Bæjarráð

2750. fundur 13. nóvember 2014 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir
  • Hjördís Ýr Johnson
  • Pétur Hrafn Sigurðsson
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1407196 - Kjarasamningur við Starfsmannafélag Kópavogs

Frá bæjarritara, kjarasamningur við Starfsmannafélag Kópavogs.
Lagt fram.

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.1403482 - Drög að samstarfssamningi við GKG um uppbyggingu félags- og íþróttamiðstöðvar

Lögð fram drög að samstarfssamningi við GKG um uppbyggingu félags- og íþróttamiðstöðvar
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

3.1407257 - Glaðheimar gatnagerð

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 10. nóvember, tilboð opnuð í verkið "Lindir V-Glaðheimar 1. áfangi, gatnagerð 2014-2015".
Eftirfarandi tilboð bárust:

Bjóðendur Tilboð á opnunarfundi
Yfirfarin tilboð
% af kostnaðaráætlun
Grafa og grjót ehf. 158.693.900 kr. 158.693.900 kr. 87
Hálsafell ehf.
168.980.059 kr.
168.980.059 kr.
93
Jarðval sf.
174.768.450 kr.
174.832.050 kr.
96
Loftorka Reykjavík ehf.
178.470.200 kr.
178.570.200 98
Rökkvi verktakar ehf.
194.891.300 kr. 194.891.300 kr. 107
Faxaverk ehf.
222.132.610 kr.
222.232.610 kr.
122
Borgarverk ehf.
229.225.916 kr.
229.375.912 kr.
126
Ístak hf.
253.746.656 kr.
253.832.839 kr.
139
Kostnaðaráætlun
182.311.267 kr.
182.311.267 kr.
100
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Gröfu og grjót ehf.

4.1411134 - Þingsályktunartillaga um endurskoðun laga um lögheimili, 33. mál. Beiðni um umsögn

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 10. nóvember, óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 33. mál.
Lagt fram.

5.1411062 - Tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs, 26. mál. Beiðni um umsögn

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 4. nóvember, óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs, 26. mál.
Lagt fram.

6.1307144 - Fjárhagsáætlun 2014 og 2015 vegna vinnu við gerð nýs svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins

Frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 3. nóvember, fjárhagsáætlun vegna svæðisskipulags hbsv. á árinu 2015.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til úrvinnslu.

7.1304095 - Samkeppniseftirlit varðandi erindi Gámaþjónustunnar hf.

Frá Samkeppniseftirlitinu, dags. 5. nóvember, álit um "Samkeppnishömlur við meðhöndlun úrgangs: Framkvæmd Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi við innleiðingu á endurvinnslutunnum fyrir pappír og pappa".
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns og sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

8.1411186 - Útboð á þjónustu við grenndargáma fyrir pappír, plast og gler

Frá Sorpu bs., dags. 5. nóvember, óskað staðfestingar á forsendum útboðs á þjónustu við grenndargáma fyrir pappír, plast og gler.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

9.1401106 - Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, 31. október

821. fundargerð í 30 liðum.
Lagt fram.

10.1401098 - Stjórn Sorpu bs., 7. nóvember

343. fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

11.1411227 - Ráðning fjölmiðlafulltrúa Strætó. Fyrirspurn frá Karen Halldórsdóttur.

Karen Halldórsdóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Fyrirspurn um ráðningarferli fjölmiðlafulltrúa Strætó bs. Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Hvernig var starfið auglýst, var ráðningarferlið opið og gagnsætt, er um tímabundna ráðningu að ræða?

Þess má geta að siðareglur bæjarfulltrúa og stjórnenda í Kópavogi hefðu meinað viðkomandi að taka við þessu starfi, ef viðkomandi væri bæjarfulltrúi eða fyrrum formaður stjórnar Strætó, sbr. 12 gr. Siðareglna stjórnenda og bæjarfulltrúa í Kópavogi.

12 gr. Bann við að tryggja sér stöður. Kjörnir bæjarfulltrúar og stjórnendur skulu ekki í störfum sínum leita eftir starfslegum ávinningi í framtíðinni, meðan þeir eru við störf eða eftir að þeir hafa látið af störfum til dæmis í: opinberri stofnun eða einkafyrirtæki sem þeir hafa haft eftirlit með í störfum sínum; opinberri stofnun eða einkafyrirtæki sem þeir hafa stofnað til samningssambands við í störfum sínum; opinberri stofnun eða einkafyrirtæki sem sett var á laggirnar meðan þeir gegndu embætti og samkvæmt því ákvörðunarvaldi sem þeim var falið.
Karen Elísabet Halldórsdóttir "

Fundi slitið.