Bæjarráð

2743. fundur 18. september 2014 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Margrét Friðriksdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1306180 - Breytingartillaga á bæjarmálasamþykkt

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 8. september. staðfest breyting á bæjarmálasamþykkt með gildistöku þann 8. september 2014.
Lagt fram.

2.1409237 - Ungt fólk 2013 - framhaldsskólar. Æskulýðsrannsókn

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 9. september, niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk.
Bæjarráð vísar erindinu til forvarna- og frístundanefndar og skólanefndar til úrvinnslu.

3.1409311 - Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2014

Frá fjárlaganefnd Alþingis, dags. 16. september, tilkynning um áætlaða fundardaga sveitarfélaga hjá fjárlaganefnd.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til úrvinnslu.

4.1409281 - Tilmæli Samkeppniseftirlitsins vegna samkeppnishamlandi aðgerða Hafnarfjarðarbæjar í tengslum við mi

Frá Sendli, dags. 8. september, varðandi breytingu á lista yfir þjónustuaðila vegna miðlunar rafrænna reikninga.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

5.1409201 - Óskað eftir liðsinni Kópavogsbæjar við að reisa minnisvarða um Valdimar Kr. Valdimarsson

Frá Heiðari Bergmann Heiðarssyni, dags. 3. september, óskað eftir liðsinni Kópavogsbæjar við að reisa minnisvarða um Valdimar Kr. Valdimarsson.
Bæjarráð þakkar bréfritara framtakið og vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

6.1409312 - Beiðni um samstarf og styrk í tilefni 55 ára afmælis Félags heyrnarlausra

Frá Félagi heyrnarlausra, dags. 15. september, beiðni um samstarf og styrk í tilefni 55 ára afmælis félagsins.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

7.1408009 - Forvarna- og frístundanefnd, 10. september

23. fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

8.1310464 - Ungmennaráð Kópavogs

Lagt fram til kynningar erindisbréf fyrir ungmennaráð, sem samþykkt var í bæjarráði þann 27. maí sl. og staðfest í bæjarstjórn þann 10. júní.
Lagt fram.

9.1409004 - Leikskólanefnd, 9. september

50. fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

10.1409008 - Lista- og menningarráð,

31. fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

11.1409005 - Skipulagsnefnd, 15. september

1244. fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.

12.1405447 - Faxahvarf 10. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings, dags. 20.5.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Faxahvarfs 10. Í breytingunni felst að byggja þak yfir geymsluport þannig að þak íbúðarhúss verði framlengt yfir núverandi geymsluport sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 20.5.2014. Á fundi skipulagsnefndar 20. maí 2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Faxahvarfs 1, 3, 12, Fákahvarfs 9, 11 og 13. Kynningu lauk 29. ágúst 2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust

Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

13.1407257 - Glaðheimar gatnagerð

Lögð fram tillaga að framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð á reit 2 í Glaðheimum, dags. 12. september. Samþykkt og vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

14.1409155 - Álmakór 17. Hækkun götukóta.

Lagt fram erindi Ingvars Hreinssonar dags. 28. ágúst 2014 þar sem óskað er eftir því að endi götunnar verði hækkaður um 30-40cm. Ástæða hækkunar er sú að húsið við Álmakór 17 stendur hátt í lóðinni sbr. erindi.

Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15.1409007 - Skólanefnd, 15. september

74. fundargerð í 9 liðum
Lagt fram.

16.1401098 - Stjórn Sorpu bs., 12. september

341. fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

17.1406319 - Ráðning leikskólastjóra Grænatúns

Frá sviðsstjóra menntasviðs, leikskólafulltrúa og leikskólaráðgjafa, dags. 15. september, tillaga að ráðningu leikskólastjóra Grænatúns.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um að ráða Sigríði Ólafsdóttur í starf leikskólastjóra Grænatúns.

Sviðsstjóri menntasviðs og leikskólaráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið.