Bæjarráð

2552. fundur 03. júní 2010 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1005021 - Félagsmálaráð 1/6

1285. fundur

2.1005202 - Ráðning starfsmanns í rekstrardeild

Bæjarráð staðfestir ráðninguna.

3.1001160 - Hafnarstjórn 31/5

67. fundur

4.1001150 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 31/5

150. fundur

5.1005022 - Húsnæðisnefnd 25/5

353. fundur

6.1006001 - Jafnréttisnefnd 1/6

292. fundur

7.1002171 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 7/5

774. fundur

8.1001157 - Stjórn Strætó bs. 28/5

141. fundur

9.1001034 - Vatnsendablettur 223, 223a, 223 viðbót og 245. Endurskoðun á samkomulagi.

Frá bæjarstjóra, mál sem frestað var á síðasta fundi bæjarráðs, drög að samningi milli Kolfinnu Guðmundsdóttur, kt. 011265-5889 annars vegar og Kópavogsbæjar, kt. 700169-3759 hins vegar, um skerðingu á lóðunum Vatnsendabletti 223, 223a, 223 viðbót og 245.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

10.1005119 - 65.Umdæmisþing Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi. Beiðni um styrk

Frá bæjarritara, dags. 1/6, umsögn um erindi frá Rótarýklúbbnum Borgum, þar sem óskað eftir endurgjaldslaus afnot af Salnum og styrk vegna kostnaðar við umdæmisþingið sem haldið verður í Kópavogi 15. - 16. október nk.

Bæjarráð veitir styrk vegna móttöku þingfulltrúa að upphæð kr. 200.000,-. Ósk um endurgjaldslaus afnot af Salnum er vísað til sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs til afgreiðslu.

11.812050 - Austurkór 5, lóðarumsókn og erindi varðandi greiðslur

Frá bæjarlögmanni og fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 27/5, umsögn um erindi lóðarhafa Austurkór 5 varðandi breytingu á veðleyfi. Ekki er mælt með að lögveðskrafa verði gefin eftir til þess að ekki sé þar með gefið fordæmi með þessu máli.

Bæjarráð hafnar erindinu.

12.1005199 - Tilboð í gamla skólastofu við Digranesskóla

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 2/6, umsögn um erindi Hjallastefnunnar varðandi fyrirhuguð kaup á gamalli skólastofu við Digranesskóla. Lagt er til að tilboðinu verði tekið og að framkvæmda- og tæknisviði verði falið að ganga frá samningi um sölu á stofunni.

Bæjarráð felur sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs að auglýsa umrætt húsnæði við Digranesskóla til sölu.

13.1004263 - Endurbætur á íþróttagólfi Digraness

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og íþróttafulltrúa, greinargerð og yfirferð tilboða vegna endurnýjunar á gólfi íþróttahússins Digraness. Lagt er til að tekið verði hagstæðasta tilboðinu frá Á. Óskarssyni, kr. 14.159.919,-.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Á. Óskarssonar að upphæð kr. 14.159.919,-.

14.811349 - Glaðheimar, leiga á hesthúsum.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 26/5, tillaga um afnot af hesthúsum á Glaðheimasvæðinu.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

 

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

15.1003243 - Lóðarleigusamningar í Lækjarbotnalandi

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, dags. 1/6, tillaga varðandi endurnýjun lóðarleigusamninga við sumarhúsaeigendur í Lækjarbotnum.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra og skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs að hefja viðræður við lóðarhafa um áframhaldandi leigu eða lok leigusamninga.

16.1006052 - Smiðjuvegur Efstaland. Kaup Kópavogsbæjar á húseigninni

Frá Magnúsi Bergssyni, óskað eftir að Kópavogsbær leysi til sín lóð og húseignina að Efstalandi við Smiðjuveg.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar.

17.1006038 - Umferðarmál í Lindahverfi

Frá skólastjóra Lindaskóla, dags. 25/5, ábending varðandi merkingu og lýsingu við gatnamót Hlíðardalsvegar og Galtalindar.

Bæjarráð samþykkir að lýsing verði bætt.

18.1006053 - Óskað eftir hraðahindrun á Hlíðardalsvegi

Frá íbúum í Laugalind, dags. 27/5, óskað eftir hraðahindrun við gangbraut á Hlíðardalsveginum við Laugalind/Laxalind.

Bæjarráð samþykkir að sett verði hraðahindrun á Hlíðardalsvegi.

19.1005022 - Dalaþing 27. Lóðarumsókn

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 11/5, umsögn um umsókn um lóðina að Dalaþingi 27, sem frestað var á fundi bæjarráðs þann 7/5 sl.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Hrannari Má Sigurðssyni og Dóru Dögg Kristófersdóttur lóðinni Dalaþing 27.

20.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 8. júní

I. Fundargerðir nefnda.

21.1006101 - Ráðning starfsmanna vegna sumarnámskeiða.

Lögð fram tillaga frá verkefnisstjóra tómstundamála, dags. 4. júní, um ráðningu Söru Rutar Friðjónsdóttur og Ómars Þórs Arnarsonar vegna sumarnámskeiða á vegum ÍTK.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Fundi slitið - kl. 17:15.