Bæjarráð

2533. fundur 14. janúar 2010 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1001007 - Atvinnu- og upplýsinganefnd 8/1

321. fundur

2.1001004 - Skólanefnd 11/1

1. fundur

3.708167 - Bæjarmálasamþykkt. Drög.

Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að nýrri bæjarmálasamþykkt.

Bæjarráð fór yfir tillögu að breyttri bæjarmálasamþykkt og frestar afgreiðslu til næsta fundar.

4.912736 - Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2009 - Opinber útboð, samkeppni og samkeppnishindranir.

Frá bæjarritara, dags. 12/1, umsögn um álit Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2009. Lagt er til að innkaupastjóri og gæðastjóri fari yfir álitið í samráði við þá stjórnendur sem helst annast innkaup f.h. sveitarfélagsins og leggi mat á hvort gera þurfi breytingar á innkaupareglum eða ferlum vegna innkaupa. Jafnframt að gátlisti Samkeppniseftirlitsins verði kynntur og nýttur við útboð.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarritara.

5.1001035 - Bæjarlind 6, Spot, ROSAAM ehf. Tækifærisleyfi.

Frá bæjarlögmanni, dags. 13/1, umsögn um beiðni til að hafa opið lengur á veitingastaðnum Spot, Bæjarlind 6, en samkvæmt gildandi lögreglusamþykkt er það á valdi bæjarráðs að veita umbeðna heimild.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

6.702066 - Brekkuhvarf 9. Erindi v. skerðingar lóðar

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 12/1, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 22/12 sl. um erindi Aldísar Aðalbjarnardóttur, þar sem óskað er bóta vegna skerðingar lóðarinnar að Brekkuhvarfi 9 (áður Grundarhvarf 11).

Bæjarráð frestar erindinu og óskar eftir því að bæjarlögmaður mæti á næsta fund bæjarráðs vegna málsins.

7.912737 - Varðar samning um veghald árið 2009.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 11/1, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 7/1 sl. varðandi samning um veghald árið 2009.

Bæjarráð felur sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs að leita samninga við Vegagerðina um eðlilegt endurgjald fyrir veghald árið 2009.

8.701168 - Boðaþing. Hjúkrunar- og dvalarheimili Hrafnistu

Frá sviðsstjóra félagssviðs, drög að rammasamningi milli Kópavogsbæjar, annars vegar og Sjómannadagsráðs/Hrafnistu hins vegar, um rekstur hjúkrunarheimilis og þjónustumiðstöðvar við Boðaþing.

Bæjarráð samþykkir drög að rammasamningi.

9.1001069 - Gjaldskrá mötuneyta 1.2.2010

Frá sviðsstjóra fræðslusviðs, dags. 13/1, tillaga að breytingu á gjaldskrá mötuneyta í grunnskólum Kópavogs.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

10.1001068 - Gjaldskrá leikskóla Kópavogs 2010

Frá sviðsstjóra fræðslusviðs og leikskólafulltrúa, dags. 11/1, tillaga að breytingu á gjaldskrá leikskóla Kópavogs.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

11.908109 - Innleiðing gæðakerfis

Frá bæjarritara og gæðastjóra, dags. 13/1, rafræn gæðahandbók lögð fyrir bæjarráð til afgreiðslu ásamt tillögu að stofnun gæðaráðs.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

12.1001046 - Tilkynning um dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk haustið 2010.

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 7/1, upplýsingar um samræmd könnunarpróf í íslensku, ensku og stærðfræði skv. lögum um grunnskóla nr. 91/2008.

Lagt fram.

13.909222 - Missir kjörgengis bæjarfulltrúa.

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 5/1, álit ráðuneytisins varðandi hugsanlegan missi kjörgengis bæjarfulltrúa.

Lagt fram.

14.911226 - Vegna refaveiða á uppgjörstímabilinu 1.09.2009 til 31.08.2010.

Frá Umhverfisstofnun, dags. 5/1, tilkynning um að skv. nýsamþykktum fjárlögum ársins 2010 verði endurgreiðslur vegna refaveiða með sama hætti og áður hefur verið.

Lagt fram.

15.909175 - Nýbýlavegur 1, hæðarsetning.

Frá Olís, dags. 8/1, varðandi lóð fyrirtækisins að Nýbýlavegi 1.

Lagt fram.

16.1001036 - Atvinnuátak SÍ 2010.

Frá Skógræktarfélagi Íslands, dags. 7/1, óskað eftir þátttöku Kópavogsbæjar í fyrirhuguðum verkefnum SÍ og Skógræktarfélags Kópavogs árið 2010.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

17.1001110 - Merkingar listaverka í eigu Kópavogsbæjar.

Ólafur Þór Gunnarsson, áheyrnarfulltrúi VG, spurðist fyrir um merkingar listaverka í eigu Kópavogsbæjar.

Sigurrós Þorgrímsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður lista- og menningarráðs, svaraði fyrirspurninni á fundinum.

Fundi slitið - kl. 17:15.