Bæjarráð

2628. fundur 02. febrúar 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Böðvar Jónsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1201315 - Tillaga að breyttu vinnufyrirkomulagi bæjarstjórnar Kópavogs. Tillaga frá Hjálmari Hjálmarssyni

Lögð fram að nýju tillaga að breyttu vinnufyrirkomulagi bæjarstjórnar Kópavogs, sem frestað var í bæjarráði 29/1 sl.

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.1201292 - Mánaðarskýrslur 2012

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla í janúar 2012 vegna starfsemi Kópavogsbæjar í desember 2011.

Lagt fram.

3.812106 - Þríhnúkar / Þríhnúkagígur

Frá bæjarstjóra, kynning á drögum að samningi v/Þríhnúka

Bæjarráð frestar afgreiðslu á samningsdrögum.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra, fjármála- og hagsýslustjóra og bæjarlögmanni að ganga frá samkomulagi við Þríhnjúka ehf. um aðild Kópavogsbæjar að félaginu skv. fyrri ákvörðun bæjarstjórnar þar um.

 

Bæjarlögmaður og lögfræðingur á umhverfissviði sátu fundinn undir þessum lið.

4.1201381 - 3ja ára fjárhagsáætlun 2013-2015

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, lögð fram drög að þriggja ára fjárhagsáætlun 2013 - 2015.

Lagt fram. Fjármála- og hagsýslustjóra falið að vinna áfram að þriggja ára áætlun og að hún verði lögð fram til fyrri umræðu bæjarstjórnar 14. febrúar nk.

 

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.1201380 - Þorrasalir 5-7

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 1/2, tillaga um að bæjarráð veiti fjármála- og hagsýslustjóra heimild til að semja um staðgreiðslusölu/-uppgjör á tilgreindum skuldabréfum í samráði við bæjarstjóra.
Einnig að gefa veðleyfi fyrir tveimur tryggingabréfum á Þorrasali 5-7.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

6.1002162 - Vatnsendablettur 132. Krafa um upptöku/endurskoðun á samkomulagi dags. 12. sept. 2001.

Umsögn um endurskoðun á samkomulagi vegna Vbl. 132, þar sem lagt er til að erindinu verði hafnað.

Bæjarráð hafnar erindinu.

 

Lögfræðingur á umhverfissviði sat fundinn undir þessum lið.

7.1101196 - Fjallalind 108, breytt deiliskipulag.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 31/1, greinargerð sem óskað var eftir í bæjarráði 26/1 um mögulegar sektir vegna ólöglegra byggingarframkvæmda.

Lagt fram.

 

Lögfræðingur á umhverfissviði sat fundinn undir þessum lið.

8.1112321 - Umsókn um styrk frá Kópavogsbæ

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 11/1, umsögn um styrkbeiðni Samleiks, þar sem lagt er til að erindinu verði hafnað, en jafnframt vilyrði menntasviðs fyrir áframhaldandi samstarfi og stuðningi við starfsemi félagsins, t.d. í formi afnota af húsnæði til fundahalda.

Bæjarráð hafnar erindinu.

9.1112212 - Tillögur að betri nýtingu á stúkubyggingum Kópavogsvallar.

Frá sviðsstjóra menntasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 31/1, umsögn um möguleika á útleigu á nýju stúkunni á Kópavogsvelli, þar sem lagt er til að salirnir tveir, fundarherbergið og eldhúsið verði boðið út til leigu til reynslu.

Bæjarráð samþykkir að húsnæðið verði auglýst til leigu sem fyrst út september 2012 til reynslu.

 

Sviðsstjóri menntasviðs og deildarstjóri íþróttadeildar sátu fundinn undir þessum lið.

 

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

10.1104189 - Fyrirspurn um notkun á nýju stúku á Kópavogsvelli

Frá sviðsstjóra menntasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 31/1, umsögn um nýtingu gömlu stúkunnar á Kópavogsvelli, þar sem lagt er til að umhverfissviði verði falið að gera formlega úttekt á ástandi húsnæðis gömlu stúkunnar og leggja fram mat á kostnaði við hugsanlegar endurbætur; jafnframt verði tilgreindur kostnaður við niðurrif gömlu stúkunnar ef húsnæðið verður metið ónýtt eða kostnaður við endurbætur of mikill.

Bæjarráð samþykkir tillögu að úttekt. Jafnframt verði kannaður kostnaður við að breyta eldri stúku í vélageymslu.

 

Sviðsstjóri menntasviðs og deildarstjóri íþróttadeildar sátu fundinn undir þessum lið.

 

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

11.1201145 - Beiðni um niðurgreiðslu á leigubílakostnaði

Tekin til umræðu afgreiðsla erindis, sem félagsmálaráð hafði til meðferðar. Erindið telst fullnaðarafgreitt af hálfu bæjarins með afgreiðslu félagsmálaráðs.

Lögfræðingur umhverfissviðs, sviðsstjóri velferðarsviðs og yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra sátu fundinn undir þessum lið.

12.1109035 - Reglur um úthlutun leiguíbúða

Félagsmálaráð samþykkti á fundi sínum þann 6. september sl. breytingar á 2. og 3. gr. reglna um úthlutun félagslegra leiguíbúða. Samþykktar breytingar eru hér sendar til staðfestingar bæjarráðs. Umræðu um frekari breytingar var frestað.

Bæjarráð staðfestir breytingarnar.

Sviðsstjóri velferðarsviðs og yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra sátu fundinn undir þessum lið.

13.1201114 - Tillaga ráðgjafa að breytingum á reglum Kópavogsbæjar um fjárhagsaðstoð.

Frá yfirmanni ráðgjafa- og íbúðadeildar, dags. 24/1, lögð fram að nýju tillaga að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð, samþykktar á fundi félagsmálaráðs 17/1, ásamt upplýsingum sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 19/1 þar sem málinu var frestað, lagt fram að nýju í bæjarráði 26/1 og frestað.

Bæjarráð staðfestir breytingarnar.

 

Sviðsstjóri velferðarsviðs og yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra sátu fundinn undir þessum lið.

14.1112299 - Stefna vegna ágreinings um ferðaþjónustu fyrir fatlaða

Lagt fram.

15.1011345 - Friðlýsing Skerjafjarðar.

Frá skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkur, dags. 27/1, afrit af bréfum til Umhverfisstofnunar, ásamt minnisblaði skrifstofustjóra umhverfissviðs um sama; frá Umhverfisstofnun, dags. 27/1 og 30/1, svör við erindum Reykjavíkurborgar um sama. Einnig lagður fram samningur um búsvæðavernd í Skerjafirði innan marka Kópavogsbæjar undirritaður af fulltrúa Kópavogsbæjar, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofu Kópavogs og staðfest af umhverfisráðherra þann 30. janúar sl.

Lagt fram.

16.1201365 - Leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk

Frá velferðarráðuneytinu, dags. 24/1, leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs úrvinnslu.

17.1202030 - Beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársi

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 1/2, óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014, 440. mál.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til úrvinnslu.

18.1201344 - Beiðni um endurgjaldslaus afnot af Salnum

Frá Lionsklúbbum í Kópavogi, dags. 26/1, óskað eftir að fá afnot af Salnum fyrir fjáröflunartónleika á vor- eða haustmánuðum á þessu ári.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

19.1201279 - Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis 30/1

168. fundur

Lagt fram til kynningar.

20.1201284 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 27/1

793. fundur

Lagt fram til kynningar.

21.1201286 - Fundargerð stjórnar Slökkviliðs hbsv. 6/1

108. fundur

Lagt fram til kynningar.

22.1201288 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 27/1

166. fundur

Lagt fram til kynningar.

23.1201318 - Boð í aldarafmæli Sinfóníuhljómsveitar Norrköping

Frá bæjarritara Norrköping, dags. 23/1, tilkynning um væntanlegt boð á fyrirhuguð hátíðahöld í Norrköping í tilefni af 100 ára afmæli sinfoníuhljómsveitar bæjarins.

Lagt fram.

24.1202035 - Öryggi á sundstöðum

Böðvar Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"16. desember sl. ítrekaði Hjálmar Hjálmarsson beiðni sína um faglega greinargerð frá íþróttadeild,  frá því í nóvember,  vegna þeirra áhrifa sem ný lög um öryggi á sundstöðum hafa á gjaldskrá og starfsmannahald sundlauganna.

1. janúar 2011 tók gildi ný reglugerð um öryggi á sund og baðstöðum. Þar er m.a. kveðið á um breytta og aukna eftirlitsskyldu starfsmanna og einnig  að börnum yngri en tíu ára er nú óheimilt að fara í sund nema í fylgd með fullorðnum. - Þetta hlýtur óhjákvæmilega að hafa áhrif á gjaldskrá sundlauga, svo og starfsmannahald.

Undirritaður vill ítreka þessa beiðni  um faglega umsögn eða greinargerð frá íþróttadeild varðandi fyrrgreint.

Böðvar Jónsson"

Fundi slitið - kl. 10:15.