Bæjarráð

2564. fundur 07. október 2010 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Hjálmar Hjálmarsson stýrði fundi.

1.1008008 - Atvinnu- og upplýsinganefnd 16/8

326. fundur

2.1010001 - Félagsmálaráð 5/10

1292. fundur

3.1009323 - Umsóknarlistar 2009 og 2010 um félagslegt leiguhúsnæði

Bæjarráð óskar eftir umsögn félagsmálastjóra um greiðslur ríkis vegna sérstakra húsaleigubóta.

4.1009020 - Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra 27/9

1. fundur

Bæjarráð óskar eftir að félagsmálastjóri mæti til næsta fundar bæjarráðs.

5.1001150 - Heilbrigðiseftirlit 27/9

154. fundur

6.1010002 - Íþrótta- og tómstundaráð 6/10

257. fundur

7.1009021 - Jafnréttisnefnd 29/9

295. fundur

8.1002266 - Jafnréttisverkefni 2010

Frá jafnréttisfulltrúa, yfirlit yfir kynjaskiptingu í nefndum og ráðum í september 2010.

Fulltrúar meirihluta bæjarráðs óskuðu fært til bókar að þeir þakki fyrir ábendingu jafnréttisfulltrúa og muni taka tillit til hennar við endurskipulag nefnda bæjarins.

9.1009023 - Leikskólanefnd 5/10

11. fundur

10.1001080 - Vefsíðumál leikskóla

Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar og óskar jafnframt eftir frekari upplýsingum frá forstöðumanni upplýsingatæknideildar um málið.

11.1009083 - Verktakasamningur um ræstingar í Kópahvoli

Leikskólanefnd samþykkir verktakasamninginn fyrir sitt leyti.

Bæjarráð staðfestir samninginn.

12.902051 - Sumarleyfi leikskóla Kópavogs

Bæjarráð tekur undir bókun leikskólanefndar um mikilvægi þess að skólastjórar leik- og grunnskóla samræmi skipulags- og starfsdaga.

13.1009011 - Lista- og menningarráð 27/9

364. fundur

14.1009022 - Skólanefnd 4/10

18. fundur

15.1005149 - Stjórn Héraðsskjalasafns 27/9

66. fundur.

Gunnar Ingi Birgisson óskar eftir því að bæjarstjóri geri grein fyrir lið 7 á næsta fundi bæjarráðs.

16.1001154 - Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 20/9

307. fundur

Rannveig Ásgeirsdóttir beinir því til stjórnar skíðasvæða að hún leiti samstarfs við fyrirtæki í ferðaþjónustu með frekari nýtingu svæðisins í huga.

17.1010038 - Hjólreiðavangur í Skálafelli

Frá fundi stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 27/9, óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins varðandi hjólreiðavang í Skálafelli.

Bæjarráð er jákvætt gagnvart hugmyndum um hjólreiðavang og óskar eftir frekari vinnu og upplýsingum vegna þeirra.

18.1001156 - Stjórn Sorpu bs. 27/9

277. fundur

19.1001157 - Stjórn Strætó bs. 24/9

147. fundur

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari gagna, m.a. útreikninga, vegna kaupa á nýjum vögnum sbr. lið 1. Þá felur bæjarráð bæjarstjóra að kanna kostnað við aksturstengingar við Mjódd úr Vatnsendahverfi.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Fá að vita hversu miklum sparnaði nýafstaðið útboð skili Kópavogsbæ.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hvers vegna var hætt að nota litla vagna inni í hverfum Kópavogs.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Við óskum eftir verðmismun á akstri einkaaðila og eigin akstri Strætó.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

 

Bæjarráð samþykkir erindi frá Skottum, félagi um kvennafrídag, fyrir sitt leyti. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.

20.1009090 - Stjórn Tónlistarhúss 23/9

110. fundur

21.1008017 - Umferðarnefnd 26/8

369. fundur

22.1009009 - Umferðarnefnd 21/9

370. fundur

23.1009014 - Umhverfisráð 27/9

494. fundur

24.801287 - Grjótnám í Lækjarbotnum

Liður 1 í fundargerð umhverfisráðs 27/9: Umhverfisráð leggur til við bæjarráð, að samningur um grjótnámið verði uppfylltur hvað varðar verktryggingu og frágang svæðisins og að frekara grjótnám fari ekki fram fyrr en þessi skilyrði verði uppfyllt.

Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisráðs.

25.1006314 - Evrópsk samgönguvika 2010

Liður 4 í fundargerð umhverfisráðs 27/9: Lagt fram og kynnt. Umhverfisráð leggur til við bæjarráð, að hraðað verði endurbótum á almenningssamgöngum í bænum. Slíkt er forsenda þess að íbúar geti ferðast um á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.

Lagt fram.

26.1009241 - Umhverfisvika í MK

Liður 6 í fundargerð umhverfisráðs 27/9: Umhverfisráð mælir með því við bæjarráð að Kópavogsbær verði aðili að umhverfisviku Menntaskólans í Kópavogi og að formaður umhverfisráðs og umhverfisfulltrúi verði tengiliðir umhverfisráðs vegna undirbúningsvinnu.
Umhverfisráð leggur til við bæjarráð að styrkja Menntaskólinn í Kópavogi vegna þessa verkefnis.
Umhverfisráð samþykkir að beina þeim tilmælum til bæjarráðs að sett verði strætóskýli við Menntaskólann í Kópavogi.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

27.1007198 - Fjárhagsáætlun 2010.

Fjármála- og hagsýslustjóri mætti til fundar og gerði grein fyrir 8 mánaða uppgjöri.

Lagt fram.

28.1003012 - Mánaðarskýrslur 2010.

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla Kópavogsbæjar september 2010, yfirlit yfir starfsemi bæjarins í ágúst 2010.

Lagt fram.

29.1009274 - Fyrirspurn um kostnað við farsíma bæjarfulltrúa

Frá bæjarritara, dags. 28/9, svar við fyrirspurn um kostnað við kaup og notkun á farsímum bæjarfulltrúa.

Lagt fram.

30.1009101 - Smiðjuvegur 4b. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignagjalda

Frá bæjarritara, dags. 28/9, tillaga að afgreiðslu styrkbeiðni frá Bænahúsinu vegna fasteignagjalda húsnæðisins að Smiðjuvegi 4b, þar sem lagt er til að erindinu verði hafnað.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarritara og hafnar erindinu.

31.1009160 - Hamraborg 10. Beiðni um umsögn um leyfi

Frá bæjarlögmanni, dags. 22/9, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 9. september 2010 þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Ikaup ehf., kt. 570107-1860, Suðurhólum 26, Reykjavík, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Dix, Hamraborg 10 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk III, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti en gerir fyrirvara um að ekki verði um hávaðasaman tónlistarflutning að ræða vegna nálægðar við íbúabyggð.  

32.1009289 - Smiðjuvegur 4, Thai Style. Beiðni um umsögn um umsókn um veitingaleyfi

Frá bæjarlögmanni, dags. 6/10, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 22. september 2010 þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Velox ehf., kt. 530809-0560, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Thai Style að Smiðjuvegi 4 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

33.1009245 - Hamraendi 23 og Hamraendi 25. Óskað eftir að flytja hesthús sem stendur við Stjarnaholt 7 eða Sörlah

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 27/9, umsögn, sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 23/9 sl., ásamt tillögu að afgreiðslu varðandi sölu og brottflutning hesthúsa.

Bæjarráð samþykkir tillögu um afgreiðslu.

34.1009299 - Húsnæði fyrir leikfangasafn

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 27/9, tillaga að flutningi leikfangasafns frá Digranesvegi 10 í lausa stofu við Smáraskóla í eigu bæjarins.

Bæjarráð samþykkir tillögu um afgreiðslu.

35.1009282 - Fyrirspurn frá Gunnari I. Birgissyni. Óskað eftir upplýsingum um vinnu við endanlegt deiliskipulag o

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 5/10, svar við fyrirspurn á fundi bæjarráðs 23/9 sl.

Lagt fram.

36.1009265 - Fyrirspurn um leigugreiðslur í Glaðheimum

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 5/10, svar við fyrirspurn sem óskað var eftir í bæjarráði 23/9 sl.

Bæjarráð óskar eftir að sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs mæti til næsta fundar og geri nánar grein fyrir málinu.

37.1007102 - Fífuhvammsvegur / Arnarnesvegur hringtorg.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 27/9, opnuð tilboð í verkið Arnarnesvegur - Fífuhvammsvegur TORG. Útboðið var opið og bárust eftirfarandi tilboð í verkið:

ÍAV hf

143.984.524 kr.
Háfell ehf.
128.183.005 kr.
Suðurverk hf.
118.569.396 kr.
Loftorka ehf.
121.621.250 kr.
Arnarverk ehf.
105.316.710 kr.
Steinberg ehf.
ógilt
Glaumur ehf.
127.496.100 kr.

Kostnaðaráætlun 115.254.300 kr.


Lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda, Arnarverk ehf.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Undirritaðir leggjast gegn því að farið verði í þessa framkvæmd miðað við fjárhagsstöðu bæjarins. Það er ljóst að fjármögnun þessa verks verður ekki gerð nema með auknum lántökum. Þetta er góð framkvæmd sem við hefðum stutt ef fjárhagsstaða bæjarins væri önnur. Framkvæmdina átti að fjármagna með tekjum af sölu byggingarréttar. Þess vegna leggjum við til að þessari framkvæmd verði frestað.

Gunnar Ingi Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson"

 

Hlé var gert á fundi kl. 11:35.  Fundi var fram haldið kl. 11:43.

 

Fulltrúar meirihlutans í bæjarráði lagði fram eftirfarandi bókun:

"Meirihlutinn ítrekar að gert er ráð fyrir framkvæmdinni í fjárhagsáætlun. Hér er um nauðsynlega samgönguúrbót að ræða sem mun auka umferðaröryggi en gatnamótin uppfylla í dag ekki kröfur þar um.  Til framtíðar er hagkvæmara að ráðast í varanlega lausn í stað bráðabirgða aðgerða. Þá er framkvæmdin nauðsynleg forsenda fyrirhugaðra framkvæmda við Arnarnesveg, sem eru á vegaáætlun árið 2012. Framkvæmdin er að auki atvinnuskapandi.

Hjálmar Hjálmarsson, Pétur Ólafsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins var felld með þremur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni.

 

Tillaga um að leita samninga við lægstbjóðanda samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur.

38.1001011 - Skóli Ísaks Jónssonar óskar eftir þjónustusamningi

Frá sviðsstjóra fræðslusviðs, dags. 24/9, umsögn um beiðni Ísaksskóla um þjónustusamning, þar sem ekki er talið ráðlegt að gera sérstakan þjónustusamning við skólann.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

39.1006098 - Erindi frá trúnaðarmönnum Digranes- og Hjallaskóla

Frá sviðsstjóra fræðslusviðs, dags. 29/9, umsögn um bréf trúnaðarmanna í Álfhólsskóla.

Lagt fram.

40.1009054 - Hamraborgarhátíð. Beiðni um upplýsingar um kostnað Kópavogsbæjar vegna hátíðarinnar

Frá deildarstjóra menningardeildar, greinargerð um Hamraborgarhátíðina, sem óskað var eftir í bæjarráði 9/9.

Lagt fram.

41.1006452 - Skólaakstur úr Þingahverfi í Vatnsendaskóla

Erindi frá foreldrum dags. 20/8 varðandi ákvörðun bæjarráðs 22/7 um að fella niður skólaakstur í Þingahverfi var lagt fram í bæjarráði 26/8 og vísað til skólanefndar til afgreiðslu. Skólanefnd vísaði erindinu aftur til bæjarráðs á fundi sínum þann 20/9.

Bæjarráð hefur skoðað forsendur skólaaksturs í Þingahverfi og ljóst að gönguleið skólabarna í Vatnsendaskóla er trygg og örugg.  Það var ljóst á sínum tíma að skólaakstur í Þingahverfi var tímabundin ráðstöfun þar til gönguleiðir í hverfinu yrðu tryggðar.  Því mun bæjarráð ekki endurskoða afstöðu sína.

42.1008226 - Boðaþing. Umsókn um leyfi fyrir dagdvöl á vegum Hrafnistu

Frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu, dags. 21/9, beiðni um rekstrarleyfi til að starfrækja 30 dagvistarrými í Boðaþingi hafnað.

Bæjarráð harmar afgreiðslu ráðuneytisins og óskar að bæjarstjóri leiti eftir fundi með ráðherra um málið.

43.1010025 - Tilmæli til sveitastjórna vegna reglna um ráðningar starfsmanna sveitarfélaga

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 24/9, varðandi skyldur sveitarfélaga í tengslum við ráðningar starfsmanna.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til úrvinnslu.

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður bendir á nýlega ráðningu sveitastjórnarráðherra á skrifstofustjóra í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu.

Gunnar Ingi Birgisson"

44.1009325 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2010

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 28/9, tilkynning um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem verður haldinn 15/10 nk. á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík.

Lagt fram.

45.1009298 - Upplýsingaöflun vegna nýbúafræðslu á árinu 2011

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 22/9, varðandi fyrirhugaða úthlutun framlaga vegna nýbúafræðslu á grundvelli upplýsinga frá kennsluráðgjafa í nýbúafræðslu.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra fræðslusviðs til afgreiðslu.

46.1010039 - Krafa um að farið verði eftir starfsreglum um dægradvalir

Frá formanni Starfsmannafélags Kópavogs, dags. 23/9, krafa um hámarksfjölda barna í dægradvöl og að stuðningur með börnum í skóla haldi áfram þegar þau koma í dægradvöl.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra fræðslusviðs til umsagnar.

47.1010021 - Beiðni um styrk vegna nemakeppni AEHT í Lissabon í Portúgal

Frá Menntaskólanum í Kópavogi, dags. 27/9, óskað eftir styrk að upphæð 150.000,- kr. vegna þátttöku á aðalfundi Evrópusamtaka hótel- og ferðamálaskóla í Lissabon.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

48.1010066 - Fyrirspurn varðandi lækkun fasteignagjalda

Frá íbúa í bænum, óskað eftir endurskoðun útreikninga vegna afsláttar á fasteignasköttum.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

49.1009301 - Gjöf frá Garðyrkjufélagi Íslands í tilefni af 125 ára afmæli félagsins

Frá garðyrkjufélagi Íslands, dags. 22/9, Kópavogsbæ gefið tré, sem óskað er eftir að bæjarstjórn veiti viðtöku með viðeigandi hætti til gróðursetningar í landi Kópavogs.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til úrvinnslu.

50.1010026 - FAAS óskar eftir að sveitarfélagið veiti félaginu fjárhagslegan stuðning fyrir árið 2011

Frá Félagi áhugafóks og aðstendenda alzheimerssjúklinga, dags. 23/9, óskað eftir styrk til starfseminnar fyrir árið 2011.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra til afgreiðslu.

51.1009300 - Styrkumsókn vegna þáttöku í 32 liða úrslitum í forkeppni Meistaradeildar kvenna

Frá Breiðabliki, dags. 21/9, beiðni um styrk vegna þátttöku í forkeppni Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu (UEFA Women""s Champions League).

Bæjarráð vísar erindinu til ÍTK til afgreiðslu.

52.1008211 - Gjaldskrárhækkun Orkuveitu Reykjavíkur

Frá Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 4/10, svar við mótmælabréfi Kópavogsbæjar vegna hækkunar á gjaldskrá Orkuveitunnar.

Lagt fram.

53.1010049 - Umsókn um byggingarstyrk frá skógarmönnum KFUM

Frá Skógarmönnum KFUM, dags. 30/9, óskað eftir styrk vegna byggingarframkvæmda í Vatnaskógi.

Bæjarráð hafnar erindinu.

54.1009302 - Markavegur 7. Lóðarumsókn

Frá skrifstofustjóra, dags. 28/9, umsögn um lóðarumsókn vegna Markavegar 7.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Haraldi Dungal, kt. 210550-2599, Guðna Jónssyni, kt. 310350-4519, Valdimar Harðarsyni, kt. 050151-2559 og Pétri Kristinssyni, kt. 180448-2929, lóðinni að Markavegi 7.

55.1009277 - Hamraendi 10. Lóðarumsókn.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 28/9, umsögn um umsókn um lóðina Hamraenda 10.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Sigþóri Sigurðssyni, kt. 141077-4229 og Sigurði Sigurðssyni, kt. 230176-5319, lóðinni að Hamraenda 10.

56.1009304 - Hlíðarendi 16. Lóðaskil

Frá Ólafi Jónssyni, dags. 27/9, lóðinni að Hlíðarenda 16 skilað inn.

Lagt fram.

57.1010046 - Kosning í framkvæmdaráð

Kosning þriggja aðalmanna og tveggja til vara.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Guðríður Arnardóttir, formaður

Guðný Dóra Gestsdóttir

Af B-lista:

Ármann Kr. Ólafsson

 

Kjöri varamanna frestað.

 

Gunnar Ingi Birgisson:

"Ég er á móti þessu óþarfa framkvæmdaráði sem hefur lítið annað í för með sér nema aukinn kostnað bæjarsjóðs og er að fara að inna af hendi verkefni sem bæjarráð hefði annars annast.

Gunnar Ingi Birgisson"

 

Meirhluti bæjarráðs lagði fram eftirfarandi bókun:

"Með tilkomu framkvæmdaráðs verða innkaup og útboð gegnsærri en áður enda eykur það aðgengi kjörinna fulltrúa að ákvörðunum þar um. Stofnun framkvæmdaráðs veitir meira aðhald í rekstri sem leiðir til sparnaðar og hagkvæmari innkaupa en ekki aukinna útgjalda.

Hjálmar Hjálmarsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, Pétur Ólafsson"

 

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Sjálfstæðisflokkurinn lagði til á síðasta bæjarstjórnarfundi að ákvörðun um framkvæmdaráð yrði frestað þar til ný bæjarmálasamþykkt lægi fyrir. Meirihlutinn felldi þá tillögu og lít ég svo á að skipan framkvæmdaráðsins verði engu að síður endurskoðuð í nýrri bæjarmálasamþykkt og því sé hér um ákveðna tilraun að ræða.

Ármann Kr. Ólafsson"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Í ljósi óska meirihlutans um aukna þátttöku lýðræðislegra kjörinna fulltrúa í stjórnum bæjarins með stofnun framkvæmdaráðs óska ég eftir að Framsóknarflokkurinn í Kópavogi fái að tilnefna áheyrnarfulltrúa í framkvæmdaráð. Óska ég jafnframt eftir að það verði samþykkt á þessum fundi.

Ómar Stefánsson"

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar til næsta fundar.

58.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Fundargerðir nefnda.

II. Kosningar.

59.1010095 - Fyrirspurn um útilistaverk

Pétur Ólafsson óskar upplýsinga um útilistaverk í Hlíðargarði, sem fór í viðgerð árið 2004.

60.1009216 - Tillaga um áskorun til fjármálaráðherra

Ármann Kr. Ólafsson óskaði fært til bókar að tillaga að áskorun til fjármálaráðherra er óafgreidd.

Fundi slitið - kl. 10:15.