Bæjarráð

2694. fundur 11. júlí 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Una Björg Einarsdóttir varafulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1307001 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 2. júlí

86. fundargerð í 6 liðum.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

2.1306007 - Barnaverndarnefnd, 27. júní

29. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

3.1306023 - Félagsmálaráð, 2. júlí

1354. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

4.1305149 - Ferðaþjónusta fatlaðra. Tillaga að uppsögn samnings

Bókun í félagsmálaráði 2. júlí sbr. lið 1 í fundargerð:
1305149 - Ferðaþjónusta fatlaðra. Tillaga að uppsögn samnings

Bæjarráð Kópavogs þann 27. júní sl. vísar til úrvinnslu félagsmálaráðs tillögu sem kom fram á fundi bæjarráðs þann 13. júní sl. svohljóðandi: "Undirrituð leggja til að samningi við Smartbíla um ferðaþjónustu í Kópavogi verði sagt upp á grundvelli 6 mánaða uppsagnarákvæðis.
Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Hjálmar Hjálmarsson"

Félagsmálaráð Kópavogs stendur við fyrri bókun sína frá 4. júní sl. þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð fyrirtækisins Smartbíla ehf. við tilkynningu um meint brot bílstjóra gegn farþega.

Félagsmálaráð, sem er fagráð, tekur ekki afstöðu til tillögu bæjarfulltrúa frá 13. júní sl. um að samningnum verði sagt upp á grundvelli 6 mánaða uppsagnarákvæðis. Verkferlar hafa verið endurskoðaðir og eftirlit eflt. Félagsmálaráð gerir kröfu um breytingu á verksamningi þannig að síritar verði settir upp nú þegar í allar bifreiðar þjónustuaðila, í þeim tilgangi að bæta öryggi farþega.

Hlé var gert á fundi kl. 8:28. Fundi var fram haldið kl. 8:38.

Formaður bar undir fundinn tillögu frá 13. júní sl. um að samningi við Smartbíla verði sagt upp. Tveir greiddu atkvæði með tillögunni en tveir voru á móti. Einn bæjarráðsfulltrúi sat hjá. Tillagan var því felld.

Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Einsýnt er að trúnaðarbrestur hafi orðið milli verktakans, Smartbíla og verkkaupans Kópavogsbæjar. Í ljósi þeirra gagna sem hafa verið lögð fram vekur það furðu fulltrúa Samfylkingar, VG og NæstBesta flokksins að meirihlutinn ætli sér að halda áfram að kaupa þjónustu af fyrirtæki þar sem svo alvarlegur trúnaðarbrestur hefur orðið.

Pétur Ólafsson, Arnþór Sigurðsson og Hjálmar Hjálmarsson"

Ármann Kr. Ólafsson og Una Björg Einarsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Við teljum það fara gegn grundvallarsjónarmiðum um meðalhóf að segja samningi við Smartbíla ehf. upp að óreyndum vægari úrræðum sem stefna að sama marki og uppsögn hefði ella í för með sér. Uppsögn samnings sé þrautarlending reynist önnur úrræði ekki tæk.

Ármann Kr. Ólafsson, Una Björg Einarsdóttir "

Bæjarráð samþykkir:

Í ljósi þess máls sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu og varðar meint brot bílstjóra gegn farþega ferðaþjónust fatlaðra í Kópavogi, gerir bæjarráð þá kröfu að öryggi farþega ferðaþjónustunnar verði eflt til muna. Í samræmi við afgreiðslu 1354. fundar félagsmálaráðs liggur fyrir að verkferlar hafa verið endurskoðaðir og eftirlit aukið. Þessu til viðbótar tekur bæjarráð undir tillögu félagsmálaráðs þess efnis að krafa verði gerð um rafrænan eftirlitsbúnað, s.s. að síritar verði settir í bifreiðar þjónustuaðila ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi fyrir 1. september 2013. Þannig verði öryggi farþega aukið og með vísan til minnisblaðs bæjarlögmanns, dags. 20. júní 2013, núverandi þjónustuaðila gefið tækifæri til að mæta auknum kröfum Kópavogsbæjar um öryggi farþega ferðaþjónustu fatlaðra.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þessi afgreiðsla bæjarráðs áréttar þann trúnaðarbrest sem orðið hefur milli Kópavogsbæjar og verktakans.

Hjálmar Hjálmarsson"

5.1301023 - Heilbrigðisnefnd, 24. júní

181. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

6.1306025 - Lista- og menningarráð, 3. júlí

17. fundargerð í 8 liðum.

Lagt fram.

7.1306017 - Skipulagsnefnd, 2. júlí

1227. fundargerð í 28 liðum.

Lagt fram.

8.1305014 - Víðihvammur 38. Kynning á byggingarleyfi.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

9.1305579 - Breiðahvarf 6. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

10.1303299 - Hlaðbrekka 4. Kynning á byggingarleyfi.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

11.1205197 - Öldusalir/Örvasalir. Stígar. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu fyrirkomulagi stígtenginga frá Öldusölum og Örvasölum við aðalstíg milli byggðarinnar og golfvallarins.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt með tilvísan í kynnta tillögu að breyttu deiliskipulagi að gefa viðkomandi lóðarhöfum kost á stækkun lóða, enda verði greitt fyrir stækkunina sbr. gjaldskrá. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

12.1304187 - Gnitaheiði 4-6. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi við Gnitaheiði 4 og 6 og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð frestar afgreiðslu skipulagsnefndar.

13.1002159 - Útikennslusvæði í Kópavogi

Skipulagsnefnd hefur samþykkt tillögu umhverfis- og samgöngunefndar að útikennslusvæði við Lindaskóla, Dimmu og í Hádegismóum. Erindinu hefur verið vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Staðsetning að útikennslusvæði í Fossvogsdal austur verður endurunnin.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

14.1305507 - Selbrekka 25. Lóðarstækkun.

Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir hana með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

15.1305239 - Café Dix. Skilti á gangstétt.

Skipulagsnefnd samþykkir að heimila rekstaraðila Café Dix að settir verði upp tveir skjólveggir til reynslu á gangstétt bæjarins sunnan við kaffihúsið til áramóta 2014-2015. Staðsetning og útfærsla þeirra skal vera unnin í samráði við Skipulags- og byggingardeild og má ekki skerða aðgengi að húsinu Hamraborg 10 eða almennar gönguleiðir við húsið. Allur kostnaður við gerð, uppsetningu og viðhald skiltanna skal vera bænum að kostnaðarlausu og á ábyrgð rekstraraðila Café Dix. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

16.1301027 - Stjórn Reykjanesfólkvangs, 10. apríl

Fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

17.1301027 - Stjórn Reykjanesfólkvangs, 12. júní

Fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

18.1301028 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 28. júní

807. fundargerð í 26 liðum.

Lagt fram.

19.1301048 - Stjórn skíðasvæða hbsv., 1. júlí

332. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

20.1307002 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 8. júlí

37. fundargerð í 8 liðum.

Lagt fram.

21.1001088 - Hávaðakort og kort yfir stóra vegi.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir Aðgerðaáætlun gegn hávaða og vísar skýrslunni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.

22.1304001 - Umhverfisviðurkenningar 2013

Lagðar fram tillögur umhverfis- og samgöngunefndar að umhverfisviðurkenningum 2013.

Bæjarráð samþykkir tillögurnar.

23.1002159 - Útikennslusvæði í Kópavogi

Tillaga umhverfis- og samgöngunefndar að útikennslusvæði við Lindaskóla, Dimmu og í Hádegismóum var samþykkt í skipulagsnefnd og vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Lagt fram.

24.1306167 - Beiðni um umsögn vegna nýs lyfsöluleyfis

Frá laganema, dags. 4. júlí umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði þann 13. júní sl. varðandi lyfsöluleyfi fyrir nýja lyfjabúð að Nýbýlavegi 4 í Kópavogi. Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 426/1997 um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir skal afgreiðslutími lyfjabúða vera frá kl. 9-18 virka daga nema laugardaga og almenna frídaga. Í umsókn kemur fram að fyrirhugaður afgreiðslutími lyfjabúðarinnar sé frá kl. 10:00 til 18:30 á virkum dögum og frá kl. 11:00 til kl. 16:00 á laugardögum. Lyfjastofnun er heimilt að veita leyfi fyrir skemmri afgreiðslutíma en fram kemur í reglugerðinni. Skv. 2. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar skal leita umsagnar viðkomandi sveitastjórnar áður en slíkt er samþykkt.

Bæjarráð staðfestir að staðsetning er í samræmi við 3. mgr. 20. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 og samþykkir styttri opnunartíma en fram kemur í 1. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 426/1997.

25.1304561 - Búðakór 1. Hverfisbarinn (Leikinn ehf). Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá laganema, dags. 8. júlí, umsögn um umsókn um rekstrarleyfi, tekin upp að nýju vegna nýs erindis umsækjanda. Á fundi bæjarráðs þann 6. júní 2013 var samþykkt umsögn um umsókn Leikinns ehf. þess efnis að opnunartími staðarins væri til kl. 23:30 virka daga og til kl. 01:00 um helgar. Eins og fram kom í erindi umsækjanda dagsett 12. júní 2013 sem hann sendi í kjölfar ákvörðunar bæjarráðs þá óskar hann þess að umsögnin verði tekin til endurskoðunar, með hliðsjón af framsettum rökstuðningi, og heimilaður verði opnunartími til kl. 01:00 alla daga.
Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

26.1307096 - Umsókn um leyfi til að halda tónleika í undirgöngunum undir Digranesveg

Frá laganema, dags. 3. júlí, lagt fram erindi Ólafar Rúnar Benediktsdóttur, kt. 220890-2529 þar sem óskað er eftir því að mega halda tónleika í undirgöngunum undir Digranesveg fimmtudaginn 25. júlí. Verður aðgangur að tónleikunum gjaldfrjáls og engar veitingar í boði. Áætlað er að tónleikarnir hefjist kl. 18:00 og standi til kl. 22:00 eða eftir því sem bæjarráð leyfir.

Bæjarráð samþykkir að veita umbeðna heimild til tónleikahalds frá kl. 18:00 til 23:00 þann 25. júlí nk.

27.1307120 - Gæðastefna Kópavogsbæjar 2013

Frá gæðastjóra, dags. 4. júlí, tillaga um að gæðastefna Kópavogs verði samþykkt óbreytt fyrir tímabilið 2013 - 2014.

Bæjarráð samþykkir að gæðastefna Kópavogs verði óbreytt fyrir 2013 - 2014.

28.1304068 - Austurkór 155. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 27. júní, lagt fram erindi lóðarhafa Austurkórs 155, þar sem óskað er eftir að skila inn lóðarréttindum. Lagt er til að umbeðin heimild verði veitt og að lóðin verði auglýst til úthlutunar á vef Kópavogsbæjar.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu sviðsstjóra umhverfissviðs.

29.1304476 - Tónlistarskólar utan sveitarfélags 2013

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 8. júlí, samantekt yfir umsóknir og skýringar vegna styrkja til tónlistarnáms skólaárið 2013-2014.

Bæjarráð samþykkir tillögu um styrki til tónlistarnáms utan sveitarfélagsins.

30.1307144 - Fjárhagsáætlun 2014 vegna vinnu við gerð nýs svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins

Frá SSH, dags. 4. júlí, fjárhagsáætlun 2014 vegna vinnu við gerð nýs svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins.

Bæjarráð vísar tillögu vegna ársins 2014 til gerðar fjárhagsáætlunar.

31.1307163 - Framlög til Reykjanesfólkvangs 2013

Frá stjórn Reykjanesfólkvangs, dags. 5. júlí, upphæð framlags Kópavogsbæjar til Reykjanesfólkvangs fyrir 2013 kr. 612.481.

Lagt fram.

32.1307112 - Grænatún 20. Stjórnsýslukæra vegna breytts deiliskipulags

Frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, dags. 2. júlí, kæra dags. 27. júní vegna breytts deiliskipulags að Grænatúni 20 og óskað eftir gögnum varðandi málið.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

33.1307077 - Vatnsendakriki 2. Stefna Reykjavíkurborgar vegna afhendingar og afsals fasteignarinnar.

Reykjavíkurborg, dags. 24. júní, stefna sem lögð var fram í Héraðsdómi Reykjaness varðandi afhendingu og afsal fasteignarinnar að Vatnsendakrika 2.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

34.1307132 - Framlög til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts 2013

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 3. júlí, tilkynning varðandi áætlað uppgjör framlaga til jöfnunar á tekjutapi sveitarfélaga vegna fasteignaskatts á árinu 2013.

Lagt fram.

35.1307145 - Mengun í Lækjarbotnum frá Hellisheiðarvirkjun. Erindi vegna bókunar bæjarráðs 27. júní 2013

Frá Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 3. júlí, boð um að kynna verkefnisáætlun að fyrirhuguðum úrbótum varðandi mengun í Lækjarbotnum.

Lagt fram.

36.1304513 - Athugasemdir við gerð brúar yfir Fossvog

Frá Siglingasambandi Íslands, dags. 27. júní, erindi frá ISAF World Sailing dags. 23. maí, þar sem gerðar eru athugasemdir við fyrirhugaða brú yfir Fossvog.

Lagt fram.

37.1307121 - Dalsmári 13. Ósk um leyfi til að stækka Tennishöllina og gera nýjan rekstrarsamning við Kópavogsbæ

Frá Tennisfélaginu ehf. og Tennisfélagi Kópavogs, dags. 28. júní, tillaga að stækkun Tennishallarinnar að Dalsmára 13 ásamt fjárhagsáætlun fyrir verkefnið. Óskað er heimildar til þeirrar stækkunar og einnig að gerður verði nýr rekstrarsamningur með tilliti til hækkunar á fasteignagjöldum í tengslum við fyrirhugaða stækkun.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

38.1307164 - Kvörtun um ónæði vegna katta

Frá Sigurði Frey Magnússyni, dags. 7. júlí, óskað bóta vegna ónæðis af völdum kattar.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

39.1306745 - Boð til bæjarstjóra um þátttöku í aþjóðlegu vinabæjarþingi í Wuhan 20-22. nóvember 2013

Frá Wuhan, Kína, vinabæ Kópavogsbæjar, dags. 6. júní, boðsbréf á bæjarstjórafund vinabæja 37 bæja í 24 löndum, sem haldinn verður í Wuhan 20. - 22. nóvember nk.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

40.1307069 - Ársreikningur 2012

Frá SSH, dags. 28. júní, ársreikningur SSH fyrir árið 2012.

Lagt fram.

41.1106054 - Tilkynningar um kosningu trúnaðarmanna

Frá Stéttarfélagi í almannaþjónustu, dags. 25. júní, tilkynning um nýjan trúnaðarmann félagsmanna í SFR sem starfa hjá Kópavogsbæ, heimahjúkrun, fyrir kjörtímabilið 2013 - 2015.

Lagt fram.

42.1304012 - Boð um þátttöku í fundi norrænna bæjar- og borgarstjóra í Norrköping 24-25. október 2013.

Frá Norrköping, dags. 28. júní, boðað til fundar bæjar- og borgarstjóra í Norrköping í október ásamt fyrirhugaðri dagskrá.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:15.