Bæjarráð

2844. fundur 31. október 2016 kl. 15:00 - 18:10 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1610459 - Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2017

Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar og stofnana fyrir árið 2017 og drög að þriggja ára fjárhagsáætlun 2018-2020. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu næsta bæjarráðsfundar.
Bæjarráð vísar tillögu að fjárhagsáætlun 2017 og tillögu að þriggja ára áætlun 2018-2020 til bæjarstjórnar til fyrri umræðu með fimm atkvæðum.

2.1604139 - Umsókn um lóð undir upplifunar- og spa hótel á Kársnesi.

Frá bæjarstjóra, dags. 25. október, lögð fram umsögn um erindi Nature Resort ehf. frá 4. apríl sl. ásamt fylgiskjölum, þar sem sótt er um lóð undir upplifunar- og spa hótel á Kársnesi. Erindinu var vísað til umsagnar bæjarstjóra. Lagt er til að Nature Restort ehf. verði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðinni Vesturvör 40-48. Einnig lagt til að forsvarsmenn fyrirtækisins vinni tillögu að er breytingu á skipulagi lóðanna í samvinnu við skipulags- og byggingardeild umhverfissviðs, sem taki mið af niðurstöðu Kársnessamkeppninnar.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með þremur atkvæðum og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Ólafur Þór Gunnarsson og Pétur Hrafn Sigurðsson greiddu ekki atkvæði.

3.1610172 - Vesturvör 29. Viðræður við Hafrannsóknarstofnun

Frá bæjarstjóra, dags. 27. október, lögð fram viljayfirlýsing Kópavogsbæjar og Hafrannsóknarstofnunar dags. 27. október, um flutning stofnunarinnar að Vesturvör 29.
Bæjarráð samþykkir framlagða viljayfirlýsingu við Hafrannsóknastofnun með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Péturs Hrafns Sigurðssonar.

Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég er á móti því að bærinn ráðist í gerð hafnarmannvirkja fyrir áætlaðar 150 m.kr. vegna flutnings Hafrannsóknarsstofnunar í bæinn og bendi á að við úthlutun undir höfuðstöðvar Wow-air þurfti bærinn ekki að reisa flugvöll.
Pétur Hrafn Sigurðsson"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ítarlegri greinargerð varðandi fjárhagslegan ávinning af verkefninu verður lögð fram á síðari stigum en áréttað er að hér er um viljayfirlýsingu að ræða og á eftir að hnýta lausa enda.
Ármann Kr. Ólafsson"

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég fagna yfirlýsingu um flutning Hafrannsóknarstofnunar í Kópavog en legg áherslu á að það er ekki hlutverk bæjarsjóðs Kópavogs að byggja hafnarmannvirki fyrir ríkisstofnanir.
Ólafur Þór Gunnarsson"

4.1602049 - Boðaþing 11-13, Stækkun hjúkrunarheimilis

Frá velferðarráðuneyti, dags. 26. október, lögð fram tilkynning um skipan fulltrúa frá ráðuneytinu í starfshóp um byggingu hjúkrunarheimilis við Boðaþing í Kópavogi.
Lagt fram.

5.1610024 - Félagsmálaráð, dags. 24. október 2016.

1421. fundur félagsmálaráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:10.