Bæjarráð

2638. fundur 18. apríl 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1204011 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 17/4

41. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

2.1204008 - Hafnarstjórn 12/4

81. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

3.1201282 - Stjórn Héraðsskjalasafns 27/3

77. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

4.1201287 - Stjórn Sorpu bs. 19/3

298. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

5.1201287 - Stjórn Sorpu bs. 12/4

299. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

6.1201287 - Stjórn Sorpu bs. 16/4

300. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

7.1204135 - Smáratorg 3, SMI Turninn. Beiðni um umsögn vegna umsóknar BS Turna ehf. um leyfi til að halda árshát

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 11. apríl 2012 þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Bs Turn ehf. kt. 620207-1360, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi, um tækifærisleyfi skv. lögum nr. 85/2007 til að mega halda árshátíð Vodafone laugardaginn 28. apríl n.k. kl. 18.00- 02:00 í SMI Turninum, sem er viðbygging á 2. hæðinni, Smáratorgi 3, fyrir 450 manns.

Bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við leyfisveitinguna, enda verði fyllsta öryggis gætt, m.a. með tilliti til brunavarna.

8.1204213 - Tillaga um afnám lækkunar launa fyrir setu í stjórnum, nefndum og ráðum

Frá bæjarstjóra, dags. 17/4, tillaga um afnám lækkunar launa fyrir setu í stjórnum, nefndum og ráðum.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

9.1203293 - Samningar við Strætó um fyrirtækjakort. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni, Hafsteini Karlssyni og Hj

Frá bæjarritara, umsögn um tillögu.

Bæjarráð samþykkir tillögu um að mótuð verði samgöngustefna og framkvæmd verði ferðamátakönnun. Vísað til úrvinnslu umhverfis- og samgöngunefndar.

10.1203002 - Orlofseign starfsmanna. Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni

Frá starfsmannastjóra, dags. 17/4, svar við fyrirspurn um orlof starfsmanna.

Ólafur Þór Gunnarsson þakkaði framlagt svar.

11.1203324 - Þorrasalir 13-15. Lóðarumsókn.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 17/4, lögfræðiálit sem óskað var eftir í bæjarráði 12/4 sl. varðandi fyrirvara um skuldleysi tengdra félaga.

Lagt fram.

12.1203324 - Þorrasalir 13-15. Lóðarumsókn.

Mál sem frestað var á síðasta fundi bæjarráðs.

Fyrir lágu tvær umsóknir um lóðina Þorrasalir 13 - 15, frá Leigugörðum ehf. og Skuggabyggð ehf. Dregið var um byggingarrétt skv. úthlutunarreglum Kópavogsbæjar, sbr. endurrit úr gerðarbók sýslumannsins í Kópavogi. Ýr Vésteinsdóttir, fulltrúi sýslumanns mætti til að staðfesta framkvæmd útdráttar um byggingarrétt á lóðinni. Umsókn Skuggabyggðar ehf. var dregin vegna lóðarinnar Þorrasala 13 - 15.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Skuggabygð ehf. byggingarrétti á lóðinni Þorrasölum 13 - 15 með fyrirvara um að nýr lóðarhafi og félög tengd honum séu ekki í vanskilum við bæinn.   Einn fulltrúi sat hjá.

13.1203371 - Þorrasalir 13-15. Lóðarumsókn.

Mál sem frestað var á síðasta fundi bæjarráðs.

Fyrir lágu tvær umsóknir um lóðina Þorrasalir 13 - 15, frá Leigugörðum ehf. og Skuggabyggð ehf. Dregið var um byggingarrétt skv. úthlutunarreglum Kópavogsbæjar, sbr. endurrit úr gerðarbók sýslumannsins í Kópavogi. Ýr Vésteinsdóttir, fulltrúi sýslumanns mætti til að staðfesta framkvæmd útdráttar um byggingarrétt á lóðinni. Umsókn Skuggabyggðar ehf. var dregin vegna lóðarinnar Þorrasala 13 - 15.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Skuggabygð ehf. byggingarrétti á lóðinni Þorrasölum 13 - 15 með fyrirvara um að nýr lóðarhafi og félög tengd honum séu ekki í vanskilum við bæinn.

14.1204132 - Arðgreiðsla LS vegna ársins 2011

Frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dags. 11/4, upplýsingar um arðgreiðslu til Kópavogsbæjar fyrir árið 2011.

Lagt fram.

15.1204134 - Félag hesthúsaeigenda á Kjóavöllum: Erindi varðandi innheimtu fasteignagjalda á hesthús

Frá Félagi hesthúsaeigenda á Kjóavöllum, dags. 10/4, óskað eftir að innheimtu fasteignagjalda á hesthús verði frestað þar til breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga hefur verið afgreidd á Alþingi.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns og fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar.

16.1204127 - Athugasemdir við kostnað vegna nýrra sorptunna

Frá íbúa í bænum, dags. 11/4, óskað eftir að vera undanþegin aukagreiðslum vegna sorpflokkunar.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.

17.1204196 - Styrkbeiðni vegna verkefnis til að vinna gegn aukinni kannabisneyslu ungs fólks

Frá forvarnafélaginu Dauðans alvara, styrkbeiðni til forvarnastarfa.

Bæjarráð vísar erindinu til forvarna- og frístundanefndar til afgreiðslu.

18.1204200 - Styrkbeiðni vegna þátttöku í landsmóti UMFÍ 50

Frá íþróttafélaginu Glóð, dags. 13/4, óskað eftir styrk vegna Landsmóts UMFÍ 50+, sem haldið verður 8. - 10. júní nk.

Bæjarráð vísar erindinu til íþróttaráðs til afgreiðslu.

19.1204197 - Akrakór 6. Kæra vegna byggingarleyfis fyrir framkvæmdum á lóðinni

Frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

20.1202292 - Kosningar í atvinnu- og þróunarráð 2012-2014

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í atvinnu- og þróunarráð.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Guðmundur Freyr Sveinsson

Viggó Hilmarsson

Sigurjón Jónsson

Af B-lista:

Garðar Guðjónsson

Ýr Gunnlaugsdóttir

Kjöri varamanna var frestað.

Áheyrnarfulltrúi Næstbesta flokksins tilnefndur:

Brynjar Örn Gunnarsson

Til vara:

Einar Ingvarsson

21.1006248 - Kosningar í félagsmálaráð 2012 - 2014

Kosning sjö aðalmanna og jafnmargra til vara í félagsmálaráð.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Sigurjón Örn Þórsson

Sverrir Óskarson

Kjartan Sigurgeirsson

Helga Guðrún Jónasdóttir

Af B-lista:

Guðríður Arnardóttir

Guðbjörg Sveinsdóttir

Ásdís Jóhannesdóttir

Varamenn:

Af A-lista:

Ólöf Pálína Úlfarsdóttir

Bragi Thoroddsen

Karen Halldórsdóttir

Halla Halldórsdóttir

Af B-lista:

Valgerður Guðjónsdóttir

Arnþór Sigurðsson

Erla Karlsdóttir

22.1202293 - Kosningar í lista- og menningarráð 2012-2014

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í lista- og menningarráð.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Karen Halldórsdóttir

Una Björg Einarsdóttir

Sveinn Sigurðsson

Af B-lista:

Helga Reynhardsdóttir

Pétur Ólafsson

Kjöri varamanna er frestað.

Áheyrnarfulltrúi Næstbestaflokksins tilnefndur:

Hjálmar Hjálmarsson

Til vara:

Brynjar Örn Gunnarsson

23.1006252 - Kosningar í skipulagsnefnd 2012 - 2014

Kosning sjö aðalmanna og jafnmargra til vara í skipulagsnefnd.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Kristinn Dagur Gissurarson

Jóhann Ísberg

Guðmundur Geirdal

Vilhjálmur Einarsson

Af B-lista:

Guðmundur Örn Jónsson

Guðný Dóra Gestsdóttir

Einar Ingvarsson

Varamenn:

Af A-lista:

Ómar Stefánsson

Sigríður Kristjánsdóttir

Þóra Ólafsdóttir

Hreiðar Oddsson

Af B-lista:

Magnús Bjarnason

Hreggviður Norðdahl

Tryggvi M. Þórðarson

24.1006253 - Kosningar í skólanefnd 2012 - 2014

Kosning sjö aðalmanna og jafnmargra til vara í skólanefnd.

Kosningu hlutu:

Aðalmenn:

Af A-lista:

Rannveig Ásgeirsdóttir

Helgi Magnússon

Ragnheiður Dagsdóttir

Alexander Arnarson

Af B-lista:

Þór Ásgeirsson

Hreggviður Norðdahl

Erla Karlsdóttir

Varamenn:

Af A-lista:

Una Björg Einarsdóttir

Guðlaugur Siggi Hannesson

Gunnlaugur Snær Ólafsson

Sigurður Sigurbjörnsson

Af B-lista:

Jens Sigurðsson

Ólafur Þór Gunnarsson

Hjálmar Hjálmarsson

25.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Fundargerðir nefnda

II. Ársreikningur Kópavogsbæjar 2011 - fyrri umræða

III. Umræða um skuldsett heimili í Kópavogi

26.1204117 - Ársskýrsla og ársreikingur fyrir árið 2011

Frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 13/4, ársskýrsla og ársreikningur fyrir árið 2011.

Lagt fram.

27.1204136 - Eftirlitsstofnun EFTA. Ársskýrsla 2011

Frá EFTA, ársskýrsla eftirlitsstofnunar fyrir árið 2011.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.