Bæjarráð

2711. fundur 05. desember 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir varafulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1311015 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 19. nóvember

98. fundargerð í 15 liðum.

Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

2.1311019 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 3. desember

99. fundargerð í 16 liðum.

Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

3.1311025 - Félagsmálaráð, 3. desember

1361. fundargerð í 15 liðum.

Lagt fram.

4.1311023 - Leikskólanefnd, 3. desember

43. fundargerð í 13 liðum.

Lagt fram.

5.1311022 - Skólanefnd, 2. desember

66. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

6.1301043 - Stjórn SSH, 4. nóvember

395. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

7.1301043 - Stjórn SSH, 2. desember

397. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

8.1301048 - Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, 18. nóvember

334. fundargerð í 4 liðum

Lagt fram.

9.1311519 - Níu mánaða uppgjör, janúar-september 2013

Níu mánaða uppgjör lagt fram á stjórnarfundi, sbr. lið 2 í fundargerð frá 18. nóvember.

Lagt fram.

10.1301051 - Stjórn Strætó bs. 30. nóvember 2012 til 11. nóvember 2013

176. fundargerð í 6 liðum, 177. fundargerð í 9 liðum, 178. fundargerð í 6 liðum, 179. fundargerð í 1 lið, 180. fundargerð í 6 liðum, 181. fundargerð í 10 liðum, 182. fundargerð í 7 liðum, 183. fundargerð í 3 liðum, 184. fundargerð í 1 lið, 185. fundargerð í 3 liðum, 186. fundargerð í 1 lið, 187. fundargerð í 5 liðum, 188. fundargerð í 4 liðum, 189. fundargerð í 1 lið og 190. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

11.1306629 - Niðurstöður könnunar um bæjarfjall.

Frá bæjarritara, minnisblað um niðurstöðu könnunar á bæjarfjalli Kópavogs.

Lagt fram.

12.1301054 - Mánaðarskýrslur 2013

Frá bæjarritara, mánaðarskýrslur yfir starfsemi í september og október 2013.

Lagt fram.

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

13.1207107 - Erindisbréf atvinnu- og þróunarráðs

Lagt fram erindisbréf fyrir atvinnu- og þróunarráð.

Bæjarráð vísar drögum að erindisbréfi til afgreiðslu bæjarstjórnar.

14.1311435 - Deildarstjóri lögfræðideildar (bæjarlögmaður). Umsóknir og ráðning

Frá bæjarritara, dags. 4. desember, tillaga að ráðningu deildarstjóra lögfræðideildar (bæjarlögmanns).

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarritara um að ráða Pálma Þór Másson í stöðu deildarstjóra lögfræðideildar (bæjarlögmanns) með fjórum samhljóða atkvæðum.

15.1311360 - Svar við fyrirspurn um starfslok sviðsstjóra sérverkefna.

Frá bæjarlögmanni, dags. 27. nóvember, svar við fyrirspurn um starfslok sviðsstjóra sérverkefna.

Lagt fram.

16.1302304 - Tröllakór 1-3, sala íbúðar 0101, fastanr. 228-6909. Húsnæðisnefnd er seljandi

Frá bæjarlögmanni, minnisblað um fyrirhugaða sölu á íbúð í Tröllakór 1 sem er í eigu Húsnæðisnefndar Kópavogs. Jafnframt lagt fram verðmat eignarinnar.

Bæjarráð veitir heimild til sölu á íbúðinni á grundvelli framlagðs verðmats.

17.1312033 - Mengun í Fossvogslæk

Bæjarráð óskaði á síðasta fundi eftir því að fulltrúar bæjarins í stjórn heilbrigðiseftirlits mættu til fundar.

Fulltrúar Kópavogs í heilbrigðiseftirlitinu sátu fundinn undir þessum lið.

18.905315 - Guðmundarlundur. Leigusamningur.

Erindi frá stjórn Skógræktarfélags Kópavogs, dags. 2. desember.

Fulltrúar frá Skógræktarfélagi Kópavogs sátu fundinn undir þessum lið.

Una María Óskarsdóttir lagði til að bæjarráð skipi viðræðuhóp sem ræði við fulltrúa Skógræktarfélagsins um erindi félagsins.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

19.1304099 - Vatnsendahlíð, gatnagerð 1. áfangi.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 28. nóvember, eftirfarandi tilboð bárust í verkið "Þing VII, 1. áfangi-Vallaþing og Leiðarendi."
Bjóðendur Tilboð á opnunarfundi Leiðrétt tilboð % af kostnaðaráætlun
1. Urð og grjót ehf. 182.557.000 kr. 183.063.391 kr. 80%
2. Hálsafell ehf. 186.608.646 kr. 186.608.564 kr. 81%
3. Rökkvi verktakar ehf. 194.439.011 kr. 194.439.450 kr. 85%
4. Grafa og grjót ehf.-frávik 197.969.450 kr. 198.129.450 kr. 86%
5. Grafa og grjót ehf. 206.786.950 kr. 206.946.950 kr. 90%
6. Ístak 212.990.178 kr. 213.479.676 kr. 93%
7. Loftorka ehf. 218.066.998 kr. 213.542.300 kr. 93%
8. Íslenskir aðalverktakar hf. 235.670.424 kr. 235.672.426 kr. 103%
9. Óskatak ehf. 253.617.381 kr. 256.227.250 kr. 111%
Kostnaðaráætlun 229.801.003 kr. 229.850.873 kr. 100%

Lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Urð og grjót ehf.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

20.1311311 - Styrkbeiðni frá Höndinni

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 29. nóvember, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 21. nóvember sl. um styrkbeiðni Handarinnar.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000.

21.1311358 - Tekjur vegna gjaldskrárhækkana. Tillaga frá Ármanni Kr. Ólafssyni

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, upplýsingar um tekjur af fyrirhuguðum hækkunum leikskólagjalda og matargjalda í grunn- og leikskólum. Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.

Meirihluti bæjarráðs Kópavogsbæjar leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrár í skólum hækki ekki um áramót. Í leikskólum verði leikskóla- og matargjald óbreytt sem og matargjald í grunnskólum. Einnig verði verðskrá dægradvalar óbreytt. Jafnframt er lagt til að engin hækkun verði á mat fyrir eldri borgara um áramótin né heimilishjálpar og heimkeyrslu á mat eldri borgara.

Markmiðið með ákvörðuninni er að draga úr verðbólgu og liðka til fyrir komandi kjarasamningum. Bæjarstjórn mun taka ákvörðun um hvort gera þurfi breytingar á ofangreindum verðskrám þegar þróun verðlags á árinu 2014 verður búin að taka á sig skýrari mynd.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Hlé var gert á fundi kl. 10:41. Fundi var fram haldið kl. 10:44.

22.1311358 - Tillaga Samfylkingarinnar og VG um að falla frá hækkun gjaldskráa.

Bæjarstjórn vísaði tillögunni til bæjarráðs. Afgreiðslu frestað á síðasta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

23.1312090 - Umsókn um styrk vegna þinghalds Kiwanisumdæmisins Ísland- Færeyjar 2014

Frá Kiwanisklúbbnum Eldey, dags. 3. desember, óskað eftir styrk vegna þinghalds Kiwanisumdæmisins Ísland- Færeyjar, sem haldið verður í Kópavogi á árinu 2014.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

24.1312116 - Áhrif tillagna um skuldaleiðréttingar á sveitarfélagið. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirritaður leggur til að fjármála- og hagsýslustjóra verði falið að leggja mat á fjárhagsleg áhrif tillagna ríkisstjórnar Íslands um skuldaleiðréttingu á tekjur sveitarfélagsins. Sérstaklega verði skoðuð áhrif tillagna um greiðslu séreignalífeyrissparnaðar á tekjustofn sveitarfélagsins.

Ólafur Þór Gunnarsson"

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Fundi slitið - kl. 10:15.