Bæjarráð

2620. fundur 08. desember 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir formaður
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1005075 - Reglur um launalaus leyfi og launuð leyfi

Frá starfsmannastjóra, lagðar fram að nýju reglur um launalaus leyfi og launuð leyfi, mál sem frestað var í bæjarráði 1/12 sl.

Bæjarráð samþykkir tillögu að nýjum reglum.

2.1111567 - Útboð matur Bæjarskrifstofur

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, bókun í framkvæmdaráði 7/12:
Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar. Þriðjudaginn 22. nóvember 2011 kl. 11:00 voru opnuð tilboð í verkið " Framleiðsla á mat fyrir bæjarskrifstofur Kópavogs 2011 til 2012".
Útboðið var opið og bárust eftirfarandi tilboð:

1. Furðufiskar ehf. 11.990.000 -
2. H og K veitingar ehf. 12.550.000 -

Kostnaðaráætlun 13.200.000 -
Lagt er til að leitað verði samninga við lægst bjóðanda Furðufiska ehf.
Samþykkt.

Bæjarráð samþykkir tillögu um að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, vék af fundi undir þessum lið.

3.1110313 - Lækjarbotnaland 17. Óskað eftir heimild til framsals

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 7/12, bókun í framkvæmdaráði 7/12:
1110313 - Lækjarbotnaland 17. Óskað eftir heimild til framsals
Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Lagt er til að framsal verði heimilað.
Samþykkt, enda sé tryggt að forkaupsréttur bæjarins haldist.

Bæjarráð samþykkir erindið.

4.1112049 - Urðarhvarf 8. Óskað eftir samþykki fyrir framsali.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 7/12, bókun í framkvæmdaráði 7/12:
1112049 - Urðarhvarf 8. Óskað eftir samþykki fyrir framsali.
Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Lagt er til að framsal verði heimilað.
Samþykkt.

Bæjarráð samþykkir erindið.

5.1112016 - Samstarfssamningur milli RannUng og sveitarfélaga í kraganum um rannsóknarverkefni í kraganum

Frá leikskólafulltrúa, dags. 7/12, vegna bókunar á fundi leikskólanefndar 6/12.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs.

6.1112032 - Erindi leikskólastjóra vegna vinnslu skólanámskrár

Frá leikskólafulltrúa, dags. 7/12, vegna bókunar í leikskólanefnd 6/12 varðandi námsskrár.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar með kostnaðargreiningu.

7.1111564 - Frá samtökum eldri borgara, ósk um endurskoðun á gjaldskrá vegna gatna- og yfirtökugjalda

Frá sviðsstjóra og skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 7/12, umsögn um erindi varðandi breytingu á gjaldskrá lóðargjalda, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 1/12 sl., ásamt tillögu að nýrri gjaldskrá gatnagerðar- og yfirtökugjalda.

Bæjarráð samþykkir tillögu að nýrri gjaldskrá.

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

8.1112025 - Beiðni um leyfi til að auglýsa starf yfirþroskaþjálfa í Hrauntungu áfangaheimili.

Frá verkefnastjóra í málefnum fatlaðs fólks, dags. 6/12, beiðni um leyfi til að auglýsa starf yfirþroskaþjálfa í Hrauntungu áfangaheimili, sem samþykkt var á fundi félagsmálaráðs 6/12.

Bæjarráð frestar erindinu til næstar fundar.

9.1110242 - Atvinnutorg

Frá verkefnastjóra velferðarsviðs, dags. 7/12, óskað heimildar til að auglýsa eftir atvinnuráðgjafa, samþykkt á fundi félagsmálaráðs 6/12 og vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir erindið með þremur atkvæðum gegn einu með þeirri breytingu að menntunarkrafa verði: Menntun sem nýtist í starfi. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Bæjarráð óskar eftir að félagsmálastjóri mæti á næsta fund ráðsins og geri frekari grein fyrir verkefninu. Þá verði ekki ráðið í starfið fyrr en nánari skilgreining verkefnisins liggur fyrir.

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég sit hjá við afgreiðslu málsins þar sem kostnaðargreining liggur ekki fyrir og tel óeðlilegt að auglýsa fyrr en þær upplýsingar eru komnar fram.

Ármann Kr. Ólafsson"

Hlé var gert á fundi kl. 9:33.  Fundi var fram haldið kl. 9:48.

10.1111434 - Erindisbréf félagsmálaráðs

Bókun í fundargerð félagsmálaráðs 6/12:
Samþykkt með þeirri breytingu að félagsmálaráð úthlutar félagslegu leiguhúsnæði.

Lagt fram.

11.709158 - Vatnsendablettur 184/3-6A. Uppsögn lóðarleigusamnings.Dómsmál

Domur Hæstaréttar, dags. 1/12, varðandi uppsögn á lóðarleigusamningi Vbl. 184/3-6A.

Lagt fram.

12.1112013 - Endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri úr sjóðnum

Frá framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, dags. 29/11, tilkynning um breytt endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

13.1112011 - Tilkynning um breytingu á kjörskrá

Frá Þjóðskrá Íslands, dags. 30/11, samþykkt að taka Eddu Elínu Hjálmarsdóttur, kt. 220749-2239, á kjörskrá við kosningar til Alþingis, kjör forseta Íslands og þjóðaratkvæðagreiðslur.

Lagt fram.

14.1111570 - Beiðni um leyfi til flugeldasölu við Versali

Frá Hjálparsveit skáta, dags. 25/11, óskað heimildar til að setja upp flugeldasöluskúr við Versali.

Bæjarráð samþykkir erindið.

15.1111571 - Beiðni um leyfi til flugeldasölu við Dalsmára 7 (gömlu stúkuna)

Frá Hjálparsveit skáta, dags. 25/11, óskað heimildar til að setja upp flugeldasöluskúr við Dalsmára 7.

Bæjarráð samþykkir erindið.

16.1111574 - Flugeldasýning. Leyfi til að halda flugeldasýningu í Kópavogsdal á gamlárskvöld

Frá Hjálparsveit skáta, dags. 25/11, óskað heimildar til að vera með flugeldasýningu á svæði fótboltavallar Breiðabliks í Kópavogsdal, ásamt tillögu að umsögn bæjaryfirvalda, þar sem fram kemur að skilyrði fyrir leyfinu sé að leyfi frá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins liggi fyrir og að skilyrði þess séu uppfyllt.

 

Bæjarráð samþykkir erindið.

17.1112010 - UMFÍ. Samþykktir 47. sambandsþings

Frá UMFÍ, dags. 29/11, tilkynning um ályktanir frá 47. sambandsþingi félagsins frá 15. - 16. október sl.

Lagt fram.

18.1112044 - Samningur vegna notkunar á höfundaréttarvörðu efni

Frá Fjölís, dags. 2/12, óskað eftir samningi við félagið vegna notkunar á höfundaréttarvörðu efni.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

19.1112045 - Ályktun vegna tillagna frá starfshópi sjávarútvegsráðherra

Frá sveitarfélaginu Skagafirði, dags. 2/12, ályktun frá 274. fundi 30/11 vegna tillagna frá starfshópi sjávarútvegsráðherra um ráðstöfun veiðileyfagjalda og hlutfall þeirra sem renni til sjávarbyggða.

Lagt fram.

20.1112068 - Ósk um nýjan rekstrarsamning og styrk til að ljúka framkvæmdum við hús félagsins í Guðmundarlundi

Frá Skógræktarfélagi Kópavogs, dags. 1/12, óskað eftir fjárveitingu vegna kostnaðar við rekstur Guðmundarlundar 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

21.1112080 - Faxaholt 1. Umsókn um leyfi til að nýta hluta hússins til hestahalds veturinn 2011-2012

Frá Svani Halldórssyni, dags. 7/12, óskað eftir heimild til að nýta suðurhelming Faxaholts 1 til hestahalds í vetur.

Sviðsstjóri umhverfissviðs gerði grein fyrir stöðu málsins.

 

Bæjarráð bendir á fyrri samþykktir um sama málefni og felur sviðsstjóra umhverfissviðs að koma með tillögu að svari fyrir næsta fund bæjarráðs.

22.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 13. desember 2011

I.  Fundargerðir nefnda

II. Fjárhagsáætlun 2012 - seinni umræða

Gunnar Ingi Birgisson lagði til að afgreiðsla fjárhagsáætlunar færi fram á fundi bæjarstjórnar þann 20. desember nk. Tillaga Gunnars var felld með þremur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Fyrir síðasta bæjarstjórnarfund þegar fjárhagsáætlun var lögð fram til fyrri umræðu bárust gögn alltof seint. Engu að síður samþykktu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að bæjarstjórnarfundur yrði haldinn og fjárhagsáætlun tekin til fyrri umræðu. En okkur hefði verið í lófa lagið að hafna því. Nú óskum við eftir því að bæjarstjórnarfundurinn í desember verði þann 20. til þess að við getum unnið okkar tillögu að fjárhagsáætlun eins vel og unnt er. En því er hafnað. Þetta lýsir viðhorfi meirhlutans og bæjarstjórans til samstarfs.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fengu gögn þann 27. nóvember og var samþykkt samhljóða á bæjarstjórnarfundi þann 29. nóvember að seinni umræða um fjárhagsáætlun 2012 færi fram þann 13. desember.  Við teljum ekki eðilegt að fresta afgreiðslu fjárhagsáætlunar þótt svo sjálfstæðismenn hafi ekki unnið heimavinnuna sína.   Samþykkt fjárhagsáætlunar hefur mikla þýðingu fyrir stofnanir og starfsmenn bæjarins og þess fyrr sem endanlegri afgreiðslu hennar líkur, þess betra fyrir stjórnsýsluna og starfsmenn.

Guðríður Arnardóttir"

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru í annarri vinnu eins og allir aðrir sveitarstjórnamenn landsins að Reykjavík undanskilinni. Við höfum ekki her embættismanna til þess að sjá um vinnu við fjárhagsáætlun fyrir okkur og því sóttist okkur vinnan hægar en við höfðum áætlað.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þetta er gömul saga og ný, það eru allir kjörnir fulltrúar bæjarins í annarri vinnu samhliða störfum sínum á vegum bæjarins

Guðríður Arnardóttir"

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Eins og áður hefur komið fram er þessi fjárhagsáætlun unnin af starfsmönnum bæjarins en ekki kjörnum fulltrúum meirihlutans.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

23.1112077 - Aðalfundur SSH 2011

Frá SSH, fundargerð 35. aðalfundar SSH 4/11 sl.

Lagt fram.

24.1112012 - Rekstraráætlun Sorpu bs fyrir árið 2012

Frá Sorpu bs., rekstraráætlun fyrir árið 2012.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.