Bæjarráð

2722. fundur 06. mars 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1403003 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 107

107. fundargerð í 8 liðum.

Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

2.1402023 - Félagsmálaráð, 4. mars

1366. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

3.1402008 - Framkvæmdaráð, 5. mars

61. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

4.1402938 - Útboð - Ræstingarþjónusta í þrettán leikskólum Kópavogsbæjar

Lagt fram erindi deildarstjóra framkvæmdadeildar dags. 3. mars 2014, þar sem óskað er heimildar til að bjóða út ræstingaþjónustu í þrettán leikskólum Kópavogsbæjar. Deildarstjóri framkvæmdadeildar skýrði verkefnið, viðbótarupplýsingar verða sendar bæjarráði. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir erindið með fyrirvara um að einstaklingar og fyrirtæki geti boðið í einn skóla eða fleiri skv. útboðsgögnum.

5.1401022 - Vinnuskóli Kópavogs 2014.

Lögð fram tillaga sviðsstjóra umhverfissviðs um laun og vinnutíma Vinnuskóla árið 2014 dags. 12. febrúar 2014. Garðyrkjustjóri og forstöðumaður Vinnuskóla skýrðu tillöguna. Framkvæmdaráð samþykkir tillögu um laun og vinnutíma árið 2014 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

6.1402019 - Hafnarstjórn, 3. mars

94. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

7.1401094 - Heilbrigðiseftirlit, 3. mars

187. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar Heilbrigðiseftirlits undir lið 6 um að umbeðinni undanþágu Orkuveitunnar verði hafnað og skorar á Orkuveituna að bregðast sem fyrst við með mótvægisaðgerðum vegna mengunar í Lækjarbotnum. Bæjarráð óskar eftir að fulltrúar Heilbrigðiseftirlits mæti á fund bæjarráðs vegna málsins. Bæjarstjóra verði falið að ræða við forsvarsmenn Waldorfsskóla.

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

8.1402022 - Leikskólanefnd, 4. mars

46. fundargerð í 9 liðum.

Lagt fram.

9.1402021 - Skólanefnd, 3. mars

69. fundargerð í 8 liðum.

Lagt fram.

10.1107041 - Skóladagatal - Samræming skipulagsdaga leik- og grunnskóla

Skólanefnd vekur athygli bæjarráðs á erindi félags skólastjórnenda í grunnskólum Kópavogs, sbr. lið 7 í fundargerð skólanefndar 3. mars.

Lagt fram.

11.1401108 - Stjórn skíðasvæða hbsv., 18. febrúar

336. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

12.1403029 - Rekstraryfirlit 2013

Rekstraryfirlit skíðasvæðanna, lagt fram á fundi stjórnarinnar þann 18. febrúar, sbr. lið 1 í fundargerð.

Lagt fram.

13.1401098 - Stjórn Sorpu bs., 3. mars

332. fundargerð í 8 liðum.

Lagt fram.

14.1402456 - Þríhnúkar. Framtíðarhugmyndir um uppbyggingu á svæðinu

Frá bæjarstjóra, dags. 5. mars, minnisblað sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs þann 13. febrúar sl. varðandi framtíðarhugmyndir um uppbyggingu og starfsemi á Þríhnúkasvæðinu.

Lagt fram.

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Tel að hlutverki okkar sé lokið í þessu verkefni.  Legg til að bæjarstjóra verði falið að hefja söluferli á okkar hlut í Þríhnúkum.

Ómar Stefánsson"

 

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, vísar til framlagðs minnisblaðs og rökstuðnings í því.

15.1401311 - Rýni stjórnenda 2014

Frá bæjarritara, dags. 4. mars, lögð fram árleg skýrsla gæðaráðs ásamt tillögu að breyttri skipan ráðsins.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi skipan gæðaráðs:

Páll Magnússon, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, formaður.

Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs.

Anna Klara Georgsdóttir, verkefnastjóri á velferðarsviði.

Ingimar Þór Friðriksson, forstöðumaður UT-deildar.

Ingólfur Arnarson, fjármála- og hagsýslustjóri.

16.1403117 - Ráðning almannatengils

Frá bæjarritara, dags. 5. mars, tillaga að ráðningu almannatengils

Bæjarráð samþykkir einróma tillögu um að ráða Sigríði Björgu Tómasdóttur í starf almannatengils Kópavogsbæjar.

17.1403114 - Vogatunga 19. Undanþága frá kvöð vegna sölu húsnæðisins

Frá bæjarlögmanni, dags. 5. mars, umsögn varðandi heimild til undanþágu vegna aldurs kaupanda að Vogatungu 19.

Bæjarráð samþykkir að veita umbeðna heimild þar sem annað hjóna hefur náð tilskyldum aldri.

18.14011016 - Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun vegna byggingar leiguíbúða.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs og bæjarlögmanni, dags. 4. mars, minnisblað sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 6. febrúar sl. varðandi byggingu fjölbýlishúsa fyrir leiguíbúðir. Einnig lagt fram frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 5. mars, minnisblað um tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna byggingar leiguíbúða.

Lagt fram.

Fulltrúar minnihluta bæjarráðs lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Í svörunum koma fram ítarlegar upplýsingar um húsnæðismál sem bæjarráðsmenn fengu í hendur í gær. Undirritaðir munu bregðast við niðurstöðunum á næsta fundi bæjarráðs.

Ólafur Þór Gunnarsson, Pétur Ólafsson, Hjálmar Hjálmarsson"

19.1211262 - Kjóavellir. Samningur við Garðabæ og Andvara. Uppbygging og framkvæmdir.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 5. mars, lögð fram fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu og framkvæmdir á Kjóavöllum.

Lagt fram.

20.1402168 - Naustavör 2-18. Heimild til framsals

Frá fjármálastjóra, dags. 5. febrúar, umsögn um beiðni frá Þróunarfélaginu BRB ehf. sem afsalsgjafa og Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars ehf. sem afsalshafa um framsal á lóðinni Naustavör 2-18, þar sem lagt er til að erindið verði samþykkt. Málið var lagt fyrir á fundi bæjarráðs þann 6/2 sl. og frestað.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfissviðs að afla upplýsinga um breytingar á framkvæmdaáætlun á svæðinu.

 

Sviðsstjóri umhverfissviðs og fjármála- og hagsýslustjóri sátu fundinn undir þessum lið.

21.905315 - Guðmundarlundur. Leigusamningur.

Frá bæjarritara, skýrsla frá Skógræktarfélagi Kópavogs vegna erindis félagsins frá 2. desember sl.

Lagt fram.

 

Afgreiðsla á erindi Skógræktarfélagsins frá 2. desember sl. frestað.

22.14021198 - Auglýst eftir umsóknum vegna undirbúnings og framkvæmdar 6.landsmóts UMFÍ 50-plús árið 2016

Frá UMFÍ, dags. 28. febrúar, óskað eftir umsóknum til að taka að sér undirbúning og framkvæmd 6. landsmóts UMFÍ 50+ árið 2016.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til úrvinnslu.

23.1403094 - Ósk um fund til að ræða hugmyndir félagsins um byggingu leiguíbúða í Kópavogi

Frá Grandavör ehf., dags. 2. mars, óskað eftir að fá úthlutað lóð til byggingar leiguíbúða og fund til að ræða mögulegt samstarf við bæjarfélagið.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

24.1403106 - Ársreikningur Strætó bs. 2013

Frá Strætó bs., ársreikningur fyrir 2013.

Bæjarráð óskar eftir umsögn fjármála- og hagsýslustjóra um ársreikning Strætó bs.

Fundi slitið - kl. 10:15.