Bæjarráð

2721. fundur 27. febrúar 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Erla Karlsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1402014 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 18. febrúar

105. fundargerð í 8 liðum.

Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

2.1402017 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 25. febrúar

106. fundargerð í 9 liðum.

Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

3.1401109 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 21. febrúar

129. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

4.14021073 - Bæjarlind 6, SPOT. Umsókn nemendafélags FG um tækifærisleyfi. Beiðni um umsögn.

Frá lögfræðideild, dags. 25. febrúar, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 20. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Nemendafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ, Skólabraut 1, 210 Garðabæ, kt. 660287-2649, um tækifærisleyfi til að mega halda árshátíð NFFG, miðvikudaginn 26. febrúar , frá kl. 22:00-02:30, á SPOT, að Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Kristinn Þorsteinsson, kt. 160962-2679. Öryggisgæsluna annast Go Security.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

5.14021076 - Smáratorg 3, Veisluturninn. Beiðni um umsögn vegna umsóknar nemendafélags MK um tækifærisleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 25. febrúar, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 25. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Menntaskólans í Kópavogi (MK), Digranesvegi 51, Kópavogi, kt. 631173-0399, um tækifærisleyfi til að mega halda skóladansleik, fimmtudaginn 6. mars 2014, frá kl. 22:00-1:00, í Turninum(Nítjánda), að Smáratorgi 3, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Helgi Kristjánsson, kt. 130461-2129. Öryggisgæsluna annast Go-Security.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

6.1304505 - Almannakór 1. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 24. febrúar, umsögn um erindi frá Ernu Guðmundsdóttur og Óla Geirs Stefánssonar, dags. 20. febrúar, þar sem óskað er eftir því að samþykkt verði að lóðarréttindum sé skilað vegna breyttra aðstæðna og innborgun vegna lóðagjalda verði endurgreidd. Lagt er til að bæjarráð samþykki erindið.

Bæjarráð samþykkir að byggingarrétti á lóðinni Almannakór 1 verði skilað.

7.1304352 - Notkun opins hugbúnaðar. Svar við fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni.

Frá forstöðumanni upplýsingatæknideildar, svar við fyrirspurn um möguleika á notkun opins hugbúnaðar.

Lagt fram.

Forstöðumaður upplýsingatæknideildar sat fundinn undir þessum lið.

Ómar Stefánsson þakkaði framlagt svar.

8.1402808 - Þjónustukönnun Capacent

Lagðar fram niðurstöður þjónustukönnunar sem gerð var fyrir Kópavogsbæ.

Fulltrúi Capacent sat fundinn undir þessum lið.

9.1205250 - Launakönnun skv. jafnréttisáætlun 2012

Frá starfsmannastjóra og jafnréttisfulltrúa, dags. 26. febrúar, minnisblað varðandi skýrslu um mismun á launum karla og kvenna, samkvæmt könnun Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri.

Lagt fram.

 

Starfsmannastjóri og jafnréttisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.

10.1402782 - Frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli, 217. mál. Beiðni um umsögn

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 19. febrúar, óskað umsagnar um frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli, 217. mál.

Lagt fram.

11.14021113 - Tillaga til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum. Beiðni um umsögn.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 24. febrúar, óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum, 276. mál.

Lagt fram.

12.14021115 - Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 277. mál. Beiðni

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 24. febrúar, óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 277. mál.

Lagt fram.

13.1312030 - Skil á fjárhagsáætlun 2014 og 3ja ára áætlun í gagnagrunn Hagstofu Íslands

Frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 19. febrúar, óskað eftir upplýsingum um möguleg frávik frá aðlögunaráætlunin fyrir 5. mars nk.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til úrvinnslu.

14.1302316 - Breyting á reglugerð um húsaleigubætur

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 13. febrúar, tilkynning um breytingu á reglugerð um húsaleigubætur þar sem innborganir framlaga muni fara fram mánaðarlega fyrir 1. ársfjórðung 2014.

Lagt fram.

15.14021111 - Breiðahvarf 4. Ósk um að fallið verði frá innheimtu gatnagerðargjalda vegna breytts skipulags

Frá lóðarhafa Breiðahvarfs 4, dags. í febrúar, óskað eftir að fallið verði frá innheimtu gatnagerðargjalda fyrir Breiðahvarf 4.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og bæjarlögmanns til umsagnar.

16.14021145 - Kaup á vestum á leikskóla í Kópavogi. Tillaga frá Pétri Ólafssyni og Ólafi Þór Gunnarssyni.

Pétur Ólafsson og Ólafur Þór Gunnarsson lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Tryggingafélög nota börn á leikskólaaldri til að auglýsa starfsemi sína. Lítil börn í gulum vestum á götum bæjarins eru hvarvetna stimpluð merkjum stóru tryggingafélaganna. Þetta er í besta falli á gráu svæði m.t.t. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Bæjarráð samþykkir að bæjarfélagið beri kostnað af því að skipta út þeim vestum sem merkt eru sérstaklega fyrirtækjum úti í bæ. Börn eru ekki auglýsingaskilti.

Pétur Ólafsson og Ólafur Þór Gunnarsson"

Bæjarráð vísar tillögunni til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

17.14021149 - Áskorun á Alþingi. Tillaga frá Ómari Stefánssyni.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð skorar á Alþingi að  draga til baka tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki, og setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Með því mun: "ríkisstjórnin leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins".

Ómar Stefánsson"

Pétur Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég fagna tillögu fulltrúa Framsóknarflokksins.

Pétur Ólafsson"

Rannveig Ásgeirsdóttir tekur undir tillögu Ómars Stefánssonar.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

18.14021150 - Stærð landfyllingar á Kársnesi. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að endurmeta stærð landfyllingar norðanmegin á Kársnesi.

Greinargerð

Á sínum tíma var landfyllingin innan við 5 hektarar og þurfti því ekki að fara í umhverfismat.

Ólafur Þór Gunnarsson"

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna einróma.

Fundi slitið - kl. 10:15.