Bæjarráð

2846. fundur 17. nóvember 2016 kl. 08:15 - 10:50 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir varafulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1610488 - Turnahvarf 4, umsókn um atvinnulóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 15. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Turnahvarf 4 frá Eignarhaldsfélaginu Ögur ehf., kt. 550600-3580. Umsækjandi sækir einnig um lóðina Turnahvarf 2. Umsókn félagsins er eina fullnægjandi umsóknin um lóðina Turnahvarf 2. Því er lagt er til að umsókn félagsins um lóðina Turnahvarf 4 verði ekki tekin til afgreiðslu á grundvelli þess að gefa fleirum kost á lóðaúthlutun. Lagt er til við bæjarráð að hafna umsókn félagsins um úthlutun lóðarinnar Turnahvarf 4.
Bæjarráð hafnar umsókn Eignarhaldsfélagsins Ögur ehf. um úthlutun lóðarinnar Turnahvarf 4.

2.1611164 - Turnahvarf 4, umsókn um atvinnulóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 15. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Turnahvarf 4 frá Malarhús ehf., kt. 410411-1560. Umsækjandi sækir um lóðina Turnahvarf 2 til vara. Lagt er til við bæjarráð að dregið verði milli þeirra aðila sem hafa skilað fullnægjandi gögnum vegna úthlutun lóðarinnar Turnahvarf 4.
Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Fag Bygg ehf.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Fag Bygg ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Turnahvarfi 4 og hafnar umsókn Malarhúss ehf. og vísar málinu til bæjarstjórnar.

3.1610428 - Turnahvarf 4, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 15. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Turnahvarf 4 frá Fag Bygg ehf., kt. 480115-0310. Umsækjandi sækir um lóðina Turnahvarf 2 til vara. Lagt er til við bæjarráð að dregið verði milli þeirra aðila sem hafa skilað fullnægjandi gögnum vegna úthlutun lóðarinnar Turnahvarf 4.
Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Fag Bygg ehf.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Fag Bygg ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Turnahvarfi 4 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

4.1611471 - Stefnumótun hjá Kópavogsbæ

Verkefnastjóri stefnumótunar gerði grein fyrir stöðu mála í þeirri stefnumótunarvinnu sem nú er hafin hjá bænum.

5.1610459 - Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2017

Frá bæjarstjóra, lagðar fram tillögur að gjaldskrám 2017.
Bæjarráð vísar afgreiðslu gjaldskráa til bæjarstjórnar.

6.1110448 - Engihjalli 11 íbúð 0802 Fastanúmer 206-0026 Eignaumsjón

Frá fjármálastjóra, dags. 15. nóvember, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að selja félagslegt húsnæði að Engihjalla 11.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarráð áréttar að samkvæmt stefnu bæjarstjórnar í húsnæðismálum verði söluandvirði íbúða ráðstafað til kaupa á nýju félagslegu húsnæði. Bæjarráð óskar eftir að kaup á íbúðum, samkvæmt framangreindu verði kynnt í bæjarráði.

7.1310048 - Eineltisstefna Kópavogsbæjar

Frá jafnréttisráðgjafa, dags. 9. nóvember, lagt fram erindi um endurskoðun á eineltisstefnu Kópavogsbæjar ásamt eintaki af uppfærðri eineltisstefnu bæjarins.
Bæjarráð samþykkir framlagða eineltisstefnu Kópavogsbæjar fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar.

8.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 15. nóvember, lögð fram drög að lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar ásamt drögum að greiningarskýrslu og aðgerðaráætlun.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagna fastra nefnda bæjarins.

9.1611052 - Álmakór 11. Umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Álmakór 11 frá Ólafi Valdimar Júlíussyni, kt. 271078-2349. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Ólafi Valdimar Júlíussyni kost á byggingarrétti á lóðinni Álmakór 11 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

10.1610475 - Turnahvarf 2, umsókn um atvinnulóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 15. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Turnahvarf 2 frá Morgan ehf., kt. 500414-0810. Lagt er til við bæjarráð að umsókninni verði hafnað á grundvelli ófullnægjandi gagna.
Bæjarráð hafnar umsókn Morgan ehf. um úthlutun lóðarinnar Turnahvarf 2.

11.1610487 - Turnahvarf 2, umsókn um atvinnulóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 15. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Turnahvarf 2 frá Eignarhaldsfélaginu Ögur ehf., kt. 550600-3580. Umsækjandi sækir einnig um lóðina Turnahvarf 4. Umsókn félagsins er eina fullnægjandi umsóknin um lóðina Turnahvarf 2. Því er lagt er til að umsókn félagsins um lóðina Turnahvarf 4 verði ekki tekin til afgreiðslu á grundvelli þess að gefa fleirum kost á lóðaúthlutun. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar Turnahvarf 2 til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Eignarhaldsfélaginu Ögur ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Turnahvarfi 2 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

12.1609433 - Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2017

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 8. nóvember, lögð fram tilkynning um áætlaða úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2017.
Bæjarráð vísar málinu til fjármálastjóra til afgreiðslu.

13.1611422 - Umsókn um stofnstyrk vegna kaupa á íbúðum í Kópavogi 2017

Frá Brynju hússjóði Öryrkjabandalagsins, dags. 14. nóvember, lögð fram umsókn um stofnframlag skv. lögum um almennar íbúðir vegna kaupa á íbúðum í Kópavogi á árinu 2017.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

14.1611394 - Beiðni um styrk

Frá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, dags. í nóvember 2016, lögð fram beiðni um styrk til starfseminnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarritara til afgreiðslu.

15.1611302 - Beiðni um styrk vegna ársins 2017

Frá Neytendasamtökunum, dags. 8. nóvemer, lögð fram beiðni um styrk til starfseminnar að fjárhæð kr. 170.850 vegna ársins 2017.
Bæjarráð hafnar erindinu.

16.1610023 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 20. október 2016.

200. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 5. liðum.
Lagt fram.

17.1610026 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 27. október 2016.

201. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 5. liðum.
Lagt fram.

18.1610019 - Íþróttaráð, dags. 27. október 2016.

64. fundur íþróttaráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

19.1609996 - Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi

Frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 15. nóvember, lögð fram til samþykktar drög að lögum fyrir Samstarfsvettvang íþróttafélaga í Kópavogi sem samþykkt voru á fundi íþróttaráðs þann 29. september sl.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

20.1611002 - Lista- og menningarráð, dags. 10. nóvember 2016.

64. fundur lista- og menningarráðs í 3. liðum.
Lagt fram.

21.16011135 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 7. nóvember 2016.

436. fundur stjórnar SSH í 8. liðum.
Lagt fram.

22.1502356 - Borgarlínan

Frá SSH, dags. 14. nóvember, lögð fram tillaga að samkomulagi aðildarsveitarfélaga um undirbúning og innleiðingu nýs hágæða almenningssamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu (Borgarlínan) sem samþykkt var að senda til efnislegrar umfjöllunar og afgreiðslu aðildarsveitarfélaga á fundi stjórnar SSH þann 7. nóvember sl.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

23.1604134 - Tilnefning í starfshóp vegna fyrirhugaðs öldungaráðs

Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Hvenær hyggst bæjarstjóri kalla saman starfshóp um stofnun öldungaráðs? Félag eldri borgara í Kópavogi tilnefndi sína fulltrúa þann 29. apríl sl. en starfshópurinn hefur ekki enn verið kallaður saman.
Birkir Jón Jónsson"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Þann 16. nóvember sl. var boðað til fundar í starfshópi um öldungarráð þann 29. nóvember. Fulltrúi minnihlutans og þar með Framsóknarflokksins í þeim hópi fékk það fundarboð og svaraði því strax í gær að hann gæti mætt til fundar.
Ármann Kr. Ólafsson"

24.1505366 - Nordic Built Cities. Hugmyndasamkeppni. Kársnes

Ása Richardsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð ítrekar ósk Péturs Hrafns Sigurðssonar bæjarfulltrúa, um að fá arkitekta er stóðu að vinningstillögunni um Kársnes, á fund bæjarráðs.
Ása Richardsdóttir"

Fundi slitið - kl. 10:50.