sýslumannsins í Kópavogi. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Hús Fjárfestingum ehf. verði úthlutað lóðinni Austurkór 77.

Bæjarráð samþykkir að gefa Hús Fjárfestingum ehf., kt. 630603-3150, kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 77.

15.1206442 - Austurkór 102. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Fyrir liggja tvær umsóknir um lóðina Austurkór 102, frá Varmárbyggð ehf. og Lautarsmára ehf. Skv. 13. gr. úthlutunarreglna mætti fulltrúi sýslumannsins í Kópavogi til að draga um lóðarúthlutun. Umsókn Varmárbyggðar ehf. var dregin út vegna lóðarinnar Austurkór 102, sbr. gerðabók sýslumannsins í Kópavogi. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Varmárbyggð ehf. verði úthlutað lóðinni Austurkór 102.

Bæjarráð samþykkir að gefa Varmárbyggð ehf., kt. 551106-0390, kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 102.

16.1206472 - Austurkór 102. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði.

Fyrir liggja tvær umsóknir um lóðina Austurkór 102, frá Varmárbyggð ehf. og Lautarsmára ehf. Skv. 13. gr. úthlutunarreglna mætti fulltrúi sýslumannsins í Kópavogi til að draga um lóðarúthlutun. Umsókn Varmárbyggðar ehf. var dregin út vegna lóðarinnar Austurkór 102, sbr. gerðabók sýslumannsins í Kópavogi. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Varmárbyggð ehf. verði úthlutað lóðinni Austurkór 102.

Bæjarráð samþykkir að gefa Varmárbyggð ehf., kt. 551106-0390, kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 102.

17.1206443 - Austurkór 100. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Einn umsækjandi var um lóðina Austurkór 100. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Varmárbyggð ehf. verði úthlutað lóðinni Austurkór 100.

Bæjarráð samþykkir að gefa Varmárbyggð ehf., kt. 551106-0390, kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 100.

18.1206444 - Austurkór 79. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Einn umsækjandi var um lóðina Austurkór 79. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Varmárbyggð ehf. verði úthlutað lóðinni Austurkór 79.

Bæjarráð samþykkir að gefa Varmárbyggð ehf., kt. 551106-0390, kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 79.

19.1001088 - Hávaðakort og kort yfir stóra vegi.

Sviðsstjóri umhverfissviðs kynnti málið fyrir framkvæmdaráði 27. júní og vísaði framkvæmdaráð málinu til bæjarráðs. Jafnframt leggur framkvæmdaráð til við bæjarráð að málinu verði vísað til SSH til umfjöllunar.

Bæjarráð vísar málinu til stjórnar SSH.

20.1206515 - Lækjarbotnaland. Endurnýjun lóðarleigusamninga.

Lagt fram frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir drög að endurnýjun lóðarleigusamnings til 20 ára.

21.1206527 - Austurkór 117-125. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Fyrir liggja tvær umsóknir um lóðirnar Austurkór 109, 111, 113 og 115, frá Kjarnibygg ehf. og Lautarsmára ehf. Báðir umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna samkvæmt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs. Í samræmi við 13. gr. úthlutunarreglna mætti fulltrúi sýslumannsins í Kópavogi til að draga um lóðarúthlutun. Umsókn Kjarnibygg ehf. var dregin vegna lóðanna Austurkór 109, 111, 113 og 115. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Kjarnibygg ehf. verði úthlutað lóðunum Austurkór 109, 111, 113 og 115. Einnig barst umsókn frá Lautarsmára ehf. um lóðirnar Austurkór 117, 119, 121, 123 og 125. Engar aðrar umsóknir bárust um þær lóðir. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Lautasmára ehf. verði úthlutað lóðunum Austurkór 117, 119, 121, 123 og 125.

Bæjarráð samþykkir að gefa Lautarsmára ehf., kt. 681294-2289, kost á byggingarrétti á lóðunum Austurkór 117, 119, 121, 123 og 125.

22.1206471 - Austurkór 91-99. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Einn umsækjandi var um lóðirnar Austurkór 91, 93, 95, 97 og 99. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Lautarsmára ehf. verði úthlutað lóðunum Austurkór 91, 93, 95, 97 og 99.

Bæjarráð samþykkir að gefa Lautarsmára ehf., kt. 681294-2289 kost á byggingarrétti á lóðunum Austurkór 91, 93, 95, 97 og 99.

23.1206526 - Örvasalir 8. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Einn umsækjandi var um lóðina Örvasalir 8. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Sveini Rúnari Reynissyni verði úthlutað lóðinni Örvasalir 8.

Bæjarráð samþykkir að gefa Sveini Rúnari Reynissyni, kt. 030574-4279 kost á byggingarrétti á lóðinni Örvasalir 8.

24.1206549 - Austurkór 115. Lóðarumsókn.

Fyrir liggja tvær umsóknir um lóðirnar Austurkór 109, 111, 113 og 115, frá Kjarnibygg ehf. og Lautarsmára ehf. Báðir umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna samkvæmt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs. Í samræmi við 13. gr. úthlutunarreglna mætti fulltrúi sýslumannsins í Kópavogi til að draga um lóðarúthlutun. Umsókn Kjarnibygg ehf. var dregin vegna lóðanna Austurkór 109, 111, 113 og 115. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Kjarnibygg ehf. verði úthlutað lóðunum Austurkór 109, 111, 113 og 115.

Bæjarráð samþykkir að gefa Kjarnabygg ehf. kt. 601109-0770 kost á byggingarrétti á lóðunum Austurkór 109, 111, 113 og 115.

25.1206548 - Austurkór 113. Lóðarumsókn.

Fyrir liggja tvær umsóknir um lóðirnar Austurkór 109, 111, 113 og 115, frá Kjarnibygg ehf. og Lautarsmára ehf. Báðir umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna samkvæmt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs. Í samræmi við 13. gr. úthlutunarreglna mætti fulltrúi sýslumannsins í Kópavogi til að draga um lóðarúthlutun. Umsókn Kjarnibygg ehf. var dregin vegna lóðanna Austurkór 109, 111, 113 og 115. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Kjarnibygg ehf. verði úthlutað lóðunum Austurkór 109, 111, 113 og 115.

Bæjarráð samþykkir að gefa Kjarnabygg ehf., kt. 601109-0770, kost á byggingarrétti á lóðunum Austurkór 109, 111, 113 og 115.

26.1206547 - Austurkór 111. Lóðarumsókn.

Fyrir liggja tvær umsóknir um lóðirnar Austurkór 109, 111, 113 og 115, frá Kjarnibygg ehf. og Lautarsmára ehf. Báðir umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna samkvæmt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs. Í samræmi við 13. gr. úthlutunarreglna mætti fulltrúi sýslumannsins í Kópavogi til að draga um lóðarúthlutun. Umsókn Kjarnibygg ehf. var dregin vegna lóðanna Austurkór 109, 111, 113 og 115. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Kjarnibygg ehf. verði úthlutað lóðunum Austurkór 109, 111, 113 og 115.

Bæjarráð samþykkir að gefa Kjarnabygg ehf., kt. 601109-0770, kost á byggingarrétti á lóðunum Austurkór 109, 111, 113 og 115.

27.1206546 - Austurkór 109. Lóðarumsókn.

Fyrir liggja tvær umsóknir um lóðirnar Austurkór 109, 111, 113 og 115, frá Kjarnibygg ehf. og Lautarsmára ehf. Báðir umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna samkvæmt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs. Í samræmi við 13. gr. úthlutunarreglna mætti fulltrúi sýslumannsins í Kópavogi til að draga um lóðarúthlutun. Umsókn Kjarnibygg ehf. var dregin vegna lóðanna Austurkór 109, 111, 113 og 115. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Kjarnibygg ehf. verði úthlutað lóðunum Austurkór 109, 111, 113 og 115.

Bæjarráð samþykkir að gefa Kjarnabygg ehf., kt. 601109-0770, kost á byggingarrétti á lóðunum Austurkór 109, 111, 113 og 115.

28.1206551 - Ráðning innkaupafulltrúa

Starfslýsing lögð fram og málinu vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir að starfið verði auglýst.

29.1206552 - Ráðning ritara á umhverfissvið

Framkvæmdaráð óskar eftir við bæjarráð að ráðinn verði ritari á umhverfissviði, starfslýsing lögð fram.

Bæjarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum að starfið verði auglýst. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

30.1201279 - Heilbrigðisnefnd, 21. júní

172. fundur

Lagt fram.

31.1206008 - Leikskólanefnd, 21. júní

29. fundur

Bæjarráð skipar formann leikskólanefndar í vinnuhóp vegna leikskóla við Austurkór auk þeirra sem leikskólanefnd hafði áður skipað. Samþykkt með þremur atkvæðum en tveir fulltrúar sátu hjá.

Ólafur Þór Gunnarsson og Pétur Ólafsson lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaðir sjá ekki ástæðu til að breyta ákvörðun leikskólanefndar.

Ólafur Þór Gunnarsson, Pétur Ólafsson"

32.1206022 - Lista- og menningarráð, 19. júní

5. fundur

Lagt fram.

33.1206025 - Skipulagsnefnd, 28. júní

1212. fundur

Hlé var gert á fundi kl. 10:25.  Fundi var fram haldið kl. 10:31.

Hlé var gert á fundi kl. 10:38.  Fundi var fram haldið kl. 10:39.

Lagt fram.

34.1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram í skipulagsnefnd og samþykkt að nýju breytt tillaga dags. 27. júní 2012, þar sem komið er til móts við innsenda athugasemd Valdimars G. Guðmundssonar dags. 31. maí 2012. Einnig lagðar fram innsendar athugasemdir og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 27. júní 2012.

Bæjarráð frestar afgreiðslu skipulagsnefndar.

35.1204110 - Baugakór 36, breytt deiliskipulag

Erindi umhverfissviðs dags. 24. apríl 2012 um færanlegar kennslustofur á lóð leikskólans við Baugakór 36. Sótt er um að staðsetja tvær færanlegar kennslustofur í norðvesturhluta leikskólalóðarinnar. Skipulagsnefnd vísar erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir erindið.

36.1204080 - Huldubraut 31, umsókn um byggingarleyfi

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í gr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Huldubraut 29 og 33.
Erindið var grenndarkynnt frá 15. maí til 19. júní 2012. Engar athugasemdir bárust.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

37.1206519 - Markavegur, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi skipulags- og byggingardeildar dags. 27. júní 2012 er varðar breytt fyrirkomulag hesthúsa við Markaveg 1-9. Í breytingunni felst að hestagerði stækka og bílastæði breytast.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu.

38.1004318 - Vottun gæðakerfis Kópavogs

Frá bæjarritara, dags. 28. júní, lagt fram vottunarskírteini gæðakerfis stjórnsýslu Kópavogs.

Bæjarráð fagnar þeim áfanga sem hér hefur náðst og samþykkir að hefja innleiðingu gæðakerfis á öðrum sviðum bæjarins.

39.1206559 - Ráðning í starf bæjarlögmanns, afleysing.

Frá bæjarritara og starfsmannastjóra, dags. 27. júní, tillaga að ráðningu í starf bæjarlögmanns. Lagt er til að Pálmi Þór Másson verði ráðinn í starfið.

Bæjarráð samþykkir einróma að ráða Pálma Þór Másson tímabundið í starf bæjarlögmanns.

40.1204050 - Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 26. júní, varðandi tímabundna breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, en á fundi bæjarráðs 12. apríl sl. var erindinu vísað til fjármála- og hagsýslustjóra þar sem óskað var eftir greinargerð um áhrif samkomulagsins fyrir Kópavogsbæ.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.