Bæjarráð

2796. fundur 12. nóvember 2015 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Kristín Sævarsdóttir
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1510294 - Umsókn um styrk vegna Vatnaskógar. Umsögn bæjarritara.

Frá bæjarritara, dags. 5. nóvember, lögð fram umsögn um umsókn Skógarmanna KFUM um styrk til að ljúka byggingu skála í Vatnaskógi, æskulýðsmiðstöð fyrir börn og ungmenni, þar sem lagt er til að veittur verði styrkur að upphæð kr. 200.000.-
Bæjarráð samþykkir með atkvæðum Theódóru Þorsteinsdóttur og Birkis Jóns Jónssonar að veita Skógarmönnum KFUM styrk til að ljúka byggingu Birkiskála II í Vatnaskógi að upphæð kr. 200.000.- Hjördís Ýr Johnson, Karen Halldórsdóttir og Kristín Sævarsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

2.1509769 - Beiðni um styrk til heimildamyndagerðar.

Frá jafnréttisráðgjafa, dags. 3. nóvember, lögð fram bókun jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 21.10.2015 vegna beiðni Marteins Sigurgeirssonar um styrk til heimildamyndagerðar, þar sem erindinu er vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar erindinu til lista- og menningarráðs til afgreiðslu.

3.1503301 - Verkefnisstjórn íþrótta- og félagsaðstöðu GKG.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 6. nóvember, lögð fram fundargerð verkefnisstjórnar um íþrótta- og félagsaðstoð GKG frá 01.11.2015 í samræmi við ákvæði samstarfssamnings um byggingu íþrótta- og félagsmiðstöðvar GKG.
Lagt fram.

4.1510454 - Frumvarp til laga um breyt. á skipulagslögum (grenndarkynning), 225. mál. Umsögn lögfræðideildar.

Frá lögfræðideild, dags. 9. nóvember, lögð fram umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum.
Lagt fram.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við frumvarp til laga um breytingar á skipulagslögum.

5.1112175 - Vatnsendablettur 25a. Kæra.

Frá lögfræðideild, dags. 9. nóvember, lagt fram bréf vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála í máli nr. 99/2011.
Lagt fram.

6.1511029 - Hagasmári 1, Kaffitár ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstarleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 5. nóvember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kaffitár ehf., kt. 440996-2649, um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir kaffihús í flokki I, á staðnum Kaffitár að Hagasmára 1, Smáralind, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

7.1510847 - Hamraborg 4, Garðskálinn. Æris ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 5. nóvember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar um umsókn Æris ehf., kt. 560915-2090, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastofu og greiðasölu í flokki II, á staðnum Garðskálinn, að Hamraborg, Gerðarsafn, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutímim og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

8.1511030 - Hamraborg 6, Salurinn. Beiðni um umsögn vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi veitiingastaðar.

Frá lögfræðideild, dags. 5. nóvember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar um umsókn Salarins Tónlistarhúss, kt. 681298-3129, um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir veitingahús í flokki II, á staðnum Salurinn, að Hamraborg 6, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

9.1510810 - Hófgerði 10, Sigurkarl Magnússon. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi (heimagistin

Frá lögfræðideild, dags. 5. nóvember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigurkarls Magnússonar, kt. 190257-3399, um nýtt rekstrarleyfi fyrir heimagistingu í flokki I, á staðnum Gesthouse Gríma, að Hófgerði 10, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulags sveitarfélagsins segja til um.
Hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi skv. gildandi skipulagi, en í 6.2 gr. reglugerð 90/2013 kemur þó fram að minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins sé heimil. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015 og umfang heimagistingarinnar samrýmist stefnu skipulags.

10.1511088 - Beiðni um viðræður við Kópavogsbæ um opnun fjöldahjálparstöðvar/neyðarskýlis fyrir hælisleitendur.

Frá Útlendingastofnun, dags. 29. október, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir viðræðum um opnun neyðarskýlis að Vesturvör í Kópavogi vegna mikillar fjölgunar hælisleitenda og viðræðum um að sveitarfélagið taki að sér þjónustu við fjölskyldur í hælisleit.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns og sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

11.1511154 - Óskað eftir stuðningi við Snorraverkefnið 2016.

Frá stjórn Snorrasjóðs, dags. 30. október, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir stuðningi við Snorraverkefnið árið 2016.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

12.1511073 - Ytra mat á grunnskólum 2016. Kársnesskóli valinn.

Frá Menntamálastofnun, dags. 2. nóvember, lagt fram bréf vegna framkvæmdar á ytra mati í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Kársnesskóli var valinn til ytra mats árið 2016 og er sveitarfélaginu gefinn kostur á að tilnefna annan matsaðilann af tveggja manna matsteymi að höfðu samráði við Menntamálastofnun.
Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra menntasviðs til afgreiðslu.

13.1511003 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 5. nóvember 2015.

171. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 5. liðum.
Lagt fram.

14.1510026 - Félagsmálaráð, dags. 2. nóvember 2015.

1400. fundur félagsmálaráðs í 7. liðum.
Lagt fram.

15.1510028 - Forvarna- og frístundanefnd, dags. 4. nóvember 2015.

33. fundur forvarna- og frístundanefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

16.1510025 - Skipulagsnefnd, dags. 9. nóvember 2015.

1268. fundur skipulagsnefndar í 22. liðum.
Lagt fram.

17.1510363 - Aflakór 14. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 10. nóvember, lagt fram að nýju erindi Úti og inni arkitekta, f.h. lóðarhafa, þar sem óskað er eftir heimild til að byggja aflokuð rými undir veröndum á suðaustur- og norðvesturhliðum hússins. Við breytinguna hækkar heildarbyggingarmagn úr 364,5 m2 í 421,5 m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,44 í 0,51. Á fundi skipulagsnefndar 26.10.2015 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Aflakórs 12 og 16. Lagt fram skriflegt samþykki lóðarhafa Aflakór 12 og 16 dags. 12.10.2015. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu á deiliskipulagi Aflakórs 14 með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

18.1508151 - Austurkór 89a og 89b. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 10. nóvember, að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Úti Inni arkitekta, f.h. lóðarhafa, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Austurkórs 89. Í breytingunni felst að farið er 2,7 metra út fyrir byggingarreit á austurhlið húsanna. Lóðin skiptist í tvær lóðir, Austurkór 89a sem verður 438,6 m2 og Austurkór 89b sem verður 448,6 m2 að stærð. Heildarbyggingarmagn hvors húss verður 144m2 (samtals 288 m2) og nýtingarhlutfall um 0,3 pr. lóð. Á fundi skipulagsnefndar 24.8.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 87, 91 og 93. Kynningu lauk 9.11.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust við kynnta tillögu. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Birkir Jón Jónsson vék af fundi undir þessum lið.

19.1510546 - Breiðahvarf 15. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 10. nóvember, lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa Breiðahvarfs 15 þar sem óskað er eftir að breyta hesthúsi á lóðinni í íbúð. Á fundi skipulagsnefndar 26.10.2015 var málinu frestað. Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

20.1502354 - Fífuhvammur 25. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 10. nóvember, lagt fram af byggingarfulltrúa að nýju tillaga Verkfræðistofunnar Hamraborg, f.h. lóðarhafa, þar sem óskað er eftir að reisa 56,8m2 viðbyggingu ofan á þegar byggðan bílskúr við Fífuhvamm 25. Á fundi skipulagsnefndar 24.8.2015 var málinu frestað. Kynningu lauk 4.5.2015. Athugasemd barst frá Lárentsínusi Kristjánssyni, hrl., f.h. íbúa Fífuhvamms 27, dags. 30.4.2015. Lagt fram minnisblað lögfræðideildar dags. 4.11.2015. Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri tillögu með vísan í minnisblað lögfræðisviðs og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

21.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Frá skipulagsstjóra, dags. 10. nóvember, lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Smárans, vestan Reykjanesbrautar (suðursvæði Smáralindar), greinargerð, uppdráttur og skipulagsskilmálar dags. 22.6.2015. Tillagan var auglýst, athugasemdir bárust við kynnta tillögu og voru þær lagðar fram á fundi skipulagsnefndar 5.10.2015. Tillagan lögð fram að nýju með áorðnum breytingum dags. 9.11.2015. Lagt fram bréf frá Reginn fasteignafélagi dags. 27.10.2015. Þá lögð fram umsögn umhverfissviðs og bæjarlögmanns dags. 6.11.2015 um athugasemdir sem bárust á kynningartíma. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 5.8.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 tillögu að breyttu deiliskipulagi Smárans með áorðnum breytingum dags. 9.11.2015, greinargerð, uppdrættir og skipulagsskilmálar ásamt umsögn dags. 6.11.2015 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

22.15082873 - Smiðjuvegur 3a. Smádreifistöð OR.

Frá skipulagsstjóra, dags. 10. nóvember, lagt fram að nýju erindi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir að stofna nýja lóð að Smiðjuvegi 3a fyrir smádreifistöð. Á fundi skipulagsnefndar 26.10.2015 var málinu frestað. Lagt fram minnisblað frá samráðsfundi sem haldinn var 5.11.2015. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

23.1503247 - Sæbólsbraut 40. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 10. nóvember, lagt fram af byggingarfulltrúa að nýju erindi Guðrúnar Stefánsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum á Sæbólsbraut 40. Á fundi skipulagsnefndar 26.10.2015 var erindinu frestað. Lögð fram breytt tillaga Guðrúnar Stefánsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa í samræmi við tillögu skipulagsstjóra þar sem komið er til móts við athugasemdir sem bárust á kynningartíma. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu, með áorðnum breytingum þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir, með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

24.1511002 - Skólanefnd, dags. 9. nóvember 2015.

93. fundur skólanefndar í 14. liðum.
Lagt fram.

25.1501328 - Fundargerðir skólanefndar MK, dags. 4. nóvember 2015.

14. fundur skólanefndar MK í 5. liðum.
Lagt fram.

26.1501339 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 11. september 2015.

830. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 37. liðum.
Lagt fram.

27.1501339 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 30. október 2015.

831. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 42. liðum.
Lagt fram.

28.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 26. október 2015.

422. fundur stjórnar SSH í 2. liðum.
Lagt fram.

29.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 2. nóvember 2015.

423. fundur stjórnar SSH í 10. liðum.
Lagt fram.

30.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 2. nóvember 2015.

228. fundur stjórnar Strætó í 4. liðum.
Lagt fram.

31.1511265 - Öryggisráðstafanir við tjörn. Fyrirspurn frá Birki Jóni Jónssyni

Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Stendur til að grípa til fyrirbyggjandi öryggisráðstafana vegna tjarnarinnar við Kórinn? Við hlið tjarnarinnar er leiksvæði barna í Kórahverfi og hafa foreldrar ítrekað lýst yfir áhyggjum af öryggi barna á svæðinu.
Birkir Jón Jónsson"

32.1511269 - Aðstaða á skólalóðum fyrir körfubolta. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Í kjölfar þess að reistur hefur verið nýr og glæsilegur körfuknattleiksvöllur við Smáraskóla beinir bæjarráð því til mennntasviðs í samvinnu við umhverfissvið að meta í samvinnu við skólastjórnendur í Kópavogi hvort aðstaða til körfuknattleiks (þ.m.t. vellir og körfur) á skólalóðum sé fullnægjandi.
Körfuknattleikur nýtur nú vaxandi vinsælda og fjölmörg börn sýna íþróttinni áhuga í kjölfar ágæts árangurs landsliða í íþróttinni. Mikilvægt er að börn fái tækifæri til að stunda íþróttina á skólalóðum og að aðstaða til slíks sé góð.
Ólafur Þór Gunnarsson"

Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.

33.1511271 - Málefni Tónlistarsafns Íslands. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarráð kallar eftir sýn mennta- og menningarmálaráðuneytis á framtíð Tónlistarsafns Íslands og vekur athygli á að í tillögu að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að dregið verði úr framlagi bæjarins til rekstrar safnsins.
Ólafur Þór Gunnarsson"

Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.

Fundi slitið.