Bæjarráð

2520. fundur 08. október 2009 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.909505 - Fundargerð ferlinefndar 23/9

132. fundur

2.910001 - Fundargerð félagsmálaráðs 5/10

1269. fundur

Liður 10. Bæjarráð felur félagsmálastjóra að vinna úttekt á hugsanlegum áhrifum af tilflutningi málefna fatlaðra til sveitarfélaga.

3.909020 - Fundargerð leikskólanefndar 6/10

9. fundur

Liður 1. Bæjarráð staðfestir afgreiðslu leikskólanefndar.

4.910051 - Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns 5/2

54. fundur

5.910051 - Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns 2/6

55. fundur

6.910051 - Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns 29/6

56. fundur

7.902033 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 24/9

767. fundur

8.901307 - Fundargerð stjórnar SSH 7/9

339. fundur

9.904120 - Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 30/9

298. fundur

10.901200 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 1/10

122. fundur

11.905208 - Fundargerð stjórnar Tónlistarsafns Íslands 30/9

3. fundur

12.909215 - Snjómokstur á stofn-, tengi- og safngötum 2009 - 2012

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 30/9, tilboð opnuð í verkið Snjómokstur og hálkuvörn í Kópavogi 2009-2012, skv. útboðsgögnum gerðum af framkvæmdadeild Kópavogs, dags. í september 2009. Útboðið var opið og bárust eftirfarandi tilboð:
Röð..Verktaki............Tilboðsupphæð...
1...Arnarverk ehf................7.700.000....61%
2...Lambafell ehf................8.890.000....71%
3...O.K. Gröfur ehf.............8.925.000....71%
4...Kostnaðaráætlun..........12.565.000...100%
5...Borgar Skarphéðinsson.12.880.000...103%
6...Hilmar D Ólafsson........13.084.400...104%
7...Hreggviður Jónsson?...13.273.400...106%
8...GT verktakar ehf...........14.208.250...113%
9...Skrjóður ehf..................15.015.000...119%




Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda, Arnarverk ehf.

13.809310 - Dimmuhvarf 6, kauptilboð.

Frá bæjarlögmanni og sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 7/10, óskað eftir samþykki bæjarráðs til þess að ganga frá yfirtöku á Dimmuhvarfi 6, skv. tilboði bæjarins, dags. 30/9 2008.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni og sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs að ganga frá yfirtöku bæjarins á Dimmuhvarfi 6 í samræmi við tilboð, dags. 30. september 2008.

14.709099 - Dalaþing 25-27 og 36. V. efndir á samkomulagi

Frá bæjarlögmanni og sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 7/10, greinargerð og tillaga að samkomulagi milli lóðarhafa Dalaþings 25 og 27, annars vegar, og Kópavogsbæjar, hins vegar, varðandi skil á lóðunum o.fl.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni og sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs að ganga frá samningi í samræmi við tillöguna.

15.906222 - Suðvesturlínur.

Frá Skipulagsstofnun, dags. 28/9, afrit af bréfi til umhverfisráðuneytisins til staðfestingar á breytingu á aðalskipulagi Kópavogs 2000-2012 varðandi háspennulínur á suðvesturlandi.

Lagt fram.

16.906222 - Suðvesturlínur.

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 29/9, úrskurður ráðuneytisins um kæru vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar Suðurvesturlínur með öðrum framkvæmdum, sem tengjast álveri í Helguvík.

Lagt fram.

17.910001 - Skólaþing sveitarfélaga

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 28/9, tilkynning um fyrirhugað skólaþing sveitarfélaga á Hilton Nordica 2. nóvember nk., skráning stendur yfir til 28. október.

Lagt fram.

18.910018 - Beiðni um mottur inn á leiksvæði yngri barna í Smáraskóla.

Frá aðstoðarskólastjóra Smáraskóla, dags. 30/9, ósk um að öryggismál barna verði athuguð á skólalóð Smáraskóla.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra fræðslusviðs til afgreiðslu.

19.806098 - Lundur 1. Sátt milli húsfélagsins Lundar 1, annars vegar, og Kópavogsbæjar og Vegagerðarinnar, hins

Frá húsfélaginu Lundi 1, dags. 29/9, ítrekun um að ljúka við umsamin verkefni í tengslum við framkvæmdir við Nýbýlaveg.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til afgreiðslu.

20.810412 - Kórsalir 5. Lokaúttekt

Frá húsfélaginu Kórsölum 5, dags. 28/9, varðandi úttekt á fjölbýlishúsinu og athugasemdir húsfélagsins.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfisviðs til afgreiðslu.

21.904223 - Hraðahindrun við Skógarhjalla

Frá íbúum í Skógarhjalla, dags. 1/10, ítrekun á beiðni íbúa um að hraðahindrun verði komið fyrir í götunni fyrir framan hús númer 6.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til afgreiðslu.

22.903192 - Vatnsendablettur 102 (nú Ennishvarf 13).

Frá lóðarhöfum Ennishvarfs 13, dags. 1/10, óskað eftir gögnum í tengslum við kröfu þeirra um greiðslu málskostnaðar vegna málshöfðunar þeirra á hendur Kópavogsbæ.

Hlé var gert á fundi kl. 17:45. Fundi var fram haldið kl. 17:49.

 

Guðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Bréfritarar draga í efa að matsmeðferð bæjarins gagnvart þeim hafi verið með sama hætti og í öðrum sambærilegum málum. Við leggjum því til að utanaðkomandi til þess bær aðili leggi mat á hvort að svo hafi verið.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson."

 

Tillagan var felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.

 

Meirihluti bæjarráðs bendir á að erindi bréfritara hafi verið afgreitt á fundi ráðsins þann 16. apríl sl. með eftirfarandi bókun: "Þar sem niðurstaða hæstaréttar liggur fyrir telur bæjarráð ekki efni til að tjá sig frekar um málið." Hafi afgreiðsla bæjarráðs ekki verið send bréfritara er beðist velvirðingar á því.

23.910036 - Ályktun Barnaheilla til ríkisstjórnar og sveitarfélaga.

Frá Barnaheill, Save the Children, dags. 30/9, ríki og sveitarfélög hvött til að endurskoða niðurskurð í skólakerfinu og tryggja réttindi barna og fjölskyldna þeirra á sviði menntamála, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs til afgreiðslu.

24.910056 - Sambandsþing Norrænu félaganna

Frá formanni Norræna félagsins í Kópavogi, tölvupóstur dags. 5/10, þar sem óskað er eftir að bærinn bjóði 30-40 fulltrúum á sambandsþingi Norrænu félaganna til móttöku í Safnaðarheimili Kársnessóknar 10. og 11. október nk.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

25.910058 - Þjóðarbúskapurinn. Haustskýrsla 2009.

Frá fjármálaráðuneytinu, þjóðhagsspá fyrir árin 2009-2014.

Lagt fram.

26.910057 - Tampere, Finnland

Tímarit frá Tampere, vinabæ Kópavogs.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:15.