Bæjarráð

2794. fundur 29. október 2015 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
  • Guðrún Jónína Guðjónsdóttir
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1406037 - Lána- og skuldastýring. Fundargerðir.

Frá deildarstjóra bókhalds, dags. 23. október, lagðar fram niðurstöður funda hjá Lána- og skuldastýringarnefnd Kópavogsbæjar á árinu 2015.
Lagt fram.

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.1501300 - Funahvarf 2, Vatnsendaskóli-Íþróttahús Gerpla.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 22. október, lagðar fram niðurstöður aðlútboðs vegna byggingar fimleikaíþróttahúss við Vatnsendaskóla og lagt til að leitað verði samninga við Baldur Jónsson ehf. um verkið þar sem hann er með hæstu heildareinkunn og hagstæðasta tilboðið.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela sviðsstjórum stjórnsýslu- og umhverfissviðs að ganga til samninga við Baldur Jónsson ehf. um verkið.

3.1510530 - Beiðni um umsögn: Húsaleigufrumvarp og Húsnæðissamvinnufélagafrumvarp (drög).

Frá Velferðarráðuneyti, dags. 19. október, lagt fram erindi þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til húsaleigulaga (stjórnarfrumvarp) og frumvarp um húsnæðissamvinnufélög (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

4.1510018 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 22. október 2015.

169. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 6. liðum.
Lagt fram.

5.1510017 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 21. október 2015.

40. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 5. liðum.
Lagt fram.

6.1510015 - Lista- og menningarráð, dags. 20. október 2015.

50. fundur lista- og menningarráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

7.1510014 - Íþróttaráð, dags. 21. október 2015.

51. fundur íþróttaráðs í 6. liðum.
Lagt fram.

8.1510009 - Skipulagsnefnd, dags. 26. október 2015.

1267. fundur skipulagsnefndar í 26. liðum.
Lagt fram.

9.1510364 - Akralind 3. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 27. október, lagt fram erindi Eignafélagsins Akralindar ehf., einum af lóðarhöfum Akralindar 3, dags. 12.10.2015. Í erindi er óskað eftir að stækka lóð til suðurs þannig að frá suðausturhorni yrði dregin 3 m löng lína og frá henni bein lína að suðvesturhorni lóðar sbr. meðfylgjandi uppdrætti. Stækkun er u.þ.b. 100 m2 að stærð. Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísað afgreiðslu málsins til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

10.15082228 - Álftröð 1. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 27. október, lagt fram frá byggingarfulltrúa að nýju, erindi Hildar Bjarndadóttur arkitekts, f.h. lóðarhafa Álftraðar 1, dags. 15.9.2015 þar sem skað er eftir heimild til að stækka bílskúr á norðvesturhorni lóðarinnar um 47m2 og verður hann 115 m2 eftir breytingu. Skv. tillögu verða innréttaðar tvær íbúðir í bílskúrnum, tvö bílastæði fyrir framan bílskúr tilheyra nýjum íbúðum. Bílskúr hækkar ekki og verður dreginn þrjá metra frá lóðamörkum til vesturs. Að auki verður byggður stigi á austurhlið íbúðarhússins og svölum bætt við til suðurs á 2. hæð. Fjórum nýjum bílastæðum er bætt við á austurhlið lóðarinnar sbr. uppdráttum dags. 15.9.2015. Á fundi skipulagsnefndar 5.10.2015 var erindinu frestað. Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísar málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

11.15082229 - Kársnesbraut 93. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 27. október, lagt fram að nýju frá byggingarfulltrúa erindi KRark, f.h. Kársnes 93 ehf., þar sem óskað er eftir að skipta matshluta 0103 á 1. hæð Kársnesbrautar 93 í tvo eignarhluta og breyta þeim í tvær íbúðir sbr. uppdráttum dags. 1.6.2015. Á fundi skipulagsnefndar 24.8.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 91 og 95. Lagt fram skriflegt samþykki lóðarhafa Kársnesbrautar 91 og 95. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

12.1503263 - Kópavogsbakki 2. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 27. október, lagt fram að nýju erindi GlámuKím f.h. lóðarhafa dags. 23.2.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Kópavogsbakka 2. Á fundi skipulagsnefndar 17.8.2015 var málinu frestað og því vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Erindið var samþykkt á grundvelli minnisblaðs lögfræðideildar dags. 22. október 2015 og málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

13.15062060 - Langabrekka 5. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 27. október, lagt fram að nýju frá byggingarfulltrúa erindi Teiknivangs f.h. lóðarhafa Löngubrekku 5 dags. 22.6.2015. Á fundi skipulagsnefndar 14.9.2015 var erindinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 26.10.2015. Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísar málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

14.15082225 - Víðihvammur 26. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 27. október, lagt fram að nýju frá byggingarfulltrúa að lokinni kynningu erindi Stáss arkitekta, f.h. lóðarhafa, dags. 3.7.2015 þar sem óskað er eftir breytingum á Víðihvammi 26. Í breytingunni felst að núverandi útbygging á vesturhlið verði rifin og í stað hennar reist rúmlega 8 m2 viðbygging. Þak viðbyggingar verður nýtt sem svalir. Hæð viðbyggingar verður 5,3m. Að auki stækkar kvistur á norðurhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 3.7.2015. Á fundi skipulagsnefndar 24.8.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðihvamms 23 og 28; Fífuhvamms 33 og 35. Kynningu lauk 23.10.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15.1510700 - Varðandi úthlutaðar lóðir í bæjarfélaginu. Fyrirspurn frá Guðmundi Geirdal.

Guðmundur Geirdal lagði fram eftirfarandi bókun á fundi skipulagsnefndar:
"Skipulagsnefnd skorar á bæjarráð að nýta sér þau úrræði sem það hefur til að hvetja lóðarhafa til að hefja framkvæmdir á lóðum sem þeim hefur verið úthlutað eða að öðrum kosti skila þeim inn."
Bæjarráð óskar eftir yfirliti yfir stöðu framkvæmda á lóðum.

16.1510002 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 20. október 2015.

70. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 7. liðum.
Lagt fram.

17.1408478 - Umhverfisverkefni - Grænar gönguleiðir

Frá skipulagsstjóra, dags. 21. október, lagt fram minnisblað varðandi auðkenni á grænum gönguleiðum skólabarna dags. 11. september 2014 ásamt fyrirhuguðum kostnaðarliðum. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti að vísa erindinu til umhverfissviðs til úrvinnslu en vísar kostnaðarliðum til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundi slitið.