Bæjarráð

2645. fundur 14. júní 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir varafulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1204060 - Forsetakosningar 2012

Frá Snorra Tómassyni, formanni kjörstjórnar, dags. 14. júní, varðandi forsetakosningar 2012

Bæjarráð samþykkir tillögu um kjörstaði vegna forsetakosninga.

2.1107040 - Framtíðarhópur SSH - vinnuhópur 21

Frá SSH, dags. 6. júní tillögur vinnuhóps 21 um sameiginlegt útboð sveitarfélaganna á akstri vegna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs til umsagnar.

3.1206211 - Furugrund 83. Áhorfendabekkir í Fagralund. Styrkumsókn

Frá Handknattleiksfélagi Kópavogs, f.h. blakdeildar HK, dags. 6. júní, styrkbeiðni til kaupa á áhorfendabekkjum í íþróttasali Fagralundar.

Bæjarráð vísar erindinu til íþróttaráðs og sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

4.1109080 - Framlög úr Jöfnunarsjóði til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 8. júní varðandi framlög úr Jöfnunarsjóði til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs og fjármála- og hagsýslustjóra til afgreiðslu.

5.1206137 - Lagaákvæði er varða efnistöku, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum

Frá Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun, dags. 31. maí varðandi efnistöku, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar einkum með tilliti til síðustu málsgreinar.

6.1007137 - Fagraþing 5, byggingarleyfi.

Frá EON, f.h. Kára Stefánssonar, dags. 7. júní, varðandi Fagraþing 5, lagnaskurður í lóð.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

7.1006273 - Kosningar í samstarfsnefnd vegna kjarasamninga

Bæjarstjórn vísaði kosningum í samstarfsnefnd vegna kjarasamninga til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs, sbr. fundargerð 1060 lið 49

Bæjarráð skipar Pál Magnússon, bæjarritara, Þorstein Einarsson, starfsmannastjóra, og Hörpu Hallsdóttur, sérfræðing í starfsmannahaldi, í samstarfsnefndinni.

8.1103160 - Kosningar í hverfakjörstjórnir

Bæjarstjórn vísaði kosningum í hverfakjörstjórn til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs, sbr. fund 1060 lið 50

Bæjarráð frestar kosningu til næsta fundar.

9.1206231 - Fundartímar bæjarráðs og bæjarstjórnar sumarið 2012

Frá formanni bæjarráðs, dags. 12. júní varðandi tillögu að fundartímum bæjarráðs og bæjarstjórnar sumarið 2012

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

10.1206001 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 6. júní

46. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

11.1206017 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 12. júní

47. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

12.1206007 - Atvinnu- og þróunarráð, 6. júní

3. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

13.1206005 - Forvarna- og frístundanefnd, 7. júní

10. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

14.1205024 - Íþróttaráð, 6. júní

13. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

15.1001036 - Samningar um atvinnuátak

Frá bæjarstjóra, lagður fram til samþykktar, samningur um atvinnuátak, dags. 8. júní milli Kópavogsbæjar, Skógræktarfélags Kópavogs og Skógræktarfélags Íslands

Bæjarráð samþykkir framlagðan samning.

16.1206269 - Óskað heimildar til að auglýsa tvær lausar stöður félagsráðgjafa í ráðgjafa- og íbúðadeild velferðar

Frá yfirmanni ráðgjafa- og íbúðadeildar, velferðarsviðs Kópavogs, dags. 12. júní þar sem óskað er eftir heimild til að auglýsa tvær lausar stöður félagsráðgjafa í ráðgjafa - og íbúðadeild velferðarsviðs

Bæjaráð frestar afgreiðslu erindisins.

17.1206136 - Umsókn um launað námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, 8. júní, umsögn um beiðni Margrétar Magnúsdóttur um launað námsleyfi, ásamt umsögn sviðsstjóra menntasviðs, dags. 13. júní.

Bæjarráð samþykkir að veita Margréti Magnúsdóttur launað námsleyfi í 9 mánuði í 20% leyfi veturinn 2012-2013 til framhaldsnáms við HÍ og bindur leyfið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

18.1206130 - Umsókn um launað námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, 8. júní, umsögn um beiðni Bryndísar Baldvinsdóttur um launað námsleyfi, ásamt umsögn sviðsstjóra menntasviðs, dags. 13. júní.

Bæjarráð samþykkir að veita Bryndísi Baldvinsdóttur launað námsleyfi í 9 mánuði veturinn 2012 - 2013 til framhaldsnáms við HÍ og bindur leyfið því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

Fundi slitið - kl. 10:15.