Bæjarráð

2857. fundur 09. febrúar 2017 kl. 08:15 - 09:55 á Digranesvegi 1, Bæjarráðsherbergi - Drangey
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

1.1611847 - Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2017

Lögð fram til samþykktar uppfærð gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Kópavogsbæ.
Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Kópavogsbæ og vísar málinu til bæjarstjórnar.

2.1702086 - Almannakór 6, umsókn um lóð.

Frá bæjarlögmanni, dags. 7. febrúar, lögð fram umsókn um lóðina Almannakór 6 frá Hjörleifi Björnssyni, kt. 130881-3789 og Söru Katrínu Stefánsdóttur, kt. 040685-3679. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Hjörleifi Björnssyni og Söru Katrínu Stefánsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Almannakór 6 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

3.1603258 - Stjórnsýslukæra Dverghamra vegna úthlutunar Álalind 4-8.

Frá lögfræðideild, dags. 7. febrúar, lagður fram úrskurður innanríkisráðuneytis vegna kæru Dverghamra ehf. á synjun Kópavogsbæjar á úthlutun byggingarréttar við Álalind 4-8 til félagsins.
Lagt fram.

4.1603257 - Stjórnsýslukæra Dverghamra vegna synjunar um aðgang að upplýsingum

Frá lögfræðideild, dags. 7. febrúar, lagður fram úrskurður Innanríkisráðuneytis vegna kæru Dverghamra ehf. á ákvörðun Kópavogsbæjar um synjun á aðgengi að upplýsingum.
Lagt fram

5.1701214 - Nýbýlavegur 20, Kínahofið. KK veitingar ehf. Umsagnarbeiðni vegna breytingar á rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 10. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 8. janúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn KK veitinga ehf., kt. 670710-0680, um breytingu á rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Nýbýlavegi 20, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar og staðfestir að staðsetning er í samræmi við skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

6.1701333 - Gunnarshólmi, Grænt ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstarleyfi íbúðagisting fl.II

Frá lögfræðideild, dags. 10. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 9. janúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Grænt ehf., kt. 680114-1530, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, að Gunnarshólma, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi skv. gildandi skipulagi, en í 6.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 kemur þó fram að minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulags sé heimil. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar og staðfestir að umfang rekstrarleyfisins samrýmist stefnu skipulags.

7.1701334 - Gunnarshólmi, Grænt ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi íbúðagisting fl.III

Frá lögfræðideild, dags. 10. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 9. janúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Grænt ehf., kt. 680114-1530, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki III, að Gunnarshólma, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi skv. gildandi skipulagi, en í 6.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 kemur þó fram að minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulags sé heimil. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar og staðfestir að umfang rekstrarleyfisins samrýmist stefnu skipulags.

8.1701685 - Urðarhvarf 2, Hotel Blue Mountain Apartments. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstarleyfi (br

Frá lögfræðideild, dags. 27. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 17. janúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hótel Bláfjalla ehf., kt. 490102-6470, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki V, að Urðarhvarfi 2, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Frestað.

9.1606891 - Þjónustumiðstöð húsnæði

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs og fjármálastjóra, dags. 6. febrúar, lagt fram erindi um húsnæði Þjónustumiðstöðvar þar sem óskað er heimildar bæjarráðs við meðfylgjandi kaupsamning vegna kaupa á Askalind 5.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita heimild til kaupa á fasteigninni Askalind 5.

10.1702129 - Endurgreiðsluhlutfall Kópavogsbæjar vegna lífeyrisskuldbindinga Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæ

Frá Brú lífeyrissjóði, dags. 1. febrúar, lagt fram erindi um endurgreiðsluhlutfall Kópavogsbæjar vegna lífeyrisskuldbindinga Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall launagreiðanda á greiddum lífeyri vegna ársins 2017 verði óbreytt milli ára eða 59%. Stjórn lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

11.1612018 - Barnaverndarnefnd - 62. fundur frá 15.12.2016

62. fundur í 3. liðum.
Lagt fram.

12.1701015 - Barnaverndarnefnd - 63. fundur frá 12.01.2017

63. fundur í 4. liðum.
Lagt fram.

13.1701035 - Lista- og menningarráð - 67. fundur frá 02.02.2017

67. fundur í 3. liðum.
Lagt fram.

14.1702073 - Fundargerð 357. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 31.01.2017

357. fundur í 4. liðum.
Lagt fram.

Bókun:
Undirritaður lýsir vonbrigðum sínum með að ekki skuli hafa verið unnt að hafa tvær af aðallyftum skíðasvæðisins í Bláfjöllum opnar vegna bilana, laugardaginn 28. janúar, og beinir því til stjórnar bláfjallanefndar að undirbúningi fyrir opnun skíðasvæðisins verði hagað með þeim hætti að tryggt sé að skíðalyftur séu í lagi.
Pétur Hrafn Sigurðsson

Bæjarráð tekur undir bókun Péturs Hrafns Sigurðssonar.

15.1702001 - Skipulagsráð - 2. fundur frá 06.02.2017

2. fundur í 6. liðum.
Lagt fram.
  • 15.3 1702044 Smárinn. Reitur A01. Byggingaráform
    Með tilvísan í skipulagsskilmála fyrir Smárann vestan Reykjanesbrautar frá 25. nóvember 2016 kafla 5 um "Sérstöðu svæðisins og byggingaráform" er lögð fram tillaga ARKÍS/TARK arkitekta fh. lóðarhafa að byggingaráformum á reit A01 í 201 Smári. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er ráðgert að byggja á reitnum 4-7 hæða fjölbýlishús með 55 íbúðum. Arnar Þór Jónsson, Halldór Eiríksson, arkitektar og Ingvi Jónasson, framkævmdastjóri Klasa ehf. kynna byggingaráformin. Niðurstaða Skipulagsráð - 2 Skipulagsráð telur að framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett eru fram í skipulagsskilmálum fyrir reit A01 í deiliskipulagi Smárans vestan Reykjanesbrautar og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

16.1702046 - Fundargerð 21. fundar Skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 18. jan. 2017

21. fundur í 5. liðum.
Lagt fram.

17.1702060 - Fundargerð 846. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.01.2017

846. fundur í 39. liðum.
Lagt fram.

18.1611021 - Umhverfis- og samgöngunefnd - 81. fundur frá 20.12.2016

81. fundur í 6. liðum.
Lagt fram.

19.1701005 - Umhverfis- og samgöngunefnd - 82. fundur frá 31.01.2017

82. fundur í 13. liðum.
Lagt fram.
  • 19.2 1701012 Markmið um 50% endurvinnslu heimilisúrgangs árið 2020
    Frá Sorpu, dags. 9. janúar, lagt fram erindi vegna bréfs Umhverfisstofnunar um markmið um 50% endurvinnslu heimilisúrgangs fyrir árið 2020 frá 29.12.2016 sem var sent sveitarfélögunum og bæjarráð vísaði til stjórnar Sorpu.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.
    Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 82 Í ljósi tækniframfara og breyttra forsenda telur Umhverfis- og samgöngunefnd að leita þurfi umsagnar til þess bærra og óháðra aðila að meta mögulegar tæknilausnir til að uppfylla best markmið um 50% endurvinnslu heimilisúrgangs (fyrir árið 2020) í samanburði við gas- og jarðgerðarstöð.
    Niðurstaða Frestað.
  • 19.5 1408478 Umhverfisverkefni
    Greint frá stöðu mála. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 82 Greint frá stöðu mála.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir lýsingarverkefni við Skógarlind og Digranesveg 1 og vísar kostnaðarliðum til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu umhverfis- og samgöngunefndar um lýsingarverkefni.

20.1612388 - Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Leitað eftir stuðningi við dagskrá fyrir almenning í Vigdísarstofnu

Frá Vigdísarstofnun, dags. 14. desember, lögð fram beiðni um styrk við starfsemina næstu þrjú árin til að mæta kostnaði við sýningar og menningarviðburði fyrir almenning.
Bæjarráð hafnar erindinu með þremur atkvæðum að gegn atkvæði Ólafs Þórs Gunnarssonar og hjásetu Péturs Hrafns Sigurðssonar

21.1702180 - Hestheimar 14 - 16, Samskipahöllin. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 8. febrúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 6. febrúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Freymarsfélagsins áhugamannafélags, kt. 540313-1040, um tímabundið áfengisleyfi vegna Þorrablóts þann 11. febrúar nk. frá kl. 19:00-01:00, í Samskipahöllinni, að Hestheimum 14-16m Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag en afgreiðslutími er lengri en ákvæði 2. mgr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015 gerir ráð fyrir. Sveitarstjórn hefur heimild til þess að samþykkja lengri opnunartíma. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

22.1702218 - Fundartími bæjarráðs

Umræður.

23.1403522 - Starfsumhverfi bæjarfulltrúa og valdmörk nefnda

Frá Forsætisnefnd, tillaga um starfsumhverfi bæjarfulltrúa.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 09:55.