Bæjarráð

2573. fundur 09. desember 2010 kl. 08:15 - 11:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1012005 - Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins 16/4

20. fundur

Bæjarráð óskar eftir að fundargerðir almannavarnanefnda berist strax að fundi loknum.

2.1012005 - Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins 21/5

21. fundur

3.1012005 - Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins 19/11

22. fundur

4.1012001 - Félagsmálaráð 7/12

1297. fundur

5.1012002 - Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra 3/12

9. fundur

6.1011033 - Framkvæmdaráð 8/12

4. fundur

7.1010302 - Fjárhagsáætlun 2011


Sbr. lið 1 í fundargerð framkvæmdaráðs 8/12, tillögur framkvæmda- og tæknisviðs um stofnframkvæmdir 2011.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögur að framkvæmdaáætlun samkvæmt vinnuskjali fyrir sitt leyti að því er varðar bundin verkefni.

Lagt fram.

8.1011234 - Gullsmári 11. Tillögur um breytingar á húsnæði

Bæjarráð óskar eftir kostnaðarútreikningi og nánari útfærslu tillögunnar.

 

Erindinu frestað til næsta fundar og óskað eftir því að sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs mæti á fundinn.

9.1001150 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 3/12

157. fundur

10.1011029 - Íþrótta- og tómstundaráð 1/12

262. fundur

11.1011366 - Fyrirspurn um söguritun

Frá bæjarstjóra, svar við fyrirspurn Gunnars Inga Birgissonar sbr. bæjarráð 25/11, varðandi söguritun Kópavogs.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirritaður óskar eftir upplýsingum um framhald málsins. Skriflegt svar óskast.

Gunnar Ingi Birgisson"

12.1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs

Frá bæjarstjóra, frestað mál frá síðasta fundi bæjarráðs 2/12, varðandi umhverfisstefnu Kópavogs.

Bæjarráð samþykkir drög að umhverfisstefnu fyrir sitt leyti en óskar umsagnar nefnda og ráða bæjarins áður en stefnan fer til afgreiðslu bæjarstjórnar.

13.1006080 - Grænt bókhald 2009

Frá bæjarstjóra, frestað mál frá síðasta fundi bæjarráðs 2/12, "Grænt bókhald 2009".

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

14.1011131 - Hópur fjárfesta óskar eftir viðræðum vegna hugsanlegra kaupa á svæði Glaðheima

Frá bæjarstjóra, svar við fyrirspurn Gunnars Inga Birgissonar sbr. bæjarráð 25/11, varðandi hugsanlega fjárfesta um kaup á svæði Glaðheima.

Lagt fram.

15.1011289 - Gjaldskrá. Lóðagjöld. Tillaga um breytingar á lágmarksgatnagerðargjaldi.

Frá bæjarstjóra, frestað mál frá síðasta fundi bæjarráðs 2/12, gjaldskrá lóðagjalda.

Bæjarráð samþykkir tillöguna. Ármann Kr. Ólafsson sat hjá við afgreiðsluna.

16.1011367 - Tillaga um viðtalstíma bæjarfulltrúa

Frá bæjarstjóra, dags. 8/12, varðandi tillögu Gunnars Inga Birgissonar um að teknir verði upp að nýju viðtalstímar bæjarfulltrúa.
Lagt er til að auglýst verði á vef bæjarins að hægt sé að panta viðtal við bæjarfulltrúa, í gegnum vefinn eða í þjónustuveri. Þjónustuver muni sjá um bókun fundartíma í samráði við bæjarfulltrúa. Með þessum hætti sitji allir við sama borð og kostnaði er haldið í lágmarki.

Bæjarráð vísar tillögunum til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

17.1011332 - Umsókn um leyfi til að reka pylsuvagn í Kópavogi

Frá bæjarlögmanni, umsögn dags. 7/12, um erindi Friðriks Björnssonar varðandi leyfi reksturs pylsuvagns. Ekki er talið koma til greina að bæjarráð taki afstöðu til slíks erindis án þess að fyrir liggi hver staðsetning eigi að vera.

Bæjarráð hafnar erindinu.

18.1010066 - Fyrirspurn varðandi lækkun fasteignagjalda

Frá bæjarritara, dags. 8/12, umsögn um áhrif úttektar séreignasparnaðar.

Bæjarráð telur, á grundvelli fyrirliggjandi umsagnar, að ekki sé heimilt að veita tekjutengdan afslátt af fasteignagjöldum til þeirra sem fara yfir tekjuviðmið reglna bæjarins.

19.1009078 - Smiðjuvegur 14, Goldfinger, beiðni um umsögn.

Lagt fram lögfræðiálit, sem óskað var á fundi bæjarráðs þann 16. september sl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla saman til fundar lögbundna umsagnaraðila að málinu og að umræddir aðilar (fulltrúar sveitarstjórnar, heilbrigðiseftirlits, slökkviliðs, vinnueftirlits, byggingarfulltrúi og lögreglu) vinni saman umsögn um málið.

20.1012009 - Ósk um álit

Frá bæjarlögmanni dags. 8/12, svar við beiðni Gunnars Inga Birgissonar um álit á synjun bæjarstjóra um aðgengi að fjármálastjóra og öðrum starfsmönnum bæjarins við gerð fjárhagsáætlunar.

Lagt fram.

 

Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Vinna við gerð fjárhagsáætlunar er á lokastigi og hefur starfsfólk nú tök á því að veita Gunnar Inga Birgissyni aðstoð við gerð eigin áætlunar. Það er ítrekað að bæjarfulltrúinn hefur nú sem hingað til aðgang að öllum gögnum lögum samkvæmt.

Guðrún Pálsdóttir"

 

21.1011268 - Heimsendi 4, hesthús. Varðandi frárennslislagnir að húsinu

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 7/12, umsögn um erindi Klemenzar Eggertssonar, varðandi frárennslislagnir að Heimsenda 4. Lagt er til að erindinu verði hafnað.

Bæjarráð hafnar erindinu.

22.1011328 - Nefnd um endurskoðun fjöleignarhúsalaga óskar eftir ábendingum og tillögum

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, umsögn dags. 8/12, um erindi nefndar dags. 16/11 sl., varðandi endurskoðun fjöleignarhúsalaga nr. 26/1994, þar sem óskað var eftir ábendingum og tillögum Kópavogsbæjar.

Bæjarráð tekur undir umsögn sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.

23.1011224 - Beiðni um styrk til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs

Frá félagsmálastjóra, umsögn dags. 2/12, um styrk til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs. Mælt er með að erindinu verði synjað.

Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu en bendir á að Kópavogsbær styrkir nefndina með því að leggja henni til húsnæði undir starfsemina.

24.1011293 - Kvennaráðgjöfin, styrkbeiðni

Frá félagsmálastjóra, umsögn dags. 2/12, um styrk til Kvennaráðgjafarinnar fyrir rekstrarárið 2011. Lagt er til að styrktarframlag verði kr. 150.000.

Bæjarráð samþykkir tillögu um styrk og að hann verði færður á félagsþjónustu Kópavogs.

 

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður telur ekki rétt að styrkja þessa starfsemi þar sem ýmsum samtökum hefur á síðustu mánuðum verið hafnað sökum fjárskorts Kópavogsbæjar.

Auk þess bendi ég á að ekki var lagður fram ársreikningur eða aðrar upplýsingar um rekstur þessara samtaka.

Ármann Kr. Ólafsson"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Fjárhagsáætun næsta árs fylgdi erindinu. Talið er að ráðgjöfin sé gagnleg viðbót við félagsþjónustu bæjarins.

Guðríður Arnardóttir"

25.1011225 - Rekstrarstyrkur við Sjónarhól - ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir

Frá félagsmálastjóra, umsögn dags. 3/12 um styrkbeiðni frá Sjónarhóli. Ekki er mælt með fjárstuðningi að svo stöddu.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

 

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Bendi á að þessu er hafnað vegna þröngrar fjárhagsstöðu bæjarins en þó er mjög mikilvægt starf unnið á vettvangi Sjónarhóls.

Ármann Kr. Ólafsson"

26.1012095 - Aukafjárveiting vegna Kópahvols

Frá sviðsstjóra fræðslusviðs, dags. 7/12, óskað er eftir aukafjárveitingu vegna nýrrar símstöðvar í leikskólann Kópahvol.

Bæjarráð samþykkir að veita aukafjárveitinguna.

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður fagnar þeim vinnubrögðum að mál sem þetta skuli lagt fyrir ráðið.

Gunnar Ingi Birgisson"

27.905237 - Borgarholtsbraut 15. Ósk um breytt aðgengi.

Frá Sigurði Jónssyni, dags. 7/12, varðandi aðgengi að heimili hans, Borgarholtsbraut 15.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Vek athygli á að í bréfinu er ekki farið rétt með varðandi aðkomu undirritaðs.

Ómar Stefánsson"

28.1012046 - Vogatunga 97. Mál nr. 18/2010 hjá kærunefnd húsamála

Frá Kærunefnd húsamála, dags. 2/12, mál nr. 18/2010, Vogatunga 97.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

29.1012058 - Kæra til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna afgreiðslu á beiðni um niðurstöður jarðfræðirannsók

Frá forsætisráðuneytinu, úrskurðarnefnd um upplýsingamál, dags. 6/12, varðandi kæru Sigurbjarnar Þorbergssonar hrl., á afgreiðslu beiðni hans um afhendingu á niðurstöðum jarðfræðirannsókna á sprungum í landi Vatnsenda.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

30.1012051 - Endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri úr sjóðnum

Frá LSS, Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, dags. 1/12, varðandi endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri úr sjóðnum.

Bæjarráð samþykkir óbreytt endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á næsta ári.

31.1003105 - Gullsmári 5. Kæra vegna úrskurðar Fasteignaskrár Íslands um fasteignamat

Frá dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, yfirfasteignamatsnefnd, dags. 3/12, mál nr. 11/2010, varðandi kæru Hilmars Nikulásar Þorleifssonar Gullsmári 5.

Lagt fram.

32.1012057 - Niðurfelling greiðslna og breytingar á vaktafyrirkomulagi

Frá LSS, Landssambandi slökkviliðs - og sjúkraflutningsmanna hjá SHS, afrit af bréfi til borgarstjóra Reykjavíkur og stjórnarformanns SHS, dags. 2/12, varðandi einhliða niðurfellingu greiðslna fyrir álag og breytingar á vaktafyrirkomulagi.

Lagt fram.

 

Bæjarráð tekur undir afgreiðslu stjórnar SHS frá 96. fundi undir lið 5.

33.1012003 - Starfs- og fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2011

Frá SHS, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 29/11, starfs- og fjárhagsáætlun slökkviliðsins fyrir árið 2011 send aðildarsveitarfélögum til staðfestingar.

Bæjarráð vísar afgreiðslu fjárhagsáætlunar slökkviliðs til gerðar fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar.

34.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnar 14. desember

I. Fundargerðir nefnda

II. Fjárhagsáætlun 2011 - fyrri umræða

III. Kosningar

35.1012099 - Fyrirspurn um kostnað við metanbíla

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirritaður óskar eftir því að sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs leggi fram útreikning á því hver kostnaður er við að breyta vinnuflokkabíl í metanbíl. Einnig að meta eldsneytiskostnað fyrir og eftir breytingu.

Gunnar Ingi Birgisson"

36.1012100 - Fyrirspurn um heimasíðu

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirritaður óskar eftir upplýsingum um hve lengi eigi að auglýsa íbúafund þann 17. nóvember sl. á heimasíðu bæjarins.

Gunnar Ingi Birgisson"

37.1008115 - Kastalagerði 7, göngustígur

Frá Þórði Erni Sigurðssyni, Kastalagerði 11, dags. 24. nóvember.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

38.1012007 - Fyrirspurn um útboð

Ármann Kr. Ólafsson ítrekar fyrirspurn sína frá síðasta fundi varðandi útboð á úttekt á stjórnsýslu bæjarins.

Fundi slitið - kl. 11:15.