Bæjarráð

2758. fundur 15. janúar 2015 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir forseti
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Ása Richardsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1501108 - Kynning á stöðu skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

Kl. 8:15 mætti fulltrúi Kópavogs í samstarfsnefnd um rekstur skíðasvæðanna til fundar.
Fulltrúi Kópavogs í samstarfsnefnd um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins kynnti stöðu mála skíðasvæðanna.

2.1501382 - Skýrsla um sveitarfélagakönnun 2014

Frá bæjarritara, lögð fram skýrsla Capacent um sveitarfélagakönnun 2014.
Lagt fram.

3.1501323 - Bæjarlind 6, Rosaam/SPOT. Umsókn um tækifærisleyfi vegna lengri opnunartíma . Beiðni um umsögn

Frá lögfræðideild, dags. 13 janúar, lagt fram bréf sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 9. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn ROSAAM/SPOT, kt. 631008-0110, um tækifærisleyfi til að mega hafa lengri opnunartíma aðfararnótt mánudagsins 19. janúar 2015, til kl: 03:00, á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Árni Björnsson, kt. 230251-3989.
Staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag. Afgreiðslutími sem óskað er eftir er umfram það sem kemur fram í 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir. Þar er gert ráð fyrir opnunartíma til 23:30 þennan dag, með þeim fyrirvara að sveitarfélag geti ákveðið annað.
Bæjarráð samþykkir umsóknina með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag.

4.1501385 - Vallakór 12, Kórinn. Umsókn HK um tækifærisleyfi til að halda Vetrarhátíð HK. Beiðni um umsögn

Frá lögfræðideild, dags. 13. janúar, lagt fram bréf sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Handknattleiksfélags Kópavogs (HK), kt. 630981-0269, um tímabundið tækifæris- og áfengisleyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og reglugerð nr. 585/2007, til að mega halda Vetrarhátíð HK, fyrir 1200 manns laugardaginn 24. janúar 2015 frá kl. 19:00 til 03:00, í íþróttahúsinu Kórnum, að Vallakór 12, 203 Kópavogi. Ábyrgðarmaður er: Birgir Bjarnason, kt. 180253-3359. Öryggisgæsluna annast: Upp og niður, kt. 590509-1320.
Bæjarráð samþykkir umsóknina með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

5.1402852 - Hamraborg 14-38, vatnsúðakerfi útboð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 12. janúar, umsögn varðandi útboð á vatnsúðakerfi í bílakjallara.
Lagt fram.

6.1501338 - Dimmuhvarf 2 endurbætur á húsnæði 2015

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 12. janúar, óskað heimildar til að bjóða út í opnu útboði framkvæmdir við Dimmuhvarf 2.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita heimild til útboðs.

7.1501305 - Vallakór gatnagerð 2015

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 12. janúar, óskað heimildar til að bjóða út í opnu útboði gerð nýrrar götu, Vallakór, frá hringtorgi á Vatnsendavegi og að Vallakór 12 (Kórinn).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild til útboðs.

8.1501321 - Skólaakstur og rammas. fyrir hópferðaþj. úboð 2015

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 12. janúar, óskað heimildar til að bjóða út í opnu útboði skólaakstur og rammasamning um hópbifreiðaþjónustu fyrir Kópavogsbæ.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild til útboðs.

9.1501314 - Vallakór 12 kennsluhúsnæði Hörðuvallaskóla.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 12. janúar, óskað heimildar til að bjóða út í lokuðu útboði gerð 10 kennslustofa og aðstöðu fyrir kennara í núverandi húsnæði við Vallakór 16. Einnig lagt fram minnisblað frá deildarstjóra til stuðnings beiðni um að útboðið verði lokað.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild til útboðs.

10.1412485 - Fornahvarf 3, framkvæmd settjörn.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 12. janúar, óskað heimildar til að bjóða út í opnu útboði gerð settjarnar við Fornahvarf 2.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild til útboðs.

11.1411470 - Áfallateymi

Frá verkefnastjóra, dags. 6. janúar, tillaga um verkefni áfallateyma í bænum.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.

12.1309280 - Framlög úr Jöfnunarsjóði 2014. Umsóknir, áætlanagerð, endanlegt framlag.

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 30. desember, upplýsingar um greiðslu úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til reksturs grunnskóla árið 2014.
Lagt fram.

13.1501129 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030

Frá Garðabæ, dags. 5. janúar, tillaga að lýsingu aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar.

14.1501356 - Sameiginleg stefnumótun um hafnamál á Faxaflóa. Óskað eftir afstöðu Kópavogsbæjar

Frá Faxaflóahöfnum, dags. 9. janúar, tillaga sem samþykkt var á fundi stjórnar um sameiginlega stefnumótun um hafnamál á Faxaflóa.
Bæjarráð vísar erindinu til hafnarstjórnar til afgreiðslu.

15.1412561 - Athugasemdir varðandi gatnamót Hlíðarhjalla og Dalvegar

Frá íbúa við Lækjarhjalla, dags. 15. desember, athugasemdir varðandi gatnamót Hlíðarhjalla og Dalvegar.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

Ása Richardsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

16.1412019 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 18. desember

139. fundargerð í 12 liðum.
Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

17.1501004 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 8. janúar

140. fundargerð í 13 liðum.
Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

18.1501005 - Íþróttaráð, 8. janúar

44. fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

19.1501010 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, 12. janúar

33. fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

20.1412015 - Skipulagsnefnd, 17. desember

1251. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

21.1501250 - Stjórn Sorpu bs., 9. janúar

345. fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

22.1412004 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 17. desember

58. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

23.1412018 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 5. janúar

59. fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

24.1408478 - Umhverfismál - Innviði nýtt til rýmisafmörkunar og auðkennis

Lagðar fram tillögur varðandi lýsingu á ákveðnum stöðum í Kópavogi, ásamt lauslegri kostnaðaráætlun.
Bæjarráð samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti enda rúmast þær innan fjárhagsáætlunar ársins.

25.1403326 - Hraðamælingar 2014

Lagðar fram hraðamælingar lögreglustjórans á hbsv., sbr. lið 6 í fundargerð.
Lagt fram.

26.1501575 - Tillaga um að Kársnes verði 30 km svæði. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarráð samþykkir að beina því til umhverfis- og samgöngunefndar að meta hvort kostur sé að gera Kársnesið að 30 km hraða svæði.
Greinargerð:
Örfáar götur á Kársnesi eru nú með hærri hámarkshraða en 30 km og umferðarþungi hvergi svo mikill að krefjast hærri hraða. Hverfið er að stærstum hluta til íbúðahverfi og ólíklegt að sú atvinnustarfsemi sem þar er þoli ekki lægri hraða. Í umhverfislegu, vistvænu tilliti og m.t.t. öryggis gangandi vegfarenda myndi slík breyting einnig vera til góðs.
Ólafur Þór Gunnarsson"
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.

Fundi slitið.