Bæjarráð

2532. fundur 07. janúar 2010 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.912017 - Félagsmálaráð 5/1

1275. fundur

2.911899 - Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð

Lögð fram til samþykktar breyting á reglum um fjárhagsaðstoð, sbr. lið 1 í fundargerð félagsmálaráðs 5/1 sl.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

3.1001010 - Ráðning starfsmanns til fjölskyldudeildar

Tillaga um að ráða Ragnheiði B. Guðmundsdóttur í 50% starf félagsráðgjafa, sbr. lið 2. í fundargerð félagsmálaráðs 5/1 sl.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu félagsmálaráðs.

4.910095 - Endurskoðun samþykktar félagsmálaráðs Kópavogs

Lögð fram til samþykktar breyting á samþykkt félagsmálaráðs, sbr. lið 3 í fundargerð félagsmálaráðs 5/1 sl.

Bæjarráð staðfestir breytingar á samþykktum félagsmálaráðs.

5.901074 - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 5/1

243. fundur

Liður 1. Bæjarráð staðfestir tillögu ÍTK að breyttri gjaldskrá.

6.904002 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 17/12

7.904120 - Fundargerð stjórnar skíðasvæða hbsv. 16/12

301. fundur

8.901137 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. 14/12

268. fundur

9.901200 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 17/12

129. fundur

10.901387 - Fundargerð stjórnar Tónlistarhúss 24/9

104. fundur

11.912680 - Krabbameinsfélag Reykjavíkur sækir um styrk til starfsemi sinnar

Frá bæjarritara, dags. 5/1, umsögn um styrkbeiðni Krabbameinsfélags Reykjavíkur, þar sem lagt er til að veittur verði styrkur að upphæð 50.000 kr. til fræðslustarfs félagsins.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 50.000 kr. til fræðslustarfs Krabbameinsfélags Reykjavíkur.

12.1001017 - Tillaga um framkvæmd varðandi skil á lóðum

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 6/1, tillaga varðandi skil á íbúðarhúsa- og atvinnuhúsalóðum.

Bæjarráð samþykkir tillögu um lóðaskil á íbúðarhúsa- og atvinnuhúsalóðum.

13.906102 - Suðvesturlínur. Stjórnsýslukærur frá Landvernd, Græna netinu og Náttúruverndarsamtökum Íslands. Ákvö

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, dags. 5/1, umsögn, sem óskað var eftir í bæjarráði 22/12 um erindi umhverfisráðuneytisins varðandi fyrirhugaða styrkingu raforkuflutningskerfisins á Suðvesturlandi.

Bæjarráð samþykkir tillögu að umsögn.

14.912738 - Stofnun stýrihóps til að móta stefnu fyrir Mínar síður

Frá forstöðumanni upplýsingatæknideildar, dags. 21/12, tilnefning í stýrihóp til að annast útfærslu og innleiðingu á Mínum síðum, vefgátt fyrir íbúa bæjarins til að fá upplýsingar um mál sem tengist þeim beint.

Bæjarráð samþykkir að stofna stýrihóp sem í eigi sæti Bent Marinósson, vefstjóri, Sæmundur Valdimarsson, forstöðumaður upplýsingatæknideildar og Þór Jónsson, forstöðumaður almannatengsla.

15.810496 - Óveruleg breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Græni trefillinn. Breytt skilgre

Afrit af bréfi frá Skipulagsstofnun til umhverfisráðuneytisins, dags. 17/12, þar sem mælt er með því að skipulagsbreytingin verði staðfest af umhverfisráðherra.

Lagt fram.

16.912737 - Vegagerðin. Varðar samning um veghald árið 2009.

Frá Vegagerðinni, dags. 23/12, óskað eftir undirskrift samnings um þjónustu í Kópavogi fyrir árið 2009.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

17.912734 - Fasteignaskrá Íslands vegna útgáfu fasteignaskrár

Frá Fasteignaskrá Íslands, dags. 22/12, upplýsingar varðandi pantanir á fasteignaskrá.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til afgreiðslu.

18.802164 - Hrauntunga 51. Aðkoma.

Frá Óttari Ólafssyni, dags. 21/12, óskað frekari upplýsinga varðandi afgreiðslu erindis síns frá 12/2 2008.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til afgreiðslu.

19.912728 - Niðurstöður könnunar meðal sveitarfélaga um innleiðingu laga í leik- og grunnskólum.

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 18/12, skýrsla með niðurstöðum könnunar sem ráðuneytið lét gera haustið 2009 um innleiðingu laga nr. 90/2008 um leikskóla og laga nr. 91/2008 um grunnskóla.

Bæjarráð vísar könnuninni til sviðsstjóra fræðslusviðs til úrvinnslu.

20.1001011 - Skóli Ísaks Jónssonar óskar eftir þjónustusamningi

Frá Skóla Ísaks Jónssonar, dags. 5/1, óskað eftir viðræðum um gerð þjónustusamnings milli Kópavogs og skólans vegna framlaga bæjarins með nemendum búsettum í Kópavogi, sem nú eru 30.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

21.912736 - Samkeppniseftirlitið

Frá Samkeppniseftirlitinu, dags. 23/12, álit nr. 4/2009 - Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

22.912707 - Náttúrustofa Vesturlands

Frá Náttúrustofu Vesturlands, dags. 114/12, greinargerð um fyrirhugaða umhverfisvottun Íslands.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisráðs til úrvinnslu.

23.912718 - Austurkór 45, lóðarskil.

Frá Kolbrúnu Steinþórsdóttur, dags. 22/12, lóðinni að Austurkór 45 skilað inn.

Lagt fram.

24.912716 - Austurkór 43-47, lóðarskil.

Frá Steinþóri Hjaltasyni og Þóru Gísladóttur, dags. 22/12, lóðunum Austurkór 43 og 47 skilað inn.

Lagt fram.

25.901067 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 12. janúar

I. Fundargerðir nefnda

26.1001016 - Viðtalstímar bæjarfulltrúa vor 2010

Frá bæjarritara, lögð fram tillaga að kvöldviðtalstímum bæjarfulltrúa.

Tillaga að viðtalstímum samþykkt.

27.1001038 - Fasteignamat húsnæðis.

Bæjarráð óskar eftir því að byggingarfulltrúi mæti til næsta fundar ráðsins vegna fasteignamats húsnæðis.

Fundi slitið - kl. 17:15.