Bæjarráð

2621. fundur 15. desember 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir formaður
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1111077 - Tími til að svara fyrirpurnum. Fyrirspurn frá Ármanni Kr. Ólafsson

Frá bæjarstjóra, dags. 14/12, svar við fyrirspurn í bæjarráði 3/11 sl.

Lagt fram.

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Fyrirspurninni var beint til forseta bæjarstjórnar og svaraði hann henni á innan við viku og var svar hans að hann teldi eðlilegt að fyrirspurnum bæjarfulltrúa sé svarað á næsta fundi bæjarráðs eða bæjarstjórnar.  Bæjarstjóri svarar hins vegar eftir fimm vikur: Ómögulegt er að ákveða tímafresti fyrir svör við fyrirspurnum og tók það fimm vikur að fá fram þetta svar við sáraeinfaldri fyrirspurn. Þetta skýrir allt sem skýra þarf. Ég legg til að forseti bæjarstjórnar leggi línur í þessum efnum.

Ármann Kr. Ólafsson"

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Svör bæjarstjóra segja nákvæmlega ekki neitt og eru ekki bjóðandi í stjórnsýslu nútímans. Þessi vinnubrögð eru bæjarstjóra til vansa.

Gunnar Ingi Birgisson"

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Fyrirspurnir sem hafa þann eina tilgang að vera fyrirspurnir eru engum til sóma.

Ólafur Þór Gunnarsson"

2.1110383 - Ósvaraðar fyrirspurnir. Bókun frá Gunnari Inga Birgissyni.

Frá bæjarstjóra, dags. 14/12, svar við fyrirspurn í bæjarráði 27/10 sl.

Lagt fram.

3.1110279 - Rottueitur úr frárennsli í Reykjavík. Fyrirspurn frá Gunnari Inga Birgissyni.

Frá bæjarstjóra, dags. 14/12, svar við fyrirspurn í bæjarráði 20/10 sl.

Lagt fram.

4.1110277 - Sala og skipulag á Glaðheimasvæði. Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni.

Frá bæjarstjóra, dags. 14/12, svar við fyrirspurn í bæjarráði 20/10 sl.

Lagt fram.

5.1110087 - Starfslýsingar í kjölfar skipulagsbreytinga. Fyrirspurn frá Ármanni Kr. Ólafssyni

Frá bæjarstjóra, dags. 14/12, svar við fyrirspurn í bæjarráði 6/10 sl.

Lagt fram.

6.1110086 - Kostnaður við sambýli. Fyrirspurn frá Gunnari Inga Birgissyni

Frá bæjarstjóra, dags. 14/12, svar við fyrirspurn í bæjarráði 6/10 sl.

Lagt fram.

7.1110420 - Endurskoðun ársreikninga, útboð

Frá fjármála- og hagsýslustjóra og deildarstjora framkvæmdadeildar, dags. 12/12, opnuð tilboð í verkið "Endurskoðun ópavogsbæjar 2011-2012" skv. útboðsgögnum gerðum af fjármáladeild Kópavogsbæjar, dags. í nóvember 2011. Útboðið var opið og bárust eftirfarandi tilboð:
nr.
Verktaki
Tilb. yfirfarin
% mv. lægst - bjóðanda
1
Deloitte hf.
8.596.020
100%
6
KPMG
13.305.060
155%
4
PWC ehf.
23.726.000
276%
2
Ernst Young
33.731.600
392%
7
Kostnaðaráætlun
32.800.000
38%

Lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Deloitte hf.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Kostnaðaráætlun fyrir þetta verk eru tæpar 33 milljónir.  Lægsta tilboð er einungis 25% af kostnaðaráætlun sem er greinilega algjörlega óraunhæft. Ég legg til að tilboðinu verði hafnað.

Gunnar Ingi Birgisson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Bendi á að fjármálastjóri hefur farið yfir tilboðin og fundað með lægstbjóðanda og tilboðið er raunhæft.  Að sjálfsögðu tökum við tilboðinu.

Guðríður Arnardóttir"

Bæjarráð samþykkir tillögu um að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Deloitte hf. með fjórum atkvæðum gegn einu.

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

8.1106491 - Tónahvarf 7. Krafa um endurgreiðslu gatnagerðar- og yfirtökugjalda

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 14/12, umsögn um erindi varðandi lóðarskil á Tónahvarfi 7.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til viðræðna við lóðarhafa um lóðarskil á grundvelli framlagðrar umsagnar.

Fjármála- og hagsýslustjóri og skrifstofustjóri umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum lið.

9.1010309 - Gunnar I. Birgisson óskar eftir upplýsingum varðandi dagsektir af Vindakór

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 14/12, svar við spurningu varðandi dagsektir af vindakór 2-8, sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 23/9 sl.

Lagt fram.

10.1108384 - Kópavogsbakki 2-6. Fyrirspurn vegna óleyfisframkvæmda

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 13/12, umsögn um erindi varðandi framkvæmdir við Kópavogsbakka 2 - 6, ásamt tillögu að svari.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari.

11.1112080 - Faxaholt 1. Umsókn um leyfi til að nýta hluta hússins til hestahalds veturinn 2011-2012

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 13/12, umsögn um erindi varðandi notkun hluta af Faxaholti 1 í vetur, ásamt tillögu að svari.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari.

12.1104189 - Notkun á nýju stúku á Kópavogsvelli

Eftirfarandi var bókað á fundi íþróttaráðs þann 14/12:

Óskað hefur verið eftir að skoðaðir verði möguleikar á útleigu á nýju stúkunni á Kópavogsvelli.
Starfsmönnum falið að ítreka við íþróttafélög og/eða tómstundarfélög notkunarmöguleika á salnum.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs og umhverfissviðs.

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

13.1112212 - Tillögur að betri nýtingu á stúkubyggingum Kópavogsvallar.

Eftirfarandi var bókað á fundi íþróttaráðs 14/12:
Íþróttaráð hvetur bæjaryfirvöld til að taka ákvörðun um framtíð gömlu stúkunnar á Kópavogsvelli. Íþróttaráð sér fyrir sér að hægt verði að nota gömlu stúkuna sem vélageymslu og vinnustöð fyrir sumarstarfsmenn. Þar með má auka notkunarmöguleika nýju stúkunnar fyrir íþróttastarfsemi enn frekar.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs og umhverfissviðs.

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

14.1112025 - Beiðni um leyfi til að auglýsa starf yfirþroskaþjálfa í Hrauntungu áfangaheimili.

Frá verkefnastjóra í málefnum fatlaðs fólks, dags. 15/12, ýtarlegri rökstuðningur í nýju fylgiskjali um beiðni um leyfi til að auglýsa starf yfirþroskaþjálfa í Hrauntungu áfangaheimili, sem samþykkt var á fundi félagsmálaráðs 6/12, en frestað var á fundi bæjarráðs 8/12.

Bæjarráð samþykkir beiðni um að auglýsa starf yfirþroskaþjálfa í Hrauntungu.

 

Sviðsstjóri velferðarsviðs og verkefnastjóri í málefnum fatlaðs fólks sátu fundinn undir þessum lið.

15.1112202 - Tillaga til þingsályktunar um Þríhnúkagíg, 65. mál, send til umsagnar

Frá nefndarsviði Alþingis, dags. 13/12, óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um Þríhnúkagíg, 65. mál, fyrir 15. janúar 2012.

Bæjarráð fagnar framkominni þingsályktunartillögu enda hefur Kópavogsbær verið þátttakandi í verkefninu frá upphafi.

16.1109189 - Áætluð úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum 2012.

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 8/12, áætluð úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum 2012.

Lagt fram.

17.1112223 - Áætlun um úthlutun aukaframlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2011

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 12/12, áætlun um úthlutun aukaframlaga 2011

Lagt fram.

18.1112176 - Betri Nónhæð. Varðandi skipulag Nónhæðar

Frá Betri Nónhæð, dags. 9/12, athugasemdir varðandi bókun í bæjarráði 17/11 í máli 1111218, sem vísað var til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

19.1112164 - Ósk um að íbúar á deild 18 Landspítalanum í Kópavogi verði fluttir formlega undir Félagsþjónustu Kóp

Frá aðstandendum íbúa á deild 18 Landspítalanum í Kópavogi, dags. 7/12, þar sem óskað er eftir að skjólstæðingar þeirra verði sem fyrst fluttir formlega undir félagsþjónustu Kópavogs.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs til úrvinnslu.

20.1112008 - Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda

Frá greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, dags. 22/6, beiðni um niðurfellingu fasteignaskatts fyrir fjölskyldu fatlaðs barns.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til afgreiðslu.

21.1112163 - Ályktun gegn niðurskurði í tónlistarskólum

Frá Félagi tónlistarskólakennara, dags. 6/12, ályktun frá aðalfundi félagsins 12/11 sl., þar sem sveitarfélög eru hvött til að skerða ekki framlög til starfsemi tónlistarskóla.

Lagt fram.

22.1112119 - Beiðni um styrk fyrir árið 2012

Frá Ómari Smára Ármannssyni, f.h. vefsíðunnar ferlir.is, dags. 6/12, óskað eftir styrk handa gönguhópnum Ferli fyrir árið 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til afgreiðslu.

23.1107040 - Framtíðarhópur SSH - vinnuhópur 2 Félagslegt húsnæði

Skýrsla um félagslegt húsnæði, SSH vinnuhópur 2, lagt fram á fundi félagsmálaráðs 1/11 sl.

Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir góða vinnu og telur að rétt að kannað verði hvort ekki sé mögulegt að samræma reglur milli sveitarfélaga.

Sviðsstjórar umhverfis- og velferðarsviða sátu fundinn undir þessum lið.

24.1107040 - Framtíðarhópur SSH - vinnuhópur 1 Barnavernd, sameiginleg verkefni

Skýrsla vinnuhóps 1 Barnavernd, sameiginleg verkefni, lagt fram á fundi barnarverndarnefndar 10/11 sl.

Bæjarráð þakkar starfshópnum vel unnin störf.

 

Sviðsstjóri velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

25.1107040 - Framtíðarhópur SSH - vinnuhópur 20 Atvinnustefna og sóknaráætlun

Skýrsla vinnuhóps 20, atvinnustefna og sóknaráætlun, sem lagt var fram á fundi menningar- og þróunarráðs 7/12.

Bæjarráð þakkar starfshópnum vel unnin störf.

 

Sviðsstjóri velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

26.1112004 - Skautasvelll á Vallagerðisvelli. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs og deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 15. desember, svar við fyrirspurn.

Lagt fram.

27.1112225 - Innri leiga á Digranesvegi 7. Fyrirspurn frá Gunnari Inga Birgissyni.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Óskað er eftir sundurliðuðum útreikningi á innri leigu Digranesvegar 7 fyrir árið 2012 á næsta fundi bæjarráðs.

Gunnar Ingi Birgisson"

Fundi slitið - kl. 10:15.