Bæjarráð

2617. fundur 17. nóvember 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir formaður
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Guðný Dóra Gestsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1111147 - Umsögn um beiðni um styrk fyrir jólin

Frá bæjarritara, dags. 16/11, umsögn um styrkbeiðni mæðrastyrksnefndar Kópavogs, ásamt greinargerð um greidda styrki á undanförnum árum.

Kópavogsbær hefur styrkt Mæðrastyrksnefnd um rúmar fjórar milljónir króna á árinu 2011 með afnotum af húsnæði bæjarins.

Bæjarráð samþykkir að styrkja Mæðrastyrksnefnd fyrir jólin sem nemur andvirði jólakorta, sem annars væru send á vegum bæjarins.

2.1110085 - Svar við fyrirspurn um bæjarstjórnarfund í Hörðuvallaskóla. Frá Gunnari Inga Birgissyni

Frá bæjarritara, dags. 16/11, svar við fyrirspurn um kostnað vegna bæjarstjórnarfundarins í Hörðuvallaskóla þann 27/9 sl.

Lagt fram.

3.1105063 - Samningar við HK vor 2011

Frá bæjarritara, drög að rekstrar- og þjónustusamningum við HK.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

 

Deildarstjóri íþróttadeildar sat fundinn undir þessum lið.

4.1105309 - Kórsalir 5. Stjórnsýslukæra vegna samskipta Kópavogsbæjar og húsfélagsins að Kórsölum 5

Frá bæjarlögmanni og skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 15/11, tillaga að svari sem óskað var eftir í bæjarráði 10/11 sl. varðandi Kórsali 5.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari.

5.706089 - Vegna máls Þreks ehf. vegna leigusamnings við Medic Operating AB

Frá bæjarlögmanni og deildarstjóra íþróttamála, dags. 16/11, tillaga að sátt vegna reksturs líkamsræktarstöðva í húsakynnum sundlauganna í Kópavogi.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

6.912630 - Dalvegur 6 - 8, gegnumakstur.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 15/11, greinargerð sem óskað var eftir í bæjarráði 10/11 um fund með lóðarhafa, en niðurstaða fundarins var að umhverfissvið myndi gera tillögu að legu akstursleiðar um lóðina og kannað yrði í framhaldi af því hvort hægt væri að ná sátt í málinu.

Lagt fram.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Legg áherslu á að sviðsstjóri komi með tillögu að framtíðarskipulagi þessa svæðis.

Gunnar Ingi Birgisson"

7.1107153 - Fífuhvammur 25. Kæra vegna synjunar á umsókn um viðbyggingu

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 14/11, svar við fyrirspurn varðandi Fífuhvamm 25.

Lagt fram.

8.1109281 - Borgarholtsbraut 15. Stefna á hendur Kópavogsbæ vegna deiliskipulags

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 15/11, greinargerð Kópavogsbæjar varðandi stefnu vegna höfnunar á deiliskipulagsbreytingu á Borgarholtsbraut 15.

Bæjarráð samþykkir greinargerðina fyrir sitt leyti.

9.1111340 - Kjóavellir.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 16/11, kostnaðaráætlun fyrir hesthúsahverfið á Kjóavöllum sem lögð var fram í framkvæmdaráði, sbr. lið 6 í fundargerð.

Lagt fram.

10.1103299 - Digranesvegur 7. Húsnæði fyrir Héraðsskjalasafn

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 16/11, bókun í fundargerð framkvæmdaráðs 16/11, lið 2, vísað til bæjarráðs varðandi kostnað við flutning Héraðsskjalasafns.

Hlé var gert á fundi kl. 10:10.  Fundi var fram haldið kl. 10:20.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu um að bjóða út í opnu útboði innréttingu héraðsskjalasafns með þremur atkvæðum gegn tveimur.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Óskað er eftir að kostnaður við niðurrif liggi fyrir við afgreiðslu bæjarstjórnar og fylgi fundargögnum.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

11.1111191 - Samskipti hestamannafélagsins Gusts og Kópavogsbæjar

Lagt fram að nýju erindi frá hestamannafélaginu Gusti, dags. 9/11, varðandi stöðu uppbyggingar svæðisins á Kjóavöllum.

Fulltrúar Gusts sátu fundinn undir þessum lið.

12.1111328 - Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar um útgáfu starfleyfis til Hvamms ehf.

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 10/11, óskað umsagnar um kæru vegna útgáfu starfsleyfis til Hvamms ehf. til reksturs eggja- og kjúklingabús.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

13.1111193 - Vesturvör 32-38. Kæra vegna breytinga á deiliskipulagi

Frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála, dags. 8/11, óskað eftir gögnum sem varða breytingu á deiliskipulagi fyrir Vesturvör 32-38, sem Idea ehf. hefur kært til úrskurðarnefndarinnar.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

14.1111235 - Beiðni um ferðaþjónustu

Frá Málflutningsstofu Reykjavíkur, dags. 9/11, lagðar fram kröfur umbjóðanda vegna ferðaþjónustu.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

15.1111273 - Beiðni um styrk til reksturs Stígamóta fyrir árið 2012

Frá Stígamótum, ódags., óskað eftir fjárstuðningi vegna starfseminnar fyrir árið 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs til afgreiðslu.

16.1111218 - Nónhæð. Erindi varðandi skipulag

Frá KS verktökum hf., dags. 27/10, óskað eftir að gengið verði frá aðalskipulagi á Nónhæð þannig að unnt verði að reisa þar íbúðarbyggð.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

17.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 22/11

I. Fundargerðir nefnda

II. Kosningar

III. Erindisbref nefnda

IV. Ábyrgð og starfshættir stjórnenda og starfsmanna

V. Dómur Hæstaréttar í meiðyrðamáli gegn bæjarfulltrúum

18.1111408 - Heiðursborgari Kópavogs

Tillaga um kjör Heiðursborgara Kópavogs:

Bæjarráð sammála um tillögu um kjör á heiðursborgara Kópavogs. Trúnaðarmál.

19.1111412 - Viðbrögð við fréttaflutningi vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja. Bókun frá Ómari Stefánssyni.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Í tilefni umfjöllunar Fréttablaðsins og á fréttavefnum visir.is um íþróttahús í Kópavogi óska ég bókað:

Á svokölluðum "uppgangstímum" voru byggð tvö stór mannvirki sem notuð eru fyrir íþróttir,  annarsvegar íþróttahúsið í Fagralundi og hinsvegar íþróttamiðstöðin Kórinn.  Eftir því sem ég kemst næst er um rúmlega 95% nýtingu á þeim mannvirkjum að ræða.  Því er umfjöllun sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum varðandi slæma nýtingu á íþróttahúsum mjög villandi og hvet ég bæjarstjóra að koma á framfæri leiðréttingu.

Ómar Stefánsson"

20.1111413 - Kostnaður við niðurrif hesthúsa. Fyrirspurn frá Gunnari Inga Birgissyni.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Ég óska eftir að fá sundurliðun kostnaðar við niðurrif hesthúsa í Glaðheimum og á hvaða bókhaldslykill sá kostnaður er færður.

Gunnar Ingi Birgisson"

21.1111414 - Tillaga um fund bæjarstjórnar 29. nóvember nk.

Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Lagt er til að haldinn verði aukafundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 29. nóvember nk. Á dagskrá verði fyrri umræða fjárhagsáætlunar 2012.

Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri"

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Fundi slitið - kl. 10:15.